Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Side 54
É g held að það sé ekki spurning að byrjunin hefur verið ágæt. Við höfum verið að spila gegn sterkum andstæðingum á erfiðum útivöllum. En sé litið á leikina þá höfum við kannski verið að fá of mikið af mörkum á okkur. Það er eitthvað sem þarf að vinna í,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, aðspurður um fyrstu leiki íslenska landsliðsins undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck. Ísland hefur tapað öllum fjórum fyrstu leikjunum undir stjórn Lagerbäck og fengið á sig ellefu mörk í þessum fjórum leikjum. Margir hafa þó haft á orði að greina megi mikla framför í leik liðsins og skipulagi, þá einna helst í sóknarleiknum, enda hefur landsliðið skorað 8 mörk í þessum sömu fjórum leikjum. Það eru jafn mörg mörk og Ísland skoraði í tíu síðustu leikjum Ólafs Jóhannessonar við stjórnvölinn, en þar af mistókst Íslandi að skora í fimm þessara leikja. Vörnin í tómu tjóni „Það er auðvitað ekki líklegt til árangurs að vera að fá á sig hátt í þrjú mörk í leikjunum,“ segir Heimir. Undir þetta tekur sparkspekingurinn og sjónvarpsmaðurinn Hjörvar Hafliðason í samtali við DV. „Varnarleikurinn er bara sama brasið og hann var undir stjórn Óla Jó, ég hef eiginlega ekki séð neina breytingu þar á. Við höfum ekki heldur enn fengið fengið viðunandi markvörslu í leikjunum,“ segir Hjörvar sem veltir upp þeim athyglisverða punkti að hugsanlega liggi sökin á slökum varnarleik íslenska landsliðsins ekki hjá þjálfaranum, heldur fremur í þeim efnivið sem þeir hafi úr að velja í öftustu víglínu. „Það skiptir engu máli hver er þjálfari því við virðumst ekki eiga nógu öfluga miðverði og bakverði. Að fá á sig ellefu mörk er ofboðslega mikið. Það er stóra vesenið.“ Sóknin sér um sig „Þær jákvæðu breytingar sem greina má hafa verið á sóknarleik liðsins,“ bætir Hjörvar við um þessa hveitibrauðsdaga Lars Lagerbäck við stjórnvölinn. Heimir tekur undir þetta og segir lítið hægt að kvarta yfir sóknarleiknum. Ísland eigi góða sóknarmenn. „Ef við tökum þessa fjóra fremstu sem hafa verið að spila undanfarið þá ertu 54 Sport 1.–3. júní 2012 Helgarblað n Ísland hefur tapað fjórum fyrstu leikjunum undir stjórn Lars Lagerbäck „Varnar- leikurinn er bara sama brasið og hann var undir stjórn Óla Jó Vörnin hriplek en sóknin sjaldan betri Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Alvöru framherji Kolbeinn Sigþórsson mun leiða sóknarlínu Íslands um ókomin ár. Hér skorar hann mark sitt gegn Svíum. mynd reuterS Þarf að laga vörnina Menn eru sam­ mála um að sóknin hafi litið vel út í fyrstu leikjunum en vörnina þarf að þétta. Að fá ellefu mörk á sig í fjórum leikjum er of mikið. með Gylfa [Sigurðsson], Kolbein [Sigþórsson], Birki Bjarnason, Rúrik [Gíslason], þetta eru allt mjög góðir sóknarmenn. Kolbeinn til að mynda sýnir það að hann þarf ekki að spila mikið til að skora mörk,“ segir Heimir, en Kolbeinn missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna alvarlegra meiðsla. Hann hafði verið funheitur í markaskorun áður en hann meiddist og virðist ætla að halda áfram á sömu sigurbraut nú þegar hann er kominn aftur á ról. Með Kolbein í fremstu víglínu er ljóst að framtíðin er björt hvað markaskorun varðar. „Við eigum núna alvöru „Níu“ uppi á topp sem er Kolbeinn og það er allt annað að vinna með svoleiðis framherjum,“ segir Hjörvar. „Ég tel að sóknarleikurinn verði ekki mikið vandamál með þessa góðu sóknarmenn. En mér sýnist á öllu eftir þessa leiki að varnarleikurinn sé eitthvað sem þarf að laga,“ segir Heimir og sama segir Hjörvar. Ísland þarf að halda boltanum Heimir segir aðspurður að helsta breytingin í fljótu bragði á leik íslenska landsliðsins undir stjórn Lagerbäck sé önnur leikaðferð. Ólafur hafi verið að spila afbrigði af 4-3-3 meðan Lars haldi sig við 4-4- 2. „Báðir hafa þeir lagt upp með að halda boltanum innan liðsins enda met ég það þannig að ef þú ætlar að ná árangri með landslið eins og okkar þá þurfum við að geta haldið boltanum innan liðsins,“ segir Heimir. „Og það sem ég sá af leiknum gegn Svíþjóð þá gekk það ágætlega á köflum.“ Hjörvar segir líklega stærstu breytinguna á liðina vera þann stóraukna áhuga sem fólk virðist hafa á landsliðinu núna. „En ég hef ekki enn séð nein töfrabrögð frá Svíanum. Það verður að líta á það að hann er að fá þennan sterka hóp ungra leikmanna sem fóru á lokakeppni EM [undir 21 árs] sem Óli hafði aldrei – þennan hóp af hæfileikaríkum fótboltamönnum.“ Einhver bið gæti orðið enn eftir fyrsta sigurleik Íslands undir stjórn hins þaulreynda Svía. Næsti leikur liðsins er vináttuleikur á Laugardals- velli gegn Færeyjum 15. ágúst. Síð- an hefst alvaran í undankeppni HM 2014 með heimaleik gegn frændum okkar í Noregi 7. september. Undir stjórn Lars Lagerbäck Leikir: 4 Mörk skoruð: 8 Mörk fengin á sig: 11 24. febrúar á Nagai Stadium Japan - Ísland 3–1 mark Íslands: Arnór Smárason 29.febrúar á Pod Goricom Svartfjallaland - Ísland 2–1 mark Íslands: Alfreð Finnbogason 27. maí á Stefe du Hainaut Frakkland - Ísland 3–2 mörk Íslands: Birkir Bjarnason, Kolbeinn Sigþórsson 30. maí á Gamla Ullevi Svíþjóð - Ísland 3–2 mörk Íslands: Kolbeinn Sigþórsson, Hallgrímur Jónasson Næstu leikir 15. ágúst | Vináttuleikur Ísland - Færeyjar 7. september | Undankeppni HM Ísland - Noregur 11. september | Undankeppni HM Kýpur - Ísland 12. október | Undankeppni HM Albanía - Ísland 16. október | Undankeppni HM Ísland - Sviss Úrslit Pepsí-deildin ÍBV - Stjarnan 4–1 Brynjar Gauti Guðjónsson, Christian Steen Olsen, Tryggvi Guðmundsson, Ian David Jeffs ­ Alexander Scholz. Selfoss - Breiðablik 0–2 Árni Vilhjálmsson, Petar Rnkovic. Valur - Keflavík 4–0 Kolbeinn Kárason 2, Matthías Guðmundsson, Kristinn Freyr Sigurðsson. Næstu leikir: 02.06 14.00 FH ­ Fylkir 16.00 Grindavík ­ ÍA 16.00 Fram ­ KR Staðan 1 ÍA 5 4 1 0 9:5 13 2 KR 5 3 1 1 10:7 10 3 FH 5 3 1 1 6:3 10 4 Valur 6 3 0 3 9:6 9 5 Stjarnan 6 2 3 1 11:10 9 6 Keflavík 6 2 1 3 8:9 7 7 Selfoss 6 2 1 3 8:10 7 8 Breiðablik 6 2 1 3 3:6 7 9 Fylkir 5 1 3 1 7:6 6 10 Fram 5 2 0 3 6:7 6 11 ÍBV 6 1 2 3 8:8 5 12 Grindavík 5 0 2 3 8:16 2 Eiður á förum frá AEK? Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen gæti yfirgefið herbúðir AEK Aþenu í sumar, að því er Arnar Grétarsson, yfirmað- ur knattspyrnumála hjá félaginu, segir í samtali við Fótbolta.net. „Ég held að líkurnar séu meiri en minni,“ er haft eftir honum. Í fréttinni segir að AEK glími við mikla fjárhagsörðugleika og Arnar gefur í skyn að leikmenn hafi ekki fengið greitt eins og vera ber. Við slíkt vilji enginn knatt- spyrnumaður búa. „Ég veit að hann hefur ekki áhuga á að vera áfram við þessar aðstæður,“ segir Arnar. Eiður Smári fótbrotnaði í októ- ber í fyrra og missti af stærstum hluta keppnistímabilsins. Hann skoraði eitt mark í þeim níu leikj- um sem hann lék. Annar Íslend- ingur, Elfar Freyr Helgason, er einnig á mála hjá liðinu en Arnar segir að meiri möguleikar gætu opnast fyrir Elfar ef lykilmenn yfir- gefa liðið í sumar. Enn einn sigurinn Lærisveinar Alfreð Gíslasonar í þýska handknattleiksliðinu THW Kiel slá ekki slöku við þó liðið hafi unnið alla titla sem í boði eru á tímabilinu. Liðið vann enn einn stórsigurinn í deildarkeppninni á fimmtudag þegar sigur vannst á Eintracht Hildesheim, 35–24. Íslendingurinn Aron Pálmars- son skoraði þrjú mörk fyrir Kiel. Um var að ræða næstsíðasta leik liðsins á tímabilinu. Vinni Kiel einnig síðasta leikinn brýtur það blað í sögu þýska handboltans því þá hefur liðið náð þeim árangri að vinna alla 34 deildarleikina á keppnistímabilinu. Gummers- bach er eina liðið sem getur kom- ið í veg fyrir það. Liðin eigast við á laugardag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.