Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Page 62

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Page 62
Aldrei heyrt um samtökin n Ungir og framúrskarandi Íslendingar verðlaunaðir af JCI E f ég á að vera hreinskilinn þá hafði ég aldrei heyrt um þessi samtök,“ segir bardagaíþrótta- maðurinn Gunnar Nelson sem er einn fjögurra ungra Íslend- inga sem Junior Chambers á Ís- landi (JCI) veitti verðlaun síðastlið- inn fimmtudag fyrir að hafa skarað fram úr á árinu á einhvern hátt. Það kom Gunnari mjög á óvart þegar haft var samband við hann og honum til- kynnt að hann hefði hlotið umrædd verðlaun. Hann segir þau engu að síður mikinn heiður fyrir sig og ætl- ar nú að fara í að kynna sér starfsemi JCI betur. Samkvæmt upplýsingum frá JCI hafa samtökin ekki verið mjög sýni- leg á Íslandi síðustu árin en nú er unnið hörðum höndum að því að virkja þau aftur. Hlutverk JCI er að að veita ungu fólki tækifæri til að efla hæfileika sína  og með því  stuðla að jákvæðum breytingum. Gunnar hefur á síðustu miss- erum vakið mikla athygli á erlendri grundu og hann hefur aðeins einu sinni tapað viðureign í keppni. Þá er hann kominn í efsta sæti á heims- lista íþróttavefjarins MMA Planet yfir efnilegustu íþróttamenn í blönduð- um bardagaíþróttum. „Ég er bara alltaf að æfa og er allt- af tilbúinn og keppi líklega í lok sum- ars,“ segir Gunnar aðspurður hvað hann sé að sýsla við núna. Hann seg- ir þó enn óvíst á hvaða móti hann keppir. Hinir þrír einstaklingarnir sem að mati dómnefndar þóttu skara fram úr á árinu eru Halldór Helgason snjóbrettakappi, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Leifur Leifsson, sem starfað hefur mikið fyrir hagsmunasamtök fatlaðra. Dómnefndin í ár var skipuð Garðari Thor Cortes, Kristínu Rún Hákonardóttur, Guðjóni Má og Viktori Ómarssyni, sem er landsforseti JC á Íslandi, en forseti Íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson, afhenti verð- launin. Verðlaunin eru einnig veitt á alþjóðlega vísu og hafa Bill Clinton og Elvis Presley meðal annarra hlotið þessi verðlaun. Kristín Rós og Guð- jón Már hafa einn- ig hlotið alþjóðlegu verðlaunin. 62 Fólk 1.–3. júní 2012 Helgarblað Á slóðum Prince Svala Björgvins og félagar í Steed Lord hafa sent frá sér nýtt mynd- band. Myndbandið var tekið upp í klúbbi í Los Angeles sem var áður í eigu tónlistarmannsins Prince en hljómsveitin hefur haldið þar tónleika. „Sjúklega flottur klúbbur og frábært kvöld í alla staði,“ sagði Svala í fréttatilkynningu frá Steed Lord. Sveitin mun halda áfram að taka upp um helgina fyrir nýtt lag sem kemur út von bráðar og hefur fengið nafnið Hear Me Now. Flutt á Húsavík O kkur hefur verið tekið ofsa- lega vel. Hérna er mikið af ferðamönnum, bæði ís- lenskum og erlendum, svo það er nóg fyrir alla. Við erum því ekki að troða á neinum tám,“ segir fjölmiðlakonan Þóra Sig- urðardóttir sem er flutt tímabundið á Húsavík með fjölskyldu sína en hún og eiginmaðurinn, meistarakokkur- inn Völundur Snær, hafa opnað nýj- an veitingastað í bænum. Um útiveitingastað er að ræða sem er staðsettur á pallinum fyrir ofan björgunarhúsið en staðurinn heitir einmitt Pallurinn. „Þemað er íslenskt veganesti eða á ensku „ice- landic street food“. Við bjóðum upp á þjóðlegan mat án þess að vera með súra hrútspunga eða álíka óskapnað. Þarna verður risastórt grill sem við létum sérsmíða handa okkur. Ég hef aldrei séð svona stórt grill á ævinni og ég efast um að það sé til annað eins hér á landi.“ Þóra og Völli eru tiltölulega ný- flutt heim frá Bahamaeyjum þar sem þau höfðu dvalið síðustu árin. Eftir stutt stopp í borginni er Þóra alsæl að vera komin út á land. „Þetta er búið að vera yndislegt og um 25 stiga hiti síðan ég kom. Ég er í fyrsta skipti á ævinni orðin brún,“ segir Þóra sem bjó á Húsavík í eitt ár þegar hún var þriggja ára. „Ég man ekkert eftir því en tækni- lega séð get ég kallað mig Þingeying og þar sem ég er gift Þingeyingi hef ég enn meira tilkall til þess. Mér finnst alveg nauðsynlegt að komast reglu- lega úr bænum og að mínu mati eru ekkert nema stórkostlegir hlutir að sjá hér. Landslagið er ævintýralega fal- legt, eins og Mývatn og Ásbyrgi, og hér eru líka margar flottar ár. Við erum til dæmis alveg við Laxá í Aðaldal,“ segir Þóra sem hefur skorað á tengdaföður sinn að kenna sér á flugustöng. „Hann á að vera einn sá besti í faginu. Eða það segir Bubbi Morthens,“ segir hún hlæjandi og bætir við að Völli sé nú lagnari en hún með stöngina. „Hann kann þetta. Það hefur hins vegar ekki gefist mikill tími í gegnum árin. Hann er færari en ég. Laxá er hins vegar svo fín á að maður labbar bara ekkert að henni með stöngina. Þá yrði nú allt brjálað.“ Þóra og Völli eru í samstarfi við Hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants. „Ég hef hugsað mér að fara svona tólf sinnum í hvalaskoðun í sumar. Ég er þegar búin að fara einu sinni á spíttbátnum Ömmu Siggu og fannst alveg mögnuð lífsreynsla að komast svo nálægt svona stórbrotinni skepnu sem blés yfir okkur. Krakkarnir elska líka að vera hérna og hafa breyst í villibörn á nokkrum dögum.“ indiana@dv.is n Þóra Sigurðardóttir og Völli Snær opna veitingastað Alsæl í sveitinni Þóra segist vera orðin brún í fyrsta skiptið á ævinni. Á Pallinum Völli Snær er kominn heim frá Bahamaeyjum og er fluttur á Húsavík. Verðlaunaður Gunnar Nelson er einn fjögurra ungra Íslendinga sem að mati JCI hafa skarað fram úr á árinu. Frosinn Jóhannes Forsíða nýjasta tölublaðs tíma- ritsins Mannlífs sem kom út á fimmtudag hefur vakið verðskuld- aða athygli, en hana prýðir Jó- hannes Jónsson, áður kenndur við Bónus. Á myndinni lítur Jóhannes út fyrir að vera hélaður eða frosinn og er það bein tilvísun í forsíðufyr- irsögnina: „Frystur af stjórnvöld- um“. Að sögn Hrundar Þórsdóttur, ritstjóra Mannlífs, var Jóhannes að hluta til farðaður á þennan hátt en myndinni síðan breytt í eftir- vinnslu. Heiðurinn af þessari glæsilegu forsíðu eiga Kristinn Magnússon ljósmyndari, Svanhvít Valgeirs- dóttir, hjá Snyrtiakademíunni, Arnar Gauti stílísti og Óskar Páll Elfarsson ljósmyndari sem vann lokaútgáfu myndarinnar. Þórunn er ástfangin Þórunn Erna Clausen, söng- og leikkona er ástfangin upp fyrir haus þessa dagana, en hún og Arne Friðrik Karlsson opinberuðu samband sitt nýlega. Arne er bú- settur á Akureyri og er forstöðu- maður sambýlisins að Brálundi 1. Séð og heyrt greinir frá. Þórunn hefur einmitt verið með annan fótinn á Akureyri um tíma en hún tók þátt í leiksýningunni Gull- eyjunni sem Leikfélag Akureyrar setti upp. Þórunn var gift Sigurjóni Brink, einum ástsælasta tónlistar- manni þjóðarinnar, en hann féll skyndilega frá í janúar á síðasta ári skömmu áður en hann átti að taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarsins. Vinir Sjonna heiðruðu minningu félaga síns og fluttu lagið fyrir hans hönd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.