Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Page 10
10 | Fréttir 2.–4. september 2011 Helgarblað St. 36-41 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 37-41 St. 36-41 Verð: 6.575 Verð: 6.595 Verð: 6.295 Verð: 5.895 Skólamáltíð álíka dýr og IKEA-máltíð n Litlu munar á skólamáltíð í Garðabæ og barnamáltíð hjá IKEA n Sveitar- félögin niðurgreiða mat mismikið n Dýrustu skólamáltíðirnar á Álftanesi B arnamáltíðir í IKEA kosta aðeins 17 krónum meira en máltíð í grunnskóla í Garða- bæ. Skólamáltíð í Garðabæ kostar 428 krónur en barna- máltíð í IKEA kostar 445 krónur. Mið- ast verð skólamáltíðanna í Garðabæ við að nemendur séu í mataráskrift. Samanburðurinn er sérstaklega at- hyglisverður í ljósi þess að grunn- skólum er ekki ætlað að græða á skólamáltíðum á meðan IKEA er rekið með hagnað í huga. Sama fyrirtæki sér um matinn Fyrirtækið Skólamatur sér um skóla- máltíðir í grunnskólum Garðabæjar en fyrirtækið sér einnig um skóla- máltíðir í tuttugu öðrum skólum. Þar á meðal sér fyrirtækið um skólamál- tíðir í fimm grunnskólum í Hafnar- firði þar sem máltíðirnar eru seldar á 350 krónur til nemenda. Aðeins einn skóli sem nýtir þjónustu fyrir- tækisins selur skólamáltíðirnar dýrar en grunnskólar Garðabæjar. Það er Álftanesskóli sem selur máltíðirnar á 465 krónur. IKEA rekur eigið eldhús og kaup- ir því matinn ekki af öðru fyrirtæki. Ekki er jafn mikil fjölbreytni á barna- matseðli IKEA og í grunnskólum Garðabæjar. 2.000 manns á viku að jafnaði versla á veitingastað IKEA en um 1.550 börn eru í grunnskólum Garðabæjar. Dýrast í Álftanesskóla Skólamáltíðir í Garðabæ eru dýr- astar af öllum skólamáltíðum sem stærri nágrannasveitarfélögin bjóða upp á í sínum grunnskólum. Aðeins eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæð- inu selur dýrari skólamáltíðir. Næst dýrustu máltíðirnar fást í Hafnar- firði og Kópavogi en þær máltíðir eru 100 krónum ódýrari en barnamáltíð í IKEA. Samkvæmt upplýsingum á vef Garðabæjar kemur fram að skóla- máltíðir eru verðlagðar eftir inn- kaupsverði máltíðanna. Ástæðurnar fyrir því að verð er mismunandi eftir skólum er að sum sveitarfélög greiða niður skólamál- tíðir. Garðabær, sem stendur einna best af sveitarfélögunum á höfuð- borgarsvæðinu, virðist því greiða minnst með skólamáltíðum grunn- skólabarna. Margt í boði Eins og sjá má á matseðlunum í meðfylgjandi töflu eru máltíðirnar í skólunum og í IKEA að mörgu leyti sambærilegar. Í IKEA er hægt að fá að velja á milli spaghettis, sænskra kjötbolla, kjúklinganagga og pylsa en með þessu eru yfirleitt kartöflur eða franskar kartöflur. Í dæminu sem má sjá hér til hliðar er fiskur áberandi en fiskur er ekki á boðstólum í IKEA. Ef til vill eru skólamáltíðirnar hollari en ekkert verður þó fullyrt um slíkt enda er erfitt að alhæfa um máltíðir í mis- munandi skólum. Barnamatseðill IKEA – 445 krónur n Spaghettí með kjötsósu og safi n Sænskar kjötbollur (5 stk.), kartöflur, sósa og safi n Kjúklinganaggar (5 stk.), franskar og safi n Pylsa, franskar og safi Barnamatseðill IKEA Dæmi um skólamatseðil* – 428 krónur n Kjötbollur með BBQ-sósu og kartöflum n Fiskbuff með kartöflum og sósu n Pasta með skinku í rjómasósu ásamt brauðbollu n Soðin ýsa með bræddu smjöri, kartöflum og rúgbrauði  *AfvefsíðuSkólamatar Skólamatseðil Fjölbreytt Í IKEA má velja á milli fimm máltíða fyrir börn. Dýrar skólamáltíðir Aðeins eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu, Álftanes, býður nemendum upp á dýrari skólamáltíðir en Garðabær. Einn þeirra yfirheyrður í Sjóvár-málinu: Milestone-menn til MP banka Þrír fyrrverandi stjórnendur hjá Milestone hafa verið ráðnir til MP banka sem Skúli Mogensen keypti nýverið með öðrum fjárfestum. Er um að ræða þá Guðmund Ólason, fyrrverandi forstjóra Milestone, Arnar Guðmundsson, fyrrverandi fjármálastjóra Milestone og Guð- mund Hjaltason, fyrrverandi starfs- mann Milestone og fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis. MP banki hefur keypt fyr- irtækjaráðgjöf Sögu Fjárfestingar- banka og með í þeim kaupum fylgja umræddir fyrrverandi starfsmenn Milestone. Allir tengjast þremenningarn- ir rekstri og starfsemi eignarhalds- félagsins Milestone á árunum fyr- ir hrun. Nafn Guðmundar hefur til dæmis verið tengt við meðferðina á bótasjóði Sjóvár og hefur hann verið yfirheyrður vegna þess. Í yfirheyrsl- unum sagði Steingrímur Werners- son, einn af hluthöfum Milestone, að Guðmundur hefði stýrt bótasjóði Sjóvár frá skrifstofu sinni á Suður- landsbraut. Ingi Rafnar Júlíusson fer líka til MP banka frá Sögu. Hann er fyrrver- andi starfsmaður í verðbréfamiðl- un Glitnis, einn af lykilmönnunum í Stím-málinu og hefur starfað sem framkvæmdastjóri markaðsvið- skipta Sögu að undanförnu. Einn- ig mun Jón Óttar Birgisson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Sögu fara til starfa hjá MP banka og Guðjón Kjartansson. Þar með verða starfsmenn Sögu Fjárfestingabanka einungis tveir. „Við hyggjumst draga tímabundið úr starfsemi Sögu,“ seg- ir Hersir Sigur geirsson, forstjóri Sögu og annar starfsmanna bank- ans í samtali við DV, aðspurður um hvort frekari breytinga sé að vænta hjá bankanum. Fullyrða má að dagar Sögu séu taldir í þeirri mynd sem bankinn hefur starfað frá árinu 2007. as@dv.is Til Skúla Milestone- mennirnir þrír ganga í raðir MP banka þar sem Skúli Mogensen í OZ ræður ríkjum. Lyfjafræðinemar báðust afsökunar: Auglýsingin fjarlægð Auglýsing frá Tinktúru, félagi lyfja- fræðinema við Háskóla Íslands, var álitin brjóta í bága við jafnréttis- stefnu skólans og var stjórn félags- ins gert að fjarlægja auglýsingavegg- spjöld vegna þessa. Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands gerði athugasemd við auglýsinguna en myndefnið sem stjórn félags- ins notaði til að auglýsa sloppa þótti gera lítið úr kvenmönnum en þar mátti sjá fyrirsætu á tilraunastofu í ögrandi stellingu. Var það einna helst sú staðreynd að það sést glitta í undirföt og sokkabönd fyrirsætunn- ar á myndinni sem gerði að verkum að hún var álitin ósæmileg af jafn- réttisnefnd sem kom athugasemd- um á framfæri til stjórnarinnar. Stjórn Tinktúru fór umsvifalaust í það verkefni að fjarlægja veggspjöld- in og tók á sig fulla ábyrgð vegna málsins. DV fékk þær upplýsingar frá formanni félagsins að beðist hafi verið velvirðingar á þessu og stjórn- inni þyki afar leitt að auglýsingin hafi verið túlkuð á þennan hátt. Sér- staklega þar sem stjórn Tinktúru sé að stórum hluta skipuð kvenmönn- um og alls ekki hafi verið ætlun þeirra að gera lítið úr kynsystrum sínum. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaðurskrifar adalsteinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.