Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Qupperneq 20
20 | Fréttir 2.–4. september 2011 Helgarblað S amhugurinn sem við höf- um fundið hefur verið alveg hreint ótrúlegur. Það hafa all- ir staðið eins þétt við bakið á okkur og hægt er,“ segir Her- dís Eyjólfsdóttir, einn af aðstandend- um Gísla Kr. Björnssonar og barna hans. Hanna Lilja Valsdóttir, eiginkona Gísla, lést fyrir tveimur vikum eftir að hún fékk blóðtappa í lunga. Hanna Lilja gekk með tvíbura þegar hún lést og fæddust tvær litlar stúlkur mánuði fyrir tímann. Önnur þeirra, Valgerður Lilja, lést aðeins vikugömul. Sigríður Hanna dvelur nú á vökudeild Land- spítalans og safnar kröftum. Dafnar og styrkist „Fjölskyldan er öll furðu sterk. Þau lifa bara frá degi til dags eins og er. Gísli er eins, hann tekur bara hvern dag fyr- ir sig og þarf að glíma sjálfur við sína sorg. Hann er sterkur og duglegur og stendur sig vel, en áfallið er gífurlegt. Þetta hefur þjappað fjölskyldunni ótrúlega saman og þau eru sem ein heild,“ segir Herdís og segist dást að styrk Gísla og barnanna. „Hún er orðin brött sú stutta, þegar hún nær fullri fæðingarþyngd þá verður það skoðað hvenær hún fær að koma heim. Hún dafnar á hverjum degi og styrkist. Þeir vilja halda henni þarna áfram og það er læknanna að ákveða hvenær hún kemur heim. Starfsfólk vökudeildar er frábært, úr- valsfólk. Það er haldið rosalega vel utan um þau þarna.“ Vaktaskipti á vökudeild Herdís segir að vinir og ættingjar Gísla hafi skipt með sér vöktum á vökudeild Landspítalans til þess að huga að Sig- ríði Hönnu sem enn dvelur þar. Það hefur létt undir með fjölskyldunni, en Hanna Lilja og Gísli áttu tvö börn fyr- ir, átta ára gamlan dreng og fjögurra ára dóttur. Þau hafa bæði byrjað aft- ur í leikskóla og skóla, og munu mót- tökurnar í skólunum hafa verið ólýs- anlegar. „Börnin og kennararnir tóku svo fallega á móti þeim að ég á eigin- lega engin orð yfir það,“ segir Herdís. „Við erum bara að reyna að koma lífi okkar aftur í fastar skorður,“ sagði Gísli sjálfur í samtali við blaðamann á miðvikudaginn. Hann vildi koma á framfæri þakklæti fyrir allan þann styrk og þær góðu kveðjur sem hon- um og börnum hans hafa verið send- ar undanfarnar vikur. Hann segist vera klökkur yfir þeim samhug sem hon- um hefur verið sýndur í kjölfar þeirra hörmulegu atburða sem dunið hafa á fjölskyldu hans. Á Facebook-síðu sína ritaði hann síðasta mánudag. „Kæru vinir. Ég vil þakka ykkur all- ar góðar kveðjur og styrk sem þið haf- ið sent mér, börnum mínum og fjöl- skyldum okkar Hönnu. Athöfnin í dag líður mér aldrei úr minni, né heldur konan Hanna Lilja Valsdóttir sem ég elska svo heitt og sakna svo sárt, og dóttir okkar Valgerður Lilja, sem fékk alltof stuttan tíma með okkur. Ljós Liljanna minna tveggja lifir um ald- ur og ævi í hjörtum okkar barnanna. Hjartans kveðja, Gísli Kr.“ Allir gefa vinnu sína Aðstandendur Gísla og fjölskyldunnar hafa hópað sig saman og standa nú að minningar- og styrktartónleikum um Hönnu Lilju og fjölskylduna. Ástæðan fyrir tónleikunum er tekjutap Gísla á meðan hann sinnir börnum sínum og styrkir þau í sorginni. Herdís segir augljóst að lista- mennirnir sem koma að tónleikunum hafi verið meðvitaðir um sögu fjöl- skyldunnar og ekki hafi staðið á nein- um að taka þátt. „Samúðin og velvildin er ótrúleg. Við höfum fundið fyrir ótrúlegum stuðningi. Í tengslum við tónleikana þá var alveg sama hvert ég hringdi, ef listamennirnir voru lausir þetta kvöld, þá var það ekki spurning að þeir myndu mæta. Allir sem koma að tónleikunum gefa vinnu sína og við fáum húsnæðið lánað frá Guðríðar- kirkju. Meira að segja posann fáum við frítt.“ Allir vilja aðstoða í svona aðstæðum Fólk hefur oft samband við listamenn og biður þá um að taka þátt í minn- ingartónleikum eða góðgerðartón- leikum, en mikill fjöldi listamanna hefur viljað leggja nafn sitt við tón- leikana á mánudaginn og taka þátt í þeim. Meðal þeirra sem ætla að koma fram á eru Friðrik Ómar og Jógvan Hansen. Friðrik Ómar segist ekki hafa þurft mikinn umhugsunartíma þegar haft var samband við hann, enda hafi aðstæðurnar verið mjög sérstakar. „Það er auðvitað mjög mikið hringt í tónlistarmenn til að halda svona tónleika, sérstaklega á haustin og maður getur ekki alltaf gert allt, en þessar aðstæður eru skelfilegar. Við höfum það mjög gott við hin og það er gott að geta gefið af sér vegna svona málefnis.“ Þeir félagarnir ætla að taka tvö lög á tónleikunum og Friðrik Ómar segir að það hafi verið aðalmálið að koma saman. „Það vilja allir hjálpa í svona aðstæðum. Á mánudaginn er aðal- málið að koma saman og styrkja gott málefni,“ segir Friðrik. Einvalalið tónlistarmanna Á Facebook-síðu tónleikanna segir meðal annars að tilgangur þeirra sé að létta undir með fjölskyldunni fjár- hagslega þar sem Gísli er tekjulaus á meðan hann annast börn sín. Tónleikarnir verða haldnir í Guð- ríðarkirkju í Grafarvogi næstkomandi mánudagskvöld og hefjast klukkan 20.30. Miðaverð er kr. 3.000 en einnig er tekið á móti frjálsum framlögum í styrktarsjóðinn. Þá er hægt að leggja inn á söfnunarreikninginn: 0322-13- 700345, kt. 080171-5529. Meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum eru Páll Óskar Hjálm- týsson og Monika Abendroth hörpu- leikari. Diddú, Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari, Friðrik Ómar og Jógvan Hansen, Jón Jónsson, Sigurður I. Snorrason klarínettuleik- ari, Davíð Ólafsson, Stefán Helgi Stef- ánsson, Helgi Már Hannesson píanó- leikari, Gospeltónar, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Gréta Salóme Stef- ánsdóttir fiðluleikari. Allar nánari upplýsingar um tón- leikana má sjá á Facebook-síðu tón- leikanna undir „Minningar- og styrkt- artónleikar Hönnu Lilju Valsdóttur og barna.“ Friðrik Ómar og Jógvan taka lagið Friðrik Ómar segir að allir vilji hjálpa í að- stæðum líkt og þeim sem fjölskyldan er í. n Samúðin og velvildin ótrúleg n Styrktartónleikar fyrir tekjulausan föður n Vaktaskipti á vökudeild n Sigríður Hanna vex og dafnar „Hún er orðin brött sú stutta“ „Hún dafnar á hverjum degi og styrkist. Hanna Lilja og Valgerður Lilja Mæðgurnar Hanna Lilja og Valgerður Lilja voru jarðsettar á mánudaginn. Val- gerður Lilja var vikugömul þegar hún lést. Einn dag í einu Gísli og Hanna Lilja áttu saman fjögur börn. Tvö þeirra eru á skólaaldri og byrjuðu aftur í skólanum í þessari viku en fjölskyldan tekur bara einn dag fyrir í einu. Gísli og Hanna Lilja Gísli tekur sér frí frá störfum vegna aðstæðnanna sem fjölskyldan er í. Sigríður Hanna kemst vonandi fljótt heim af vökudeildinni og þá verður nóg að gera á heimilinu. Kemur fram Páll Óskar er einn þeirra fjölmörgu tónlistarmanna sem koma fram á tónleikunum á mánudaginn Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.