Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Qupperneq 22
22 | Fréttir 2.–4. september 2011 Helgarblað Klæðningar og viðgerðir á gömlum húsgögnum Iðnbúð 5 - 210 Garðabæ - Sími: 554 1133 - asgrimur@bolstra.is B jörn Ingi Sveinsson, fyrr­ verandi framkvæmdastjóri Saxbyggs og stjórnarmað­ ur í Glitni, virðist enn koma að mörgum fasteignaverk­ efnum í Berlín. Situr hann í stjórn tveggja fasteignafélaga í borginni. Félagið Saxbygg var nokkuð stór­ tækt þar í borg. Það var í eigu Nóa­ túnsfjölskyldunnar og Bygginga­ félags Gylfa og Gunnars. Saxbygg Invest, dótturfélag Saxbyggs skildi eftir sig 42 milljarða króna gjald­ þrot á Íslandi en einungis fengust 0,07 prósent upp í kröfur félagsins. Stærsta eign Saxbygg Invest var fimm prósenta hlutur í Glitni sem að mestu var fjármagnaður með láni frá Kaupþingi. Var Sax­ bygg fimmti stærsti hluthafi Glitn­ is. Þrátt fyrir að fyrri eigendur Sax­ byggs hafi skilið eftir sig milljarða króna gjaldþrot á Íslandi virðast þeir enn tengdir fasteignaverkefn­ um í Berlín í gegnum félagið Volc­ an Partners B.V. sem skráð er í Hol­ landi en hét áður Saxbygg Invest B.V. og var skráð með sama heim­ ilisfang og Volcan Partners í Tilburg í Hollandi. „Ég ætla ekki að tjá mig um það. Félagið Saxbygg Invest B.V. er ekki lengur til en heitir Volcan Parnters B.V. í dag,“ segir Björn Ingi Sveins­ son aðspurður hvort ekki sé rétt að félag tengt fyrrverandi eigendum Saxbyggs eigi enn hlut í fasteigna­ félögum í Berlín. Björn Ingi segist vinur Þjóðverja sem voru reknir Þeir Werner Jenke og Kai Ren­ ken, sem voru starfsmenn Liegen­ schaftsfonds fasteignafélags í eigu Berlínarborgar, voru reknir fyrr á þessu ári fyrir að hafa persónulega komið að fasteignaverkefnum með Íslendingum, samfara því að sjá um sölu eigna fyrir Berlínarborg. Kai Renken sat bæði í stjórn Berlin To­ wers GmbH og Ice­Invest GmbH, félaga sem Saxbygg fjárfesti í. Upp­ haflega ætluðu umræddir starfs­ menn að selja FL Group 45 fast­ eignir upp á 100 milljónir evra árið 2007 en ekkert varð af því vegna mótmæla stjórnmálamanna í Berl­ ín. Fjölmiðlar í Berlín hafa flutt margar fréttir af tengslum þeirra Jenkes og Renkens við íslenska fjárfesta undanfarna mánuði. Hafa meðal annars verið uppi háværar raddir um að Holger Lippmann, forstjóri félagsins, segði af sér vegna þátttöku tveggja starfsmanna hans í verkefnum með íslenskum fjár­ festum. Der Tagesspiegel, Berliner Zeitung, Welt Online og Berliner Morgenpost hafa fjallað um mál­ ið. „Þetta eru bara vinir mínir. Ég er alltaf í sambandi við vini mína. Hef átt í samskiptum við þessa menn í mörg ár og þá sérstaklega Kai Ren­ ken,“ segir Björn Ingi aðspurður um tengsl sín við umrædda menn sem voru reknir fyrr á þessu ári. Magnús Ármann og Saxbygg í Berlin Towers Þekktasta verkefnið sem Sax­ bygg tengist í Berlín er líklega Berlin Towers. Samkvæmt fund­ argerð lánanefndar Glitnis frá því í nóvember árið 2007, sem birtist í skýrslu rannsóknarnefndar Al­ þingis, óskaði fjárfestingarfélagið Saxbygg eftir 25 milljónum evra að láni til byggingarverkefna í Berlín. Var um að ræða þrjú verkefni og var Berlin Towers eitt þeirra. Björn Ingi sat í stjórn Glitnis frá því í lok apríl árið 2007 og þar til bankinn fór í þrot haustið 2008. Bæði Saxbygg og félag Magnúsar Ármann fjárfestu í Berlin Towers. Berlin Towers GmbH á eignir upp á um 8,4 milljónir evra, eða nærri 1,4 milljarða íslenskra króna. Skuldir félagsins nema 5,8 millj­ ónum evra, nærri 950 milljón­ um íslenskra króna. Þeir Björn Ingi Sveinsson og Kai Renken sátu í stjórn Berlin Towers en fóru úr stjórn á árunum 2009 og 2010. Björn Ingi situr í dag í stjórn Warten berger straâe 24 GmbH og Ice­Invest GmbH en talið er að aflandsfélög sem tengjast fyrri eig­ endum Saxbyggs eigi hlut í félög­ unum tveimur. Kai Renken sat líka í stjórn Ice­Invest. „Það má vel vera,“ sagði Björn Ingi þegar blaðamaður spurði hvort ekki væri rétt að hann sæti enn í stjórnum umræddra félaga. „Ég er bara að vinna fyrir erlenda aðila sem eiga þetta,“ segir hann aðspurður um af hverju hann sitji enn í stjórn fyrir félagið Volcan Partners B.V. sem áður hét Saxbygg Invest B.V. Búið að semja við skiptastjóra Saxbyggs Árið 2009 bárust fréttir af því að Einar Gautur Steingrímsson, skiptastjóri þrotabús Saxbyggs, hefði stefnt fyrri eigendum Sax­ byggs vegna sölu á erlendum fast­ eignaverkefnum til félaga þeirra. Veitti Saxbygg 5,3 milljarða króna lán til þriggja félaga sem komu að fasteignaverkefnum í Bretlandi, Þýskalandi og Noregi. Björn Ingi er framkvæmdastjóri umræddra félaga í dag og eru þau skráð í pers­ ónulegri eigu sömu aðila og áttu Saxbygg fyrir hrun. „Það liggur fyrir fullkomið sam­ komulag um uppjör á milli Sax­ byggs og þeirra aðila sem að því stóðu. Það er enginn ágreining­ ur þar um,“ segir Björn Ingi um stefnu skiptastjóra Saxbyggs. Einar Gautur Steingrímsson, skiptastjóri Saxbyggs, staðfestir að búið sé að semja um erlendar eignir félagsins. „Það er búið að ná sáttum og sam­ komulagi um málið í heild sinni. Það fól í sér að eignir í London voru orðnar lítils virði og samkomulagið tók tillit til þess. Eignir í Þýska­ landi verða gerðar upp samkvæmt matsgerð og er búið að borga inn á þær. Samkomulag hefur einnig verið gert um fasteignirnar í Nor­ egi,“ segir Einar Gautur í samtali við DV. Enn virðist þó allt á huldu um það hvort fyrri eigendur Sax­ byggs haldi enn utan um erlendu fasteignirnar og þá jafnvel í gegn­ um aflandsfélög. Líkt og áður kom fram neitar Björn Ingi, fyrrverandi framkvæmdastjóri Saxbyggs og nú­ verandi framkvæmdastjóri fjögurra félaga sem enn er í eigu fyrrverandi eigenda Saxbyggs, að upplýsa um eignarhaldið. n Saxbygg seldi erlendar fasteignir sínar út úr félaginu árið 2008 n Búið að semja við skiptastjóra sem krafðist riftunar árið 2009 n Björn Ingi Sveinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Saxbyggs, enn í stjórn félaga í Berlín „Þetta eru bara vin- ir mínir. Ég er alltaf í sambandi við vini mína. Björn Ingi enn í stjórnum fasteignafélaga í Berlín Berlin Towers Hér má sjá tvær stórar blokkir í Berlín sem eru í eigu félagsins Berlin Towers GmbH en Saxbygg og félag Magnúsar Ármann komu að kaupum á því árið 2007. Annas Sigmundsson as@dv.is Viðskipti Neitar að upplýsa um eignarhald Björn Ingi Sveinsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Saxbyggs og stjórnarmaður í Glitni, neitar að upplýsa um það hverjir séu eigendur að tveimur þýskum fasteigna- félögum þar sem hann situr enn í stjórn. MyNd: FréTTaBlaðIð Félag Staða Aldersgate Invest ehf. Framkvæmdastjóri Brandenburg Invest ehf. Framkvæmdastjóri Cromwell Holdings ehf. Framkvæmdastjóri Stenias ehf. Framkvæmdastjóri Wartenberger straâe 24 GmbH Stjórnarmaður Ice-Invest GmbH Stjórnarmaður Stjórnarseta Björns Inga Sveinssonar í dag: *Fjögur fyrst töldu félögin eru íslensk félög um erlenda starfsemi sem Saxbygg átti. Hin tvö eru þýsk félög sem talin eru tengd fyrrverandi eigendum Saxbyggs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.