Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 26
26 | Fréttir 2.–4. september 2011 Helgarblað Minningar- og styrktartónleikar Hönnu Lilju Valsdóttur og barna Fram koma: Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari, Monika Abendroth hörpuleikari, Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) söngvari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari, Sigurður I. Snorrason klarinettleikari, Davíð Ólafsson söngvari, Stefán Helgi Stefánsson söngvari, Helgi Már Hannesson píanóleikari, Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari, Jögvan Hansen söngvari, Jón Jónsson söng- vari, Gospeltónar, Jóhann Friðgeir Valdimarsson söngvari og Gréta Salóme Stefánsdóttir fiðluleikari. Öll vinna við tónleikana er án endurgjalds og mun allur aðgangseyrir renna beint í styrktarsjóð fyrir eiginmann og börn Hönnu Lilju. Einnig verður tekið á móti frjálsum framlögum. www.facebook.com/styrktartonleikar.honnu.lilju GUÐRÍÐARKIRKJU GRAFARHOLTI MÁNUDAGINN 5. SEPTEMBER KL. 20.30. MIÐAVERÐ KR. 3.000. MIÐASALA FER FRAM Á MIDI.IS OG VIÐ INNGANG GUÐRÍÐARKIRKJU. STYRKTARSJÓÐUR: 0322-13-700345 KT. 080171-5529 S koðanir íslenskra ráða- manna á mögulegum kaup- um kínverska fjárfestisins Huangs Nubo á Grímsstöð- um á Fjöllum eru vægast sagt mjög skiptar. Samfylkingarmenn virðast vera mun jákvæðari gagnvart fjárfestingu Nubos en Vinstri grænir og segir forsætisráðherra að erlend fjárfesting sé einmitt það sem Ísland þarfnist til þess að auka hagvöxt. Ög- mundur Jónasson innanríkisráð- herra virðist vera minna hrifinn af fjárfestingunni og segir Kínverja vera að kaupa upp heiminn. Efast um réttmæti Ögmundur hefur efast um réttmæti þessa ráðahags, hann sagðist þó ekki ætla að gefa sér neitt í þeim málum. „Ég veit ekki hvað það er sem vakir fyrir þessum kínverska einstaklingi og ég ætla ekkert að gefa mér í þeim efnum. Ég vil almennt halda utan um hagsmuni Íslendinga og passa upp á okkar land og ekki kyngja neinu ómeltu,“ sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í samtali við Rík- isútvarpið. Ögmundur segir að Kínverjar hugsi langt fram í tímann samhliða því sem hann segir að þeir kaupi upp heiminn. Hann segir þá virð- ast hugsa í langtímafjárfestingum og langtímaáhrifum eða -yfirráðum. Ögmundur segir að sér beri laga- leg og siðferðisleg skylda til að standa vörð um hagsmuni Íslendinga og að hann ætli sér að gera það. Ráðuneyti Ögmundar verður að veita Nubo undanþágu til þess að kaupa landið. Nauðsynleg erlend fjárfesting Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra segir að ekki megi hræð- ast erlenda fjárfesta sem vilji fara í uppbyggingu hér á landi. Hún telur að regluverk sé nægilega traust til að taka á móti þeim og því sé engin hætta á ferðum. Hún fagnar aukinni erlendri fjár- festingu og sagði í samtali við Ríkis- útvarpið „Það er þetta sem við þurf- um á að halda. Við þurfum að auka hér hagvöxt. Við þurfum á erlendri fjárfestingu að halda.“ Jóhanna segir að eðlilegra sé að Íslendingar vinni með útlendingum til að auka hagvöxt heldur en að þeir óttist þá. Engin ástæða sé til þess að óttast útlendinga að hennar sögn. Óþarfi að óttast Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra telur að það sé óþarft að óttast upp- kaup erlendra fjárfesta á landi hér- lendis. Hún segir að íslenska laga- umhverfið styðji það að eigendur jarða geti ekki gert hvað sem þeir vilja við land sitt. Í samtali við frétta- stofu RÚV sagði Katrín: „Ég er hins vegar þeirrar skoðun- ar að íslenskt lagaumhverfi sé nægi- lega sterkt til að menn geti ekki bara keypt upp jörð og farið svo að moka upp þeim auðlindum sem á henni eru. Þú þarft leyfi til stórtækra fram- kvæmda á þínum jörðum. Bæði er skipulagsvaldið hjá sveitarfélög- unum og þú þarft líka leyfi til stærri nýtingar, til einhvers annars en bús- þarfa. Þetta er ekki svo einfalt að taka megi spilduna og girða hana af og gera allt sem menn vilja. Það er ekki þannig og því er ekki ástæða til að óttast það.“ Sameign ríkisins og Nubos Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytið fer með endanlegt umboð í málinu og endanlegt forræði á eign- arhlut ríkisins er á borði Jóns Bjarna- sonar og því verða allar tillögur um uppbyggingu að fara í gegnum ráðu- neyti hans. „Það auðvitað setur ráðstöfunar- rétti hans mjög miklar skorður. Með- an þetta fyrirkomulag er fyrir hendi þá er hann mjög háður sameiganda sínum um það sem hann ætlar að taka sér fyrir hendur. Það er algjör- lega klárt mál,“ sagði Karl Axelsson, hæstaréttarlögmaður og dósent við Háskóla Íslands í samtali við Morg- unblaðið. Nubo mun eiga jörðina á móti ís- lenska ríkinu og gæti því ekki ráðist í neinar grundvallarbreytingar á jörð- inni eða uppbyggingu hennar nema með samþykki frá íslenska ríkinu að sögn Karls. Því verða allar breytingar á nýt- ingu jarðarinnar algjörlega háðar samþykki ríkisins, svo fremi sem það haldi eftir sínum 25 prósenta eignar- hlut. Umdeilt í ríkisstjórn Kínverjar að kaupa upp heiminn Ögmundur segir á heimasíðu sinni að Kínverjar séu að kaupa upp heiminn. Þurfum erlenda fjárfestingu Jóhanna Sigurðardóttir segir mikla þörf á erlendri fjárfestingu í landinu til að auka hagvöxt. Ráðstöfunarrétti settar skorður Karl Axelsson segir að ríkið fari með sinn 25 prósenta eignar- hlut áfram verði af sölunni og því yrði Nubo þröngur stakkur sniðinn. Enginn arðræningi Aðspurður hvernig umfjöllun- in hafi lagst í Nubo segir Halldór að honum sé töluvert brugðið því hann sé ekki vanur að vera í þess- ari stöðu. Halldór bendir á að Nubo hafi að fyrra bragði boðið íslenska rík- inu samstarfssamning þar sem hann er tilbúinn að afsala sér vatnsréttindum og hafi jafnframt boðist til að friðlýsa hluta svæðis- ins. Það sé því af og frá að hér sé einhver arðræningi á ferðinni. Þegar Halldór hitti Nubo fyrst var hann efins um hvort hann gæti staðið undir fyrirætluðum fram- kvæmdum, en eftir að hafa kynnst honum betur segist hann þó vera fullviss um að hann geti það og er tilbúinn til að aðstoða hann eftir fremsta megni við verkefnið. „Hvort sem fólk trúir því eða ekki þá eru þær spurningar sem hann spyr, bæði bæjarstjórann á Húsavík og fleiri: Hvernig á að fara með sorpmál? Er nógu gott að gera þetta svona? Hvernig á að fara með fráveitumál?“ segir Halldór þegar hann lýsir vinnubrögðum Nubos og bendir á að hann sé mikill um- hverfisverndarsinni. Styrkir hugsanlega stöðu Kína Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt fyrir- ætluðum framkvæmdum Nubos hér á landi mikinn áhuga og velta vöngum yfir þeim ástæðum sem kunna að liggja þar að baki. Financial Times fjallaði til að mynda um málið síðastlið- inn mánudag. Þar kemur fram að gagnrýnendur hafi velt því upp að með fjárfestingunni séu Kínverj- ar hugsanlega að reyna að styrkja landfræðilega stöðu sína á milli Evrópu og Ameríku, en slíkt gæti komið sér vel þegar siglingaleiðir um Norðurheimskautið opnast. Í viðtali við Financial Times virtist Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra hafa af þessu áhygg- ur. „Kínverjar hafa verið að kaupa mikið landsvæði víðs vegar um heiminn svo við verðum að gera okkur grein fyrir alþjóðlegum af- leiðingum þess,“ sagði Ögmundur. Bæði Nubo og Xu Hong, vara- forseti Zhongkun Group, hafa blásið á þessar vangaveltur. Hong benti á það í samtali við China Daily í vikunni að landsvæðið væri eingöngu beitiland inni á hálend- inu sem kæmi hvergi að sjó. Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is n Ráðherrar ekki á einu máli um kaupin á Grímsstöðum á Fjöllum „Maður getur auð- vitað sagt að ef það hefði ekki verið þá hefði hann sjálfsagt aldrei heyrt um Ísland eða tekið sérstaklega eftir því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.