Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Qupperneq 31
Þ egar kemur að eineltislegum níðskrifum um Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra, komast fáir með tærnar þar sem Davíð Oddsson, Reynir Traustason og nafnleysingjarnir á AMX hafa hælana. Oftast vega þeir úr launsátri í skjóli nafnlausra skrifa í miðlum sínum en af og til stíga þeir fram undir nafni og láta vaða. Reynir Traustason, ritstjóri DV, kaus að senda forsætisráðherra eina slíka sendingu í leiðara DV sl. miðvikudag. Þar var undir fyrirsögninni „Varð- maður okurlána“ fjallað um ókræsileg- an fjármagnsmarkað okkar Íslendinga í algengum slagorða- og lýðskrumsstíl, m.a. um hátt vaxtastig, dráttarvexti og kostnað lántakenda vegna verðbólg- unnar. Leiðarinn var myndskreytt- ur með risavaxinni mynd af forsætis- ráðherra og klykkt út með þessum smekklega hætti: „Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra hafði það sem eitt sitt helsta baráttumál að afnema verðtryggingu. Það átti sérstaklega við meðan hún var í stjórnarandstöðu. Eft- ir að hún komst til æðstu áhrifa hefur þetta áhugamál hennar horfið. Nú er hún varðmaður banka og okurlána.“ Oft hafa mér misboðið skrif Reynis Traustasonar um Jóhönnu Sigurðar- dóttur en aldrei hefur hann farið jafn rækilega yfir strikið í ósanngirni og ósmekklegheitum og í umræddum leiðara. Þar er veruleikanum einfald- lega snúið algerlega á haus hvað varð- ar framlag Jóhönnu Sigurðardóttur til baráttu fyrir lægri vöxtum og bættri stöðu lántakenda á Íslandi – svart sagt hvítt og hvítt svart! Lítum á staðreyndir málsins. Dráttarvextir lækkaðir – sjaldan lægri Ritstjórinn fjallar um háa dráttarvexti. Enginn þingmaður hefur fjallað eins rækilega um mikilvægi þess að lækka dráttarvexti á Íslandi og Jóhanna Sig- urðardóttir. Um það geta þingtíðindi vitnað. Við hrun bankanna lagði Jó- hanna sem félags- og tryggingamála- ráðherra til að lögum yrði þegar breytt og dráttarvextir yrðu lækkaðir um 4 prósentustig (úr 11% í 7%). Það gekk eftir og var frumvarp viðskiptaráðherra þess efnis samþykkt sem lög í desem- ber 2008. Frá hruni hafa dráttarvextir lækkað úr 26,5% í 11,5% og má áætla að ávinn- ingur lántaka sem hafa lent með lán í vanskilum nemi þegar tugum millj- arða króna vegna þessarar einu tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur. Vextir lækkaðir – sjaldan lægri Ritstjórinn fjallar um hátt vaxtastig á Íslandi. Enginn mun deila við ritstjór- ann um þá blóðpeninga sem lántak- endur þurfa að greiða vegna þessa. Sú staðreynd blasir hins vegar við að í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardótt- ur hefur vaxtastigið í landinu farið úr hæstu hæðum í það lægsta sem verið hefur um áratugi. Í febrúar 2009 voru stýrivextir Seðlabankans 18% en þeir eru eftir síðustu hækkun Seðlabank- ans 4,5%. Í sögu Seðlabankans hafa þessi vextir aldrei verið lægri en á und- anförnum mánuðum, eða 4,25%. Vaxtabætur hækkaðar – aldrei hærri Þessu til viðbótar liggur sú blákalda staðreynd fyrir að aldrei fyrr í sögunni hefur niðurgreiðsla ríkissjóðs á vaxta- kostnaði húsnæðislána verið jafn há og nú. Vegna ákvarðana ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur hafa vaxta- bætur verið nær tvöfaldaðar og nú er svo komið að á þessu og næsta ári mun ríkissjóður endurgreiða lántakendum u.þ.b. 1/3 af vaxtakostnaði húsnæðis- lána. Mér er ekki kunnugt um að slík umtalsverð niðurgreiðsla fyrirfinnist nokkur staðar í heiminum nema á Ís- landi. Aðild að ESB ávísun á lægri vexti Þá bendi ég ritstjóranum á að Samfylk- ingin og fjölmargir hagfræðingar hafa ítrekað bent á að hátt vaxtastig á Íslandi megi að miklu leyti rekja til þess smáa og óstöðuga gjaldmiðils sem Ísland býr við. Enginn stjórnmálaflokkur, annar en Samfylkingin, hefur lagt fram stefnu og raunhæfa lausn á þessum vanda. Vegna einarðrar stefnu Samfylkingar- innar í því máli, er Ísland nú í aðildar- viðræðum við ESB og ef niðurstaða þeirra viðræðna endar með inngöngu Íslands í ESB er upptaka evru með til- heyrandi lægri vöxtum eðlilegt næsta skref. Vilji menn raunverulega lækka vexti á Íslandi með þessum hætti væri því eðlilegra að styðja Jóhönnu Sigurðar dóttur og Samfylkinguna og hvetja aðra til hins sama. Minnkandi umfang og kostnaður verðtryggingar Ritstjórinn fjallar um kostnað almenn- ings af verðtryggingunni. Eins og flest- um er ljóst hefur Jóhanna Sigurðar- dóttir ítrekað talað fyrir því að minnka ætti umfang verðtryggingar í íslensku samfélagi – bæði sem þingmaður og ráðherra. Í tíð þessarar ríkisstjórnar hafa verið stigin markviss skref í þá átt að minnka umfang verðtryggingarinn- ar og á grundvelli þeirrar stefnumörk- unar ríkisstjórnarinnar er unnið. Nú bjóða t.d. flestir bankar óverðtryggð lán, m.a. á grundvelli laga um endur- reikning gengisbundinna lána, og fyr- ir Alþingi liggur nú lagafrumvarp sem heimila mun Íbúðalánasjóði að bjóða upp á óverðtryggð lán. Kostnað lántakenda við verð- trygginguna má hins vegar rekja til verðbólguþróunar á Íslandi eins og allir vita. Ef engin væri verðbólgan væri enginn að barma sér yfir verð- tryggingunni. Þegar ríkisstjórn Jó- hönnu Sigurðardóttur tók við var verðbólgan 18,6% en frá fyrsta degi fór hún minnkandi. Framan af þessu ári var hún lengstum um 2% en er nú um 5%. Með árangri ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í minnkun verðbólgu má því fullyrða að verð- tryggð lán á Íslandi séu hundruðum milljarða lægri, en ella hefði verið. Bylting í réttarstöðu lántakenda Að síðustu má síðan benda ritstjór- anum á að fáir þingmenn eða ráð- herrar hafa barist eins ötullega fyrir bættu lagaumhverfi lántakenda eins og Jóhanna Sigurðardóttir, ekki síst með vísan til endurtekinna tillagna hennar um skuldaaðlögun almenn- ings. Með tilkomu embættis um- boðsmanns skuldara og lögum um greiðsluaðlögun hefur það gamla baráttumál Jóhönnu loksins orðið að veruleika, með tilheyrandi bættri réttarstöðu lántaka á Íslandi. Það þurfti hrun bankakerfisins og ein- hverja alvarlegustu skuldakreppu sem nokkur þjóð hefur gengið í gegn- um til að fjölmiðlar og ráðandi öfl á Íslandi tækju undir með Jóhönnu í þessum efnum. Hvar stóð Reynir Traustason annars í þeirri baráttu fyrir bankahrun? Hvað sem líður þeirri einbeittu og augljósu andúð ritstjórans á Jóhönnu Sigurðardóttur sem síendurtekin skrif hans í DV vitna um hljóta allir sanngjarnir menn að sjá hversu ræki- lega hann fór yfir strikið með þeirri öfugmælavísu sem leiðari DV var sl. miðvikudag. Einstaklingar sem eru vandir að virðingu sinni hafa ýmsir beðist afsökunar af minna tilefni. Umræða | 31Helgarblað 2.–4. september 2011 Hvað finnst þér skemmtilegast við haustið? „Moldin.“ Kristján Harðarson 17 ára nemi í MH „Kertaljósin.“ Rannveig Lind Bjargardóttir 17 ára nemi í Kvennó „Enski boltinn.“ Hrafn Úlfarsson 18 ára nemi í MH „Litirnir.“ Elisabet Pettison 24 nemi „Það er ýmislegt. Ég spila fótbolta og fer í skólann.“ Kormákur Marðarson 18 ára nemi í MH Maður dagsins Modern Family í uppáhaldi Ilmur Kristjánsdóttir Leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir hefur ferðast til átta heimsborga í þáttunum Borgarilmur sem sýndir eru á Stöð 2. Að sögn Ilmar hefur vinnan við þættina verið skemmtileg en einnig mjög lýjandi. Ilmur situr ekki með hendur í skauti um þessar mundir og margt spennandi og áhugavert fram undan hjá þessari skemmtilegu og ástsælu leikkonu. Hvar ert þú alin upp? „Ég er alin upp í Þingholtunum í Reykjavík.“ Hvað drífur þig áfram? „Ósvaraðar spurningar.“ Hver er uppáhaldsleikarinn þinn? „Ég get ekki gert upp á milli. Fer eftir því á hvað ég er að horfa og í hvernig skapi ég er.“ Hvað finnst þér best að borða? „Fiskur er minn uppáhaldsmatur.“ Uppáhaldssjónvarpsþátturinn? „Bandaríski gamanþátturinn Modern Family.“ Hvaða borgir eru í mestu uppáhaldi hjá þér? „Mér detta nokkrar borgir í hug. Þar á meðal má nefna Seattle á vesturströnd Bandaríkj- anna, höfuðborg Frakklands París, Brussel í Belgíu og Barcelona á Spáni.“ Fannst þér ekki gaman að vinna að gerð þáttanna? „Já, vinnan var mjög skemmtileg en hún var líka erfið og, eins og sagt er í bransanum, mjög „intensive“.“ Hvort þykir þér skemmtilegra að vinna á sviði eða í sjónvarpi? „Það er afar erfitt að bera þetta tvennt saman, vinna á sviði er mun tímafrekari en vinna í sjónvarpi. En hvort tveggja er mjög gaman og gefandi.“ Hvað er á döfinni hjá þér? „Í kvöld munum við frumsýna Fólkið í kjallaranum í Borgarleikhúsinu en um nokkrar sýningar verður að ræða á því verki. Síðan verður frumsýning á Kirsuberjagarð- inum eftir Anton Tsjekhov í lok október. Svo styttist í skrif vegna sjónvarpsþáttanna Ástríðar 2 sem sýndir verða á Stöð 2. Ég er einnig að hefja háskólanám.“ Öfugmæli Reynis Traustasonar Dómstóll götunnar Hrannar Björn Arnarsson Aðstoðarmaður forsætisráðherra Aðsent Myndin Símamynd Eiríkur Jónsson blaðamaður aflar frétta í Breiðagerði á miðvikudag þegar sýslumaður hugðist bera fólk út úr húsi að kröfu Arion banka. Lögreglan hafði mikinn viðbúnað eins og greint hefur verið frá. MynD gUnnAR gUnnARSSon
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.