Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 44
M annréttindabarátta samkynhneigðra á Íslandi hlýtur að vera ein sú best heppnaða sem sög- ur fara af. Fyrir rúmum þremur áratugum var Hörður Torfason svo til flæmdur úr landi fyrir að vera einn fyrsti nafntogaði Ís- lendingurinn til að koma út úr skápnum, en í dag er Gay Pride orðin árleg fjölskylduhátíð sem flestir geta sameinast um. Enn annar sigurinn vannst nýlega þegar samkynhneigðir fengu leyfi til að gifta sig í kirkjum þjóðkirkjunnar, en þó með þeim fyrirvara að einstaka prestum væri í sjálfsvald sett hvort þeir framkvæmdu slíkar giftingar. Þó að það sé í meira lagi und- arlegt að ríkisstarfsmönnum sé í sjálfsvald sett hvort þeir fari eftir reglum eða ekki, er eigi að síður ekki hægt að segja annað en að miklar framfarir hafi orð- ið í málefnum samkynhneigðra á Íslandi sem og í öðrum lönd- um hins vestræna heims. Hvað er þá eftir? Gandhi var „gay“ Heilmikið, sé France Suerick- Gulick spurður, en hann fer fyrir hópnum Pervers/Cité í Montreal í Kanada sem telur baráttunni hvergi nærri lokið: „Enn er þeim sem eru dökkir á hörund, samkynhneigðum sem vinna í kynlífsiðnaðinum og þeim sem eru með HIV ýtt út á jaðarinn eða þeir taldir glæpa- menn fyrir að vera það sem þeir eru.“ Markmið hópsins er því að koma pólitíkinni aftur inn í Pride-hreyfingarnar, þar sem hinum róttækustu meðal sam- kynhneigðra finnst þeir ekki lengur velkomnir. Hafa þeir jafnvel hótað að vera með inn- grip í árlega göngu Montreal- búa. Gangan hefur verið haldin árlega í um tvo áratugi og hef- ur stækkað upp í fjögurra daga hátíð. Tónleikar eru haldnir og sýningar, svo sem spjöld með þekktum samkynhneigð- um pörum. Sum þeirra eru vel þekkt, svo sem leikkonurnar Ell- en Degeneres og Portia de Rossi, eða þá 19. aldar skáldin Arth- ur Rimbaud og Paul Verlaine. Önnur koma meira á óvart, svo sem Abraham Lincoln Banda- ríkjaforseti og Mahatma Gandhi og ástmenn þeirra, og er FBI- stjórinn J. Edgar Hoover heldur ekki undanskilinn. Dauðadómur fyrir að elska „Ég vona að einhvern daginn muni samfélagsleg viðurkenn- ing verða orðin svo mikil að við þurfum ekki lengur sérstakar hátíðir fyrir samkynhneigða,“ segir Eric Pineault, sem titlaður er forseti hátíðarinnar. Hann telur þó helstu vandamálin ekki lengur vera að finna í Kanada. „Þetta er fremur orðin alþjóðleg barátta núna. Við höfum náð jafnrétti fyrir lögum hér, en það liggur fangelsisrefsing í 75 löndum við því að vera sam- kynhneigður og dauðarefsing í fimm.“ Hátíðin, sem haldin er um miðjan ágúst, kennir sig við LBGTA. L, B, G og T standa eins og flestir kannski vita fyrir Lesbi- an, Bi, Gay og Trans, en A-inu hefur hér verið bæti við fyrir „Al- lies“, eða vini og velunnara sam- kynhneigðra. Öllum er boðið að taka þátt, og reiknað er með að rúmlega 250.000 manns komi til borgarinnar af þessu tilefni, með um 10 milljónir dollara (rúmlega milljarð króna) sam- anlagt í farteskinu sem eytt er í borginni yfir hátíðina. Framleiðandi undralyfsins Viagra er helsti styrktaraðili hátíðarinnar. Trojan-smokka- framleiðendur leggja til slökkvi- liðsbíl mannaðan stæltum köppum í rómverskum brynj- um og hefðbundnari fyrirtæki, eins lestarfélagið Via Rail og TD Bank eru einnig með fulltrúa. „Betra að vera fasisti en hommi“ Þegar gangan hefst kemur í ljós að stjórnmálin eiga hér einnig sinn stað. Hópur fólks heldur á myndum af þekktum stjórn- málamönnum sem hafa látið niðrandi orð falla í garð sam- kynhneigðra. Þarna koma fyr- ir Michelle Bachmann forseta- frambjóðandi í Bandaríkjunum, sem segir samkynhneigða ekki Guði þóknanlega og Alexandra Mussolini frá Ítalíu, sem seg- ir að betra sé að vera fasisti en hommi. Sérstaka fæð leggur fólk á Rob Ford borgarstjóra í nágrannabænum Toronto, sem mjög hefur skorið niður fjár- veitingar til aðhlynningar eyðni- sjúkra. Aðrir stjórnmálamenn fá betri ummæli. Prammi er dreg- inn með fólki sem dansar til heiðurs Jack Layton og NDP- flokknum, sem nú er helsta von vinstrimanna í Kanada þó Layton sjálfur hafi nýlega lát- ist úr krabbameini. Borgarstjóri Montreal á sinn stað í göngunni, þó ekki í dragi, en það vekur at- hygli að Steve Harper, leiðtogi íhaldsmanna og forsætisráð- herra, á hér enga fulltrúa. Jesús Kristur og trúleysingjarnir Aðrir hópar koma einnig fyrir. Samkynhneigðir gyðingar hafa teiknað davíðsstjörnu inn í regnbogafánann, og ekki langt fyrir aftan ganga samkyn- hneigðir múslímar. Það skyldi þó aldrei vera að ástinni takist að sameina þessa hópa eftir allt saman? Næstur á eftir gengur svo Jesús Kristur sjálfur, inn á milli hóps samkynhneigðra trú- leysingja. „The Village“ í Montreal er eitt þekktasta hverfi samkyn- hneigðra í heiminum, með veit- ingastöðum og kaffihúsum og bleikum kúlum í loftinu sem sýna hvar það byrjar og end- ar. Þeir hafa þó ekki alltaf átt svo auðvelt uppdráttar. Fram yfir 1960 voru frönsku héruðin í Kanada strangkaþólsk, en hin svokallaða „þögla bylting“ á 7. áratugnum leiddi til aukins frjálsræðis sem og uppbygg- ingar velferðarkerfis sem var ekki upp á kirkjuna komið. Hér sem annars staðar er nú verið að skera niður og óttast margir að það bitni ekki síst á samkyn- hneigðum, eins og reyndin virð- ist hafa orðið í Toronto. Val Desjardins hefur ný- lega opnað veitingahús ásamt öðrum samkynhneigðum í Mile End, líklega mest hipp og kúl hverfi Montreal: „Mig lang- ar ekki til þess að þurfa að fara til Village bara til þess að hanga með öðrum lesbíum. Mér er illa við þessa gettóvæðingu. Village er til og það er fínt, en það ættu að vera hommabarir alls staðar, og vonandi þurfum við einhvern daginn ekki að kalla þá homma- bari lengur.“ Ég elska mömmur mínar „Born This Gay,“ stendur á blæ- væng dragdrottningar sem stendur tígulega upp úr opnum jeppa. Setningin er vísun í nýj- ustu plötu Lady Gaga, Born This Way, en lafðin er nú uppáhald dragdrottninga víða um heim. Ekki eru þó allir í göngunni að sækja í klæðaskáp Lady Gaga. Sumir láta sér nægja að ganga um í bol sem á stendur „I love my moms,“ eða „I love my dads“ en eru annars eins venjulegir í útliti og hugsast getur. Rétturinn til að giftast og ala upp börn er meðal þess sem samkynhneigð- ir þurfa en sums staðar að berj- ast fyrir. Nýlega fékkst það í gegn í New York-borg að gifting- ar fólks af sama kyni urðu lög- legar, en það hefur þó ekki gengið mótspyrnulaust „Hús- ið mitt er nú átta dollara virði, og þú vilt þræta um hjóna- bönd samkynhneigðra?“ segir einn gamanleikari, orðin lang- þreyttur. En líklega er leikurinn einmitt til þess gerður, á meðan hægrimenn berjast gegn hjóna- böndum þurfa þeir ekki ræða efnahagsmál. Á hinum vængnum hefur verið farin herferð fyrir því að Bert og Ernie, tveir karlmenn sem búið hafa saman í hartnær fjörutíu ár í brúðuþáttunum Se- same Street, fari nú að festa ráð sitt. Þáttagerðarmönnum var ekki skemmt og sögðu Bert og Ernie vera brúður og því ekki hafa kynhneigð. Í söngleiknum Avenue Q hefur þó verið bætt um betur og þar hafa brúðurnar Rod og Ricky gengið í hjóna- band. Birnir og bleikir anarkistar Á eftir foreldrum og væntan- legum foreldrum koma aðr- ir hópar sem virðast helst lifa fyrir daginn í dag. Leðurhomm- arnir veifa sínum svarta og bláa fána með bleiku hjarta á og eru alls ófeimnir hver við annan. Þar næst koma birnirnir með sinn fána, brúnar rendur efst og dökkar neðst og bjarnarfar yfir. Birnirnir þykja karlmannlegastir af öllum hópum og eru hér klæddir í vinnuföt skurðgröfu- manna. Á meðan sumir hópar hafa sína eigin menningu sækja aðrir út fyrir rammann. Pallbíll keyrir framhjá með hóp af línudöns- urum á eftir sér. Líklega er ekk- ert hvítara og gagnkynhneigð- ara til en pallbílar og línudansar, en eins og hin samkynhneigði Jesús áður er til marks um er hér ekkert heilagt. Að lokum kemur síðan hópur manna sem eru af einhverjum ástæðum klæddir sem badmintonkúlur, en hvað þeir standa fyrir er erfitt fyrir óinnvígða að segja. Að lokum koma anarkistarn- ir, með borða gegn kapítalism- anum og klúta fyrir andlitinu, þó bleika í stað svartra. Þegar nánar er að gáð er hér einmitt Pervers/ Cité-hópurinn á ferð, sem virð- ist hafa fengið sinn stað í göng- unni eftir allt saman. Að lokum er haldin mínútuþögn, þar sem fólk steytir hnefann út í loftið og minnist þeirra sem látist hafa sökum eyðni. Gay Pride-hátíðir hafa á undanförnum árum öðlast almenna viðurkenningu í flestum vestrænum löndum, og er það vel. Sumir hópar vilja þó aftur vekja upp bar- áttuandann sem einkenndi slíkar göngur til þess að byrja með, og ef til vill til marks um þá pólitísku vakningu sem á sér stað á þessum nið- urskurðartímum almennt. Sumir benda einnig á að rétt- indin hafa sums staðar geng- ið tilbaka, um tíma var sam- kynhneigðum leyft að gifta sig í Kaliforníu en það var síð- ar afnumið. Líklega verður að setja nýleg ummæli Páls Ósk- ars, sem miklu fjaðrafoki ollu, í þetta samhengi. Miklum ár- angri hefur verið náð, en það er ekki þar með sagt að allt muni sjálfkrafa halda áfram að breytast til batnaðar. 44 | Lífsstíll 2.–4. september 2011 Helgarblað Valur Gunnarsson Ferðasaga Markmið Pervers/Cité er að koma pólitík- inni aftur inn í Pride-hreyfingarnar, þar sem hinum róttækustu meðal samkynhneigðra finnst þeir ekki lengur velkomnir. Hafa þeir jafnvel hótað að vera með inngrip í árlega göngu Montrealbúa. Pólitíkin heldur inn- reið sína í Pride á ný „Önnur koma meira á óvart, sem Abraham Lin- coln og Mahatma Gandhi og ástmenn þeirra, og er FBI- stjórinn J. Edgar Hoover heldur ekki undanskilinn. Anarkistar Anarkistarnir með borða gegn kapítalism- anum og klúta fyrir andlitinu, Arabar Samkynhneigðir múslímar gengu rétt á eftir gyðingum. Viagra Undralyfið Viagra er helsti styrktaraðili hátíðarinnar. Gyðingar Höfðu teiknað davíðs- stjörnu inn í regnbogafánann. Jesús og vinir Í göngunni gekk „Jesús“ sjálfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.