Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Qupperneq 6
6 Fréttir 8.–10. febrúar 2013 Helgarblað
Fær ekki svör um Hörpu
n „Ég skil ekki í hvaða leik menn eru“ n Segir kostnaðinum leynt
É
g skil ekki í hvaða leik menn eru.
Þeir vilja miða við sem lægsta
tölu, 17,5 milljarða, sem er kostn
aðurinn eftir að núverandi fé
lag tók við,“ segir Kjartan Magnússon,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Á
fundi borgarstjórnar í september lagði
hann fram fyrirspurn um hver væri
heildarbyggingarkostnaður við Hörpu
og tengd mannvirki á núverandi verð
lagi. Hann telur að í svari borgarstjóra
á fundi í janúar hafi verið snúið út úr
spurningunni og svarið því ekki full
nægjandi. Hann ítrekaði fyrirspurn
ina á fundi þann 5. febrúar. Fyrsti hluti
hennar hljómar svo: „Óskað er eft
ir sundurliðuðum upplýsingum um
áfallinn kostnað, s.s. vegna lóðakaupa,
jarðvinnu, sjófyllingar, byggingar,
glerhjúps, gatnatenginga, torggerðar,
lóðafrágangs, bílastæðahúss o.s.frv.
Þá er óskað eftir yfirliti yfir þær fram
kvæmdir, sem eftir eru eða standa yfir
og kostnaðaráætlanir vegna þeirra.“
Kjartani finnst rangt gagnvart skatt
greiðendum að lægstu tölunni sé ávallt
haldið fram. „Þegar það er talað um
þessa upphæð þá fer fólk að ímynda
sér að þetta hús hafi ekki kostað meira,
en það kostaði miklu meira.“ Hann
segir rangt að aðeins 17,5 milljarðar
lendi á skattgreiðendum, 30 milljarðar
væru nær lagi.
„Ég tók það sérstaklega fram þegar
ég spurði að ég væri að spyrja um stóru
töluna. Mér finnst eins og það sé verið
að snúa út úr.“
Kjartan telur borgarstjóra ekki hafa
samið svarið heldur hafi embættis
maður á hans vegum útbúið það.
Hann segir það hins vegar borgar
stjóra að sjá um að rétt svör berist
borgarfulltrúum. „Maður á bara að
spyrja og fá svar og svo snúa sér að
næsta máli. Maður á ekki að þurfa
að standa í margra mánaða stappi
við að fá tölu sem ég veit að er ein
hvers staðar inni í tölvutæku bók
haldskerfi, og ég veit að tekur engan
tíma að prenta út.“ n
Þ
að kom bréf í morgun, stíl
að á konuna mína, sem inni
hélt upplýsingar um aðra
konu. Hvaða lyf hún er að
taka, heimilislækni hennar
og hvað eina sem fyllt er út þegar sótt
er um líf og sjúkdómatryggingar,“
segir eiginmaður konu sem fyrir
slæm mistök hjá tryggingafélaginu
Verði fékk sendar í pósti viðkvæm
ar persónuupplýsingar um annan
tilvonandi viðskiptavin félagsins.
Framkvæmdastjóri hjá Verði segir
að um mannleg mistök hafi verið að
ræða, málið sé litið alvarlegum aug
um og farið verði yfir verkferla hjá
fyrirtækinu.
Óttuðust um eigin upplýsingar
Forsaga málsins var sú að hjónin
voru að skipta um tryggingafélag
og færa öll viðskipti sín yfir til Varð
ar. Við yfirferð á umsókn þeirra um
líf og sjúkdómatryggingu fengu þau
þær upplýsingar frá tryggingafé
laginu að skoða þyrfti tiltekið atriði
umsóknar konunnar nánar. Varðaði
það kvilla sem orðið hafði föður kon
unnar að aldurtila á sínum tíma.
„Þau sögðust ætla að skoða þetta
nánar en síðan var aldrei haft sam
band aftur. Síðan kemur þetta bréf í
morgun [þriðjudag, innsk. blm.].“
Maðurinn, sem baðst undan því
að koma fram undir nafni kveðst
hafa hringt allt annað en sáttur í
tryggingafélagið til að leita skýringa.
„Við héldum auðvitað að fyrst
þegar við fengum persónuupplýs
ingar þessarar konu í pósti, að bréfið
sem við vorum að bíða eftir frá Verði
hefði farið eitthvert annað út í bæ.“
„Eitt stórt klúður“
Hann kveðst afar ósáttur með þau
viðbrögð sem hann hafi fengið við
kvörtun sinni hjá starfsmanni Varð
ar. „Okkur er sagt að þetta hafi bara
verið smávægileg mistök. Þetta er
sko eitt stórt klúður hjá þeim.“
Starfsmaðurinn tjáði honum að
þau hafi ekki átt að fá nokkurt bréf frá
Verði. „En hvernig áttum við að vita
það? Okkar mál voru í skoðun og svo
barst þetta bréf.“
Aðspurður segir maðurinn að
fullyrt hafi verið við hann að engin
gögn er varða eiginkonu hans hafi
farið á flakk, enda hafi þau ekki átt að
fá bréf frá félaginu. „En get ég tekið
hana trúanlega eftir þetta klúður?“
Maðurinn kveðst hafa haft sam
band við Persónuvernd og kon
una sem gögnin varða. Konan hafi
lagt mesta áherslu á að þau skiluðu
bréfinu til tryggingafélagsins sem
maðurinn kveðst ætla sér að gera.
Tryggingafélagið var þá búið að hafa
samband við konuna og biðja hana
afsökunar.
„Þeir hringja í hana og biðja
hana afsökunar en það er ekkert
hringt í okkur. Þetta kostaði í það
minnsta það að við erum farin frá
þessu tryggingafélagi,“ segir mað
urinn verulega ósáttur með vinnu
brögð tryggingafélagins. Eftir að
DV grennslaðist fyrir um málið var
haft samband við manninn og hann
beðinn afsökunar.
„Þetta er augljóslega alvarlegt mál
og þegar svona mistök koma upp þá
þarf sá sem gerði þau að yfirfara sín
öryggismál,“ segir Þórður Sveins
son, lögfræðingur hjá Persónuvernd,
þegar DV bar málið undir hann.
Hann segir að ef svo fari að kvörtun
berist stofnuninni verði leitað skýr
inga og bent á úrbætur.
Mannleg mistök
„Við erum búin að fara yfir málið og
það er í sjálfu sér mjög einfalt. Mis
tökin fólust í því að starfsmaður skrif
aði rangt nafn á haus bréfs. Þetta eru
bara mannleg mistök,“ segir Sigurður
Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri
vátryggingasviðs hjá Verði, aðspurð
ur um málið.
Hann segir svona atvik aldrei
hafa gerst áður í sögu félagsins svo
vitað sé. „Þess vegna lítum við svo á
að þetta sé einangrað tilvik en það
breytir því ekki að við lítum málið
mjög alvarlegum augum,“ segir Sig
urður Óli og ítrekar mikilvægi þess að
svona hlutir séu gerðir vel og tryggt
eins og best verður á kosið að við
kvæmar upplýsingar fari ekki á ranga
staði eða komist í hendur rangra að
ila. „Það er algjört grundvallaratriði.“
Sigurður Óli staðfestir einnig að
haft hafi verið samband við konuna
sem bréfið sem hjónin fengu raun
verulega varðaði, og hún beðin inni
lega afsökunar. Sigurður Óli átti ekki
von á neinum eftirmálum.
„Við munum í kjölfarið fara yfir
málin, athuga hvort eitthvað er
sem betur má fara því það er mjög
slæmt þegar svona gerist. Það er
lítið til af óskeikulu fólki í heimin
um en auðvitað á verklag og kerfið
að vera þannig að eins mikið sé gert
og mögulegt er til að tryggja að svona
gerist ekki. Og ég tel að svo sé hjá
okkur.“ n
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
„Þetta eru bara
mannleg mistök
persónuupplýsingar
sendar á rangt fólk
n Hjón fengu viðkvæm gögn annars viðskiptavinar Varðar í pósti
Mannleg mistök Sigurður Óli Kolbeins-
son, framkvæmdastjóri vátryggingasviðs,
segir málið litið alvarlegum augum en það
megi rekja til mannlegra mistaka.
Viðkvæmar upplýs-
ingar Hjón fengu fyrir
mistök sendar viðkvæm-
ar persónuupplýsingar
um annan viðskiptavin
tryggingafélagsins
Varðar.
Mynd Sigtryggur Ari.
Sætir farbanni
Hæstiréttur Íslands felldi á
fimmtudag úr gildi úrskurð Hér
aðsdóms Vesturlands þar sem
karlmanni, sem grunaður er um
að hafa beitt tvær systur grófu
kynferðisofbeldi, var gert að sæta
gæsluvarðhaldi. Ákvað Hæsti
réttur þess í stað að láta manninn
sæta farbanni. Telur Hæstiréttur
að ekki sé hægt að réttlæta gæslu
varðhaldsúrskurð yfir manninum
því hann hefur eindregið neitað
ásökunum systranna. Við rann
sókn málsins er stuðst við bráða
birgðamat sérfræðings í klínískri
sálfræði sem var falið að kanna
sálrænt heilbrigðisástand manns
ins, hugarástand og siðferðisvit
und ásamt því að meta kynferð
islegar hvatir hans. Kemur fram í
vottorði sérfræðingsins að hann
hafi áhyggjur af geðrænum ein
kennum kærða og að öll hans
svör einkennist af samhengis
leysi. Telur sérfræðingurinn
hugsanlegt að geðrofseinkenni
séu til staðar hjá manninum sem
virðast blandast trúmálum.
Fundu úlpuna
Hátt í hundrað leitarmenn, þar
á meðal kafarar, leituðu að Grét
ari Guðfinnssyni sem saknað
hefur verið síðan á miðvikudags
morgun á Siglufirði. Svört úlpa og
persónulegir munir Grétars fund
ust í fjörunni norðan við bæinn
á fimmtudagsmorgun þegar leit
hófst að nýju. Á fimmtudag ein
skorðaðist leitin því við sjóinn,
með aðstoð kafara, og strand
lengjuna. Samkvæmt upplýsing
um frá lögreglunni á Akureyri er
búið að fínkemba bæinn og næsta
nágrenni.
Grétar er 45 ára en síðast
spurðist til hans á tíunda tíman
um á miðvikudag og fram hefur
komið að hann hefur átt við veik
indi að stríða.
Ítrekar
fyrirspurn
Kjartani
finnst hafa
verið snúið
út úr fyrir-
spurn sinni.
Umhverfisvæn
heilsu og lífsstíls-
verslun fyrir þig
og þá sem þú
elskar mest
Strandagata 17, Hafnarfirði - S:568 8872 - www.radisa.is