Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Side 16
STUTTUR TÍMI FYRIR
KVÓTAFRUMVARPIÐ
16 Fréttir
K
vótafrumvarp Steingríms J.
Sigfússonar, atvinnu- og ný-
sköpunarráðherra, var lagt
fyrir Alþingi í lok janúar.
Frumvarpið á sér langan að-
draganda en reynt var að koma fyrra
frumvarpi um stjórn fiskveiða í gegn-
um þingið vorið 2012. Þar áður hafði
Jón Bjarnason lagt fram frumvarp á
meðan hann var starfandi sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra og er
þetta því þriðja frumvarp núverandi
ríkisstjórnar.
Þar sem fyrra frumvarpið hlaut ekki
brautargengi á síðasta þingi var mynd-
aður svokallaður trúnaðarmannahóp-
ur eftir samkomulag stjórnarflokk-
anna um þinglok í júní 2012. Fulltrúar í
hópnum voru Kristján L. Möller, þing-
maður Samfylkingarinnar, sem var
formaður, Björn Valur Gíslason, þing-
maður Vinstri-grænna, Einar Kristinn
Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, og Sigurður Ingi Jóhanns-
son, þingmaður Framsóknarflokks-
ins. Skilaði hópurinn tillögum sínum í
september 2012.
Hreyfingin ekki með
Á fundi atvinnunefndar þann 19.
júní 2012 lagði Þór Saari, þingmaður
Hreyfingarinnar og nefndarmaður í
atvinnuveganefnd, fram bókun fyrir
hönd Hreyfingarinnar og krafðist þess
að í umræddum trúnaðarmanna-
hópi myndu allir fulltrúar í atvinnu-
veganefnd eiga sæti. Trúnaðarmanna-
hópurinn hefði enga formlega stöðu
samkvæmt þingsköpum Alþingis. Ekki
var orðið við kröfu Hreyfingarinn-
ar og í bréfi sem Þór Saari sendi Ástu
Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta
Alþingis, í september kvartaði hann
undan því að hafa ekki verið boðað-
ur á fundi með trúnaðarmannahópn-
um í ágúst. Krafðist Hreyfingin þess
að Kristján L. Möller yrði rekinn sem
formaður atvinnuveganefndar þings-
ins. Trúnaðar mannahópurinn skilaði
hins vegar greinargerð sinni um miðj-
an september.
Frestað vegna andstöðu
þingmanna Samfylkingarinnar
Í lok nóvember samþykkti ríkis-
stjórnin frumvarp um stjórn fisk-
veiða sem þá var kynnt fyrir þing-
flokkum Samfylkingarinnar og
Vinstri-grænna. Fimm þingmenn
Samfylkingarinnar gerðu hins vegar
athugasemdir við frumvarpið og
frestaði Steingrímur J. Sigfússon því
þá að leggja fram frumvarpið til þess
að reyna að skapa breiðari sátt um
það hjá stjórnarflokkunum. Það tókst
en á meðal þeirra sem lýstu yfir efa-
semdum um frumvarpið voru Ólína
Þorvarðardóttir og Mörður Árnason.
Eitt af því sem var nefnt var að frum-
varpið væri ekki í anda stjórnarsátt-
mála ríkisstjórnarinnar og þvert á
stefnu Samfylkingarinnar.
Takmörkun framsals frestað
Ein helsta breytingin í núverandi
frumvarpi er að hætt var við ákvæði
um að heimild til framsals aflaheim-
ilda yrði afnumið árið 2032. Nú er
mælt fyrir um úthlutun aflaheimild-
ar til 20 ára. Skal ráðherra ekki síðar
en í lok árs 2016 leggja fram frum-
varp þar sem mælt verði fyrir um
ráðstöfun nýtingarleyfa og aflahlut-
deildar þegar 20 ára úthlutunartíma
lýkur.
Samkvæmt núverandi frum-
varpi er gert ráð fyrir að aflaheim-
ildum verði skipt í tvo flokka. Í
flokk eitt fer aflahlutdeild núver-
andi handhafa aflaheimilda en í
flokk tvö fer aflahlutdeild sem ráð-
herra ráðstafar. Gert er ráð fyrir að
á fiskveiðiárinu 2015 til 2016 nemi
aflahlutdeild í flokki tvö um 45 þús-
und þorsk ígildistonnum. Er þar af
n Skiptar skoðanir um kvótafrumvarp Steingríms J. Sigfússonar n Takmörkun á framsali aflaheimilda slegið á frest til ársloka 2016
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar annas@dv.is
8.–10. febrúar 2013 Helgarblað
Frumvarpið stöðvar fjárfestingar
Þ
etta frumvarp mun hafa það
í för með sér að sú litla fjár-
festing sem er í sjávarútvegi
á Íslandi í dag stöðvast. Ein-
faldlega vegna þess að framhald nýt-
ingarleyfa sem ætlunin er að gefa út
verður í mikilli óvissu. En ekki er gert
ráð fyrir að þeirri óvissu verði eytt fyrr
en með frumvarpi árið 2016. Fram
að þeim tíma munu fjárfestingar al-
gjörlega stöðvast í sjávarútvegi ásamt
því að draga úr samkeppnisfærni og
veikja greinina,“ segir Einar Kristinn
Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins og fyrrverandi sjávarútvegs-
ráðherra, í samtali við DV.
Þá segist hann einnig mótfallinn
þeirri tillögu í frumvarpinu að setja
um 30 þúsund þorskígildistonn inn í
svokallað kvótaþing. „Það mun veikja
minni útgerðirnar og áherslan virðist
vera á að skerða þorskveiðiheimild-
ir þeirra sem starfa núna í sjávarút-
veginum. Það mun koma harkalega
niður á þeim byggðum sem eru háð-
ar þorskveiði og það eru í mörgum
tilfellum byggðir sem standa veikt,“
segir hann.
Framsal forsenda hagræðingar
Aðspurður um tillögur sem snúa
að takmörkun á framsali aflaheim-
ilda segir Einar Kristinn eðlilegt að
þrengja möguleika á framsali að ein-
hverju leyti frá því sem nú er. Sérstak-
lega er varðar það að útgerðir veiði
meira af þeim aflaheimildum sem
þeim hefur verið úthlutað. „Ég vil þó
ekki skrúfa alfarið fyrir framsalið og
alls ekki fyrir varanlegu framsali því
það er hluti af þeirri hagræðingu sem
hefur átt sér stað og þarf að eiga sér
stað í sjávarútvegi,“ segir Einar Krist-
inn.
Að hans mati hafa samskipti nú-
verandi stjórnarflokka í ríkisstjórn
við sjávarútveginn verið lítil á kjör-
tímabilinu og þá yfirleitt í formi til-
kynninga en ekki samráðs. Það eigi
við um útgerðarmenn, smábáta-
sjómenn og ekki síst forystu sjó-
mannasamtaka. „Ég reyndi hins
vegar að hafa sem mest samskipti við
þessa aðila í tíð minni sem sjávarút-
vegsráðherra. Fyrir vikið ríkti tiltölu-
lega góð samstaða milli stjórnvalda
og sjávarútvegsins. Það átti ekki síst
við um sjómenn,“ segir Einar Kristinn.
Allt til að draga úr hagkvæmni
Hann segist aðspurður hafa skiln-
ing á því að núverandi ríkisstjórn vilji
gera breytingar á fiskveiðistjórnunar-
kerfinu. En líkt og flestir þekkja hafa
sjávarútvegsfyrirtækin verið að skila
góðum hagnaði í kjölfar veikingar
íslensku krónunnar í kjölfar banka-
hrunsins haustið 2008. Því hafa verið
háværar raddir um það að sjávarút-
vegsfyrirtækin greiddu hærra framlag
til ríkisins til þess að draga úr rekstrar-
halla ríkissjóðs. „Ég hef hins vegar
engan skilning á þeirri tilhneigingu
stjórnvalda sem hefur komið fram í
öllum þeirra sjávarútvegsfrumvörp-
um sem hefur augljósan þann tilgang
að draga úr hagkvæmni greinarinnar
sem bæði rýrir kjör þeirra sem starfa
í greininni og stuðlar að verri lífskjör-
um í landinu,“ segir Einar Kristinn.
Skiptar skoðanir eru um hvort
núverandi frumvarp Steingríms J.
Sigfússonar um breytingu á lög-
um um stjórn fiskveiða verði sam-
þykkt á þessu kjörtímabili sem fer
brátt að ljúka. „Ég trúi því ekki að
það takist að keyra þetta frum-
varp, sem öllum er orðið ljóst að
mun hafa neikvæð áhrif, í gegn
í vor. Það er mjög skammur tími
til stefnu og það er auðvitað óðs
manns æði að reyna að vinna mál
af þessari stærðargráðu á handa-
hlaupum,“ segir Einar Kristinn að
lokum. n
Andvígur frumvarpinu Vill þó ekki
skrúfa alfarið fyrir framsal veiðiheimilda.
Flotinn í Reykjavíkurhöfn Ein helsta breytingin í
núverandi frumvarpi er að hætt var við ákvæði um að
heimild til framsals aflaheimilda yrði afnumið árið 2032.