Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Page 17
STUTTUR TÍMI FYRIR KVÓTAFRUMVARPIÐ Fréttir 17Helgarblað 8.–10. febrúar 2013 n Skiptar skoðanir um kvótafrumvarp Steingríms J. Sigfússonar n Takmörkun á framsali aflaheimilda slegið á frest til ársloka 2016 gert ráð fyrir um 30 þúsund þorskí- gildistonnum í svokallað kvóta- þing. Þá geta þeir sem ráða yfir aflahlutdeild í flokki eitt sótt um nýtingarleyfi hjá Fiskistofu og fá frest til og með 1. ágúst 2013 til að framkvæma það. Með nýtingarleyf- inu verður síðan aflahlutdeild ráð- stafað til 20 ára. Þar með má segja að núverandi ríkisstjórnarflokk- ar séu að slá því á frest að ákveða framtíðarfyrirkomulag á framsali aflaheimilda. En eins og áður kom fram er ráðherra ætlað að ákveða slíkt með frumvarpi eigi síðar en í árslok 2016. Ef aflahlutdeild í þorski fer yfir 240 þúsund lestir mun sú aukning skiptast til helminga á milli flokks eitt og tvö. Erfitt að samræma arðsemi og byggðastefnu Rökin fyrir því að takmarka fram- sal aflaheimilda hafa að stærstum hluta snúist um byggðasjónarmið. Að eftir að frjálst framsal aflaheim- ilda var leyft með lögum árið 1990 hafi mörg byggðarlög á landsbyggð- inni farið illa. Einstaka útgerðar- menn hafi oft í hendi sér fram- tíð heils byggðarlags. Á móti hafa ýmsir hagfræðingar bent á það að mikil hagfræðing hafi átt sér stað í sjávarútvegi eftir að frjálst framsal aflaheimilda var fest í lög. Með því að hverfa frá því sé verið að draga úr hagræðingu sjávarútvegsins. Þá hefur verið bent á það að erfitt geti reynst að samræma mark- mið um arðsemi sjávarútvegsins samfara þeirri byggðastefnu stjórn- valda að vernda ákveðin byggðar- lög með því að handstýra vissum hluta aflaheimilda. Á það má benda að samstjórn Framsóknarflokks, Alþýðubandalagsins og Samtaka frjálslyndra sem stofnuð var árið 1971 ætlaði sér að stuðla að jafn- vægi í byggðum landsins. Í kjölfarið voru keyptir um 90 skuttogarar á ár- unum 1971 til 1979 og þeim dreift sem víðast um landið. Í kjölfar þess varð mikil uppbygging í mörgum sveitarfélögum víða um land, sam- fara aukinni opinberri þjónustu. Því hefur verið haldið fram að á þessum tíma hafi orðið offjárfesting á sviði sjávarútvegs en í kjölfar aflabrests á árunum 1982 og 1983 var kvótakerfinu komið á árið 1984. Eftir þetta fór að bera á fjárhags- legum erfiðleikum hjá mörgum minni sveitarfélögum sem í kjöl- farið sameinuðust stærri sveitar- félögum. Margir halda því þó fram að þessi þróun hefði ekki orðið jafn mikil ef framsal aflaheimilda hefði ekki verið samþykkt á Alþingi árið 1990. Í kjölfar þess hafi orðið hag- ræðing í sjávar útvegi á kostnað íbúa í smærri byggðarlögum þar sem atvinnutækifæri hafi horf- ið með sölu aflaheimilda, samfara lækkandi fasteignaverði þar. Skiptar skoðanir eru um það hvort þær aðgerðir sem núverandi stjórnarflokkar ætla sér með kvóta- frumvarpi Steingríms J. Sigfússonar muni ná að sporna við fólksfækk- un á landsbyggðinni. Flestir eru þó sammála um að það muni reyn- ast erfitt fyrir ráðherrann að koma frumvarpinu í gegn á þessu kjör- tímabili samfara stjórnarskrármál- inu. n Svik við loforð VG og Samfylkingar É g er mjög vonsvikinn með þetta frumvarp og tel þetta vera alvarleg svik við loforð Samfylkingarinnar og Vinstri- grænna um réttlátt fiskveiði- stjórnarkerfi. Kvótakerfið verður að langmestu leyti óbreytt og núverandi kvótahafar fá kvótann sem þeir hafa í dag, tryggðan í 20 ár í stað eins árs,“ segir Finnbogi Vikar Guðmundsson laganemi, en hann sat sem fulltrúi í svokallaðri sáttarnefnd um sjávar- útveg fyrir hönd Borgarahreyfingar- innar. Að hans mati er ekkert hugsað um jafnræði á milli fólks og nýtingar- réttur aflaheimilda sé einungis að litlu leyti boðinn til leigu af stjórn- völdum. „Leigupotturinn er á kostn- að veikustu byggðanna með því að taka byggðakvóta og minnka hann um helming eða meira og setja í leigupottinn, auk þess sem leigu- potturinn byggist á væntingum um aflaaukningu umfram 240 þúsund tonn sem hefur aðeins náðst tvisvar sinnum síðustu tuttugu fiskveiði- ár. Það eru heldur engar breytingar varðandi sölu og verðmyndun á afla. Sjómenn verða áfram háðir því hvað útgerðarvinnslum dettur í hug að greiða fyrir aflann og fiskvinnslur án útgerðar standa áfram höllum fæti í samkeppni um hráefni. Frumvarpið er algjörlega andstætt markmiðum stjórnarskrár stjórnlagaráðs og það veldur mér áhyggjum,“ segir Finn- bogi Vikar. Síðar hafi komið í ljós í umræðu á Alþingi að núverandi stjórnarflokk- ar Vinstri-grænna og Samfylkingar hafi ekki viljað breyta núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi að neinu marki til að vernda lánasafn Landsbankans tengt sjávarútvegsfyrirtækjum. „Það hefði verið gott innlegg hefði þetta verið upplýst innan nefndarinnar því þetta hefur skýrt margt og af hverju kvótafrumvarpið er jafn hliðhollt nú- verandi kvótahöfum og bönkum til að braska með veiðiheimildir í fram- tíðinni ásamt útgerðarmönnum,“ segir hann. n Nokkur ákvæði í núverandi kvótafrumvarpi 1. gr. Markmið laganna er: n að stuðla að verndun og sjálfbærri nýtingu fiskistofna við Ísland n að stuðla að farsælli samfélagsþróun með hagsmuni komandi kynslóða að leiðarljósi n að treysta atvinnu og byggð í landinu n að auka vægi jafnræðissjónarmiða við ráðstöfun aflaheimilda n að hámarka þjóðhagslegan ávinning af sjávarauðlindinni og tryggja þjóðinni eðlilega n auðlindarentu n að sjávarútvegurinn sé arðsamur og búi við hagstætt og stöðugt rekstrarumhverfi 11. gr. Leyfi til að nýta aflahlutdeild Til og með 1. ágúst 2013 býðst eigendum þeirra skipa sem þá ráða yfir aflahlutdeild að óska eftir því hjá Fiskistofu, með sérstakri umsókn, að gangast undir leyfi, nýtingarleyfi, til að nýta aflahlutdeildirnar til takmarkaðs tíma með fyrirvara um eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði að hlutdeildum, sbr. meginreglu 2. mgr. 1. gr. Með leyfinu er hlutdeildum ráðstafað til 20 ára frá upphafi fiskveiðiársins 2013/2014. Fiskistofa gefur út nýtingar- leyfi. … Ráðherra skal eigi síðar en í desember 2016 leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum þessum þar sem mælt verði fyrir um ráðstöfun nýtingarleyfa og aflahlutdeilda … 18. gr. Önnur aflahlutdeild … Frá og með fiskveiðiárinu 2016/2017 er heimilt að ráðstafa aflahlutdeildum sem ríkið hefur yfir að ráða samkvæmt flokki 2 til að stuðla að nýliðun með útgáfu nýrra nýtingarleyfa. Heimilt er að takmarka úthlutun við aðila á svæðum sem hallað hefur á í atvinnu- og byggðalegu tilliti. 19. gr. Ráðstöfun til kvótaþings Heimilt er að ráðstafa aflamarki um kvótaþing. Í reglugerð er heimilt að skil- yrða hluta ráðstöfunarinnar við útgerðir sem eru staðsettar á tilteknum land- svæðum sem hallað hefur á í atvinnu- og byggðalegu tilliti og þá að hluta til meira en til eins árs í senn. Meðal þess sem fer í flokk 2 2015/16 Þorskígildistonn Staða 2015/16 Strandveiðar 8.513 Línuívilnun 2.573 Byggðakvóti 3.354 Kvótaþing 29.324 Alls í flokk 2: 45.359 Á kostnað veikustu byggðanna Finnbogi Vikar er vonsvikinn með frumvarpið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.