Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Blaðsíða 28
28 Viðtal 8.–10. febrúar 2013 Helgarblað þess að vekja áhuga hans á stjórn- málum. „Við Halldór ræddum oft saman um stjórnmál en það var ekki það sem kveikti í mér. Með því að umgangast hann sá ég vel gallana á pólitíkinni og hvað hún getur verið erfið fyrir fjölskyldu stjórnmálamannsins. Það var sú hlið sem ég sá betur en annað, þótt hann hafi verið farsæll og vinsæll í sínu kjördæmi. Ég fór í pólitík á nokkuð öðrum forsendum en aðrir því ég taldi mig hafa sérfræðiþekk- ingu sem gæti nýst í eftirköstunum af hruninu, eins og hefur komið ágætlega í ljós.“ Hann segist sáttur við eigin feril. „Mér hefur verið treyst fyrir mikilvægum störfum og forysta Sjálfstæðisflokksins hefur treyst mér til að ganga í fararbroddi í mörgum málum sem eru mikilvæg fyrir þjóðina. Ég er því mjög sáttur og líður vel með sjálfan mig. Ég á marga og góða vini og nýt þeirr- ar virðingar sem ég tel að ég eigi skilda. En vissulega eru ekki all- ir viðhlæjendur manna sem hafa sterkar skoðanir og standa fast á sínu enda er ekki mitt markmið að vera vinur allra. Sá sem vill þókn- ast öllum þóknast ekki neinum,“ segir hann og bætir við að hann kveðji stjórnmálin sáttur. Sér ekki eftir neinu „Ef maður hefði haft þær upplýs- ingar sem maður hefur í dag hefði maður gert margt öðruvísi en mað- ur reynir að meta aðstæður og taka afstöðu út frá fyrirliggjandi upplýs- ingum. Það er auðvelt að vera vitur eftir á þegar allar upplýsingar liggja fyrir og hlutirnir eru búnir að gerast og fóru kannski öðruvísi en maður ætlaði. En maður gerði sitt besta og það er ekki hægt að gera meira en það. Maður verður að standa með sjálfum sér, vera heiðarlegur og drengilegur, þá líður manni vel. Ég get ekki sagt að ég sjái eftir neinu sem ég man þegar kemur að póli- tíkinni en hafandi sagt það hef ég al- veg gert mistök. En þau mistök hafa ekki komið í ljós fyrr en öll kurl voru komin til grafar.“ Þrátt fyrir jákvæða niðurstöðu í Icesave-málinu hefur hann áhyggj- ur af framtíð þjóðarinnar. „Þótt þetta sé góð niðurstaða fyrir okkur sem þjóð breytir hún ekki svo miklu. Þetta eru engin vatnaskil. Alls ekki. Ég held að við séum að sigla inn í mjög erfitt tímabil. Næsta kjör- tímabil verður gríðarlega erfitt. Staða okkar í ríkisfjármálunum er þannig að í dag greiðum við 90 millj- arða í vexti vegna skulda. 90 millj- arða sem við gætum verið að nota í önnur verkefni, hvort sem það væri til að borga hjúkrunarfræðingum, byggja upp vegi eða eitthvað ann- að. Forgangsverkefnið er að losna við þessar skuldir og til þess þurf- um við að endurskipuleggja ríkið; fá betri og öruggari þjónustu fyrir minni pening.“ Ánægður með forystuna Hann segist ekki ætla hætta að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þótt hann sé á leið út af þingi. „Ég hætti ekki að vera sjálfstæðismaður þótt ein- hverjir frambjóðendur spili ekki eftir þeim reglum sem ég hefði haldið að spila ætti eftir. Ég er ekki bitur maður. Þótt ég hefði viljað að menn hefðu séð sóma sinn í að fara í þetta á heiðarlegri hátt var þetta niðurstaðan. Ég uni henni. Ég er mjög ánægður með forystu Sjálfstæðisflokksins og tel Bjarna Benediktsson heiðarlegan, vel gef- inn mann sem er góður til að leiða flokkinn. Ég held að hann verði mjög góður forsætisráðherra.“ Hann neitar því að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi fundið handa hon- um gott starf að þingmennsku lok- inni. „Það hafa fleiri en einn aðili talað við mig til að athuga hvort ég geti hugsað mér að starfa með þeim. Ég hef ekki tekið neinar slík- ar ákvarðanir enda aðeins nokkr- ir dagar liðnir frá úrslitum próf- kjörsins. Það eru þrír mánuðir fram að kosningum og svo á ég minn uppsagnarfrest. Ég hef ekki áhyggj- ur af því að ég fái ekki vinnu. Hing- að til hef ég gert það á eigin verð- leikum og mun halda því áfram. Ég þarf ekki hjálp flokksins til að fá vinnu. Hins vegar, ef sú staða kem- ur upp að það er eitthvert starf sem skipa þarf í af Sjálfstæðisflokknum og ég get sinnt vegna minnar sér- þekkingar, gæti ég þegið það starf.“ Safnaði listaverkum Hann segist ekki hafa mátað seðla- bankastjórastólinn í huganum en viðurkennir að það starf sé vissu- lega spennandi. „Í Seðlabankanum situr Már Guðmundsson og ég hef enga löngun í hans starf. Því verð- ur þó ekki horft fram hjá að það er áhugavert starf enda eru áhuga- verðir tímar framundan í pen- ingamálunum. En það er enginn draumur hjá mér, ekki það sem ég sofna út frá,“ segir hann og bætir aðspurður við að hann hafi hvorki metnað til að gerast sendiherra eða forseti. „Ég held að fólk þurfi ekki að vera í nánum tengslum við mig til að sjá að slíkt hentar mér ekki. Ég er mjög „beisik“ maður. Hef gaman af því að leysa þrautir en engan áhuga á að vera stillt upp sem fígúru. Alls engan. Slíkt prjál er fyrir aðra.“ Áhugamál Tryggva eru til að mynda hestamennska og flugu- veiði. „Sú baktería er alltaf að verða verri og verri. Mér þykir fátt betra en að vera úti í náttúrunni á sumr- in en svo hef ég líka gaman af því að fara á skíði þótt ég hafi ekki stundað það mikið síðan ég varð þingmaður. Eins er ég gríðarlegur áhugamaður um nútímalist og safnaði listaverk- um á meðan ég átti pening.“ Aftur í pönkið Umtalið hefur ekki alltaf ver- ið Tryggva hliðhollt og fyrir vikið hlakkar hann til að hverfa úr sviðs- ljósinu. „En svo er það spurn- ing hvað ég fari að gera. Ég er ekki að fara á eftirlaun. Kannski verð- ur starfið sem ég tek að mér næst líka áberandi. En jú, ég er glað- ur að yfir gefa sviðsljósið, aðallega vegna fjölskyldunnar. Hún verður fegin. Svo verður líka gott að geta farið í búð án þess að það sé verið að horfa á mann, að maður geti nördast án þess að fólk taki eitthvað sérstaklega eftir manni. Það verður fínt. Ég fer út úr pólitíkinni með hreina samvisku. Nú get ég róið á ný mið eins og ég hef gert svo oft áður. Kannski fer ég bara aftur í pönkið.“ n „Það hefur mikið verið lagt á fjöl- skylduna að umbera illt umtal og róg. Sáttur við ferilinn Tryggvi segir að sér hafi í Sjálfstæðis- flokknum verið treysti fyrir mörgum mikilvægum málum. „Ég á marga og góða vini og nýt þeirrar virðingar sem ég tel að ég eigi skilda.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.