Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Page 35
Menning 35Helgarblað 8.–10. febrúar 2013
V
eistu amma, að þessi sýn
ing, hún var bara svo yfir
þyrmandi að ég held að
ég geti ekki talað um hana
strax,“ sagði ég við nöfnu
mína þegar við keyrðum heim af
sýningu á Vesalingunum í Smárabíói
í síðustu viku. „Ég veit,“ sagði amma
og við þögðum saman.
Það er einmitt orðið yfir Vesaling
ana – yfirþyrmandi. Hún er yfir
þyrmandi; af ást, sorg og baráttu.
Allt öðruvísi
Þeir sem þekkja söngleikinn Les
Misérables vita að um er að ræða
sýningu sem ekki er auðvelt að horfa
á. Ég hef aldrei séð neinn söngleik
sem endurspeglar ömurleika mann
kynsins eins vel og þessi – en einnig
baráttugleði þess. Ég hef verið svo
heppin að sjá verkið á fjölunum
tvisvar, annars vegar West Endút
gáfu þess og svo í þjóðleikhúsinu
í fyrra. Báðar sýningarnar voru af
bragðsgóðar og ekki gaf Þjóðleik
hússýningin Lundúnaverkinu eftir í
neinu nema síður sé. Kvikmyndin
er hins vegar mjög frábrugðin báð
um sýningunum. Hún ljær verkinu
meiri nánd en ég hef áður upplif
að og á köflum svo mikla að manni
finnst það erfitt.
Lífsbaráttan
Vesalingarnir eru byggðir á sam
nefndri bók eftir Victor Hugo. Þar
segir frá samfélagslegum hræring
um; ást, sorg og leitinni að betra
lífi og réttlæti. Það er erfitt að stikla
á stóru, en hér segir frá Jean Va
ljean, fanga sem hefur afplánað
nítján ára fangelsisvist í skelfilegum
aðstæðum fangabúða í Frakklandi
á nítjándu öld. Er honum er veitt
reynslulausn úr fangabúðunum
heitir fangavörðurinn, og síðar lög
reglumaðurinn, Javert, því að fylgj
ast vel með Jean Valjean og minnir
hann á að hann verði ávallt stimpl
aður ofbeldismaður sem eigi sér
ekki von um uppreisn æru.
Hann brýtur skilorðið og leggur
á flótta. Þegar honum er veitt tæki
færi á ný – syndaaflausn og betrun,
þá grípur hann það. Mörgum árum
síðar kynnist hann Fantine, ungri
einstæðri móður sem lífið hefur
leikið grimmilega. Þegar hún deyr
heitir hann að ganga dóttur hennar,
Cosette, í föðurstað. En Jean Valjean
verður alltaf á flótta þó svo að hann
hafi snúið við blaðinu. Í sögunni
erum við leidd í gegnum sögusvið
frönsku byltingarinnar; við fáum
innsýn í líf þjáningar, fátæktar og
grimmdar, en líka vonar og baráttu
anda. Við kynnumst svikahröppum
og byltingarsinnum og sannri ást.
Boðskapurinn er sannarlega tíma
laus og það er viðeigandi að sagan
sé endurvakin með reglubundnum
hætti. Heimurinn gengur nú í gegn
um enn eitt byltingartímabilið, sem
við sjáum hvað helst endurspeglast
í MiðAusturlöndum. Sagan á alltaf
erindi við okkur og minnir okkur á
hvað kærleikurinn er mikilvægur.
Vel gert
Kvikmyndin er mjög vel gerð og leik
ur vel á tilfinningar fólks. Í salnum
þetta kvöld voru fáir sem gátu ha
mið tilfinningar sínar. Munurinn á
að sjá þessa sýningu á fjölunum og
í bíósal er mikill. Nálægðin er meiri,
þó furðulegt sé, í bíóinu, og er það
vegna þess að margar senurnar eru
teknar í mikilli nærmynd. Harmur
Fantine (Anne Hathaway) má nefna
sem dæmi um slíka nálægð að mað
ur á sér engrar undankomu auðið.
Ég þráði að komast heim þegar sem
mest lét. Ekki vegna þess að það væri
illa gert, heldur einfaldlega vegna
þess að það var svo tilfinningaþrung
ið.
Hér er margt gert vel. Að láta
söngvarana syngja lögin beint í
myndavélina, en ekki í hljóðupp
tökuveri, gefur myndinni mikinn
raunveruleika, en skerðir vissulega
gæði söngsins. Þeir sem frægastir
eru leikaranna eru allir þekktir fyr
ir leikhæfileika sína – en minna fyr
ir söng. Þeir eru ekki færir um að
syngja óperur og verkið er ópera. Það
hefðu til dæmis margir geta sungið
hlutverk Javerts betur en Russell
Crowe, en fáir hefðu getað skapað þá
persónu sem hann gerir.
Anne Hathaway, Hugh Jack
man og Eddie Redmayne skila sínu
öll með bravúr. Sú sem stelur sen
unni er leikkonan Samantha Barks,
en frammistaða hennar í hlutverki
Eponie er stórkostleg. Þá er litli
vinur minn Gavroche, sem leikinn
er af Daniel Huttlestone, yndisleg
ur.
Sacha Baron Cohen er hins vegar
slakur og nær sér aldrei á strik sem
svikahrappurinn Thénardie. Það eru
viss vonbrigði, enda ljá Thénardie
hjónin verkinu skemmtanagildi sem
er því nauðsynlegt.
Myndin er feikilega vel gerð.
Boðskapurinn, baráttan gegn
arðráninu og trúin á að hægt sé að
sigra heiminn með kærleikann að
vopni, skilar sér vel og sannir að
dáendur ættu ekki að láta myndina
fram hjá sér fara. n
Yfirþyrmandi
af ást og sorg
Einvala lið Anne
Hathaway hefur verið til-
nefnd og hlotið verðlaun
fyrir leik sinn í myndinni.
Bíómynd
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Les Misérables
IMDb 7,9 RottenTomatoes 70% Metacritic 63
Leikstjóri: Tom Hooper
Handrit: William Nicholson, Alain Boublil,
Claude-Michel Schönberg ,Herbert Kretzmer.
Leikarar: Amanda Seyfried, Anne Hathaway,
Eddie Redmayne, Helena Bonham Carter,
Hugh Jackman, Russell Crowe og Sacha Baron
Cohen.
158 mínútur
„Sú sem stelur sen-
unni er leikkon-
an Samantha Barks, en
frammistaða hennar í
hlutverki Eponie er stór-
kostleg.
„Vel smíðuð saga“ „Meiriháttar skemmtun“
Undantekningin
Auður Ava Ólafsdóttir
DMC Devil May Cry
Capcom
„Ágætis sjónvarpsmynd á
sunnudagseftirmiðdegi“
Jack Reacher
Christopher McQuarrie
Leitað að gömlum gersemum
mikla athygli. Þetta eru rummungs
verk og voru einu sinni á sýningu
hér fyrir löngu 1977. Listamennirn
ir gáfu síðan þessi verk til Listasafns
Íslands.
Síðan eru verk eftir mjög
marga þekkta listamenn. Georges
Mathieu, mann sem er einn af fyrstu
gjörningalistamönnum heimsins.
Hann málaði verk sín fyrir framan
áhorfendasæg. Þá er líka verk eftir
Carl André, einn þekktasta miníma
lista heims og teikningar eftir Ric
hard Serra af verkinu sem seinna
var reist í Viðey.“ n kristjana@dv.is
Kenni ýmissa grasa Á meðal verka
á sýningunni er verk eftir eftirlætisnem-
anda Rafaels.
Sárindi Sum verkanna fengust ekki
endurheimt. Halldór Björn segist
að vissu leyti skilja sjónarmið þeirra
sem í hlut eiga. MynDIR SIgTRyggUR ARI