Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Qupperneq 38
H ún var ekki beint ofvirk, en vel virk. Kát og næm en við­ kvæm. Og svona, svolítið sjálfstæð samt,“ segir Hildur aðspurð hvernig Solla var sem barn. „Hún hefur unnið vel úr sínu og mikið unnið við að hjálpa öðrum að bæta líf sitt. Hún leggur mikið á sig til þess. Jafnvel of mikið því hún tekur nærri sér þegar skjól­ stæðingunum gengur ekki nógu vel. Hún er svolítil hugsjónamanneskja.“ Tengd jörðinni frá barnsaldri Er eitthvað sem þau hjónin gáfu börnunum sínum í veganesti sem þau telja að hafa skipt máli? „Já, við lögðum mikið upp úr hollu matar­ æði. Það voru fleiri en við á þessari línu. Við vorum svolítið mikið að rækta og með áhuga á heilsusam­ legu fæði. Faðir minn keypti þetta land þegar ég var þriggja ára. Svo þegar hann lést þá fékk systir mín, Ragna, bústaðinn, og er búin að leggja mikla vinnu og kostnað í það. En við héldum reitnum í einu horni landsins. Ræktuðum upp jarðveg­ inn til að fá hann lífrænan. Ræktum þar mikið grænmeti sem við borð­ um allt árið, við sýrum það á gamla mátann. Þannig að það væri dálítill skellur ef við misstum það. Það er líka spurning um hvað við höfum úthald í. Maðurinn minn er 82 ára og ég er 77 ára síðan í nóvember.“ Fuglarnir í garðinum Hvað er það sem þau njóta mest? „Að vera á þessu svæði og njóta þess sem við erum búin að koma upp. Það er gott að koma þarna í hávaðaroki og fara inn í garðinn og vera komin í skjól. Að njóta þess sem við ræktum. Jú, það gefur okkur svolítið mikið. Hér er líka mikið fuglalíf og við reyn­ um að laða þá að með því að gefa þeim, sérstaklega að vetrarlagi. Við þekkjum fuglalífið á staðnum vel. Í garðinn okkar koma náttúru­ lega auðnutittlingar, svo koma þrest­ ir og svartþrestir. Það er gaman að fá þá, þeir eru svo skemmtilegir fuglar og syngja mikið. Þeir verpa einhvers staðar í grenndinni og þeir fá hjá okkur epli og ost og smurt brauð að vetrarlagi. Mér finnst gaman að því þegar þeir koma með ungana sína og kenna þeim að borða epli. Svo koma ungarnir sjálfir og kroppa epli eftir það. Svo koma oft endur kjagandi alla leið til okkar til að fá sér brauðbita. Svo er náttúrulega músarindill þarna líka og litlir spör­ fuglar.“ Erfið tilhugsun Þeim þykir erfið tilhugsunin um að þurfa að gefa allt ævistarfið upp á bátinn að kröfu Orkuveitunn­ ar. Þau segjast orðinn hluti af landinu. „Okkur finnst þetta ótrú­ legur yfir gangur og frekja. Hætt­ an við Gvendarbrunna er vegna rennslis úr Heiðmörk og Bláfjöll­ um. Þetta rennur áfram niður eftir og í gegnum vatnið í Elliðaár. Þetta rennur ekki upp á móti svo okkur finnst þetta ekki ganga upp.“ Býr eitthvað annað að baki? „Ég held að það hljóti að vera, en ég skal ekki segja,“ segir Hildur. „Þetta er ævistarfið. Við fluttum alltaf á vorin og vorum allt sum­ arið frá því ég var þriggja ára. Svo náttúrulega eftir að ég gifti mig þá höfum við ræktað upp þennan reit sem að við erum með. Það verður ansi erfitt að missa það. Þá vantar svolítið mikið. Þetta er sárt, þótt að við ráðum ekki við svona mikla ræktun áfram og þurfum að minnka við okkur vinnuna þá verður erfitt að vera ekki á staðnum. Garðurinn er hluti af okkur og það verður sárt að kveðja en við höldin enn í vonina.“ Eiríkur horfir yfir svæðið, sólin skín yfir trjátoppana. „Sjáðu þessi tré,“ segir hann og bendir á greni­ tré í næsta nágrenni. „Elstu börn­ in okkar voru smábörn þegar við gróðursettum þau.“ n kristjana@dv.is Síðasta vor fengu rúmlega tuttugu sumarbústaða- eigendur við Elliðavatn og Hellluvatn bréf frá land- eigandanum, Orkuveitu Reykjavíkur, og þeim var tilkynnt að leigu samningur yrði ekki framlengdur, með þeim rökum að vatnsverndarsvæði sé í næsta nágrenni. Hildur Karlsdóttir og Eiríkur Haralds- son, foreldrar Sollu, hafa eytt ævinni í að rækta þar lítinn en skjólgóðan reit. Sárt að kveðja 38 Lífsstíll 8.–10. febrúar 2013 Helgarblað Hugsa vel um landið Hildur og Eiríkur hafa ræktað upp landið af eljusemi. Smáfuglarnir fá sitt Þau hjón þekkja fuglana og annast þá. Hluti af okkur „Sjáðu þessi tré. Elstu börnin okkar voru smábörn þegar við gróðursett- um þau,“ segir Eiríkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.