Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Page 4
4 Fréttir 26.–28. apríl 2013 Helgarblað
Ísland vinsælt
hjá Bretum
Ísland verður sífellt vinsælli
áfangastaður breskra ferðamanna
samkvæmt frétt sem birtist á
breska ferðavefnum Travelbite í
vikunni. Upplýsingar Travelbite
eru byggðar á tölum frá kortafyrir
tækinu American Express og korta
veltu Breta á erlendri grundu. Er Ís
land í hópi þeirra áfangastaða sem
vaxið hafa hvað mest í vinsældum
hjá Bretum á undanförnum miss
erum miðað við fyrrgreindar upp
lýsingar. Á fyrsta ársfjórðungi 2012
var Ísland í 21. sæti yfir vinsælustu
áfangastaði breskra ferðamanna.
Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var
Ísland hins vegar í 18. sæti. Sam
kvæmt frétt Travelbite eru norður
ljósin eitt helsta aðdráttaraflið fyrir
breska ferðamenn.
Ölvun í VMA
Dimmitteringu í Verkmennta
skólanum á Akureyri var aflýst
eftir hádegið á miðvikudag vegna
óspekta. Þetta kemur fram á vef
Vikudags.
Þar segir að nokkrir nem
endur hafi verið undir áhrifum
áfengis í skólanum. Einn nem
andi hafi kastað bjór í kennara,
brotið rúðu og pissað í ruslafötu.
Ölvun er ekki heimil innan
veggja skólans. Hjalti Jón Sveins
son skólameistari hefur staðfest
að dagskránni eftir hádegið hafi
verið aflýst vegna atburðanna.
Á annað hundrað nemenda
VMA tóku daginn snemma, eins
og venja er, og vöktu athygli
víða um bæinn. Þeim var ekið á
milli hverfa þar sem þeir vöktu
kennara sína. Að þeim rúnti
loknum lá leiðin aftur í skólann
þar sem einhverjir virðast hafa
farið fram úr sér. „Að þessum
hring akstri loknum lá leiðin aftur
í skólann þar sem brugðið var á
leik með ýmsum hætti – á göng
um skólans og síðan í Gryfjunni,“
segir á heimasíðunni.
Þ
að er mjög jákvætt að það sé
hægt að sjá þetta með réttum
augum loksins,“ segir Bjarn
þór Erlendsson sem vann
fullnaðarsigur í málinu sem
hann höfðaði gegn Lýsingu hf. Hann
er að vonum glaður með niðurstöðu
Hæstaréttar sem kveðinn var upp á
miðvikudag.
Dregin á asnaeyrum
Málið er búið að taka langan tíma í
dómskerfinu, en tæp tvö ár eru síð
an Bjarnþór stefndi Lýsingu. „Ég trúði
því ekki að þetta gæti tekið svona
langan tíma og gæti verið svona flók
ið. Það var svolítið verið að draga okk
ur á asnaeyrunum, en þetta fór vel
að lokum.“ Aðspurður hvort ekki hafi
verið fagnað mikið þegar dómurinn
loksins féll á miðvikudaginn, segist
Bjarnþór hafa farið varlega í það. „Ég
held ég fagni ekkert fyrr en eitthvað
kemur inn á reikninginn minn,“ segir
hann hlæjandi.
Bjarnþór vonast til að dómurinn
verði fordæmisgefandi og að hinir
3.999 lánþegarnir njóti góðs af niður
stöðunni í málinu.
Hafdís Una Bolladóttir, kona Bjarn
þórs, er einnig mjög ánægð með
niðurstöðuna og er fegin að málinu er
loksins lokið. „Þetta tók langan tíma en
borgaði sig algjörlega,“ segir hún glöð
í bragði.
Fordæmisgefandi
„Málið er klárlega fordæmisgefandi að
mínu viti, það er enginn efi í mínum
huga um það,“ segir Björn Þorri Vikt
orsson, lögmaður Bjarnþórs.
Um er að ræða fyrsta dóminn sem
byggir á lögum um neytendalán og
gæti hann haft mikla fjárhagslega þýð
ingu fyrir fjögur þúsund lánþega hjá
Lýsingu með sambærilega samninga
og tekist var á um í máli Bjarnþórs. Lýs
ing hefur gefið það út að félagið ætli að
taka sér tíma til að fara yfir niðurstöð
ur Hæstaréttar og meta hvort dómur
inn hafi fordæmisgildi líkt og Björn
Þorri fullyrðir.
Verðtryggingin fallin
Einhverjir hafa gengið svo langt að
segja að verðtryggingin sé fallin með
dómnum en Björn Þorri segir það
kannski talsvert gáskafulla skýringu
sem ekki sé lögfræðileg innistæða fyrir.
„En verðtryggingin er sannarlega
fallin í þessari gerð samninga,“ segir
Björn Þorri.
Um er að ræða svokallaða bíla
samninga, eða kaupleigusamninga,
sem dæmdir voru sem lánssamningar
í fyrsta prófmálinu sem vannst fyrir
Hæstarétti 16. júní 2010. Þessir samn
ingar voru sérstakir að því leytinu til að
þeir voru 50 prósent gengistryggðir og
50 prósent í íslenskum krónum. Bjarn
þór hafði gert samning um Toyota
Avensisbifreið árið 2006 og var samn
ingsfjárhæðin við Lýsingu rétt rúmlega
tvær milljónir.
„Þegar farið var að skoða þetta bet
ur þá töldu menn að verðtryggingar
ákvæðin eins og þau voru sett upp í
þessum samningi stæðust ekki skilyrði
neytendalánalaga um skýrleika og þá
voru heldur ekki skýr ákvæði um það
í samningnum að Lýsingu væri heim
ilt að breyta vöxtunum einhliða með
þeim hætti sem félagið gerði,“ segir
Björn Þorri.
Bjarnþór stefndi Lýsingu í júní
2011. Í héraðsdómi var tekist á um
þrjú atriði. Eftir að Lýsing greiddi sig
frá einu þeirra, atriði sem snérist um
tæpa hálfa milljón króna – án þess þó
að viðurkenna að félaginu bæri skylda
til þess – stóðu eftir tvö atriði. Það er,
að Lýsingu hafi verið óheimilt að verð
bæta þann hluta kröfunnar sem til
greindur var í samningnum í íslensk
um krónum auk þess sem óheimilt
hafi verið að reikna breytilega vexti á
þann hluta kröfunnar.
Áfrýjun Lýsingar kom þeim í koll
Í Héraðsdómi Reykjavíkur vann Bjarn
þór verðtryggingarhluta málsins en
héraðsdómur tók ekki undir að Lýs
ingu hefði verið óheimilt að breyta
vöxtunum.
Lýsing ákvað þó að áfrýja málinu
til Hæstaréttar þar sem um fjögur þús
und sambærilegir samningar væru hjá
félaginu og það varðaði því mikla fjár
hagslega hagsmuni fyrir Lýsingu og
neytendur að fá úr þessu skorið.
„Við auðvitað gagnstefndum til
að fá skorið úr um vextina líka og nú
liggur dómur Hæstaréttar fyrir. Hæsti
réttur féllst á bæði þessi atriði og Bjarn
þór hafði þá fullnaðarsigur í málinu.“
Í dómi Hæstaréttar kemur fram
að óumdeilt sé að lög um neytenda
lán eigi við um samning Bjarnþórs og
Lýsingar. Ljóst væri að lögin gerðu rík
ar kröfur til skýrleika lánssamninga
af þeim toga sem um ræddi. Hvergi
kæmi fram í samningnum að hann
væri verðtryggður að því er varðaði
þann lánshluta sem var í íslenskum
krónum. Þá væri þess hvergi getið í
samningnum hver væri grunnvísitala
hans.
Samningurinn hafi, að mati Hæsta
réttar, því ekki borið með sér að sá hluti
hans sem tilgreindur var í íslenskum
krónum hafi verið verðtryggður. Þá
þótti ljóst að hvorki samningur aðila
né greiðsluáætlun sem var hluti hans
hafi með skýrum hætti borið með sér
að vextir af umræddum lánshluta hafi
átt að vera breytilegir.
Var það niðurstaða Hæstaréttar að
Lýsing gæti ekki byggt kröfur sínar á
hendur Bjarnþóri á skilmálum sem
ekki komu skýrt fram í samningi aðila.
Var Lýsing hf. því dæmt til að greiða
manninum þá fjárhæð sem hann hafði
ofgreitt, ríflega 680 þúsund krónur, auk
2,5 milljóna króna í málskostnað í hér
aði og fyrir Hæstarétti.
Hvar eru allir hinir?
En hvað með hina 3.999 lántakend
urna sem eiga nú rétt á sömu endur
greiðslu byggða á þessum dómi? Björn
Þorri segir aðspurður að boltinn sé hjá
Lýsingu núna en auglýsir í raun eftir
öllum hinum. „Hvar eru þessir 3.999
lánþegar? Af hverju hafa þeir ekki farið
með málin sín fyrir dóm? Kannski eru
þeir bara sáttir, kannski vantar þá enga
peninga eða eru fullkomlega sáttir
með að aðstoða Lýsingu við að reisa
sig úr rústunum. Ég veit það bara ekki,“
segir Björn Þorri.
Í yfirlýsingu á heimasíðu Lýsingar
sem birtist samdægurs og dómurinn
var birtur segir að fyrirtækið ætli að
gefa sér „skamman tíma til að fara yfir
forsendur og niðurstöður Hæstaréttar
til að meta hvort og þá að hvaða leyti
dómurinn hefur fordæmisgildi fyrir
aðra samninga hjá félaginu.“
Í yfirlýsingunni segir að gerðar hafi
verið ýmsar ráðstafanir til að tryggja
stöðu viðskiptamanna Lýsingar ef
dómar falla þeim í vil og Lýsingu verði
gert að endurreikna samninga og/
eða endurgreiða þeim og hefur Lýsing
tryggt sér nægilegt laust fé til að mæta
þeim niðurstöðum. Ljóst er að niður
staðan, reynist hún fordæmisgefandi
líkt og Björn Þorri vill meina, gæti
reynst þungt fjárhagslegt högg fyrir
Lýsingu. Ef það má gefa sér að allir hin
ir lánþegarnir fengju sömu upphæð og
Bjarnþór fékk endurgreidda þá gæti
það þýtt að Lýsing væri við að endur
greiða 2,7 milljarða króna eða meira. n
Maðurinn seM
lagði lýsingu
n Bíður með að fagna n Verðtryggingin í bílasamningum er fallin
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
„Hvar eru þessir
3.999 lánþegar? Af
hverju hafa þeir ekki farið
með málin sín fyrir dóm?
Kannski eru þeir bara
sáttir, kannski vantar þá
enga peninga.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
Lagði Lýsingu Bjarnþór og
Hafdís eru að vonum sátt við
dóm Hæstaréttar, en þau unnu
fullnaðarsigur í máli sem þau
höfðuðu gegn Lýsingu hf.
Milljarðahagsmunir Björn Þorri Viktorsson lagði Lýsingu í bílasamningsmáli sem hann
fullyrðir að sé fordæmisgefandi og gæti þýtt að þúsundir lántakenda Lýsingar fái milljarða
endurgreidda sem þeir hafi ofgreitt.