Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Page 6
6 Fréttir 26.–28. apríl 2013 Helgarblað Pólitískar ofsóknir n Ármann og Gunnar í hár saman Á rmann Kr. Ólafsson, bæjar­ stjóri Kópavogsbæjar, sakaði Gunnar I. Birgisson, bæjar­ fulltrúa Kópavogsbæjar, um pólitískar ofsóknir gagnvart íþrótta­ félaginu HK á bæjarstjórnarfundi Kópavogsbæjar á þriðjudag. Þar bókaði Gunnar að hann teldi ljóst að nýting nokkurra íþrótta­ mannvirkja væri ekki ásættanleg eftir að hafa skoðað tölur þar að lútandi. „Sérstaklega á þetta við um knatt­ húsið og tvöfaldan íþróttasal í Kórn­ um,“ bókaði Gunnar meðal annars. Þetta sætti flokksbróðir hans Ár­ mann sig ekki við og sakaði Gunnar I. og Aðalstein Jónsson, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um pólitískar ofsóknir. „Þær ályktanir sem bæjar­ fulltrúarnir Gunnar Ingi Birgisson og Aðalsteinn Jónsson draga af taln­ ingum í íþróttahúsum eru beinlínis rangar og einkennast af pólitískum ofsóknum gagnvart einu íþrótta­ félagi,“ segir í bókun Ármanns. n Laus við saurgerla Saurgerlamengun er ekki leng­ ur yfir viðmiðunarmörkum í Nauthólsvík, samkvæmt niður­ stöðum mælinga úr sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Reykjavík­ ur þann 22. apríl síðastliðinn. Það er því nú í lagi að synda þar. Heilbrigðiseftirlitið hafði varað við sjósundi þar dagana 15.–22. apríl vegna viðgerða í fráveitu­ dælustöðinni við Hafnarbraut í Kópavogi sem skapaði hættu á saurgerlamengun. Það var Kópavogsbær sem stóð fyr­ ir framkvæmdinni og markmið hennar var meðal annars að auka rekstraröryggi dælustöðv­ arinnar til þess að minnka líkur á mengun. Dvalarheimilið sýknað Dvalarheimili aldraðra á Húsavík var sýknað á miðviku­ dag í Hæstarétti af kröfu fyrrver­ andi framkvæmdastjóra heimil­ isins um greiðslur fyrir bakvaktir frá því í september 2007 til febr­ úar 2011. Framkvæmdastjórinn krafðist fyrir dómi að fá greiddar 24 milljónir með dráttarvöxt­ um. Segir í dómnum að upphaf­ lega hafi verið samið við fram­ kvæmdastjórann um að sinna einnig verkefnum hjúkrunar­ fræðings. 2004 var nýr ráðn­ ingarsamningur gerður og þá var vinnutími ekki sérstaklega skilgreindur. Hæstiréttur taldi að framkvæmdastjórinn ætti ekki rétt á sérstökum launa­ greiðslum vegna bakvakta. Arður 70 prósent af veiðigjaldinu A rðgreiðsla hluthafa HB Granda í fyrra nam tæp­ lega 70 prósentum af veiðigjaldinu sem út­ gerðin greiddi til ríkis­ ins á árinu. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2012 sem nýlega var skilað til ársreikningaskrár. Sú arðgreiðsla var vegna ársins 2011 en arður tiltekinna ára hjá fyrirtækjum er greiddur út árið eftir. Útgreiddur arður til hluthafa HB Granda nam ríflega fjórum milljónum evra, um 680 milljón­ um króna, í fyrra, á meðan veiði­ gjaldið sem útgerðin greiddi nam rúmlega 5,9 milljónum evra eða rúmum milljarði króna. Hagnaður útgerðarfélagsins í fyrra nam rúm­ lega 2.500 milljónum króna. Stærstu einstöku eigendur HB Granda eru Arion banki, sem tók yfir um þriðjungshlut Ólafs Ólafssonar í útgerðinni, fjöl­ skylda Árna heitins Vilhjálms­ sonar og Kristján Loftsson. 1.700 milljónir í arð Fjallað hefur verið um málefni HB Granda í fjölmiðlum síðustu daga en í þeirri umfjöllun hefur kom­ ið fram að félagið hyggist greiða hluthöfum sínum 1.700 milljónir króna í arð árið 2013 vegna hagn­ aðar ársins í fyrra. Þessi arður nemur því miklum meirihluta af hagnaði HB Granda í fyrra. Um þetta segir í skýrslu stjórn­ ar HB Granda í ársreikningnum: „Stjórn félagsins leggur til að á ár­ inu 2013 verði vegna rekstrarársins 2012 greiddur 1 kr. arður af hverj­ um hlut útistandandi hlutafjár til hluthafa, eða 1.698 millj. kr. (um 10 millj. evra á lokagengi ársins 2012). Arðgreiðslan samsvarar 6,0% af eigin fé eða 6,7% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2012.“ Á sama tíma og hluthafar HB Granda ætla að taka sér þessar tæpu 1.700 milljónir króna í arð er gert ráð fyrir að útgerðin greiði veiðigjöld vegna yfirstandandi fiskveiðiárs upp á um 1.800 millj­ ónir króna. Grynnka á skuldum sínum Athygli vekur í ársreikningi HB Granda að þrátt fyrir útgreiðslu arðsins og greiddra veiðigjalda, og þrátt fyrir að fyrir liggi að félagið þurfi að greiða tvöfalt hærra veiði­ gjald í ár en í fyrra, grynnkaði út­ gerðin verulega á skuldum sínum í fyrra. HB Grandi greiddi niður lang­ tímaskuldir fyrir rúmlega 35 millj­ ónir evra, tæplega sex milljarða króna í fyrra. Heildarskuldir fé­ lagsins lækkuðu þá úr rúmlega 165 milljónum evra og niður í rúmlega 135 milljónir evra. Þess­ ar afborganir eru í takti við skulda­ niðurgreiðslur félagsins síðastliðin ár en grynnkað hefur verið hratt á skuldunum frá hruninu 2008. Árið 2011 greiddi HB Grandi sem nam 23 milljónum evra af skuld­ um sínum. Eigið fé félagsins jókst sömuleiðis um nærri tólf milljónir evra á milli ára, fór úr 157 milljón­ um evra og í 169 milljónir. HB Grandi er því jafnt og þétt að greiða niður skuldir sínar á sama tíma og hagnaður útgerðarinnar helst góður ár frá ári og hluthaf­ ar félagsins geta greitt sér út veg­ legan arð. Staða útgerðarfélagsins er ógnarsterk um þessar mundir enda kvótahæsta útgerð landsins þegar litið er til íslenskra aflaheim­ ilda. n n Staða HB Granda er ógnarsterk n Grynnkað verulega á skuldum Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Arður til jafns við veiðigjald Arðurinn sem hluthafar HB Granda ætla að taka út úr félaginu í ár nemur nærri jafn hárri upphæð og veiðigjald félagsins. Kristján Lofts- son er einn af stærstu hluthöfum HB Granda.„Arðgreiðslan samsvarar 6,0% af eigin fé eða 6,7% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2012 Fiskimjölsverksmiðja Á Akranesi rekur HB Grandi meðal annars fiskimjölsverksmiðju. Staða félagsins er mjög sterk um þessar mundir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.