Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Page 9
Fréttir 9Helgarblað 26.–28. apríl 2013 Valitor er stuðningsaðili Ferðafélags Íslands. Með fróðleik í fararnesti Kræklingaferð í Hvalfjörð, 27. apríl kl. 10. PIPA R \ TBW A • SÍA • 131153 Allar nánari upplýsingar á hi.is 25. maí kl. 11 – Gönguferð um söguslóðir Háskóla Íslands. 8. júní kl. 10 – Gönguferð um Þingvallaþjóðgarð utan alfaraleiðar. 31. ágúst kl. 11 – Sveppaferð í Heiðmörk. 21. september kl. 11 – Gönguferð þar sem matur, saga og menning verða meginefnið. Næstu ferðir: Gísli Már Gíslason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild, og Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, leiða ferð á slóðir kræklingsins í Hvalfirði. Kræklingi verður safnað og fræðst um hann og verkun hans. Lagt verður af stað frá Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, kl. 10. Gert er ráð fyrir að ferðin taki um það bil þrjár klukkustundir að akstrinum í Hvalfjörð meðtöldum. Mælt er með því að þátttakendur taki með sér stígvél og ílát fyrir krækling. Ferðin er farin í samvinnu við Ferðafélag barnanna og er öllum opin. Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands halda áfram samstarfi sínu um fræðandi gönguferðir sem hófust á aldarafmæli skólans 2011. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskóla Íslands blandast saman í áhugaverðum gönguferðum um höfuðborgarsvæðið og næsta nágrenni þess. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir. Hermann stýrir Rauða krossinum Hermann Ottósson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Hermann er með BA-próf í mannfræði og fé- lagsfræði frá Háskóla Íslands, cand. mag í sömu fögum frá Há- skólanum í Árósum, auk þess að vera með MBA-gráðu frá Við- skiptaháskólanum í Árósum. Frá 2010 hefur Hermann starfað sem forstöðumaður Markaðsþróunar- og fyrirtækja- þjónustu Íslandsstofu, en áður sem sviðsstjóri og skrifstofu- stjóri hjá Útflutningsráði Íslands frá 2002. Í störfum sínum hefur Hermann öðlast víðtæka reynslu af íslensku atvinnulífi, markaðs- málum og alþjóðlegum sam- skiptum, að því er fram kemur á heimasíðu Rauða krossins. Hermann tekur við starfinu af Kristjáni Sturlusyni. Kristján hefur gegnt stöðu framkvæmda- stjóra í átta ár, en hverfur nú til starfa hjá Hafnarfjarðarbæ sem sviðsstjóri stjórnsýslusviðs. Uppbygging heildrænnar þjónustu Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Guðbjartur Hannesson velferð- arráðherra undirrituðu í vikunni viljayfirlýsingu um uppbyggingu heildrænnar þjónustu við aldr- aða í Hafnarfirði. Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ kemur fram að með yfirlýsingunni staðfesti aðilar vilja sinn til að fylgja eftir sameiginlegri stefnumótun frá ár- inu 2006 um þróun heildrænnar þjónustu við aldraða í Hafnarfirði á næstu árum. „Í yfirlýsingunni er meðal annars fjallað um fyrirhugaða miðstöð öldrunarþjónustu á Sól- vangi en nú þegar undirbúningur að byggingu nýs hjúkrunarheim- ilis er hafinn og fyrir liggja áætl- anir um hvenær það mun taka formlega til starfa er mikilvægt að samhliða sé hugað að breyttu hlutverki Sólvangs og þeirri þjón- ustu sem þar hefur verið stefnt að. Af hálfu velferðarráðuneytisins er lýst yfir vilja til að skipa stýrihóp sem falið verði að gera tillögur að fyrirkomulagi þjónustunnar og samþættingu hennar fyrir árslok 2013,“ segir í tilkynningu Hafnar- fjarðarbæjar. Þar kemur jafnframt fram að bæjarstjórn hafi áður lýst yfir vilja sínum til að endurskoða stærð nýs hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð með mögulegri stækkun þess úr 60 hjúkrunarrýmum í 80 rými. Er vilji ráðuneytisins staðfestur með yfirlýsingunni til að veita bænum slíka heimild. Ekki er þó búist við því að heimilið taki til starfa fyrr en í ársbyrjun 2015 en upphaf- legar áætlanir gerðu ráð fyrir að það yrði tekið í notkun á þessu ári. n 14 til 25 prósent kjósenda geta fellt frambjóðendur af þingi Svona strikar þú út af lista E ftir að lögum um alþingiskosn- ingar var breytt árið 2000 er orðið auðveldara fyrir kjósend- ur að hafa áhrif á niðurstöður kosninga með útstrikunum. Útreikningarnir eru þó töluvert flóknir og mismunandi er hve stór hluti kjósenda þarf að strika út mann af lista til að hann falli niður um sæti. Fer það eftir fjölda þingsæta sem flokkur fær í kjördæminu og sæti frambjóðandans sem strikaður er út. Til að hafna frambjóðanda með þessum hætti er einfaldlega strikað yfir nafn hans á kjörseðlinum. Ætla má að um 14 til 25 prósenta útstrikana á einum frambjóðanda nægi til að fella hann niður um eitt sæti, og jafnvel af þingi. Nái flokkur til að mynda aðeins einum manni inn á þing og fjórðungur kjósenda í kjör- dæminu striki frambjóðandann út, þá dugir það til að fella hann niður í annað sæti á listanum og þar með koma í veg fyrir að hann fái þingsæti. Fái flokkur hins vegar fjóra menn kjörna á þing þá þarf rúmlega 16 pró- senta þátttöku í slíkri útstrikunar- aðgerð til að frambjóðandinn falli niður um sæti og nái ekki kjöri sem aðalmaður inn á þing. Hann yrði þá fyrsti varamaður í staðinn. Miðast þetta við að ekki sé hróflað við öðr- um frambjóðendum á listanum. Stuðningsmenn þessa fjórða manns gætu til dæmis beitt þeim mótleik að strika út fimmta mann listans og hafa þannig frekari áhrif á uppröðunina. Þá geta frekari útstrik- anir ofar á lista gert það erfiðara að víxla röð frambjóðenda. Það hefur enn ekki gerst í alþingis- kosningum að menn hafi fallið út af þingi vegna útstrikana en í kosn- ingunum árið 2007 og 2009 færðust nokkrir frambjóðendur niður um sæti vegna slíkra aðgerða. Árið 2007 féll Björn Bjarnason, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, úr öðru sæti niður í það þriðja vegna út- strikana og það sama gerði Árni John- sen. Hann féll einnig niður um sæti í kosningum árið 2009, sem og Guð- laugur Þór Þórðarson. n solrun@dv.is Færðir til Útstrikanir gerðu að verkum í kosningum 2007 og 2009 að Björn Bjarna- son, Árni Johnsen og Guðlaugur Þór féllu niður um sæti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.