Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 10
V inkona mín sagði mér að á Íslandi væri ekkert mál að vera samkynhneigður, hér gæti ég verið frjáls, segir Angella Ojara sem flúði frá Úganda til Íslands vegna kynhneigðar sinnar. Hún hefur nú búið hér í eitt og hálft ár og er kom- in til þess að vera, því heim ætlar hún ekki aftur, ekki fyrr en samkyn- hneigð verður viðurkennd, ef ein- hvern tímann. Fletti orðinu lesbía upp „Ég er fædd og uppalin í Úganda. Ég er yngst þriggja systkina, á tvo eldri bræður og ástríka foreldra og átti góða æsku. Á unglingsárunum vöknuðu með mér spurningar varðandi kynhneigð mína. Á þeim tímapunkti heyrði ég orð sem ég hafði aldrei heyrt áður, lesbía. Ég fletti upp í orðabók og áttaði mig á því hvað það væri, að það væri til orð yfir það sem ég væri. Ég vissi núna hvað ég væri og mér leið eins og það væri rétt og mig langaði til þess að deila því með öllum, segja foreldrum mínum frá því hvað ég væri ástfangin af fyrstu kærust- unni.“ Áður ákvað hún þó að tala við bróður sinn – systkinin voru mjög náin – og hún spurði hann forvitnis lega hvað lesbíur væru og hvað þær gerður, til þess að kanna hug hans. Viðbrögðin voru mjög afgerandi. „Hann sagði að þetta væru klikkaðar konur, hann þekkti eina stelpu sem væri með honum í háskóla og var þá að tala um Köshu. Hann talaði líka um aðra stelpu sem ældi eftir að hún var kysst af strák. Hann sagðist ekkert skilja í þeim og að þær væru klikk- aðar. En ég fór í símann hans, stal númerinu hennar Köshu, hringdi í hana og sagðist vilja hitta hana. Ég vissi ekki eftir hverju ég var að leita, það eina sem ég vissi var að hún var eina manneskjan í Úganda sem ég vissi að væri eins og ég, eða eins og ég hélt að ég væri og mig langaði bara að hitta hana.“ Fann frelsi í Bretlandi Kasha bauð Angellu að koma á barinn þar sem hún og aðrir með- limir Freedom and Roam hittust en hún þorði ekki þangað. „Ég var of hrædd til þess að fara, ég óttaðist að staðfesta að í mér væri eitthvað vont. Frekar lagðist ég yfir Biblí- una í von um að finna kærleiks- rík orð gagnvart samkynhneigðum þar sem foreldrar mínir voru mjög trúaðir. Pabbi minn er djákni og mamma mín var í kórnum og mjög tengd kirkjunni. Ég vissi að þau hefðu áhyggjur af áliti kirkjunnar ef það myndi spyrjast út að ég væri svona manneskja. Mamma vinnur fyrir stjórnvöld og ég vissi líka að það yrði vandamál þar, hún gæti til dæmis ekki fengið stöðuhækkun ef ég væri samkynhneigð.“ Þannig að Angella þagði. Þegar hún var sautján ára þá gat hún ekki lifað lengur í leynum og sannfærði foreldra sína um að leyfa sér að fara til London í Bretlandi í nám. „Ég varð að fara. Þau samþykktu það en á meðan ég var þar þá fréttu þau af því að dóttir þeirra hefði áhuga á stelpum. Þannig að mamma fékk mig til þess að koma aftur heim til Úganda því hún saknaði mín svo mikið að ég yrði að koma í heim- sókn. Sem betur fer var ég komin í samband við samfélag þar sem ég gat verið ég sjálf og þurfti ekki að hugsa mig alltaf tvisvar um áður en ég sagði eða gerði eitthvað í gegnum Freedom and Roam. Þegar ég var komin heim sagði mamma að ég færi hvergi, tilgangur heim- sóknarinnar hefði verið að ná mér heim og inn á þá braut sem þeim fannst að líf mitt ætti að stefna. Í tvö ár var það barátta því ég mátti ekki flytja að heiman og fylgst var með hverju fótmáli sem endaði auðvitað með því að ég fór í upp- reisn og það endaði illa.“ Flúði til Íslands Í London hafði hún hins vegar kynnst stelpu frá Íslandi sem benti henni á að þar væru réttindi samkynhneigðra tryggð. „Hún sagði mér að koma hingað. Það sem gerði útslagið var atvik sem átti sér stað á nýársdag. Þá fór ég út með vinkonu minni og vinum til þess að fagna. Ég tók leigubíl heim en bílstjórinn stöðvaði bílinn einhvers staðar úti í rassgati, fjarri öllu sem ég þekkti, fór út úr bíln- um og öskraði á mig, að hann vissi hver ég væri og að ég væri lesbía, hann ætli því að fara með mig til lögreglunnar. Fólk flykktist að og skarst í leikinn. Ég varð hrædd því ég var alein um miðja nótt og um- kringd drukknum karlmönnum sem voru bersýnilega reiðir og öskruðu. Í gegnum tíðina hafði ég lent í ýmsu, alls konar atvikum en þarna rann upp fyrir mér að fyrst andrúmsloftið væri svona þá gæti ég aldrei verið ég sjálf og hvernig gat ég þá verið? Ég gat það ekki, ég varð að komast burt. Svo ég flutti til Íslands.“ Fann ástina á fimm dögum Og hér hefur hún verið síðan. Fimm dögum eftir komuna kynntist hún konu og þær hafa verið saman síð- an. „Ég er að reyna að finna vinnu því ég er komin til þess að vera. Ís- land er heimili mitt núna því ég ætla aldrei að fara aftur heim. Á sama tíma þá get ég ekki gleymt fólk- inu heima sem er að ganga í gegn- um það sama og ég gekk í gegnum og jafnvel verri hluti. Þannig að ég bað Köshu um að koma hingað og fá hjálp, því hér er svo gott samfé- lag fyrir samkynhneigða. Og ef að- stæður skána í Úganda þá myndi ég gjarna vilja snúa aftur heim því auðvitað verð ég stundum einmana hér fjarri vinum og vandamönnum. Það er erfitt að komast hingað, langt að fljúga og flókið að fá vega- bréfsáritun. Þetta var ekki auðvelt en þetta er fórnin sem ég færði fyrir hugarró og öryggi og fyrir mig. Ég gerði þetta fyrir mig,“ segir hún að lokum. „Þetta er mín saga, ég er hamingjusöm.“ n Flúði til Íslands og Fann ástina n Angella Ojara ætlar aldrei aftur heim til Úganda n „Ég varð að komast burt“ Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Fundu ástina Fimm dögum eftir að Angella kom til landsins kynntist hún Heiðu Meldal. Þær hafa verið saman síðan. Aldrei aftur Úganda Angella flúði til Íslands vegna kynhneigðar sinnar. Það var ekki auðvelt en það var fórnin sem hún færði fyrir hugarró og öryggi. Hér er hún hamingjusöm. „Þarna rann upp fyrir mér að fyrst andrúmsloftið væri svona þá gæti ég aldrei verið ég sjálf og hvernig gat ég þá verið? Ég gat það ekki. 10 Fréttir 26.–28. apríl 2013 Helgarblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.