Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Qupperneq 28
28 Erlent 26.–28. apríl 2013 Helgarblað É g batt aldrei neinar vonir við Barack Obama og ég skrif- aði um það fyrir forsetakosn- ingarnar árið 2008. Það sem kom mér hins vegar á óvart eru árásir hans á borgaralegt frelsi. Þar gengur hann lengra en mig hefði nokkurn tímann órað fyrir og það er erfitt að útskýra þetta,“ segir Noam Chomsky, einn þekktasti málvís- indamaður heims í viðtali við vef- miðilinn Truth Out. Chomsky, sem skrifað hefur tugi bóka um banda- ríska utanríkisstefnu, gagnrýnir Obama harðlega og segir hann hafa beitt sér af meiri hörku gegn borg- aralegum réttindum en flestir forver- ar hans. „Aðför að tjáningarfrelsinu“ Chomsky nefnir sérstaklega dóm sem féll árið 2010 og snerist um ráð- leggingar lögfræðistofunnar Human- itarian Law Project til samtaka sem eru á lista bandarískra stjórnvalda yfir hryðjuverkasamtök. „Málið var höfðað að frumkvæði Obama og er mjög alvarleg aðför að frelsi banda- rískra borgara. Hann hagnast ekkert á þessu sjálfur pólitískt séð. Raunar vita fæstir af þessu máli, en með því er merking orðasambandsins „efn- islegur stuðningur við hryðjuverk“ víkkuð út og heimfærð yfir á tján- ingu.“ Chomsky óttast fordæmis- gildið sem dómsúrskurðurinn setur. „Þetta gæti í raun þýtt að ef einhver hitti meðlim hryðjuverkasamtaka og hvetji hann til að grípa til friðsam- legra aðgerða þá gerist viðkomandi sekur um stuðning við hryðjuverk. Ég hef umgengist og rætt við með- limi samtaka sem eru á hryðjuverka- listanum og mun halda því áfram. Obama vill að þetta sé flokkað sem glæpur en það er einfaldlega að- för að tjáningarfrelsinu. Ég skil ekki hvað honum gengur til.“ Chomsky segir listann yfir hryðjuverkamenn hvorki eiga sér siðferðilegar né laga- legar stoðir og bendir á að aðeins séu örfá ár síðan nafn Nelsons Mandela var fjarlægt þaðan. Í hópi með Birgittu Jónsdóttur Árið 2011 setti Bandaríkjaþing lög sem heimila stjórnvöldum að beita hernum gegn almennum borgur- um ef grunur leikur á að þeir tengist hryðjuverkahópum með einhverj- um hætti. Ákvæðin gera yfirvöldum kleift að handtaka hina grunuðu, pynta þá og hafa í haldi eins lengi og þurfa þykir án nokkurs dómsúr- skurðar. Stjórnvöld eru ekki skyldug til að leggja fram nein sönnunargögn og grunaðir hryðjuverkamenn eiga engan rétt á lögfræðiaðstoð. Hóp- ur aðgerðasinna og blaðamanna kærði lögin í fyrra. Þeirra á meðal eru Noam Chomsky sjálfur og þing- konan Birgitta Jónsdóttir og stendur málið enn yfir. Segir umræðuna einkennilega Noam Chomsky víkur að umrædd- um lagaákvæðum í viðtalinu og segist óánægður með viðbrögð al- mennings við þeim. „Einu mótmæl- in snúast um varðhald yfir banda- rískum ríkisborgurum, en ég skil ekki hvers vegna við ættum að hafa rétt á að halda neinum í varðhaldi án dómsúrskurðar,“ segir hann og bæt- ir því við að umræðan um dróna- hernað Bandaríkjastjórnar hafi verið á svipuðum nótum. „Fólk mótmælti morðinu á Anwar Al-Awlaki vegna þess að hann var bandarískur ríkis- borgari. En hvað með þá sem hafa ekki ríkisborgararétt? Höfum við rétt á að taka viðkomandi af lífi ef sá gáll- inn er á forsetanum?“ Í stjórnartíð Obama hafa sex upp- ljóstrarar verið ákærðir og er gortað af því á kosningavef hans. „Ég veit ekki til hverra hann er að reyna að höfða. Ef hann var að reyna að ginna harða þjóðernissinna til fylgilags við sig þá er það til lítils gagns. Þeir kjósa hann hvort sem er ekki,“ seg- ir Chomsky sem telur að borgaraleg réttindi og grundvallarreglur réttar- ríkisins séu á hröðu undanhaldi í Bandaríkjunum. n Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is ÁrÁsir Obama Á bOrgaralegt frelsi n Noam Chomsky gagnrýnir forseta Bandaríkjanna harðlega „Fólk mótmælti morðinu á Anwar Al-Awlaki vegna þess að hann var bandarískur rík- isborgari. En hvað með þá sem hafa ekki ríkis- borgararétt? Höfum við rétt á að taka viðkom- andi af lífi ef sá gállinn er á forsetanum? Barack Obama Forseti Bandaríkjanna er sagður hafa beitt sér gegn grunngildum banda- ríska réttarríkisins með umdeildri löggjöf um hryðjuverkamenn. Noam Chomsky Einn þekktasti fræði- maður heims segir að aðför Obama að borgaralegum réttindum komi sér á óvart. Fundu mannseyra Lögregla hefur lokað kirkjugarði í Aylesbury í Buckingshamskíri á Englandi, eftir að maður sem var á göngu þar með hund sinn fann þar eyra. Það var hund- ur mannsins sem veitti eyr- anu athygli, byrjaði að þefa af því og ætlaði svo að gæða sér á því þegar maðurinn tók það af honum. Maðurinn tók eyrað með sér heim en var ekki viss um hvort um mannseyra væri að ræða, en lét lögreglu vita um fundinn. „Mér er nú sagt að þetta sé mannseyra, það hlýtur að vera, annars myndi lögreglan standa í öllu þessu veseni,“ sagði maðurinn í samtali við Daily Mail. Náði syninum til baka Kallui Atteya frá Pennsylvaníu í Bandaríkjunum náði syni sínum til baka frá Egyptalandi en fað- ir hans hafði farið með hann frá Bandaríkjunum og neitaði að leyfa móður hans að hitta hann. Móðirin klæddist hefðbund- inni búrku, múslimaklæðnaði, þannig að einungis sást í augu hennar. Þegar sonur hennar kom úr skólarútunni beið hún þar og sonur hennar þekkti bláu augun hennar um leið og fylgdi móður sinni án þess að segja orð. Mæðginin biðu í þrjár vik- ur á öruggum stað áður en þau fóru aftur til Bandaríkjanna en faðir drengsins var eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum fyrir að hafa neitað móðurinni um að fá son sinn sendan aftur til Bandaríkjanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.