Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Síða 33
Engar töfralausnirÞú færð það bara á fjögurra ára fresti Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. – DVVala Grand í kosningamyndbandi ungra framsóknarmanna. – DV.is Bræður í raun Spurningin „Ef marka má nýjustu kannanir þá verður það Bjarni Benediktsson.“ Kristján Hrafn Bergsveinsson 25 ára verkfræðingur „Ég vil að það verði Katrín Jakobsdóttir.“ Valgerður H. Bjarnadóttir 59 ára draumakona „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.“ Aron Ingi Kristinson 23 ára starfsmaður hjá Össuri „Það verður Bjarni Benediktsson, myndi ég halda. Þá í samstarfi við Framsóknarflokkinn.“ Hafsteinn Guðmundsson 42 ára sölumaður „Metúsalem í Húmanista- flokknum.“ Áróra Árnadóttir 23 ára nemi í arkitektúr Hver verður næsti forsætis- ráðherra? 1 Fangi barnaði fjóra fanga-verði Tavon White var leiðtogi glæpaklíku sem hafði tögl og hagldir í fangelsinu. 2 Verðtryggingin fallin í þessari gerð samninga Björn Þorri segir dóm Hæstaréttar á miðvikudag vera fordæmisgefandi. 3 Fluttu inn hundrað milljónir Fyrrverandi eigandi Milestone og eiginkona hans eru búsett í Bretlandi. 4 „Það hefur engum verið úthýst af Kaffi París“ Fram- kvæmdastjóri Kaffi Parísar segir Bubba ávallt velkominn á staðinn. 5 Frosti í frost Frosti Sigurjónsson, frambjóðandi Framsóknar, á ekki sjö dagana sæla í kosningabaráttunni. 6 Þessi hamborgari er 14 ára gamall Gleymdi McDonald‘s-borg- aranum í jakka og fann hann heillegan löngu síðar. 7 Ný nálgun á símakynlíf Undirföt með innbyggðum titrara tengd smáforriti frá Durex. Mest lesið á DV.is Kosningaloforð Svarthöfða Þ að er verið að drepa fólk. Með því að koma ekki atvinnulífinu í gang aftur er verið að minnka þjóðar­ framleiðslu, og þar með hagsæld og skatttekjur ríkisins, sem leiðir til niðurskurðar, meðal annars í heilbrigðis­ kerfinu, sem veldur því að fólk deyr! Nú er orðið lífsspursmál að losna undan helferðarstjórninni! Svarthöfði er eini maðurinn sem ætl­ ar að láta hjól atvinnulífsins snúast í gang aftur – láta hagkerfið spóla af stað. Hér er smjörþefurinn af aðgerðaáætlun hans, sem nefnist „Íslandi allt“. Minni sóun Of mikil sóun er í gangi dags daglega, til dæmis í umferðinni, þar sem fólk þarf að bíða löngum stundum. Ljóst er að ekki ekki er til fjármagn til að breikka götur og byggja mislæg gatnamót. Og ekki geta allir farið yfir á rauðu ljósi. Það vinnur gegn tilganginum, sem er straumlínu­ löguð umferð til að stytta ferðatíma. Það er hins vegar staðreynd að ferðatími tekjuhárra er verðmætari en ferðatími hinna tekjulægri, enda reiknast kostn­ aður ferðatíma eftir væntu tímakaupi ferðalangsins. Þess vegna er þjóðhags­ lega hagkvæmt að þeir tekjuhæstu hafi frelsi til að fara yfir á rauðu ljósi. En auð­ vitað aðeins þegar þeir sjá sér það fært, því frelsi fylgir ábyrgð. Meiri sátt Hátekju­, auðlegðar­ og eignaskattur verði afnuminn – veiðigjaldi verði aflétt. Engin sátt er um þessa skattlagningu. Þetta klýfur þjóðina í tvennt, á sama tíma og Íslendingar þyrftu að standa þétt saman. Þess fyrir utan er ástæða fyrir því að hátekjufólk fær háar tekjur og ríkir eru auðugir. Það er vegna þess að þeir kunna að skapa peninga. Það á ekki að refsa slíku fólki. Við þurfum á því að halda. Þegar þetta fólk skapar meiri pen­ inga græðum við öll sem samfélag. Við erum saman í þessu! Minna vesen Ímyndum okkur samfélag þar sem þeir hæfileikaríkustu fengju að njóta sín til fulls, en væru ekki neyddir til að sitja að­ gerðarlausir með alls konar hindrunum og skattlagningu ríkisins. Eitt af lykilat­ riðunum í því að færa „Íslandi allt“, er að flugvallargjöld af einkaþotum verði afn­ umin á Reykjavíkurflugvelli. Við megum ekki við því að láta hæfileikaríkasta fólkið sitja aðgerðar­ laust í bíl á rauðu ljósi. Nei, stöndum frekar saman. Gefum hagvexti grænt ljós og spólum hjólum atvinnulífsins af stað! Fólk er að deyja … A ldrei hefur nokkur saga batn­ að við það eitt að vera sönn. Og þegar það er skoðað, að við lærum af mistökum annarra, lærum meira af mistökum okkar og svo væntanlega enn meira af því þegar aðrir læra af okkar mistökum, þá er í lagi að við segjum sögur af mistökum – jafnvel þótt þau hafi aldrei átt sér stað. Eitt sinn bjuggu bræður tveir að fjallabaki. Báðir voru þeir illa inn­ rættir og báðir afar illa gefnir. En vegna þess að þeir bræður höfðu komið sér saman um að vera jafn­ an ósáttir hvor við annan, höfðu þeir skipt á milli sín stórri og mikilli jörð sem þeir höfðu erft. Sameiginlegur var bústofn þeirra engu að síður og taldi hann eina kú. Þannig háttaði því til, að annar bróðirinn ræktaði land sitt, á meðan hinn leyfði öllu að drabbast og hirti hvorki um tún né engi. Hann virkjaði bæjarlækinn og seldi mönnum veiði­ leyfi. Kýrin hafði þann háttinn á að hún var að jafnaði í óræktinni en teygði hausinn yfir grindverkið og át þar sem grösin voru betri og safaríkari. En síðan var það sá bróðirinn sem í óræktinni lifði sem fékk alla nyt, þ.e. sá hluti kýrinnar sem eitthvað gaf af sér, var á hans helmingi. Það fór vel um kúna og undi hún vel sínum hag. Hið sama er að segja um þann bróð­ urinn sem nytina fékk. En hinn bróð­ irinn vildi réttlæti og krafðist þess að fá eitthvað af afurðunum í sinn hlut. Þessu tók óræktarbóndinn illa og vildi ekki semja um neitt. Hann vissi sem var, að hans hlutur var tryggður. Hann gat áhyggjulaus stundað sína órækt, hann hlaut tekjur af öllu og öllum án hinnar minnstu fyrirhafn­ ar. Hann sagði bróðurnum að hon­ um bæri að skilja alla þróun mála og hann orðaði það á þessa leið: ­Kýrin er vissulega sameign okkar; þú átt fremripartinn og ég þann aftari. Hún étur með þínum parti og mjólkar með mínum … ef svo má að orði komast. Og við þetta verður þú að una, bróðir sæll. Þeir bræður áttu að vita það báðir tveir, að neyðin kennir nískum manni að spara. Þeir áttu einnig að vita, að óréttur gefur engan hag. En þar eð þeir voru báðir vitgrannir og voðaleg dusilmenni, gátu þeir með engu móti nálgast það sem kallað er sanngirni í daglegu tali. Enda fór það svo að sá sem átti fremri partinn, gekk út á tún sitt einn góðan veðurdag, vopnaður riffli, gerði sér lítið fyrir og skaut kúna í hausinn. Og þegar óræktarbóndinn hafði bölvað bróður sínum í sand og ösku, sagði byssumaðurinn: ­Ja, ég skaut nú bara minn helming. Það er ekki víst að þessi saga nái að segja okkur öllum þann sann­ leika sem við blasir. En ef við skoðum grandgæfilega þá stöðu sem samfélag vort er í, ætti sagan sú arna að geta dregið fram hugrenningatengsl og e.t.v. vakið upp nokkrar spurningar. Sannleikurinn er nefnilega sá, að við eigum val; getum sætt okkur við sanngjörn skipti eða gefið sálir okkar græðgi á vald. Við getum farið vel með það sem okkur er treyst fyrir, eða kastað öllu á glæ. Við getum treyst þeim bróðurnum sem ræktar land sitt í ró og næði, treystir á sanngirni og lifir í von. Svo eigum við þann kost, að við getum stólað á þann sem einungis hugsar um eigin hag; selur allt sem hægt er að selja, kemur öll­ um viðskiptum þannig fyrir að hann einn hafi hagnað og hirðir aldrei um hag þeirra sem ganga með honum veginn langa. Með blíða lund hér búum við sem börn hjá lífsins vegi, göngum áfram, hlið við hlið og heilsum nýjum degi. Svarthöfði Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Umræða 33Helgarblað 26.–28. apríl 2013 Ég verð aldrei sjóveik Dorrit Moussaieff er verndari leiðangurs róðrarkappa yfir Atlantshaf. – DV „Við getum farið vel með það sem okkur er treyst fyrir, eða kastað öllu á glæ. „Gefum hagvexti grænt ljós og spólum hjólum atvinnulífsins af stað! T ólf eða þrettán frambjóðendur eru í hverjum sjónvarpsþætti eða málefnafundi í kosninga­ baráttunni og tala hver upp í annan – svörin oftast þoku­ kennd og óskýr eða þá passa ekki við spurningarnar sem brenna á. Tveir flokkar að koma úr ríkisstjórn sem ekki kláraði sitt prógramm og skilur eftir sig fullt af vandamálum , og svo allir hinir, gömlu og nýju, sem hrópa og kalla: Sjá­ iði mig, mig, nei mig! Já, þetta finnst frambjóðendunum sjálfum stundum líka, og ég get vel skil­ ið þá sem yppta öxlum. Einfalt Og samt er staðan einföld. Jafnaðar­ menn eru að skila af sér kjörtímabili þar sem allir kraftar stjórnar og al­ mennings fóru í að ná efnahagslífinu upp úr hruni án þess að samfélags­ gerðin rifnaði í sundur. Það tókst, og nú eru allar vísbendingar upp á við. Það tókst ekki allt á þessum fjórum árum, og var engin von til – en flokkarnir tveir sem höfuðábyrgð bera á hrun­ inu nýta sér hinsvegar óþol og óánægju eftir langt erfiðleikatímabil. Lofa gulli og grænum skógum, skattalækkun og skuldaniðurfellingu langt umfram það svigrúm sem nú er búið að skapa og án tillits til þess að við þurfum jafnframt að létta á bókhaldi heimilanna hvers fyr­ ir sig og allra saman með því að lækka himinháar vaxtagreiðslur úr ríkissjóði og bæta velferðarþjónustuna, ekki síst heilbrigðiskerfið. Fyrir utan töfrabrögð benda flokk­ arnir tveir aðeins á eina leið til að fjár­ magna dæmið. Hún heitir „atvinnu­ uppbygging“ sem í þeirra orðabók þýðir virkjanir og stóriðja. Vegna þess að fjárfestar veraldarinnar bíða ekki í röð með peningana sína eftir fjárfestingar­ færum á Íslandi frekar en annars staðar á kreppuslóðum okkar tíma – en BD­ flokknum liggur á – er eina aðferðin að nú renni upp gamlir tíma undirboða, í orkuverði, sköttum og umhverfistilliti. Stóriðjustjórn framundan – með hefð­ bundnum helmingaskiptum á forsend­ um sérhagsmunanna. Ekki eyðileggja atkvæðið Til að koma í veg fyrir nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verður að tryggja að öll atkvæði nýtist. Í síðustu könnun voru þessir flokkar tve­ ir með góðan meirihluta þingmanna – en minnihluta atkvæða! Því olli veru­ leg dreifing atkvæða á framboð sem mældust með kringum 2 prósent hvert um sig. Þau atkvæði falla niður dauð. Tvö framboð í viðbót eru samkvæmt könnunum rétt yfir mörkunum, og eru í verulegri hættu. Það yrðu líka ónýt at­ kvæði. Svarið: S Til að koma í veg fyrir nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verður líka að tryggja að til mótvægis sé jafnaðarflokkur með skýra og samstæða stefnu í þeim málum sem mestu varða næstu ár – um hagstjórn, skuldir, vinnu og velferð, umhverfi og náttúruvernd, menntun og menningu. Flokkur sem er ókvíðinn hjörs í þrá – en tilbúinn að leita samkomulags og málamiðlunar á forsendum almannahagsmuna. Sterk Samfylking getur komið í veg fyrir póli­ tískt stórslys um næstu helgi. Kjósum gegn stóriðjustjórn Kjallari Mörður Árnason „Til að koma í veg fyrir nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks verður að tryggja að öll atkvæði nýtist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.