Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Page 51

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Page 51
ið féll niður að lokum þar sem mað­ urinn var andlega vanheill. Helga Vala kveðst enn þann dag í dag bera vissan ótta í brjósti til þessa manns er hún mætir honum á götu þó að langt sé um liðið og hann orðinn gamall. Þannig skilji hún betur þann gríðar­ lega ótta sem þolendur ofbeldis þurfi að þola í kjölfar árása. Vilt þú tala útlensku við börnin? Málefni útlendinga og hælisleitenda hafa mikið verið í umræðunni síð­ astliðin ár. Þetta er málaflokkur sem skiptir Helgu Völu verulegu máli og hún er í fámennum hópi lögmanna hérlendis sem hefur sérþekkingu á þessu sviði. „Við fáumst við ýmis mál tengd útlendingum. Bæði er varðar dvalar­ leyfi fyrir fólk sem kemur í nám, til starfa eða vegna fjölskyldusamein­ ingar. Nú eða vegna ótta um líf sitt og velferð,“ útskýrir hún og er þá spurð út í fordómana sem ríkja gagn­ vart innflytjendum á Íslandi. „Ras­ isminn er mikill hérna og hefur bara aukist. Hins vegar skil ég alveg ótt­ ann líka og mér finnst asnalegt að láta eins og það sé sjálfsagt mál að opna landið fyrir öllum,“ segir hún og held­ ur áfram: „Við eigum ekkert að opna landið okkar fyrir öllum, enda erum við svo langt frá því að það hálfa væri yfirdrifið.“ Hún segir að æskilegt væri að skoða reynslu hinna Norðurland­ anna og mögulega láta af þeim stjarn­ fræðilegu kröfum sem gerðar eru til útlendinga hérlendis. „Fólk heldur því oft fram að útlendingar eigi að tala íslensku við börnin sín til að verða meiri Íslendingar. Myndum við vilja tala útlensku við börnin okkar værum við búsett erlendis? Varla,“ segir hún og bætir við að henni finnist verra, svo hún taki dæmi úr fjölmiðlum, að hafa þar Íslendinga sem tali vitlaust mál en útlendinga sem augljóslega tali bjagaða íslensku. Flóttamenn koma víðsvegar að úr heiminum. Langoftast úr menn­ ingarheimi okkur framandi og nefnir Helga Vala sem dæmi mann sem gat ekki hugsað sér að fá hennar þjón­ ustu. „Þessi maður vildi alls ekki fá kven­ kyns lögmann. Hann mátti ekki einu sinni vera einn í herbergi með konu samkvæmt sinni trú. Þetta þarf bara að virða og vinna með. Hins vegar sprettur þessi sýn á konur frá sömu rót og það sem hrakti þennan mann frá heimalandinu, vegna ofsókna, pyndinga og líflátshótana,“ segir hún og bætir við: „Þarna er alls ekki um að ræða mann sem hatar konur held­ ur ólíka menningu sem hann þarf að aðlagast í nýju landi. Ég hins vegar er alla daga vikunnar að taka á móti konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi af ýmsu tagi hér á Íslandi. Mér finnst vert að benda á þess háttar menningu til samanburðar og dæma svo.“ Brynjar er ágætis kall Í framhaldi er varla hægt að komast hjá því að minnast á orðaskipti Helgu Völu og Brynjars Níelssonar, hæsta­ réttarlögmanns og fyrrverandi for­ manns Lögmannafélagsins, í Kast­ ljósinu á dögunum. Rætt var um nýfallinn hæstaréttardóm þar sem meirihluti Hæstaréttar komst að því að ákveðinn verknaður, að stinga fingri í leggöng og endaþarm konu, væri ekki kynferðisbrot. Þessu voru lögmennirnir beðnir um að segja álit sitt á og voru algjörlega á önd­ verðu máli. „Góðar rökræður er eitt­ hvað sem ég hef virkilega gaman af. Þær fæða af sér nýjar hugmyndir og þjálfa okkur í að hugsa rökrétt og gagnrýna það sem betur má fara. Auk þess á ég tiltölulega auðvelt með að aðskilja menn og málefni. Viðkom­ andi getur verið ágætis manneskja þótt ég sé brjálæðislega ósammála. Álit mitt á persónunni mótast frekar af því hvernig hún hagar sér og kemur fram en hvaða skoðanir hún kann að hafa á einstaka málum. Ég verð ekkert persónulega brjáluð eins og margir kannski halda. Brynjar er ágætur kall og vonandi fæ ég sem flest tækifæri til að taka slaginn við hann. Verst að hann er á leið á þing.“ Sannleikurinn leitar alltaf upp á yfirborðið Hagsmunir skjólstæðinga vekja oft stærri mál úr dvala. Þar hefur Helga Vala sem dæmi verið ötul í að hrista þingið af þyrnirósarsvefni er varðar aðild feðra að faðernis­ og vé­ fengingarmálum. Ástæðan fyrir því að þeim er meinaður aðgangur ef móðir rangfeðrar barn sitt er sú að ekki megi raska ró fjölskyldunnar. Það megi draga af meginreglu barnalaga hvað sé barninu fyrir bestu. Helga Vala spyr á móti: „Hver raskaði ró fjöl­ skyldunnar upphaflega? Kona sem ákveður að raska ró fjölskyldunn­ ar með því að halda framhjá mann­ inum sínum, verður bara að taka af­ leiðingunum af því. Það er hennar val að eignast barn, sem er hennar og annars manns en eiginmannsins og ef hún velur það þarf hún að taka það alla leið. Það er grundvallarréttur barns; að þekkja báða foreldra sína.“ Ekki er bara um að ræða tilvik kvenna í sambúð eða hjúskap sem eignast barn með öðrum en maka sínum heldur getur kona hreinlega beðið annan mann að gangast við barni og þá kemst líffræðilegur faðir ekki að. „Við vitum að hafi maður yfir höfuð einhvern áhuga á að hitta barnið sitt, þá mun hann gera það, fyrr eða síðar. Sannleikurinn leitar alltaf upp á yfirborðið hvort sem þér líkar það betur eða verr og þá held ég að það sé ekki gott að hafa það á samviskunni að hafa meinað barninu árum saman að kynnast blóðföður sínum.“ Andstaða var hins vegar í þinginu og málið sofnaði í nefnd. Helga Vala hefur verið með mál manna sem hafa sjálfir verið bæði feður og synir. Sam­ kvæmt lögum komast börn og mæður að í svona málum en ekki hinir réttu blóðfeður. Þeir eiga ekki aðild að mál­ um fyrir dómi eins og lögin eru í dag og þessu vildi þingið ekki breyta þrátt fyrir góðan vilja einstakra þingmanna sem lögðu frumvarpið fram. Hún seg­ ir að málin séu þessum mönnum gríðarlega þungbær og hún skilji ekki hvernig standi á því að árið 2013 sé Alþingi enn að streitast á móti er þetta varðar. „Þetta er fornaldar hugs­ unarháttur og seint held ég að það komi streymandi menn til að raska ró fjölskyldna um allt land ef lögunum verður breytt. Með breytingum á lög­ unum væri einfaldlega verið að koma í veg fyrir að það sé sjálfsákvörðunar­ réttur kvenna að velja börnum sínum annan föður en blóðföður.“ Lögfræðin snýst um fólk í ýktum aðstæðum Rétt eins og leikhúsið snýst lögfræðin svo mikið um fólk í ýktum aðstæðum. Helga Vala segist sjálf aldrei hafa trúað hve absúrd raunveruleikinn er. Segir hún að það leikskáld sem myndi byggja verk sitt á raunverulegum at­ burðum úr hjónaskilnaði yrði líkast til afskrifaður sem ótrúverðugur. Svo ótrúlegur er raunveruleikinn. En hvað með leikhúsið? Helga Vala útilokar alls ekki verkefni á sviði leiklistarinnar, enda útiloki eitt ekki annað. „Dómsalurinn er líka svo­ lítið eins og leikhúsið. Ef maður er vel undirbúinn þá líður manni vel í skikkjunni. Svo myndi ég segja að það væri annað sem sviðin eiga sameiginlegt. Þann dag sem maður hættir að fá sviðsskrekk á maður að fara og fá sér eitthvað annað að gera. Þá er manni farið að verða svolítið sama gæti ég trúað. Ég er alltaf með smá sviðsskrekk þegar ég flyt mál og það er bara gott. Það heldur mér á tánum.“ n Viðtal 51Helgarblað 26.–28. apríl 2013„Við vorum svo óheppin að lenda með þessi ósköp á forsíðu Séð og heyrt Á forsíðu Séð og heyrt „Við vorum svo óheppin að lenda með þessi ósköp á forsíðu Séð og heyrt og þótt aðskilnaðurinn hafi bara varað í nokkrar vikur er enn fólk sem heldur að við séum bara skilin,“ segir Helga Vala brosandi um sig og eiginmanninn, Grím Atlason. Laugavegi 178 • Sími: 568 9955 • Opið, virka daga 12 -18 & laugardaga 12 -16 www.tk.is VERÐ FRÁ kr. 9.975.- NÝTT VERÐ FRÁ kr. 24.990.- SKÁLAR, GLÖS & DISKAR NÝTT STELL 20 teg. GLÖS 18 teg. Tilvonandi brúðhjón verið velkomin að skrá óskalistann hjá okkur. Öll brúðhjón fá gjöf og lenda í brúðhjónapotti. Persónuleg og góð þjónusta NÝTT Heldur heitu í 4 tíma HITAFÖT Fyrir 12 manns 14. tegundir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.