Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Page 54
54 Lífsstíll 26.–28. apríl 2013 Helgarblað Brennt kjöt og grátt S teikhúsið við Tryggvagötu stendur ekki undir nafni – því miður. Um er að ræða eitt af fáum steikhúsum borgarinnar; staður sem gerir út á að grilla kjöt vel. Hinir eru sjálfsagt bara Argentína og Hereford. Kjötið á staðnum er hins vegar langt í frá þess virði. Ég fór á Steikhúsið á þriðjudaginn við tvo aðra menn. Ég hafði heyrt mis- jafna hluti um staðinn: þokkalega frá sumum en verri frá öðrum. Staður- inn auglýsir þriðjudagstilboð á kjöti: Ribeye, franskar og bernaise-sósa á 3.300 krónur. Við sáum hins vegar á matseðlinum að rétturinn kostar að öllu jöfnu 3.500 krónur. Auglýs- ingin snýst því um verðlækkun sem telst vart þess verð að kallast tilboð. En hún virkaði á okkur; við fórum þangað vegna hennar. Tveir fengu sér ribeye en sá þriðji lamb. Þegar kjötið kom á borðið var það því miður aðeins volgt en skaðbrennt, kjötið grillað í hel. Þetta átti við um alla þrjá kjötréttina. Við höfðum beðið um kjötið hrátt, lítið grillað, rautt í gegn. En við fengum það grátt og lambið var eiginlega hvítt á litinn að innan, svart að utan. Kjötið var því allt of mikið að eldað að utan sem innan. Sessunautur minn leifði meira en helmingnum af kjötinu sínu. Sagði það bara sinar og fitu. En ég þrælaði þessu í mig. Með kjötinu komu franskar sem voru fín- ar en ekkert meira. Bernaise-sósan smakkaðist eins og hún væri úr pakka – engin Laugaástilþrif þar. Málsverðurinn var því mik- il vonbrigði. Sessunautur minn var beinlínis sár með matinn. Sagðist aldrei ætla aftur á þennan stað. Ég ætla mér það ekki heldur. Næst þegar mig langar í góða steik á veitinga- húsi fer ég á Sushi samba og fæ mér ribeye-ið með chimuchurri-sósu. Þar er alvöru kjöt, vel grillað, ekki brennt, og rautt að innan ef um það er beðið. n Þ að er misjafnt hvernig konur bregðast við þegar þær sjá támjóa skó með pinnahæl. Sumar taka þeim fagnandi. Þeim finnst þetta fersk og skemmtileg tíska. Svo eru aðrar konur sem fá hroll og geta ekki hugsað sér að kaupa slíka skó. En það sýna þessu all- ir mikinn áhuga og hafa skoðun á hvort þetta sé flott eða ekki,“ segir Heiða Agn- arsdóttir, verslunarstjóri í 38 þrepum. Támjóir skór hafa ekki verið í tísku í nokkur ár en eru að detta inn á ný. Þeir voru áberandi á tískupöllunum í vetur. Heiða segir að skótískan í sum- ar verði fjölbreytt og allar konur ættu að geta fundið skó sem þeim líkar. Það verða támjóir skór í bland við skó með breiðari tá. Gull- og silfurskór eru áber- andi og bláir og gulir litir eru vinsælir. Ef litið er aðeins lengra fram í tímann þá segir Heiða að stígvél verði vinsæl næsta vetur, plattform- ið haldi áfram og svo verði það tá- mjóu skórnir. Fjölbreytnin verður áfram í fyrirrúmi. „Þeir koma svona hægt og hægt og næsta haust verða flestir skóframleiðendur komnir með þá inn í línurnar hjá sér,“ segir Heiða. n n Gult, blátt og metal er það flottasta Donna Karan Klikkar ekki. Toppurinn að vera í támjóu Malene Birger Sól- skinsskór. Támjóir í tísku Köflóttir hælaskór úr smiðju Dries Van Noten. Og támjóir skór með kubbslegum hæl eftir Louis Vuitton. Unaðslegir Silfurskór frá Christian Louboutin. Tvílitir frá Miu Miu Slíkir skór eru mikið í tísku um þessar mundir . Fallegir Tvílitir frá Miu Miu og litríkir frá Dolce & Gabbana. Húðvörur frá Marimekko Hönnunarfyrirtækið Marimekko hefur nú í fyrsta sinn sent frá sér húðvörur. Um er að ræða líkams- skrúbb og rakaríkt líkamskrem sem fyrirtækið framleiðir undir heitinu, The Sauna Duet. Vörurnar eiga að vera tilvaldar til þess að nota fyrir og eftir sána og ilmurinn á að minna á finnsk- an vetur, dimmgrænt greni og furunálar. Útlitið er heillandi; mynstraðar, endurnýtanlegar skálar. Kremin sjálf eru framleidd í samstarfi við snyrtivöruframleiðandann Aesop. Vörurnar eru fáanlegar á aesop. com og us.marimekko.com. Carey í gervi Daisy Buchanan Leikkonan fagra Carey Mulligan prýðir forsíðu bandaríska Vogue um þessar mundir. Carey er í gervi Daisy Buchanan í stórmyndinni væntanlegu, The Great Gatsby. Útkoman er stórfengleg mynda- röð og ljóst að kvikmyndin verður mikið sjónarspil. SodaStream aftur í tísku Matarbakkar á hjólum, Soda- Stream-tæki, blandarar á fæti. Glöggir hafa tekið eftir því að eld- húsvörur og tæki í anda sjötta og sjöunda áratugar síðustu aldar eru í tísku. Söluaukning á þessum tækjum segir söguna alla. Í Bret- landi má líklega þakka Jamie Oli- ver söluaukningu á SodaStream, en hann sýndi áhorfendum hvern- ig má laga kokkteila með hvítvíni í græjunni góðu. Bretum finnst ekki leiðinlegt að drekka kokkteila og salan jókst um 85% á nokkrum dögum. Veitingahús Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Steikhúsið við Tryggvagötu 4–6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.