Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Side 49
Lífsstíll 37Helgarblað 3.–5. maí 2013 Samfélagslega ábyrgt og vistvænt fyrirtæki n Indiska verslun á Íslandi N Hluti hagnaðar rennur til góðgerðamála I nnan skamms opnar sænska verslunarkeðjan Indiska verslun á Íslandi, í Kringlunni. Verslunarkeðjan er merkileg fyrir margra hluta sakir. Hún er stofn- uð í Svíþjóð og er vistvænt og samfé- lagslega ábyrgt fyrirtæki. Fyrirtækið ræktar gildi sem margir huga að eftir að uppvíst varð um ömurlegan aðbúnað verkafólks í Bangladess. Fyrirtækið starfar eftir ströngum siðareglum, er um aldar- gamalt fjölskyldufyrirtæki og stjórn- að af Sofie Gunolf sem er af þriðju kynslóð eigenda. Hluti hagnað- ar allra verslana í Indiska-keðjunni rennur til góðgerðamála. Í dag eru reknar 90 verslanir Indiska í þremur löndum; Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Ísland verður fjórða landið sem hýsir verslun fyrir- tækisins. Það eru þær Sigríður Ragna Jóns- dóttir, Dagbjört Guðmundsdóttir, Sigrún Andersen og Guðrún Schev- ing Thorsteinsson sem standa að opnun verslunarinnar. Í versluninni verður seld skandi navísk hönnun innblásin af indversku handverki. Blanda af tískufatnaði, húsbúnaði og margvís- legum fylgihlutum. Meðal hönnuða Indiska eru Jade Jagger og Manish Arora. n E kki ganga í flíspeysu ef þú vilt vera smart í sumar, það er komin tími til að brjóta þær saman og setja upp í skáp,“ segir Jóhanna Björg Christen- sen, ritstjóri Nudemagazine.is. Jóhanna, sem er svo sannarlega með puttann á púlsinum þegar kem- ur að tísku, segir að fleiri flíkur séu á útleið þegar sumarið gengur í garð. Hún nefnir Jeffrey Campell-skó og jelly-skó. Þeirra í stað eigi konur að velja sér fínlegri skó, skótískan sé að breytast þessa dagana. Þá nefnir Jó- hanna diskóbuxur – þeirra tími sé liðinn og sömuleiðis sé leggings á útleið. „Ég býst samt við því að við sjáum marga í leggings og diskó- buxum i sumar því mörgum konum finnst þetta svo þægilegur klæðnað- ur að þær eiga erfitt með að hætta að ganga í honum. Allt of stuttar stutt- buxur og pils verða heldur ekki í tísku í sumar. Ekki láta rasskinnarnar hanga niður úr pilsinu það er ekki smekklegt að sýna allt. Í sumar eiga konur að leggja áherslu á klassafatn- að og klæða sig í samræmi við vaxtar- lagið. Besta ráðið sem ég get gefið konum er að velja föt sem draga fram það besta í vexti hverrar og einnar,“ segir Jóhanna Björg. n n Nokkur tískuráð fyrir sumarið Inn í skáp með dIskóbuxurnar Jeffrey Campbell skór eru úti Klunnalegir skór Cambell voru mikið í tísku á síðasta ári. Nú eru áherslur mun fínlegri. Diskóbuxur eru úti Æðið sem rann á unglings- stúlkur eru á enda. Brjótið saman flíspeysurnar Og geymið vandlega inni í skáp. Of stutt Farið ekki að dæmi fyrirsæt- unnar Lily Cole sem mætti djörf til leiks fyrir ári síðan. Nú er síddin meiri. Samfélagslega ábyrgt fyrirtæki Það eru þær Sigríður Ragna Jónsdóttir, Dagbjört Guðmundsdóttir, Sigrún Andersen og Guð- rún Scheving Thorsteinsson sem standa að opnun nýrrar verslunar sem tekur samfélagslega ábyrgð. Úr herferð Indiska fyrir sumarið Fallegar silkiflíkur má finna í versluninni í bland við húsmuni og handverk. Kvenlegar línur Klæðið ykkur eftir vexti. Þessi kjóll er úr haustlínu Dolce & Gabbana sem eru þekktir fyrir að leggja áherslu á línurnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.