Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Blaðsíða 49
Lífsstíll 37Helgarblað 3.–5. maí 2013 Samfélagslega ábyrgt og vistvænt fyrirtæki n Indiska verslun á Íslandi N Hluti hagnaðar rennur til góðgerðamála I nnan skamms opnar sænska verslunarkeðjan Indiska verslun á Íslandi, í Kringlunni. Verslunarkeðjan er merkileg fyrir margra hluta sakir. Hún er stofn- uð í Svíþjóð og er vistvænt og samfé- lagslega ábyrgt fyrirtæki. Fyrirtækið ræktar gildi sem margir huga að eftir að uppvíst varð um ömurlegan aðbúnað verkafólks í Bangladess. Fyrirtækið starfar eftir ströngum siðareglum, er um aldar- gamalt fjölskyldufyrirtæki og stjórn- að af Sofie Gunolf sem er af þriðju kynslóð eigenda. Hluti hagnað- ar allra verslana í Indiska-keðjunni rennur til góðgerðamála. Í dag eru reknar 90 verslanir Indiska í þremur löndum; Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Ísland verður fjórða landið sem hýsir verslun fyrir- tækisins. Það eru þær Sigríður Ragna Jóns- dóttir, Dagbjört Guðmundsdóttir, Sigrún Andersen og Guðrún Schev- ing Thorsteinsson sem standa að opnun verslunarinnar. Í versluninni verður seld skandi navísk hönnun innblásin af indversku handverki. Blanda af tískufatnaði, húsbúnaði og margvís- legum fylgihlutum. Meðal hönnuða Indiska eru Jade Jagger og Manish Arora. n E kki ganga í flíspeysu ef þú vilt vera smart í sumar, það er komin tími til að brjóta þær saman og setja upp í skáp,“ segir Jóhanna Björg Christen- sen, ritstjóri Nudemagazine.is. Jóhanna, sem er svo sannarlega með puttann á púlsinum þegar kem- ur að tísku, segir að fleiri flíkur séu á útleið þegar sumarið gengur í garð. Hún nefnir Jeffrey Campell-skó og jelly-skó. Þeirra í stað eigi konur að velja sér fínlegri skó, skótískan sé að breytast þessa dagana. Þá nefnir Jó- hanna diskóbuxur – þeirra tími sé liðinn og sömuleiðis sé leggings á útleið. „Ég býst samt við því að við sjáum marga í leggings og diskó- buxum i sumar því mörgum konum finnst þetta svo þægilegur klæðnað- ur að þær eiga erfitt með að hætta að ganga í honum. Allt of stuttar stutt- buxur og pils verða heldur ekki í tísku í sumar. Ekki láta rasskinnarnar hanga niður úr pilsinu það er ekki smekklegt að sýna allt. Í sumar eiga konur að leggja áherslu á klassafatn- að og klæða sig í samræmi við vaxtar- lagið. Besta ráðið sem ég get gefið konum er að velja föt sem draga fram það besta í vexti hverrar og einnar,“ segir Jóhanna Björg. n n Nokkur tískuráð fyrir sumarið Inn í skáp með dIskóbuxurnar Jeffrey Campbell skór eru úti Klunnalegir skór Cambell voru mikið í tísku á síðasta ári. Nú eru áherslur mun fínlegri. Diskóbuxur eru úti Æðið sem rann á unglings- stúlkur eru á enda. Brjótið saman flíspeysurnar Og geymið vandlega inni í skáp. Of stutt Farið ekki að dæmi fyrirsæt- unnar Lily Cole sem mætti djörf til leiks fyrir ári síðan. Nú er síddin meiri. Samfélagslega ábyrgt fyrirtæki Það eru þær Sigríður Ragna Jónsdóttir, Dagbjört Guðmundsdóttir, Sigrún Andersen og Guð- rún Scheving Thorsteinsson sem standa að opnun nýrrar verslunar sem tekur samfélagslega ábyrgð. Úr herferð Indiska fyrir sumarið Fallegar silkiflíkur má finna í versluninni í bland við húsmuni og handverk. Kvenlegar línur Klæðið ykkur eftir vexti. Þessi kjóll er úr haustlínu Dolce & Gabbana sem eru þekktir fyrir að leggja áherslu á línurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.