Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 24
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 24 Umræða Helgarblað 24.–27. janúar 2014 Ég er á móti því, að negrum sé hleypt inn í landið Ekki einn einasti forystumaður Sjálfstæðis- flokksins sem kemur henni til varnar Ég misnotaði engan Forseti á brauðfótum Geir H. Haarde ritaði þessi orð í skólablað árið 1968. – DV Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur um Hönnu Birnu. – X-ið Þuríður A. Sigurðardóttir um kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir. – Freyjur A lþýðusamband Íslands stendur valdalaust eftir að stór hluti verkalýðshreyf- ingarinnar felldi nýgerðan kjarasamning. Gylfi Arnbjörnsson, forseti sambandsins, þarf nú að íhuga vel sína eigin stöðu eftir að stefna hans og valdakjarnans beið skipbrot. Lagt var upp með það af hálfu miðstýringarafla ASÍ að breið sam- staða yrði um hóflegar launahækk- anir. Jafnframt átti að halda aftur af verðhækkunum til að sá litli ávinn- ingur sem náðist í samningum yrði varinn. Þessi leið kallaði á nánast órofa samstöðu. Allir yrðu að róa í sömu átt til að hugmyndin gengi upp. Fljótlega varð ljóst að stór hluti verkalýðshreyfingarinnar var and- vígur leiðinni og vildi hækka laun hinna lægstlaunuðu meira en lagt var upp með. Þeirra á meðal voru baráttumenn á borð við Vilhjálm Birgisson á Akranesi og Aðalstein Baldursson á Húsavík. Forseti ASÍ gerði hálfpartinn gys að þeim hópi manna sem var andvígur og sagði að þarna væri einungis um að ræða 5 prósent félagsmanna. Stærstur hluti forystumanna hreyfingarinn- ar stæði að baki nýgerðum kjara- samingum. Forsetinn úr Reykjavík og verkalýðsforinginn af Akranesi mættust í Kastljósi Ríkisútvarpsins þar sem pirringurinn og klofningur- inn blasti við þjóðinni. Öllum mátti vera ljóst að talsmenn launþega áttu í innbyrðis stríði. Nú blasir við ósig- ur hinna mörgu verkalýðsforkólfa. Launþegarnir risu gegn foringjun- um. Niðurstaðan er sumpart sorgleg. Alþýðusamband Íslands hefur að undanförnu barist af heilindum til að halda aftur af verðbólgu. Svartur listi sambandsins upplýsir hvaða fyrirtæki hækka verð á vöru og þjón- ustu. Almenn stemming myndaðist fyrir því að fara þá leið að halda niðri verðlagi og verja kaupmátt fólks- ins í landinu fyrir verðbólgu sem allt gegnsýrir. Með svarta listann að vopni hafa fyrirtæki verið lamin til baka með hækkanir sem ekki voru rök fyrir. Almenningur tók fullan þátt í átakinu. Svo virtist sem Gylfi og félagar hans í hásölum verkalýðs- hreyfingarinnar væru að ná þjóðar- sátt. En svo reyndist ekki vera. Upplausn er á vinnumarkaði eft- ir að stór hluti félagsmanna felldi samningana. Fimm prósenta and- stöðuhópurinn reyndist vera meira en tífalt öflugri. Sum verkalýðsfé- lög felldu samningana með miklum mun. Svo voru einhver sem sam- þykktu með naumum meirihluta. Nú blasir við að ASÍ hefur ekki leng- ur umboð til að semja. Hvert og eitt félag þarf nú að sækja kjarabæt- ur og verja kjör sinna félagsmanna. Og þarfirnar eru mismunandi. Hópur kennara vill að mánðarlaun sín hækki um 200 þúsund krónur. Þar er talað um leiðréttingu. Þessi hækkun er ekkert smáræði ef litið er til þess að lægstu laun í landinu ná ekki þessari tölu. Allir eru með sín- ar kröfur um réttlæti. Sáttin sem lá í loftinu er rofin. Flestum er ljóst að á þessu stigi eru fæstar greinar atvinnulífsins af- lögufærar. Að vísu hefur verið góð- æri í sjávarútveginum og ferða- iðnaði en flestar aðrar greinar búa við lakari afkomu. Víst er að mikl- ar launahækkanir yrðu aðeins til að fóðra verðbólgu og engum til góðs. Vandinn er sá að komast út úr þeirri kreppu sem skapaðist með ósigri Gylfa og félaga. Eðlilegt væri að sigurvegararnir sem töluðu gegn samningunum tækju við kefl- inu. Augljóst er að staða forseta ASÍ er veikari en nokkru sinni fyrr. Gylfi stendur á brauðfótum. Undir öllum eðlilegum kringumstæðum ætti hann víkja og láta öðrum eftir for- ystu samtakanna. Staðan í dag er grafalvarleg. Íslenskur vinnumark- aður stendur á brún hengiflugsins. Allur almenningur á afkomu sína undir því að launabætur verði innan þeirra marka að verðbólgan nái ekki þeim hæðum að allt fari í vitleysu. n Óþekk sjónvarpsstjarna Úr hornum harkaliðsins í hægri væng Sjálfstæðisflokksins heyr- ist að borgarfulltrúinn og sjón- varpsstjarnan Gísli Marteinn Baldurs- son sé að falla á prófinu. Hann átti að vera með nota- legan kósíþátt en hreintrúarmenn í flokknum telja að hann sé á góðri leið með að gera þáttinn að enn einni útstöð Sam- fylkingarinnar. Brúnaþungir hrein- trúarmenn benda á að síðasta sunnudag hafi allt verið útbíað af fólki úr Samfylkingunni. Þar voru Dagur B. Eggertsson, Helgi Hjörvar, að ógleymdri Guðríði Arnardóttur, sem tókst um daginn að kljúfa meirihlutann í Kópavogi með því að fá Gunnar I. Birgisson í lið með sér. Hámark ósvífninnar var að leyfa Degi, sem er hættulegasti andstæðingurinn í borginni, að halda langar einræður um pólitík. Dúkari í ónáð Þorleifur „dúkari“ Gunnlaugs- son, varaborgarfulltrúi VG, hefur vakið athygli fyrir baráttu í þágu útigangsmanna. Hann þykir hins vegar ekki nógu fínn fyrir elítuna sem stýrir VG. Stuðningsmenn Þorleifs vilja að flokkurinn berj- ist fyrir þá sem minnst mega sín, en tapi sér ekki í skipulagsmálum sem eru tískustefna í borgarstjórn. Velta sumir því fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að kveðja VG og bjóða fram vinstri sinnað róttækt afl með Þorleif í efsta sæti. Talið er að blessi Ögmundur Jónasson slík áform fari Þorleifur sína leið. Tímamót Eyþórs Það kom mörgum á óvart þegar Eyþór Arnalds ákvað að kveðja bæj- arstjórn Árborgar og snúa sér að öðru. Eyþór er í traustu starfi sem stjórnandi einka- fyrirtækis og gæti einbeitt sér að því. Það heyrist þó að metnaður hans standi til frekari metorða í pólitík og hann stefni hærra. Þar er vísað til þess að í Suðurkjördæmi, þar sem Ragn- heiður Elín Árnadóttir er fyrir á fleti, vanti sterkan leiðtoga. Eyþór er hvattur til þess að taka þann slag í næstu þingkosningum en nota næstu þrjú árin til að treysta bak- landið. Náhirð gegn Halldóri Halldór Halldórsson, sem vann efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík, á ekki sjö dagana sæla. Dauðasök hans í augum náhirðar flokks- ins er að vera yfir- lýstur Evrópusinni. Styrmir Gunnarsson gagnrýnir reglu- lega listann undir forystu Halldórs á Evrópuvaktinni. Davíð Oddsson fer beinlínis gegn honum í Reykjavíkurbréfi á dögun- um og hvetur til að nýr maður verði fenginn í stað Halldórs. Í raun er uppreisn þungavigtarmanna úr náhirð Davíðs í gangi gegn efsta manni listans. Tilgangurinn er augljóslega að reyna að láta hann hrökklast úr efsta sætinu. Davíð hefur þegar opinberlega bent á einn, Eyþór Arnalds, sem ætlar ekki áfram í Árborg eftir að hafa komið reglu á fjármálin þar. Reynir Traustason rt@dv.is Leiðari Á gæti Sighvatur. Þakka þér þína ágætu grein um ESB málin. Ég get strax játað að ég er alfarið á móti inngöngu Íslands í þá reglugerðarmaskínu. Það mætti full- yrða að byggist á vanþekkingu minni á ESB og því sem það stendur fyrir og því hvers við megum vænta með þátttöku í „Bandaríkjum Evrópu“. Ég get alls ekki neitað því. Það sem veldur andúð minni á ESB er meðal annars eftirfarandi. Pappírsflóð Reglugerðir ESB eru sagðar nú þegar ritaðar á samtals yfir 100 þús- und blaðsíðum. Ég hef yfirborðs- lega „þekkingu“ á öllu þessu fargani. Af ESB-sinnum er mjög haldið fram að áður en komi að kosningum al- mennings um þetta fargan, þá þurfi fólk að kynna sér allt þetta regluverk. Ég les gjarnan mikið mér til gagns og gamans, en ég játa að ég er fyrir- fram sannfærður um að ég yrði fyrr Klepptækur en ég næði því að lesa og kynna mér að gagni allan þenn- an pappírsstafla. Auk þess býst ég við því að útilokað væri fyrir mig að taka vitræna afstöðu til ESB að þeim lestri loknum, sem ég þar að auki næði alls ekki að ljúka þeim lestri fyrr en mörgum árum eftir að atkvæða- greiðslan væri löngu afstaðin. Ekki lengur frjálst ríki Þá er stefnt að því að sameina löndin innan ESB í eitt ríki í þá veru að t.d. fjármál þeirra verði ráðin til lykta í Brussel. ESB er líka hugsað sem landamæralaust ríki nema gagn- vart löndum utan þess. Atvinna og fólksflutningar innan ESB verða öll- um íbúum þar frjálsir. Fjárfestingar verða algerlega frjálsar innan ESB. Íslensk lög verða því aðeins gild að þau gangi ekki gegn lögum eða reglugerðum ESB. Með inngöngu Íslands í ESB verð- ur Ísland ekki lengur frjálst og full- valda ríki. Xxxxxxx Atvinnuleysi hlýtur að aukast hér og komast á líkt stig og gerist nú í lönd- um innan ESB. Þar er atvinnuleysi sagt vera allt frá, jafnvel í sumum aldurshópum, 8–50 prósent. Jafnvel í Þýskalandi sem er víst með minnsta atvinnuleysið innan ESB er talan nærri 8 prósentum. Hérna er talan óljós en giskað er á að hún liggi milli 8–10 prósent séu þeir einnig reikn- aðir með sem eru dottnir út af at- vinnuleysisbótum. Efnahagskerfi á brauðfótum Fjármál ESB-ríkjanna eru enn stór- lega talin í hættu og ýmsir spá því að hrun gæti verið framundan. Ástæð- an gæti verið gífurleg sókn margs- konar varnings frá fjölmennum ríkj- um t.d. í Asíu sem framleiða með vinnuafli á fátæktarmörkum varning sem kostar aðeins brot af því sem evrópskur eða bandarískur varning- ur kostar. Með inngöngu í ESB gætum við ekki varið sjávarauðlindir okkar og núna eru íslenskir menn margir hverjir farnir að ræða í fullri alvöru um að leggja sæstreng til Englands og velta sér upp úr því hversu mik- ið við gætum grætt á sölu þang- að. Enginn þeirra spámanna virðist sjá að raforka til eigin nota er þegar orðin of dýr bæði til heimilanna og svo ekki sé nefnt til garðyrkjustöðva. Föðurlandssvikarar Erlend öfl sælast í enn ríkari mæli í kaup á fyrirtækjum, jörðum og land- næði og lög landsins eru í reynd svo götótt að jafnvel kínverskur maður getur stofnað skúffufyritæki í Sví- þjóð (einu ESB-ríkjanna) og gæti með „löglegum hætti“ fjárfest hér á landi og hefði komist upp með það nema þá aðeins vegna drengi- legrar andstöðu Ögmundar Jón- assonar sem ég held mikið upp á. Auðvitað held ég líka mikið upp á Jón Bjarnason. Það eru slíkir menn sem ég jafna við þann forystumann sem kallaður var „Sverð og Skjöldur þjóðarinnar“. Og þú veist auðvitað hvern ég á við. Ég lýk þessu bréfi með þeirri skoðun minni að þeir íslenskir menn sem eru reiðubúnir til þess að ganga í björg ESB með þjóð sína, eru að mínu áliti, og nota vissulega stór orð svo sem mér er tamt: Land- ráðamenn, þjóðníðingar og föður- landssvikarar. Ég vona, að ef þú skoðar hug þinn, ást þína á okkar góða og ríka landi, þá munir þú hverfa frá því að trúa á það að Íslendingar ættu að hneigja höfuð sitt fyrir herrunum í ESB, í þeirri trú að betra væri að lifa sem feitur þræll innan ESB en sem frjáls maður í okkar fagra og yndis- lega landi. n Með kærri kveðju og vinsemd. ESB, nei takk Kristinn Snæland skrifar Kjallari Umræða 21 Vikublað 21.–23. janúar 2014 S íðastliðinn sunnudags­morgun vildi svo til, að bæði í þætti Sigurjóns Egilsson­ar á Bylgjunni og í þætti Gísla Marteins á ríkissjón­varpinu sátu fyrir svörum tveir af forystumönnunum í ríkisstjórn­arsamstarfinu. Báðir voru spurð­ir sömu spurningar um hvað liði hugsanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna Íslands við Evrópusambandið. Báðir svöruðu skýrt og afdráttarlaust og voru al­gerlega sammála. Þetta voru þau Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár­laganefndar, og Sigrún Magnús­dóttir, formaður þingflokks Fram­sóknarflokksins. Hvorugar gripu til þess ráðs að fara loðmullulega kringum viðfangsefnið eins og kettir í kring um heitan graut. Báðar gáfu þær skýr og afdráttarlaus svör. Báð­ar sögðu þær að þjóðaratkvæða­greiðsla um framhald viðræðna væri ekki á dagskrá hjá ríkisstjórn­inni. Til hennar myndi ekki koma. Líka íhaldið Þessar tvær framsóknarkonur eru síður en svo einu forystumenn ríkis­stjórnarinnar, sem svo skýrt hafa talað. Það hefur líka sjálfstæðis­þingmaðurinn Birgir Ármannsson gert, formaður utanríkismálanefnd­ar. Einnig ritstjóri Morgunblaðsins, Davíð Oddsson, sem örugglega hef­ur ráðið einna mestu um myndun núverandi ríkisstjórnar og áherslu­efni hennar. Þó utanríkisráðherrann hafi verið margsaga um hin marg­víslegustu efni eru síðustu ummæli hans afdráttarlaus. Engin þjóðarat­kvæðagreiðsla um áframhald við­ræðna. Engar viðræður á hans vakt. Besti kosturinn? Í báðum flokkunum, Framsóknar­flokki og Sjálfstæðisflokki, eru stórir minnihlutar sem líta svo á að ljúka eigi aðildarviðræðum við ESB og bera niðurstöðuna undir þjóðarat­kvæði. Sá er eindregið þeirra vilji því þeir telja að ef kostur sé á að­ild með ásættanlegum kjörum þá ráði það algerum úrslitum um framtíðarvelferð þjóðarinnar og um lausn á annars illleysanlegum vandamálum eins og nær ókleifum múr gjaldeyris hindrana og reglu­bundins gengishruns. Í hópi þessa stóra minnihluta eru meðal annarra flestir forystumenn í atvinnurekstri þjóðarinnar; nærfellt allir aðr­ir en útgerðarmennirnir, sem eiga Morgunblaðið. Sá hópur hefur fram til þessa verið mikils ráðandi í báð­um stjórnarflokkunum, einkum Sjálfstæðisflokknum, en nú er ekkert á þá hlustað. Jafnvel hæðst að þeim á opinberum vettvangi umfjöllunar. Atkvæðin tryggð Til þess að tryggja núverandi stjórnar flokkum atkvæði og atfylgi þessa hóps og annarra þeirra, sem fylgt hafa stjórnarflokkunum en fylgja þeim ekki í fjandskapnum við ESB, voru fyrir kosningar gefin út þau loforð, að gengið yrði til þjóðar­atkvæðagreiðslu um hvort samn­ingum við ESB yrði fram haldið og niðurstaða þeirrar atkvæðagreiðslu yrði látin ráða. Formaður Sjálfstæð­isflokksins var algerlega ótvíræð­ur í því loforði. Gaf meira að segja í skyn að vel mætti hugsa sér slíka atkvæðagreiðslu samfara sveitar­stjórnarkosningum, sem fram eiga að fara eftir nokkra mánuði. Einn áberandi flokksmanna hans, Bene­dikt Jóhannesson, fullyrti í grein í Fréttablaðinu að því loforði væri óhætt að treysta. „Sjálfstæðismenn efna loforð sín,“ sagði hann. Fyrr­verandi formaður flokksins, Þor­steinn Pálsson, skrifar vikulega pistla í Fréttablaðið þar sem hann hermir margnefnt loforð upp á arf­taka sinn í formannsstólnum. Nú verður gengið til margumræddra sveitarstjórnarkosninga eftir fáa mánuði. Samkvæmt ítrekuðum yf­irlýsingum hvers forystumanns rík­isstjórnarsamstarfsins á fætur öðr­um verður hvorki þá né heldur síðar efnt loforðið sem þeir Benedikt og Þorsteinn segja að ekki verði svikin Og hvað þá? Óhætt að svíkja? Gangi það eftir – verði loforðið ekki efnt – þá er það einfaldlega vegna þess, að forysta beggja flokka tel­ur sér það vera óhætt því hvorki Benedikt né Þorsteinn né for­ystumennirnir í íslensku atvinnu­lífi muni hvort eð er nokkurn tíma annað gera en að halda áfram að kjósa Flokkinn – hvort heldur sem er Framsókn eða Sjálfstæðisflokk. Í næsta pistil sínum ætti Þorsteinn að velta upp sinni sýn á það. Er það rétt mat hjá félögum hans í forystunni að óhætt sé að gleyma loforðinu sem honum og skoðanabræðrum hans var gefið því þeir hvorki geti né vilji bregðast við? Þeir fylgi Flokkn­um fremur en sannfæringunni? Úr­slit málsins eru algerlega í höndun­um á þessum tiltölulega stóra hópi viðræðusinna í bæði Framsóknar­flokknum og Sjálfstæðisflokknum. Þá fyrst þegar og ef flokksforystan telur vera ástæðu til þess að óttast þá mun hún standa við loforðið, sem hún gaf þeim. Fyrr ekki. Í því tafli á svartur nú leik. Fellir hann kónginn – og gefst upp eins og for­ystan býst við? Eða teflir hann til vinnings? Hvað segja þeir Benedikt og Þorsteinn? Sífellt styttist í sveitar­stjórnarkosningar. Umþóttunartím­inn styttist. Þögn er samþykki – við mat forystunnar. n Svartur á leik Sighvatur BjörgvinssonFyrrverandi ráðherra Kjallari „Þó utanríkisráð- herrann hafi verið margsaga um hin marg- víslegustu efni eru síð- ustu ummæli hans af- dráttarlaus. Forystu konur í Framsókn Sigrún Magnúsdóttir og Vigdís Hauks Mynd Sigtryggur Ari Í Fréttablaðinu í liðinni viku birt­ist örlítil frétt, með fyrirsögninni Ójöfnuðurinn hættulegastur. Þ r er bent á að meginviðfangsefni alþjóðlegrar efnahagsráðstefnu nú í vikunni eru skaðleg áhrif auk­ins ójöfnuðar og bent á að hin ógn­vekjandi gjá sem er á milli ríkra og fátækra í heiminum sé einn mesti áhættuþáttur efnahagslífs heimsins.Í aðdraganda efnahagshrunsins, ekki hvað síst á Íslandi, jókst mis­skipting og ójöfnuður hröðum skrefum. Kaupgeta allra versnaði síðan gríðarlega við hrunið. Fyrri ríkisstjórn reyndi að tryggja afkomu þeirra tekjulægstu betur en þeirra sem meira höfðu og auka jöfnuð. Tekið var upp þrepaskattkerfi og sett var sérstök framfærslutrygging fyrir þá sem lifðu eingöngu á greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins. Skatt­ar voru hækkaðir á hærri tekjur og þeir nýttir til að verja betur kjör þeirra lægst launuðu. Of mörg heimili undir lágtekjumörkum Strax eftir hrun var sett á stofn „velferðarvakt“ á vegum velferðar­ ráðuneytisins, með aðkomu fjöl­margra aðila. Í lokaskýrslu í des­ember síðastliðnum bendir vaktin á að eftir hrun hafi á langflestum sviðum tekist vel að sporna gegn alvarlegum afleiðingum krepp­unnar. Börnum líði almennt vel á Íslandi og jafnvel betur en fyrir hrun. Engu að síður er brýnt að vekja athygli á að þó Ísland standi vel í alþjóðlegum samanburði þá sé með öllu óásættanlegt að sjá hve mörg heimili eru undir lág­tekjumörkum en talið er að allt að tíunda hvert barn búi á heimili undir þessum mörkum. Það er því engin tilviljun að fyrsta tillaga velferðarvaktarinnar í lokaskýrslunni er að: „Stjórnvöld, ríki og sveitarfélög setji fram heild­stæða tímasetta aðgerðaráætlum um hvernig vinna skuli bug á fá­tækt á Íslandi“ og því er fylgt eftir með tillögu um að tryggja betur en nú er gert velferð og afkomu efna­lítilla barnafjölskyldna, sérstak­lega einstæðra foreldra og barna þeirra. Farsæld – reisn og virðing„Samstarfshópur um enn betra samfélag“, sem Velferðarsvið Reykja­víkurborgar ýtti af stað með full­trúum frá Rauða krossi Íslands, Hjálpar stofnun kirkjunnar, fulltrú­um Háskól Íslands og fleirum gaf út á síðastliðnu ári skýrsluna Farsæld þar sem bent er á nýjar leiðir í bar­áttunni gegn fátækt. Skýrslan kemst að þeirri niður­stöðu að þrátt fyrir að meginþorri landsmanna búi við góðar aðstæður, lífskjör og hagsæld, þá sé of stór hluti landsmanna í erfiðri stöðu og njóti ekki ásættanlegra lífsgæða.Skýrslan leggur áherslu á að ís­lensk þjóð eigi að gera sáttmála um að bæta lífsgæði þess hóps sem býr við lökust kjörin. Leggja ber áherslu á að vinna gegn fátækt með já­kvæðri nálgun, stuðningur samfé­lagsins verði ekki í formi ölmusu heldur stuðli að mannlegri reisn og virðingu og efli hvern og einn til þátttöku í samfélaginu. Allir þurfa að leggjast á eitt til að bæta ástandið, einstaklingar, ríki, sveitarfélög, at­vinnulífið og félagasamtök. ný ríkisstjórn verður að breyta um stefnu Þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar og ræð­ur er fátt í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2014 og þeim áherslum sem ný ríkisstjórn hefur kynnt og verk­um hennar hingað til, sem bendir til að úrbætur fyrir þá tekjulægstu, þá sem búa við fátækt, verði forgangs­verkefni. Það er sameiginlegt verk­efni okkar allra að sjá til þess að há­tíðarræðurnar breytist í aðgerðir til að bæta kjör þeirra sem minnst hafa og að hindra að ójöfnuður aukist að nýju á Íslandi. Þar er lögfesting Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, vinna vel­ferðarvaktarinnar og skýrslan um Farsæld góður grunnur til að byggja á samfélagssáttmála um að eyða fá­tækt á Íslandi. n Hættulegar afleiðingar ójöfnu ar guðbjartur Hannessonþingmaður Samfylkingar Kjallari „Börnum líði almennt vel á Íslandi og jafnvel betur en fyrir hrun. Könnun gekk Björn Bragi of langt? 17,5% 14,9% 12,2% 11,5% 43,9% n Nei, þetta var mjög fyndið n Nei, þetta var allt í lagi n Alveg sama n Já, hann þarf að biðjast afsökunar n Já, þetta var mjög ósmekklegt Spurningin Hver er bestur í handbolta- landsliðinu? „Ég veit ekkert hvað þeir heita, ég veit bar að þeir vinna.“ Savie Sahadeo 42 ára sjoppudama „Aron Pálmarsson. Það skiptir engu máli hvort hann er meiddur eða ekki; hann er alltaf bestur.“ Lara Acosta 22 ára nemi „Aron.“ Ilmur Kristjánsdóttir 10 ára nemi „Aron.“ Karlotta Karlsdóttir 10 ára nemi „Aron Pálmarsson er bestur.“ Margrét Ólafsdóttir hótelþerna Ég ætlaði að segja upp Margrét Erla Maack um uppsögnina á RÚV. – DV Ég var illa upplögð og ósofin Jónína Benediktsdóttir fyrir dómi vegna ölvunaraksturs. – DV.is Þú rændir hann áhyggjuleysinu sem eiga að vera hans sjálfsögðu mannréttindi.Ársæll níelsson, íbúi við Álftamýri í opnu bréfi sem hann skrifaði til manns sem reyndi að nema son hans á brott. – DV.is 21. janúar 2014 „Nú blasir við ósigur hinna mörgu verkalýðsforkólfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.