Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 64
Helgarblað 24.–27. janúar 2014 7. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Framsóknar­ afneitun! Akureyringur endurvekur snjóskauta Ingi Freyr tekur upp kynningarmynd í Austurríki fyrir framleiðendur skautanna Þ etta heitir snjóskautar. Þetta er eins og skíðaklossi nema sólinn er í raun- inni skíði,“ segir Ingi Freyr Sveinbjörnsson í sam- tali við DV. Hann var staddur úti í Ungverjalandi í vikunni til að taka upp kynningarmyndaband fyrir fyrirtækið Sled Dogs sem framleið- ir og selur snjóskautana. Hann seg- ir að snjóskautar hafi verið seldir á Akureyri um miðjan tíunda ára- tuginn og hafi hann náð að næla sér í eitt par. „Þetta fór svo á haus- inn og var keypt af norskum manni sem er með þetta í dag. Það er ver- ið að koma þess af stað aftur,“ segir Ingi Freyr. Hann segist nýlega hafa verið í sambandi við fyrirtækið til að sjá hvort að hann gæti keypt nýja skauta þar sem þeir gömlu voru heldur lúnir. Í kjölfar þeirra sam- skipta sendi hann þeim myndir af sér á snjóskautunum. „Markaðs- stjóri fyrirtækisins vildi fá mig út til Ungverjalands. Við erum búnir að vera hérna úti í fjóra, fimm daga að mynda og erum sem sagt að gera kynningarmyndband fyrir næsta vetur,“ segir Ingi Freyr. Hann segist hafa stundað snjó- skauta nú í þó nokkur ár og segir hann töluverðan mun á þeim og skíðum. „Það er mikill munur en ef þú kannt á skíði þá kanntu á þetta. Þetta er samt miklu líkara því að vera á línuskautum eða ís- skautum, þetta eru í rauninni sömu hreyfingar. Maður er mikið frjálsari á þessu,“ segir Ingi Freyr. Að mati Sled Dogs er Ingi Freyr einn þeirra bestu í heimi að stökkva á snjó- skautum. „Þeir vildu fá mig til að sjá um þann hluta í myndbandinu,“ segir hann. n hjalmar@dv.is Sló dómarann n Myndband af Kára Kristjáni Kristjánssyni, leikmanni íslenska landsliðsins í handbolta, þar sem hann slær dómara leiks Íslands og Danmerkur á Evrópumótinu fer eins og eldur í sinu um samskipta- miðla. Algjört óviljaverk var um að ræða og greip Kári Kristján um dómara leiksins og bað hann inni- legrar afsökunar. Franskur dómari leiksins virtist ekki meiða sig við höggið og brosti breitt í örmum Kára. „Það eru engin orð sem lýsa þessum ágæta dreng,“ sagði Ein- ar Örn, góður lýsandi leiksins, um Kára í beinni útsendingu. Það var enginn leikur n Flestir Íslendingar eru svekktir vegna úrslitanna í leik Íslands og Danmerkur á Evrópumeistara- mótinu í handbolta karla í vik- unni og vilja líklega gleyma þeim sem fyrst. Sumir ganga hins vegar lengra og viðurkenna hreinlega ekki að leikurinn hafi átt sér stað. Þar á meðal er aðstoðarmaður forsætisráðherra, Jóhannes Þór Skúlason. „Ég sá engan hand- boltaleik í kvöld, og mun því afneita því að slíkur hafi farið fram. Góðar stundir,“ sagði hann á Face- book-síðu sinni í kjölfar leiksins. Danir burstuðu strákana okkar með níu marka mun. Það breytti þó engu um stöðu mála á mótinu; Ísland spilar um fimmta sæti og Danmörk í undan- úrslitum. Samstaða Ólafs Ragnars n Fjölmiðlamaðurinn Árni Snævarr lagðist í rannsóknarvinnu á dögun- um og skoðaði hversu oft orðið sam- staða hefði komið fyrir í ræðum Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Tilefni samantektarinnar var orð góðkunn- ingja Árna, Guðmundar Magnússon- ar, um að gagnrýni á tal Ólafs um sam- stöðu í síðasta áramótaávarpi eigi ekki við rök að styðjast. Niðurstaða Árna var þessi: Í síðasta áramótaávarpi kom orðið sjö sinnum fyrir og þrisvar árið 2013. Síðustu þrjú árin þar á undan not- aði hann orðið aldrei. Nánari upplýsingar á rsk.is 442 1000 Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is Firmaskrá hjá RSK Athygli er vakin á því að 1. janúar 2014 tók fyrirtækja- skrá ríkisskattstjóra við firmaskráningum sem áður fóru fram hjá sýslumannsembættum landsins. Einstaklingsfirmu, sameignarfélög og samlagsfélög eru nú skráð hjá fyrirtækjaskrá RSK. Ennfremur skal framvegis tilkynna allar breytingar á þessum félagaformum til fyrirtækjaskrár RSK. Frekari upplýsingar má nálgast á rsk.is og hjá ríkisskattstjóra á Laugavegi 166. Einn sá besti í stökki Hér má sjá mynd af Inga Frey í Austurríki sem tekin var af ljósmyndara Sled Dogs, framleiðanda snjóskautanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.