Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Síða 4
Helgarblað 7.–10. febrúar 20144 Fréttir Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is ÚTSALA 30-60% AFSLÁTTUR Kínversk handgerð list · Vasar · Diskar · Lampar · Pottar · Myndir o.m.fl. Alvarlegir áverkar Brotaþoli vill háar miska- og skaðabætur, enda voru áverkar hans umtalsverðir. Mynd úr safni Mynd RóbeRt Reynisson Stórfelldir áverkar 21 árs ákærður fyrir stórfellda árás fyrir utan Kaffi Zimsen R íkissaksóknari hefur ákært 21 árs karlmann fyrir stór­ fellda líkamsárás. Mannin­ um er gefið að sök að hafa slegið annan mann, ellefu árum eldri, í apríl 2013 og veitt hon­ um alvarlega áverka. Í ákæru kemur fram að mennirn­ ir tveir hafi verið fyrir utan húsnæði Kaffi Zimsen í Hafnarstræti í apríl 2013 um miðja nótt. Ungi maður­ inn er sagður hafa slegið brotaþola þar fyrir utan, með krepptum hnefa í andlitið. Við það féll sá síðarnefndi við, datt á gangstéttina og lá óvígur eftir. Í ákæru segir að í kjölfarið hafi ákærði sparkað í andlit mannsins af miklu afli. Við það skall höfuð hans utan í húsvegg. Áverkarnir sem brotaþoli hlaut eru umtalsverðir. Hann hlaut höfuð­ kúpubeinsbrot, brot inn í heilabú, loftbólu við heila, brot á vanga­ og kinnkjálkabeinum og nefbeinabrot. Þá var hann með langan skurð í hár­ sverði sem náði í gegnum höfuðleð­ ur. Í honum brotnuðu þrjár tennur og bit hans skekktist og hann fékk tannliðarhlaup. Hann var marinn á brjóstkassa, marinn og bólginn í andliti við hægra auga. Þá varð vinstra auga hans útstætt og hann fékk alvarlega áverka á augnatóft. Málið var þingfest á þriðjudag fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Mað­ urinn er sem áður sagði ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkams­ árás og vill brotaþoli fá tæpar þrjár milljónir í miska­ og skaðabætur, með vöxtum, vegna áverka sinna. n astasigrun@dv.is Rándýr markþjálfun er auglýst ókeypis n Sex mánaða fjarþjálfun kostar hátt í hálfa milljón N ei, ég er ekki að bjóða upp á ókeypis heilsumarkþjálf­ un. Ég býð hins vegar upp á ókeypis viðtöl,“ segir heilsu­ markþjálfinn Júlía Magn­ úsdóttir, sem rekur fyrirtækið Lifðu til fulls. Á heimasíðu fyrirtækisins er boðið upp á ókeypis fjarnám­ skeið, en þar segir að Júlía muni sýna fólki hvernig það eigi að fara að því að hætta að glíma við orku­ leysi, aukakíló og sykurlöngun. „Í viðtalstímunum komumst ég og viðskiptavinurinn að því hvort að þjálfunin mín sé eitthvað sem hent­ ar viðkomandi eða ekki,“ segir Júlía. Í kjölfarið býðst viðskiptavinum að fara í viku hreinsun, þar sem lík­ aminn er hreinsaður af óæskileg­ um efnum og kostar slíkt tæpar tutt­ ugu þúsund krónur. Ekkert kemur fram um verð á heimasíðunni, og þar eru einungis upplýsingar um 3–6 mánaða námskeið og einnig fjöru­ tíu mínútna viðtalstíma. Þó kemur margoft fram að hægt sé að fá ráðgjöf ókeypis og þá notar Júlía frasa eins og „algjörlega ókeypis“ og „þessu einstaka ókeypis fjarnámskeiði“. Rándýr þjálfun „Það er rétt, það eru ekki allar upp­ lýsingarnar á heimasíðunni,“ segir Júlía sem vildi þó ekki gefa upp verð á sex mánaða þjálfun. Samkvæmt samningi sem Júlía gerir við við­ skiptavini sína og blaðamaður komst yfir, kostar slíkt námskeið tæplega fjögur hundruð þúsund krónur. Innifalið í því er meðal annars átta klukkutíma kennsluupptökur á 3 vikna fresti, átta klukkutíma símtöl í gegnum Skype þar sem hægt er að spyrja Júlíu spjörunum úr, stuðn­ ingur í formi tölvupósts, skilgrein­ ing á „persónulegri ofurfæðu“ sem er sérsniðin af þjálfaranum, tuttugu og eins dags hreinsunaráætlun auk afsláttar hjá samstarfsaðilum Lifðu til fulls. Sérstaklega er tekið fram að inn­ ifalinn sé ókeypis „VIP“­passi á við­ burði í þjálfuninni, þar sem allir þeir sem eru í henni hittast og Júlía deilir sínum bestu hollráðum, veitir sýni­ kennslu og fleira. Fyrir þetta þarf að greiða, sem fyrr segir, fjögur hundruð þúsund krónur, eða rúmlega sextíu og sex þúsund krónur fyrir hvern mánuð. Til samanburðar er hægt að fá sex mánaða kort í líkamsrækt sem kostar um fimm­ tíu þúsund krónur í heild og fjareinkaþjálfun með því kostar mun minna á mánuði. Konur hafa hætt á lyfjum Í tölvupósti sem Júlía sendir þeim sem skrá sig á ókeypis fjarnám­ skeið, kemur fram að til þess að taka að taka þátt í námskeiði hjá henni þurfi viðkomandi að hafa mikla löngun til þess að ná þyngd niður, losna við líkamlega kvilla og fyll­ ast af orku. Í tölvupósti sem DV hef­ ur undir höndum og var sendur til væntanlegs viðskiptavinar segir Júlía að hún geti hjálpað viðkomandi að léttast, auka þol, og jafnvel hætta að nota lyf. „Konur sem hafa verið hjá mér hafa getað hætt á blóðþrýstings­ lyfjum og jafnvel þunglyndislyfjum. Á heimasíðu minni sérðu reynslusögur kvenna sem hafa verið í þjálfun hjá mér og þar kemur þetta fram. Ég er ekki læknir, viðskiptavinir hætta á lyfjum í samráði við lækni og bera sjálfir ábyrgð á því,“ segir Júlía en í samningnum skrifar viðskiptavinur undir að hann sé meðvitaður um að Júlía stundi ekki lækningar eða nær­ ingarlegar meðferðir. n Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is „Nei, ég er ekki að bjóða upp á ókeypis heilsu- markþjálfun Ekkert eftirlit „Embætti landlæknis hefur eftirlits- skyldu með heilbrigðisstarfsfólki og heilsumarkþjálfar eru ekki löggildir. Til eru starfsreglur fyrir heilbrigðis- starfsfólk, siðareglur og annað en þegar kemur að starfsstéttum sem eru ekki löggildar þá ná engin eftirlitslög yfir þau. Þetta er stórt vandamál,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá embætti landlæknis. „Ég geri ráð fyrir því að ráðgjöf til fólks um að hætta á lyfjum og breyting á mataræði sé ekki í samræmi við ráðleggingar landlækn- is. Þær byggja á mjög ígrunduðum rannsóknum til langs tíma, en ekki tískubólum eða öðru,“ segir Guðrún. Í bígerð er heimasíða á vegum embætt- isins með upplýsingum um ráðgjöf fyrir fólk sem vill breyta mataræði og auka hreyfingu. dýrt Sex mánaða þjálfun kostar fjögur hundruð þúsund krónur, en Júlía vildi ekki gefa það upp í samtali við blaðamann. skjáskot af heimasíðu Júlía býður fólki upp á ókeypis fjarnámskeið en á heimasíðunni kemur ekkert fram um verð á heilsumarkþjálfun. Konur hætta í bæjarstjórn Allar þær konur sem eru bæjar­ fulltrúar á Akureyri hafa til­ kynnt að þær ætli ekki að sækj­ ast eftir endurkjöri. Þetta kom fram á vef Vikudags á fimmtu­ dag. Fjórir af ellefu bæjar­ fulltrúum nú eru konur, þrjár fyrir hönd L­listans og ein fyrir Vinstri græn. Þetta eru þær Halla Björk Reynisdóttir, Hlín Bolladóttir og Inda Björk Gunnarsdóttir sem eru fulltrú­ ar L­listans og Andrea Hjálms­ dóttir, fulltrúi Vinstri grænna. Engin þeirra ætlar að halda áfram í stjórnmálum og því líklegt að konum muni fækka í bæjarstjórn eftir komandi kosningar. Transfólk neytt í skurðaðgerðir Í fréttatilkynningu frá Íslands­ deild Amnesty er meðferð á transfólki í Evrópu harðlega gagnrýnd og það sagt standa frammi fyrir mismunun, ómannúðlegri og niðurlægj­ andi meðferð. „Víða brjóta Evrópulönd á mannréttindum fólks sem reynir að breyta um lagalegt kyn sitt samkvæmt skýrslu Amnesty International. Þar kemur fram hvernig trans­ fólk er neytt til að fara í inn­ gripsmiklar skurðaðgerðir, ófrjósemisaðgerðir, hormóna­ meðferðir og gangast undir sálfræði­ og geðpróf,“ segir í tilkynningunni. Talið er að um ein og hálf milljón transfólks sé í Evrópu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.