Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Page 16
Helgarblað 7.–10. febrúar 201416 Fréttir
„Getum gert
svo mikið betur“
50 prósenta aukning í krabbameinstilfellum á Íslandi á næstu 20 árum
N
ý skýrsla Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunar-
innar, WHO, segir að á
heimsvísu muni krabba-
meinssjúklingum í heim-
inum fjölga um sjötíu prósent á
næstu tuttugu árum. Þetta þýðir
fjölgun á nýgreindum krabba-
meinssjúklingum úr fjórtán millj-
ónum í tuttugu og fimm milljónir.
Hér á Íslandi má búast við 50 pró-
senta aukningu að mati Krabba-
meinsfélags Íslands. En svarið við
krabbameini verður ekki bara hægt
að finna í heilbrigðiskerfinu eða
með lækningu, til að stemma stigu
við krabbameini þurfa einstak-
lingar að breyta lífsstíl sínum að
mati stofnunarinnar. Undir þetta
tekur Ragnheiður Haraldsdóttir,
forstjóri Krabbameinsfélags Ís-
lands, sem segir að forvarnirnar
byrji heima við og ekki megi van-
meta mikilvægi lífsstílsbreytinga og
heilbrigðs lífernis þegar kemur að
krabbameini. „Við vitum að við get-
um gert svo mikið betur,“ segir hún.
50 prósenta aukning
„Vísindamennirnir okkar, hér hjá
krabbameinsskrá Krabbameins-
félags Íslands, hafa framreiknað
okkar tölur. Samkvæmt þeim verð-
ur staðan á Íslandi þannig, það er
að segja ef það verða ekki stórar
breytingar, að 50 prósenta aukn-
ing á krabbameini mun hafa átt sér
stað hér á landi,“ segir Ragnheiður
en tekur sérstaklega fram að þar
sé verið að framreikna núverandi
ástand.
Skýringu á þessari aukningu
má finna í aldri þjóðarinnar.
Krabbamein leggst mun frekar á
eldra fólk og staðreyndin er sú að
íslenska þjóðin er að eldast. „Þjóð-
in er að verða svo miklu eldri og
tíðni krabbameins er háð aldri.
Hækkandi meðalaldur þjóðarinn-
ar og fjölgun á krabbameinstilfell-
um helst í hendur,“ segir hún.
100 milljónir
Á Íslandi deyr einn einstakling-
ur vikulega úr ristilkrabbameini
og þrír greinast með sjúkdóminn
á viku. Ristilkrabbamein er þess
vegna í kastljósi Krabbameinsfé-
lagsins. Það mun kosta um það
bil 100 milljónir króna að hefja
hópleit að ristilkrabbameini hér á
landi að mati Krabbameinsfélags-
ins. Taka þarf ákvörðun um það
hvernig leita á að krabbamein-
inu, það er að segja með saursýni
þar sem leitað er að blóði eða með
ristilskoðun. Það síðarnefnda er
kostnaðarsamara en þykir skila
betri árangri. Einnig þarf að skil-
greina aldurshópinn sem skima
á fyrir, það er hvort eigi að skoða
einstaklinga á sextugs- og sjötugs-
aldri eða bara aldurshópinn 60
til 69 ára. Segja má að þrátt fyr-
ir að það kosti hundrað milljónir
sé það aðeins dropi í hafið þegar
horft sé til þess kostnaðar sem
hlýst af krabbameinsmeðferð við
ristilkrabbameini. Gróflega áætlað
kostar sú meðferð einn milljarð ár-
lega. Þessar hundrað milljónir eru
því aðeins tíu prósent af heildar-
kostnaðinum nú. „Ef við leggjum
mat á kostnað þessa sjúkdóms og
kostnaðarins sem skimunin felur
í sér er mun hagkvæmara að hefja
skimun,“ segir Ragnheiður en segir
að þessi kostnaður hafi vafist fyrir
fólki. Eins og staðan sé núna sé þó
mikilvægt að hefja reglulega skim-
un. Slíkt hefur sýnt sig til dæmis
þegar kemur að brjóstakrabba-
meini og leghálskrabbameini en
á Íslandi eru konur á ákveðnu
aldursbili kallaðar í skimun. Sem
dæmi má nefna að nýverið varð
sprenging í komufjölda ungra
kvenna sem vildu láta skima fyr-
ir leghálskrabbameini, en það má
rekja til umfjöllunar fjölmiðla um
unga stúlku sem lést eftir erfiða
baráttu við leghálskrabbamein.
Þurfum vitundarvakningu
Ragnheiður segir að vitundarvakn-
ingar sé þörf til að sporna við þess-
ar ógnvænlegu þróun. Mikilvægt
er að fólk taki til í sínum eigin garði
fyrst og fremst. Ljóst er að yngra
fólk hefur tekið lífsstílsbreytinga-
skilaboð til sín en erfiðara getur
reynst að ná til fólks um og yfir
miðjum aldri. „Það snýst allt um
það að breyta lífsstílnum. Ekki
reykja, drekka í hófi, huga vel að
mataræðinu,“ segir Ragnheiður.
„Það á að líta á þetta sem tækifæri,
það er hægt að gera svo mikið.“ n
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is Algengustu krabbameinin
Árlegur meðalfjöldi hjá íslenskum körlum og konum 2007–2011
Karlar Konur
Krabbamein í
blöðruhálskirtli
214
Brjósta-
krabbamein
202
Lungnakrabbamein
79
Lungnakrabbamein
79
Krabbamein
í þvagvegum 58 Ristil-
krabbamein 44
Húðkrabba-
mein, önnur
en sortuæxli 40
Ristil-
krabbamein 53
Húðkrabba-
mein, önnur
en sortuæxli 44
Sortuæxli
í húð 28
Lífsstílsbreytingar Þar sem börnin læra af því sem
fyrir þeim er haft er mikilvægt að hefja forvarnir við
krabbameini snemma, meðal annars með heilbrigðu og
reglusömu líferni.
n Um það bil 100 milljónir
kostar að leita að ristilkrabbameini
n Kostnaður við krabba-
meinsmeðferð er einn
milljarður
n Um það bil einn deyr á viku
úr ristilkrabbameini
n Þrír greinast á viku
n Aukning krabbameins á heimsvísu á
næstu 20 árum er 70%
n Aukning krabbameins á Íslandi er
áætluð 50%
n 12.000 Íslendinga
lifa með eða hafa sigrast af
krabbameini á Íslandi. Það
eru 4% þjóðarinnar
n Forvarnir og lífsstíls-
breytingar eru mikilvægasta
vopnið í baráttunni
við krabbamein
„Það á
að líta
á þetta sem
tækifæri, það
er hægt að gera
svo mikið.
Nokkrar staðreyndir um krabbamein
Aukning Ef fer sem fram
horfir verður krabbamein 50
prósentum algengara eftir
tuttugu ár en það er í dag.
Uggandi yfir
stöðu trúar
„Ég er vissulega uggandi yfir stöðu
kristinnar trúar í grunnskólum,“
sagði Óskar Bergsson, oddviti
framsóknarmanna í Reykjavík, í
fjörugum umræðum sem fram
fóru í Stúdentakjallaranum í há-
deginu á þriðjudag. Þar spurðu
námsmenn frambjóðendur stjórn-
málaflokkanna sem bjóða fram í
Reykjavík spjörunum úr. Aðspurðir
hvort þeir væru uggandi yfir stöðu
kristinnar trúar í grunnskólum
sögðust allir frambjóðendur nema
einn ekki vera með böggum hildar.
Óskar Bergsson, frambjóðandi
framsóknarmanna, kvaðst þó vera
óánægður með framgöngu nú-
verandi borgarstjórnarmeirihluta
í málefnum er varða trúboð og
kristinfræðslu í skólum. „Og ég er
líka uggandi yfir því þegar borgar-
stjóri segir að Jesús Kristur hafi
hugsanlega verið hommi,“ bætti
hann við. Þetta vakti nokkuð hörð
viðbrögð. Þegar Óskar var beðinn
um að útskýra orð sín betur sagði
hann að sér hefðu þótt ummæli
Jóns Gnarr ósmekkleg. „En þetta er
ekkert stórmál,“ sagði hann.
Dansa fyrir
mannréttindum
Föstudaginn 14. febrúar klukkan
12 verður haldinn dansviðburður
í Hörpu á vegum UN Women á Ís-
landi í samstarfi við tónlistarhá-
tíðina Sónar og Lunchbeat. Fólk er
hvatt til að dansa af krafti fyrir allar
þær konur og stúlkur sem upplifað
hafa ofbeldi, fyrir mannréttindum
kvenna, fyrir heimi þar sem kon-
ur og stúlkur þurfa ekki að líða of-
beldi vegna kyns síns. Með dans-
inum hvetur UN Women fólk til
að sýna í verki að því standi ekki á
sama. Partíið er hluti af alþjóðlega
viðburðinum Milljarður rís, en í
fyrra tók fólk í 207 löndum þátt í
dansinum.
Setja kröfur á
kaupaukakerfi
Lífeyrissjóður verslunarmanna
kveðst ekki styðja kaupauka-
kerfi fyrir stjórnendur fyrirtækja
án „takmarkana og strangra skil-
yrða“. Þetta segir í fréttatilkynn-
ingu frá sjóðnum í kjölfar fjöl-
miðlaumfjöllunar um kaupauka
og starfskjör hjá stjórnendum
N1, sem er að hluta til í eigu LV. Í
tilkynningunni segir að stjórn-
armönnum sem sitja í umboði
sjóðsins í stjórnum fyrirtækja sé
gerð grein fyrir þessu: „Haft er
að leiðarljósi að hófs verði jafn-
an gætt varðandi kjör stjórn-
enda hvers og eins félags þannig
að þau verði í góðu samræmi
við íslenskan veruleika,“ segir í
til kynningunni.