Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Side 17
Helgarblað 7.–10. febrúar 2014 Fréttir 17
ford.is
Ford Transit Custom 2,2TDCi dísil, 100 hö, beinskiptur 6 gíra. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 6,9 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 183 g/km.
Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.
Kíktu í kaffi og spjall. Í sameiningu finnum við hagstæða fyrirtækjalausn fyrir þig.
VERÐ ÁN VSK FRÁ
VERÐ MEÐ VSK FRÁ
CUSTOM
3.498.008 KR..
4.390.000 KR.
FORD TRANSIT
FORD TRANSIT CUSTOM
SENDIBÍLL ÁRSINS 2013
KOMDU OG PRÓFAÐU
SENDIBÍL ÁRSINS
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 6
Sími 515 7000
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16
Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16
Ford_Transit_Custom_180x255_07.10.2013.indd 1 16.1.2014 10:12:42
Barnið komið í heiminn
É
g eignaðist lítinn strák og
hann er við góða heilsu,“ segir
Evelyn Glory Joseph, hælis
leitandi frá Nígeríu, í samtali
við DV. Hún eignaðist son á
fæðingardeild Landspítalans þann
3. febrúar síðastliðinn. Í viðtali við
DV þann 18. nóvember í fyrra sagði
Evelyn að hælisleitandinn Tony
Omos væri faðir barnsins. Tæplega
mánuði síðar var honum vísað úr
landi á grundvelli Dyflinnarreglu
gerðarinnar, en hún kveður á um
heimild til þess að vísa hælisleit
anda aftur til þess lands í Evrópu
sem hann kom fyrst til, séu ekki
meira en sex mánuðir liðnir frá því
hann sótti um hæli. Hælisumsókn
Tonys var til umfjöllunar hér á landi
í næstum tvö ár.
Á það hefur verið bent, meðal
annars af lögmanni Tonys, að Ísland
hafi skrifað undir barnasáttmála
Sameinuðu þjóðanna sem tryggi
börnum samvistir við báða foreldra,
og með þessu séu yfirvöld að brjóta
gegn barnasáttmálanum. „Mér líður
ekkert allt of vel að geta ekki verið
með þeim,“ segir Tony í símaviðtali
við DV, en bætir því við að hann hafi
séð son sinn í gegnum Skype daginn
sem hann fæddist.
Systir Tonys til staðar
Tony segist hugsa daglega til Evelyn
og barnsins: „Ég vildi óska þess að
ég gæti verið með syni mínum og
Evelyn núna, ég bið til guðs að sú
ósk rætist.“ Erfitt sé að hugsa til þess
að Evelyn sé ein með barnið en gott
að vinir hennar hafi verið henni
innan handar. Evelyn segir systur
Tonys og aðra vini sína hafa aðstoð
að sig mikið síðustu daga: „Já, þau
eru hjá mér daglega og hjálpa mér,
ég er mjög þakklát fyrir það, enda
svolítið þreytt eftir fæðinguna.“ Þá
segist hún eiga þá ósk heitasta að
Tony geti á endanum komið aftur til
Íslands til að hitta hana og barnið.
Eins og DV hefur greint frá síð
ustu mánuði var persónuupplýs
ingum um þau Tony og Evelyn, sem
sagðar voru eiga uppruna sinn í
innanríkisráðuneytinu, lekið til fjöl
miðla í nóvember. Lögmenn þeirra
hafa kært málið, annars vegar til
lögreglu og hins vegar til ríkis
saksóknara sem er með málið til
skoðunar. Hanna Birna Kristjáns
dóttir innanríkisráðherra hefur átt í
erfiðleikum með að svara fyrir málið
en þingmenn, sem og óbreyttir
starfsmenn ráðuneytisins, hafa farið
fram á að gerð verði óháð rannsókn
á lekanum. Ráðherra vísar til þess
að rekstrarfélag stjórnarráðsins hafi
rannsakað lekann, en fjölmargir
hafa bent á að félagið hafi engu lög
bundnu eftirlitshlutverki að gegna.
„Ég er ringluð“
Evelyn er eins og gefur að skilja í
töluverðu áfalli eftir að viðkvæm
ar persónulegar upplýsingar um
hana birtust í víðlesnum fjölmiðl
um. Upplýsingarnar fengu yfirvöld í
krafti þess að hún hafði sótt um hæli
hér á landi. „Ég er ringluð yfir þessu
öllu saman, ég vil bara fá smá frið,“
segir hún í samtali við blaðamann.
Tony heldur ennþá til hjá vini sínum
í Basel í Sviss, en hann er tæknilega
ólöglegur í landinu þar sem meira
en tvö ár eru síðan hælisumsókn
hans var til umfjöllunar þar. Hefur
hann fengið þau skilaboð að hann
sé á ábyrgð „íslenskra yfirvalda“.
„Ég er ennþá á sama stað,“ segir
Tony og heldur áfram: „Þetta er
erfitt, ég veiktist fyrir stuttu en ég
er ekki með neina sjúkratryggingu,
þannig að ég get ekki farið til læknis
hér.“ Hann segist ekkert vita hvert
framhaldið verði, eða hvort fæðing
barnsins muni breyta stöðu hans:
„Ég er bara svo ringlaður, ég er
svo þreyttur núna …“ Evelyn seg
ir fæðinguna hafa gengið vel en að
hún hafi tekið á eins og gefur að
skilja. „Ég er mjög þreytt, meira að
segja núna á meðan ég er að tala
við þig. Það finnst auðvitað öllum
konum magnað að upplifa það að
eignast barn en það er auðvitað líka
mjög erfitt,“ segir hún. n
n Drengnum heilsast vel n Tony biður til guðs að hann fái að sjá son sinn
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
Barnið fætt Tony
og Evelyn eignuðust
strák þann 3. febrúar.
Mynd SigTryggur Ari