Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Page 20
20 Fréttir Erlent Helgarblað 7.–10. febrúar 2014
S
prengingin var gríðarlega
öflug. Tveimur bílum, full-
um af sprengiefni, hafði
verið lagt við fangelsis-
múrana. Sprengingarn-
ar rifu múrana í sundur og í gegn
streymdu tugir manna vopnaðir
AK-47 árásárrifflum. Þeir hlupu
um ganga fangelsisins, skutu upp
lásana á klefunum og á stuttum
tíma hafði þeim tekist að frelsa um
500 félaga sína.
Fangelsið sem um ræðir er að-
alfangelsi Bagdad, það sem einu
sinni hét Abu Graib og var vett-
vangur risastórs hneykslis hjá
bandaríska hernum, þar sem
bandarískir hermenn pyntuðu
og niðurlægðu írakska fanga, eft-
ir innrás Bandaríkjanna í Írak árið
2003.
Þeir sem sprengdu sig í gegn
með þessum hætti, en áður hafði
sprengjum rignt yfir fangelsis-
garðinn, eru liðs- og fylgismenn
Abu Bakr al Bagdadi, sem sam-
kvæmt ítarlegri úttekt tímarits-
ins Time, er einn af hættulegustu
hryðjuverkamönnum heimsins
um þessar mundir. Nafnið sem
hann notar er stríðsnafn hans,
hann heitir í raun öðru nafni, sem
er bæði langt og erfitt í framburði.
Talið er að Abu bakr hafi allt að
7.000–10.000 manns undir vopn-
um um þessar mundir og hann
hefur í raun stofnað nýtt ríki, sem
hefur meðal annars blandað sér í
hin hryllilegu átök í Sýrlandi. Ríki
þetta kallar hann Islamic State of
Iraq and Greater Syria, eða Hið ís-
lamska ríki Íraks og Stór-Sýrlands
(ISIS). Þessi samtök, ISIS, leysa í
raun af hólmi al-Kaída-samtökin
í Írak.
Brjótum múrana
Frelsunaraðgerðin mikla hlaut
mjög litla athygli í fjölmiðlum víða
um heim, en yfirleitt er sagt frá frels-
un fanga af þessari stærðargráðu.
Þessi aðgerð jók hins vegar mjög
á hróður Abu Bakr, sem er eins og
skugginn, enda er hann kallaður
„Draugurinn“. Hins vegar var hann
bara að standa við það sem hann
hafði lofað, því nokkrum mánuð-
um fyrr hafði hann gefið út yfir-
lýsingu þess efnis að hann hygð-
ist hefja herferð sem hann kallaði
„Brjótum múrana“. Þetta var að-
eins önnur opinber yfirlýsing sem
hann hefur gefið frá sér, frá því að
hann komst til hæstu metorða inn-
an al-Kaída-hryðjuverkasamtak-
anna. Eins og margir kannski vita
var þeim stýrt af Osama bin Laden
sem var myrtur af bandarískum
sérsveitum í Pakistan í byrjun maí
2011. Sá atburður var uppistaðan í
hinni margverðlaunuðu kvikmynd
Zero Dark Thirty.
Fjöldi sprengjuárása
Á undanförnum mánuðum hefur
Abu Bakr staðið fyrir tugum
sprengjuárása í Írak, en landið hef-
ur rambað á barmi borgarastyrj-
aldar undanfarna mánuði. Gríðar-
leg spenna hefur verið á milli
tveggja helstu trúarhópa landsins,
sjíta og súnníta. Súnnítar, sem eru
minnihluti í landinu, voru við völd
í landinu fram að falli Saddam
Hussein. Sjítar hafa hins vegar ver-
ið að reyna að auka áhrif sín með
virkum hætti, dyggilega studdir
af stjórnvöldum í Íran, nágranna-
ríki Íraks og helsta andstæðingi.
Löndin háðu grimmilegt stríð á
árunum 1980–1988, þar sem um
milljón manna féll.
Dýr skyldi Abu allur!
Abu Bakr al Bagdadi er lýst sem
leyndardómsfullum leiðtoga
sem forðast kastljós fjölmiðla og
athygli. Aðeins eru til um tvær
myndir af honum og í umfjöllun
Time er önnur þeirra birt (og við
notum hér). Á þessari mynd virð-
ist hér um ósköp venjulegan mann
að ræða. Það eru hins vegar 10
milljónir dollara, rúmur milljarð-
ur króna, lagðar til höfuðs hon-
um og það er bandaríska leyni-
þjónustan sem gerir það. Um er
að ræða sömu upphæð og sett
var til höfuðs Osama bin Laden.
„ Verðmiðinn“ á þessum mönnum
er því sá sami.
Abu Bakr, sem er súnníti, hefur
einnig hótað Bandaríkjunum: „Þið
munuð sjá okkar heilögu stríðs-
menn á ykkar landsvæði … stríð
okkar gegn ykkur er rétt að byrja,“
sagði hann í hljóðritaðri tilkynn-
ingu sem Sydney Morning Herald
endursagði í frétt um miðjan jan-
úar. Bandaríkjamenn eru vanir að
taka orð sem þessi mjög alvarlega.
Eftir dauða Osama bin Laden hót-
aði Abu Bakr einnig Bandaríkja-
mönnum öllu illu. Bandaríkja-
menn hafa þekkt til hans í um
áratug og árið 2005 gerði banda-
rísk herflugvél árás á hús þar sem
talið var að frammámenn innan
al-Kaída væru, þar á meðal Abu
Bakr. Bandaríkin höfðu þó ekki er-
indi sem erfiði í þetta sinn.
Á fullu í Sýrlandi
Liðsmenn ISIS og Abu Bakr virð-
ast ekki vera í neinum vandræðum
með að fá liðsmenn í baráttu sína
og átökin í Sýrlandi lokka til sín
fjölda stríðsmanna. Reyndar má
segja að bardagamenn hafi streymt
til Sýrlands. Liðsmenn Abu Bakr
hafa til dæmis tekið borgina Rakka
í Sýrlandi, þar sem milljón manns
búa, og þeir stjórna landamæra-
stöðvum að Tyrklandi. Þá hafa
þeir einnig náð olíulindum og
olíuhreinsunarstöðvum á sitt vald.
Áhrif þeirra eru einnig mjög mikil
í tveggja milljóna borginni Mosul
í Norður-Írak, á svæði sem einnig
er kallað Kúrdistan. Þá er talið að
ISIS sé að verða mjög áhrifamikið
í Anbar-héraðinu í Írak, sem þek-
ur stóran hluta Íraks og liggur að
Jórdaníu.
Vesturlönd næst?
„Þeir eru að tala um aðgerðir er-
lendis, álíka hluti og leiddu til 11.
september.“ Þessi orð lét Mike
Rogers, formaður voldugrar þing-
nefndar í bandaríska þinginu sem
fer með öryggismál, falla á fundi
í nefndinni í október síðastliðn-
um. „Það eina sem kemur í veg
fyrir að eitthvað slíkt gerist er að
það eru deilur innan al-Kaída,“
sagði Rogers enn fremur. Sam-
kvæmt áreiðanlegum heimild-
um þykir Abu Bakr hafa seilst til
of mikilla valda og áhrifa inn-
an al-Kaída með herskárri stefnu
sinni. Það þykir því líklegt að leið-
ir skilji og í nýlegri grein á vefsíðu
Time er því einnig haldið fram að
klofningurinn geti í raun virkað
eins og olía á eld og gert málin enn
verri. Bræðravíg eru einnig mjög
heiftúðug.
Sjálfsagt gera aðilar innan leyni-
þjónusunets Bandaríkjanna allt
sem í þeirra valdi stendur til þess
að hafa hendur í hári Abu Bakr al
Bagdadi. Miðað við þær lýsingar
sem finna má af honum og hans
verkum að undanförnu er nefni-
lega ljóst að hér er á ferðinni einn
hættulegasti hryðjuverkamaður
heims um þessar mundir. n
Sá hættulegasti
Gunnar Hólmsteinn
Ársælsson
n Frelsaði 500 al-Kaída-liða í alræmdri sprengjuárás n Vill stofna nýtt stórveldi múslima
Slæmt ástand Ástandið í Írak að
undanförnu hefur verið slæmt. Abu Bakr
hefur staðið fyrir fjölda sprengjuárása í
landinu þar sem margir hafa fallið.
Heimsveldi múslima Abbasid-kalífadæmið, stóð frá 750–1258 e. Krist og nær eins og sjá má frá Túnis í Norður-Afríku til Afganistan. Abu
Bakr al Bagdadi dreymir um að stofna ríki sem þetta.
Hættulegur Tíu milljónir dala hafa verið
lagðar til höfuðs al Bagdadi. Bandaríska
tímaritið Time fjallaði ítarlega um hann á
dögunum.
Vill stofna
kalífadæmi
Abu Bakr al Bagdadi er fæddur í bænum
Samarra í Írak árið 1970 og er því 44 ára.
Hann telur sig vera kominn í beinan legg
af sjálfum Múhameð spámanni. Hann
lauk doktorsprófi i íslömskum fræðum
frá háskólanum Bagdad og hann vill
stofna sitt eigið kalífadæmi. Fyrir-
myndin er sótt til Abbasid-kalífadæmis
(eins mesta heimsveldis múslima), en
það var við lýði í Mið-Austurlöndum í
ýmsum myndum á árunum 750–1258
eftir Krist. Kalífi er það nafn sem
notað er yfir æðsta yfirmann samfélags
múslima, umma. Kalífar eru taldir fá
vald sitt frá Allah, guði múslima. Kalífa-
dæmum er stjórnað með sjaría-lögum
og þar sem Abu Bakr al Bagdadi hefur
komist til áhrifa hefur hann innleitt
slík lög.
„Þið munuð sjá
okkar heilögu
stríðsmenn á ykkar land-
svæði … stríð okkar gegn
ykkur er rétt að byrja,