Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Page 28
Helgarblað 7.–10. febrúar 201428 Fólk Viðtal
É
g held að ég eigi metið – að
enginn annar hafi verið jafn
lengi í útvarpinu með sama
þátt á sama tíma. Maður er
að verða eldri en handritið,“
segir Ívar Guðmundsson, útvarps
maður og dagskrárstjóri Bylgjunnar,
sem mun fagna 25 ára starfsafmæli
sínu í haust.
Lét kaupa handa sér
útvarpsstöð
Alveg frá því Ívar man eftir sér ætlaði
hann að verða útvarpsmaður. „Ég
hafði mikinn áhuga á amerísku út
varpi og æfði mig með því að kynna
ameríska listann heima í stofu. Svo
fór ég að vinna sem plötusnúður í fé
lagsmiðstöðvum þrettán ára.
Þegar frjálsu stöðvarnar komu
reyndi ég að komast þar að en þar
sem ég hafði enga reynslu var ekk
ert pláss fyrir mig. En ég var staðráð
inn og fékk því Hreiðar Svavarsson í
Smiðjukaffi og Pizzusmiðjunni til að
kaupa FM957 eingöngu til að ég gæti
verið í loftinu. Þetta var ákveðin eig
ingirni; að fá manninn til að kaupa
handa mér útvarpsstöð en hann
byggði stöðina upp með son sinn
sem framkvæmdastjóra; þetta var
gullöld FM957,“ segir Ívar og bætir
við að hann hafi um leið sagt upp
starfi sínu sem sölumaður. „Ég lækk
aði í launum um helming en mér var
alveg sama og fór að sendast með
pítsur um helgar samhliða.“
Enn að þroskast
Árið 1995 fór Ívar yfir á Bylgjuna þar
sem hann hefur verið síðan. „Björg
vin Halldórsson var útvarpsstjóri og
réð mig í vinnu. Fyrir það er ég hon
um ævilega þakklátur. Á þessum tíma
var mig farið að langa til þess að vaxa
meira í starfi og þar sem Bylgjan hef
ur alltaf verið stærsta frjálsa stöðin í
landinu horfði ég þangað.
Ég hef sýslað margt á Bylgjunni
en þó reynt að losna við allt nema
útsendingarnar. Það er það allra
skemmtilegasta, að kynna tónlist og
ræða við fólk. Þar liggur minn áhugi,“
segir Ívar sem hefur aðallega stjórnað
léttum þáttum þar sem tónlistin fær
að njóta sín. „Þetta form hentar mér
best. Ekki að mér þyki talmálsþættir
leiðinlegir, ég fylgist með þeim öllum
en þeir heilla mig ekki sem útvarps
mann. Kannski vex ég einhvern tím
ann þangað. Ég er enn að þroskast og
batna. Eða ég vona það því um leið og
þú heldur að þú sért orðinn góður í
þessu þá er best að hætta þessu. Þá
ertu hættur að þróast.“
Leikur ekki útvarpsmann
Leyndarmálið að góðum útvarps
manni segir Ívar einlægni. „Aðal
atriðið er að tala við fólk, ekki tala
til fólks; tala við hljóðnemann eins
og hann sé vinur þinn. Það tók mig
mörg ár að ná einhverjum tökum á
þessu. Ég vil ekki leika útvarpsmann
eins og svo margir gera – fara í karakt
er. Ég gerði það í gamla daga, ég heyri
það þegar ég heyri gamlar upptökur
af sjálfum mér. Þetta er eitthvað sem
kemur með reynslu og þroska og
sumir eru fljótari að ná en aðrir.“
Aðspurður hvað hann væri að
gera ef hann hefði ekki komist að í
útvarpi hugsar hann sig um. „Það var
aldrei inni í myndinni að gera eitt
hvað annað. Jú, jú, sennilega hefði
maður drullast til að klára mennta
skóla og læra eitthvað sem hefði
nýst manni. Ég hef alltaf haft áhuga
á markaðsmálum og slíku og finnst
líklegt að ég væri að sýsla við eitthvað
þess háttar.“
Hræddur um að fólk fái leiða
Þrátt fyrir árin 25 þvertekur Ívar
fyrir að vera kominn með leiða á
vinnunni en viðurkennir að hann
óttist að hlustendur fái nóg af hon
um. „Auðvitað hræðist maður mest
að fólk fái leiða á manni. Þess vegna
er gott að hafa góða yfirmenn sem
sparka í mann ef þeim finnst mað
ur vera að sofna á verðinum. Það er
nefnilega auðvelt að komast létt út úr
þessu starfi ef maður heldur sér ekki
á tánum. Í gegnum tíðina hef ég feng
ið uppbyggilega gagnrýni frá mínum
yfir mönnum þar sem farið er yfir
þáttinn og það sem betur má fara,“
segir hann og bætir við að hann taki
gagnrýni vel. „Ég átti erfiðara með
það þegar ég var yngri. Í dag tel ég að
ég verði að þroskast og þróast til að
hafa sjálfur áfram gaman af þessu. En
svo verður maður að muna að það er
ekki hægt að gera öllum til geðs.“
Missti föður sinn tólf ára
Ívar er fæddur og uppalinn í Reykja
vík. „Ég hóf lífið í Vesturbænum en
flutti sex ára í Breiðholtið. Ég var einn
af þessum Fellavillingum, eins og við
vorum kallaðir. Það var alltaf mikill
hasar í kringum mann, maður stopp
aði lítið. Ég var enginn engill. Þetta
var kynslóðin sem kom aldrei inn og
maður hefði örugglega verið greind
ur ofvirkur í dag. Það hugtak var bara
ekki til í þá daga. Annars átti ég ótrú
lega fína æsku og þótt ég sé ekki kom
inn af efnafólki fannst mér mig aldrei
skorta neitt,“ segir Ívar sem er yngstur
þriggja systkina.
Þó var æska Ívars ekki bara dans
á rósum en hann var ekki nema tólf
ára þegar faðir hans, Guðmundur
Dalmann Ólafsson, lést aðeins 46 ára
að aldri. „Pabbi fæddist með hjarta
galla. Það var gat á milli hjartahólfa;
galli sem þykir ekki mikið mál í dag
að laga og sést strax á meðan barnið
er enn í móðurkviði. Árið 1972 var
þetta þó nokkuð stór aðgerð. Pabbi
var orðinn veikur en valdi að fara ekki
í aðgerð. Hann óttaðist að lifa ekki af
svæfinguna en hjartað hélt ekki leng
ur en sex ár í viðbót.
Í dag geri ég mér grein fyrir því
hversu mikið þrekvirki móðir mín
vann með því að sjá um okkur þrjú
ein. Hún vann láglaunastörf allt sitt líf
en var ekkert að velta hlutunum fyrir
sér. Þetta var bara lífið; að vinna. Hún
missti manninn sinn ung og var ein
eftir það og tók uppeldið alvarlega.
Þetta er kynslóðin sem byggði upp
landið og sætti sig við mun minna en
við gerum í dag. Hún kvartaði aldrei.“
Móðir Ívars, Soffía Jóhannesdóttir,
býr enn í Fellunum. „Mamma er
orðin 80 ára, er eldhress og býr rétt
hjá þar sem við ólumst upp. Að fara
til hennar er eins og að koma heim.“
Bróðir gekk honum í föðurstað
Ívar segist hafa tekist á við sorgina
sem fylgdi föðurmissinum hægt og
rólega. „Það situr alltaf í mér að hafa
misst pabba svona snemma og ég
gleymi aldrei þeirri stund þegar við
fylgdum honum til grafar. En ég var
heppinn að eiga bróður sem er fjór
um árum eldri en ég. Hann steig inn
í föðurhlutverkið og er þar líklega
ennþá, þótt við séum og höfum alltaf
verið miklir vinir. Ætli hann hafi ekki
tekið ábyrgð á mér upp frá þessu,“
segir Ívar og á þar við athafnamann
inn Hermann Guðmundsson, fyrr
verandi forstjóra N1. „Við Hermann
höfum alltaf verið bestu vinir. Ég hef
alltaf horft upp til hans, sérstaklega
þegar kemur að því að framkvæma
og búa til. Hans velgengni er sjálf
sprottin; hann kom sér sjálfur áfram.
Hann er mun jarðbundnari en ég
sem get flogið hátt og því er gott að fá
hans álit á hlutunum. Hann er minn
besti ráðgjafi.“
„Dauði hans breytti mér“
Ívar er 47 ára í dag og viðurkennir að
margt hafi farið í gegnum hugann
þegar hann varð jafn gamall föður
sínum þegar hann féll frá. „Ég gerði
mér grein fyrir hvað hann var í raun
inni ungur þegar hann lést. Þegar
maður er tólf ára eru allir sem eru
komnir yfir fertugt háaldraðir. Pabbi
var í rauninni í blóma lífsins.
Við tveir vorum rétt að byrja að
verða félagar. Þetta var á þeim árum
sem við vorum að þróa með okkur
vinskap úr því að vera einungis fað
ir og sonur. Ég hef reynt að hugsa til
tímans með honum með hlýju og ein
af hefðunum í kringum jólin er að
fara í kirkjugarðinn. Það hefði verið
gaman að geta eytt meiri tíma með
honum en það þýðir ekkert að dvelja
of mikið við það.
Að missa hann kenndi mér samt
margt, eins og að njóta dagsins og
þess sem maður er að gera í dag. Að
lifa í núinu en ekki í morgundegin
um eða í framtíðinni. Dauði hans
breytti mér, hugsunin breyttist.“
Byrjaði þrítugur að drekka
Ívar segist hafa verið erfiður ungling
ur. „Ég var heppinn að ég leiddist
ekki út í drykkju og slíkt. Ég hafði
óbilandi áhuga á öllum ökutækjum
og var kominn á skellinöðru tveim
ur árum áður en ég mátti taka prófið.
Ég hef nefnilega alltaf átt erfitt með
að bíða eftir hlutunum. Samt sem
áður slapp ég við allt sem heitir slys
en ég veit að mamma var oft með líf
ið í lúkunum.“
Ívar snerti ekki við áfengi fyrr en
hann varð þrítugur. „Það var ekki
meðvituð ákvörðun, ég bara missti af
því að byrja. Ég var alltaf á skellinöðr
unni eða að spila í félagsmiðstöðvum
þar sem þótti ekki við hæfi að vera
að drekka. Ég missti því af partíun
um þar sem jafnaldrar mínir byrjuðu
að fikta og fór ekki í framhaldsskóla
og komst þannig yfir aldurinn þegar
mesti þrýstingurinn er í gangi.
Seinna fór ég að íhuga hvort ég
ætti nokkuð að prófa þetta enda
öfgamaður í öllu sem ég tek mér fyrir
hendur. Ég fer alltaf „all in“; eins og
sést í líkamsræktinni. En svo tók ég
ákvörðun að fá mér í glas í þrítugs
afmælinu mínu og athuga hvort ég
yrði nokkuð mjög leiðinlegur. Ef ég
hefði ekki höndlað það hefði ég ekki
gert það aftur en ég varð mér ekki til
skammar. Ekki eftir því sem ég best
veit,“ segir hann brosandi.
„Ég var enginn engill“
Útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson var að-
eins tólf ára þegar faðir hans lést vegna meðfædds
hjartagalla. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Ívar
um 25 ára starfsferilinn, útvarpsstöðina sem hann
lét kaupa fyrir sig svo hann gæti látið drauminn ræt-
ast, vaxtarræktina, erfiðan skilnaðinn og bróðurinn
sem gekk honum í föðurstað.
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
„Við eyddum bara ekki
nægum tíma í að hlúa að
hjónabandinu á meðan við vor-
um að koma okkur upp þaki yfir
höfuðið og ala upp börnin
Fráskilinn á fimmtugsaldri Ívar
segir skilnaðinn hafa verið eitt af því
erfiðasta sem hann hafi reynt.