Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Page 29
Vetrarsport „Ekki hægt að líkja þessu við neitt“ Þ etta er miklu meira en bara skemmtilegt. Þetta er sjúkdómur,“ segir Þröstur Jón Sigurðsson, vélsleða- kappi með meiru. Þröstur eignaðist sinn fyrsta vélsleða fyrir 25 árum og hefur síðan þá farið í ótalmargar vélsleðaferðir um allt land og segir ómögulegt að hætta. „Algjört frelsi“ „Ég og bróðir minn erum aldir upp fyrir norðan og ólumst bara upp við þetta,“ segir Þröstur, spurður hvað hafi orðið til þess að hann fór út í þetta sport. Hann segir að það sé einfaldlega ekki hægt að hætta. „Þetta er alveg skelfilegt. Mann langar eiginlega bara að kasta öllu frá sér þegar það kemur gott veður og maður veit af snjó einhvers staðar,“ segir hann. „Vandamálið er það að þeir sem prófa þetta einu sinni eiga mjög erfitt með að hætta þessu. Þarna ertu kominn út í náttúruna og það er algjört frelsi. Það er ekki hægt að líkja þessu við neitt annað.“ Fer til Bandaríkjanna En hvar er hægt að fara á vélsleða? „Alls staðar þar sem við finnum snjó. Við förum á Lyngdalsheiði, Landmannalaugar, Bláfjöll, Hengil, Akureyri, Austurland, Vest- firði og Tröllaskagann allan. Það er bara farið þangað sem snjór er og gott veður,“ segir Þröstur, en hann nýtir hvert tækifæri sem gefst til að fara á vélsleða auk þess sem hann flýgur stundum til Bandaríkjanna og fer á vélsleða í Klettafjöllum. „Þetta er mjög ólíkt sport hérna heima og úti. Í Bandaríkjunum ertu yfirleitt að keyra inni í skógi í tveggja metra djúpum púðursnjó en hér eru náttúrlega engin tré svo þú ferð bara upp í fjöll og firnindi og ert yfirleitt í vindbörðum snjó.“ Stórhættulegt sport Þröstur segist þó lítið fara á vélsleða upp á jökul. „Ég fer frekar sjaldan upp á jökul. Maður er svo hræddur við jöklana því þeir eru svo sprungnir. Þeir eru náttúrlega svo sléttir líka að það er miklu meira gaman að vera í giljum og á fjöllum.“ En það er fleira en jöklasprung- ur sem vélsleðakappar þurfa að hafa í huga. „Þetta er stórhættulegt sport ef ekki er farið varlega og þessir sleðar eru orðnir svo gríðarlega öflug tæki að þetta er engin spurn- ing um hvort þeir komast upp fjöllin og brekkurnar heldur er það bara spurning um hvað haus- inn leyfir þér að fara langt. Og svo er snjóflóðahættan orðin talsvert mikil í dag svo það þarf að hafa hana vel í huga.“ n horn@dv.is n Þröstur segir frelsið á vélsleða algjört n „Stórhættulegt sport“ 7. febrúar 2014 U m s j ó n : B a l d u r G u ð m u n d s s o n / b a l d u r @ d v . i s „Mann langar eiginlega bara að kasta öllu frá sér þegar það kemur gott veður. Kúnstir Þröstur leikur listir sínar. Vélsleðagarpar Í góðra vina hópi. Skemmtilegt en hættulegt „Þetta er stórhættulegt sport ef ekki er farið varlega.“ m y n d ir ú r e in K A SA Fn i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.