Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Qupperneq 34
6 Vetrarsport Á Íslandi hefur brimbretta­ iðkun verið stunduð í mörg ár og sums staðar á landinu aðstæður eins og þær ger­ ast bestar í heiminum. Fáir gera sér grein fyrir því að hægt er að fara á brimbretti við strendur Ís­ lands allan ársins hring. Sveinn Orri Sveinsson er á meðal þeirra sem stunda sportið og segir það bæði ódýrt og skemmtilegt. „Þetta er ódýrt og stutt að rúlla úr Reykjavík í Þorlákshöfn,“ segir Sveinn Orri sem fer um það bil einu sinni í mánuði á brimbretti. „Best er þó að fara á haustin, þá er sjórinn enn heitur eftir sumarið og öldurnar farnar að stækka en það er ágætt að fara núna. Við klæðumst göllum sem koma í veg fyrir að okkur verði kalt. Við höfum meira að segja farið að kafa í Silfru þar sem vatnið er aðeins tveggja gráðu heitt. Sjórinn er kaldur núna, hann er átta gráður, en það er samt gaman að skreppa.“ Best finnst Sveini Orra að fara á brimbretti við Þorlákshöfn og þang­ að hefur hann vanið komur sínar. Hann segir brimbrettaiðkun við Þor­ lákshöfn svipaða og á Kanarí. „Það er enginn munur, nema það er hlýrra á Kanarí,“ segir hann og hlær. „Þetta eru alls staðar sömu lög­ málin, lægðir sem búa til öldur.“ Hann mælir með því að þeir sem ætla sér að stunda sportið fari fyrst á byrjendanámskeið til þess að læra réttu tökin. Eftir það sé ódýrt að koma sér upp búnaði. „Ég hafði gott af því að fara á námskeið, var svolítið lengi að læra að standa á brettinu, en um leið og það tókst þá var ég komin vel af stað. Ég keypti mér svo galla úti á 30 þúsund krónur og brettið keypti ég notað á svipaða upphæð. Það má stunda þetta sport á mjög ódýran máta.“ Brimbrettasportið er stundað bæði af stelpum og strákum. „Ég hef platað konuna með á bretti, það er mjög rómantískt sport að stunda saman.“ n kristjana@dv.is Helgarblað 7.–10. febrúar 2014 Ódýrt og skemmtilegt Sveinn Orri mælir hiklaust með því að prófa að fara að brimbretti við Íslands- strendur. Enginn munur á Kanarí og Þorlákshöfn Sveinn Orri fer á brimbretti í Þorlákshöfn Brimbrettastrendur landsins Á vefsíðunni Surf.is má sjá helstu brimbretta- strendur landsins fyrir utan Þorlákshöfn. Þ ú ert að takast á við alveg ótrúlegustu vandamál sem þú þarft að leysa eins og stærðfræðiþraut: líkamlega, andlega og allan pakkann. Þetta er eins og að takast á við öll vandamál ársins á kannski 50 metr­ um,“ segir Páll Sveinsson sem hefur stundað ísklifur í 35 ár. Frábært að klifra á Íslandi Dags daglega starfar Páll við upp­ setningu hugbúnaðar og kennslu, en á veturna notar hann frítíma sinn í að klifra í frosnum fossum lands­ ins. Hann segir mikið hafa breyst síðan hann hóf að stunda ísklifur undir lok áttunda áratugarins: tækn­ in, búnaðurinn og þekking fólks. Þá voru bara örfáir sem stunduðu ísklif­ ur, en þó fjöldinn hafi aukist er það ennþá lítill, þröngur hópur fólks sem iðkar íþróttina af einhverri alvöru. Þrátt fyrir óútreiknanlegt veður seg­ ir Páll aðstæður til ísklifurs á Íslandi vera frábærar svo engin þörf sé á því að ferðast til útlanda til að stunda sportið. „Þú getur í rauninni klifrað úti um allt land. En kjarninn af þeim sem stunda þetta er í Reykjavík, þannig að það er langmest klifrað í eins til tveggja tíma bíltúr fjarlægð frá Reykjavík. Hvalfjörðurinn er náttúr­ lega bara eitt leikfangaland eins og hann leggur sig. Það er alveg óhemju mikið og fjölbreytt klifursvæði þar.“ Mögulegt er að stunda ísklifur í allt að sex mánuðum en besti tíminn er í desember og janúar. „Ekki hættulegra en hvað annað“ Fólk kemst oft í hann krappan í klifrinu og ýmislegt óvænt getur komið upp á. „Þá kemur svona pínu aukahjartsláttur, en þegar allt kemur til alls er þetta bara áskorun og mað­ ur þarf að finna út úr því hvern­ ig maður ætlar að leysa hana. Það er þessi ofboðslega andlega og lík­ amlega áskorun, og yfirleitt meira andleg en líkamleg, sem mönn­ um finnst svona gaman að takast á við,“ segir Páll. Hann gerir þó ekki mikið úr hættunni sem fólk ímynd­ ar sér að fylgi ísklifri. „Þetta er bara nákvæmlega eins og með eiginlega allar íþróttir. Ef þú ferð í fótbolta en hefur ekki spilað í þrjú ár þá eru all­ ar líkur á að þú meiðir þig. Ef þú veist hvað þú ert að gera og ert í þjálfun þá er þetta ekki hættulegra en hvað annað. En ef þú ert óreyndur og ekki í þjálfun þá er þetta afspyrnuhættu­ legt sport. Raunverulega er ísklifur bara eins og dans, ballett, að hjóla eða hvað það er, ef þú ert ekki með grunntækniatriðin á hreinu þá gerir þú allt vitlaust og þá ertu að eyða svo ofboðslega mikilli orku að þú getur ekki einu sinni borað í nefið þegar þú kemur heim.“ Fyrstu skrefin – björgunarsveit eða námskeið Ólíkt sumum öðrum íþróttum getur maður því ekki stokkið til einn síns liðs og byrjað að klifra í fossum. En hver eru þá fyrstu skrefið fyrir fólk sem hefur áhuga á að kynnast sportinu? „Einfalda leiðin er að ganga í björgunarsveit þar sem þú ert skólaður í öllum öryggisatriðum og tækniatriðum og svo er þér sleppt lausum, en þá ertu að sama skapi búinn að kynnast fjölda fólks. Hin leiðin er að fara á námskeið. Íslensk­ ir fjallaleiðsögumenn eru til dæmis með prógramm. Þú getur líka farið á klifurnámskeið í Klifurhúsinu og getur svo þreifað þig áfram, farið inn í Íslenska Alpaklúbbinn og kynnst því sem er í gangi,“ segir Páll. „Þetta snýst fyrst og fremst um að koma sér í góðan félagsskap. Þú getur ekki gert þetta einn, þú verður að vera í góð­ um hóp með félögum sem þú treystir vel, ekki vera að pukra bara einn úti í horni.“ Byrjunarkostnaðurinn sem þarf að greiða fyrir verulega góð­ an búnað sem endist jafnvel í ára­ tug getur verið frá 500.000 og upp í 700.000 krónur, en mögulegt er að kaupa allt notað fyrir um tvö hund­ ruð þúsund krónur. En Páll efast ekki um að þeim peningum sé vel varið. „Gleðin sem þú færð til baka gerir þetta hverrar krónu virði.“ n Klifur bæði andleg og líkamleg áskorun n Ekki hættulegra en aðrar íþróttir n Tekist á við öll heimsins vandamál á 50 metrum Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Pínu aukahjartsláttur Róbert Halldórsson klifrar á ísklifurhátíð í Haukadal um síðustu helgi. Mynd HElGi EGilSSOn Á fjalli „Þú getur í rauninni klifrað úti um allt land,“ segir Páll. Mynd FacEBOOK PÁll SvEinSSOn „Ef þú veist hvað þú ert að gera og ert í þjálfun þá er þetta ekki hættulegra en hvað annað. líkamleg og andleg áskorun Páll Sveinsson hefur stundað ísklifur í 35 ár. Mynd HElGi EGilSSOn Ísklifurturn Rúna Thorarensen klifrar upp ísklifurturninn í Grafarvogi. Mynd HElGi EGilSSOn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.