Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Qupperneq 35
Vetrarsport 7Helgarblað 7.–10. febrúar 2014 Y ngsti skíða- eða brettaiðk- andinn í fjallinu þarf tíma til þess að læra hvernig best sé að koma sér niður brekk- una. Foreldrar eða forráða- menn verða að sýna mikla þolin- mæði því athygli barnanna er oft lítil. Því er gott að ætla þeim ekki of mikið í hvert sinn, heldur taka sér klukku- tíma eða tvo í minnstu brekkunni. Bæði í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli eru svokölluð töfrateppi, færibönd sem auðvelt er að standa á og fara ekki langt upp. Best er að byrja á þeim og kenna barninu hvernig skíðin eða brettið hegðar sér þegar búið er að festa það á sig. Börn á skíðum þurfa að læra að setja skíðin saman fremst í það sem er kallað plógur eða pítsusneið. Best er að gera slíkt á jafnsléttu, efst í brekkunni áður en farið er af stað niður. Þeir sem eru góðir á skíðum geta skíðað með börnin afturábak, en aðrir geta líka notað stafi eða stangir sem börnin halda í og þannig má halda hraðanum niðri. Plógur orðinn að pítsusneið „Það mikilvægasta er að börnin læri að stoppa. Fyrst þurfa þau að byrja að læra það, áður en þau fara í eitt- hvað annað. Þá er pítsusneiðin, eða plógur, fyrsta mál á dagskrá,“ seg- ir Linda Björk Pálsdóttir, skólastjóri Skíðaskólans í Hlíðarfjalli. „Börn- in vita hvernig pítsusneið lítur út, þau vita auðvitað ekkert hvað plóg- ur er. Ef þau fá góða og rétta kennslu, þá ættu þau ekki að vera lengi að ná þessu. Fimm til sex ára börn ættu að geta náð grunnatriðunum nokkuð fljótt en þau yngri hafa kannski ekki sömu athyglina, þau eru kannski frekar að leika sér. Á meðan þau geta ekki stoppað sjálf, þá þurfa þau að vera á öruggu svæði. „Þegar þau hafa náð tökum á því, er gott að fara með börnin í diska- lyftuna. Börnin fara þá að æfa sig í því að stýra hraðanum með beygjum og ná góðu öryggi á skíðunum. Eftir þá þjálfun er komið að stólalyftunni,“ segir Linda Björk. Fyrir brettakrakka gilda svipaðar reglur, en þau geta reyndar farið beint af töfrateppinu í stólalyftuna. Mun auðveldara er fyr- ir þau að fara í stólalyftu en diska- lyftu, auk þess sem erfiðara er að fara hratt. Fór að æfa eftir skíðaskóla Auður Brynja Sölvadóttir hóf skíða- feril sinn í skíðaskólanum hjá Lindu en hún er nú í íþróttaskóla í Noregi þar sem hún getur æft sig af kappi á skíðunum. „Ég flutti frá Reykja- vík til Akureyrar þegar ég var fimm ára og þar sem fjallið er svo nálægt kom ekki annað til greina en að prófa skíði. Linda hjálpaði mér mik- ið, ég fór í skíðaskólann og svo einka- tíma hjá henni og lærði mikið, var í raun mjög fljót að ná tökum á þessu. Tveimur árum síðar fór ég að æfa og hef ekki litið til baka síðan þá,“ segir Auður Brynja. n Í skíðaskóla Margir foreldrar kenna börnum sínum sjálfir á skíði og byrja snemma. Skíða- skólar eru einnig í boði á mörg- um skíðasvæðum landsins. n Svona kennirðu barni á skíði n Þurfa að tileinka sér „pítsusneiðina“ Þurfa að geta stoppað Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is „Börnin vita hvernig pítsusneið lítur út, þau vita auðvitað ekkert hvað plógur er Keppt með frjálsri aðferð Á Vetrarólympíuleikunum sem eru í Sochi í Rússlandi verður í fyrsta skipti á ólympíuleikunum keppt í íþróttinni „freeskiing“, sem segja má að sé nýtt afbrigði íþróttarinnar með frjálsri aðferð, sem stunduð hefur verið á Íslandi um nokkurt skeið. Þetta nýlega afbrigði snýst um að íþróttamað- urinn sýnir tækni sína á ýmist slám, kössum eða öðrum hindr- unum. Sérstök skíði eru nauðsyn- leg til að stunda íþróttina og má kaupa þau búðum svo sem Ever- est, Skíðasport og Útilífi. Endurkoma snjóskautanna DV fjallaði um á dögunum endurkomu snjóskauta en þeir voru seldir á Íslandi á níunda áratug seinustu aldar. Ekki stend- ur til að flytja inn skautana til Íslands en hægt er að panta skóna á heimasíðu fyrirtækis- ins sleddogsskates.com og kosta þeir um þrjátíu þúsund krónur með öllum gjöldum. Ingi Freyr Sveinbjörnsson, sem er einn fremsti íþróttamaður heims á skautunum, segir að upplifun við að renna sér á skautunum niður hlíðar sé eins og að vera á línu- skautum í snjó. FXNytro M-TX árg. 2014 Verð nú frá 2.690.000 VERÐLÆKKUN! Vegna styrkingar krónunnar býður Arctic Trucks nú hina áreiðanlegu og eyðslugrönnu FXNytro M-TX sleða með 100 þúsund króna afslætti! www.yamaha.is Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 Vetrar- og útivistarhátíð á Akureyri 13.-16. febrúar /eljagangurwww.eljagangur.is Lj ós m yn d: © A xe l Þ ór ha lls so n Fylgstu með Él jagangi á sjónvarpsstö ðinni N4! skíði - bretti - sleðar - s leðahundar þyrluskíði - sleðaspyrna - ístölt gönguskíði - fjallganga - brettasession námskeið - sýningar - m enning ... og hellingur í viðbót! Skoðaðu dagskrá og viðbu rði á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.