Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Qupperneq 38
Helgarblað 7.–10. febrúar 201430 Fólk Viðtal Þegar ég hugsa til baka sé ég hvernig ég breytti um lífsstíl þegar ég byrjaði að lyfta. Ég hafði ekkert pælt í mataræðinu, var grannur en ekki í einhverju æðislegu formi. Ef þú hugsar um það sem þú borðar og passar þig að setja hreyfingu framar- lega í forgangsröðina gengur þetta vel. Ekki láta allt annað en sjálfan þig ganga fyrir því þú þarft að hugsa um þig til að geta gef- ið af þér til annarra. Maður skilur þetta betur þegar maður eldist. Þetta er spurning um það hvernig þú vilt eyða lífinu. Það þarf ekki að fara mikill tími í hreyf- ingu, einn klukkutími á dag er allt sem þarf, með því að ganga inn og út úr ræktinni. Besta ráðið er að gera þetta reglulega en ekki eyða of mikl- um tíma.“ Strítt vegna augnanna Ívar er með meðfæddan fæðingargalla sem lýsir sér þannig að sinin sem heldur augnlokunum opnum er ekki til staðar. „Ég er með mjög góða sjón en þetta hefur háð mér útlitslega. Ég get ekki lyft augn- lokunum nema með enninu. Þegar ég var ungur var ekkert annað í boði en að víra upp augnlokin sem þýddi að ég yrði að sofa með opin augun. Núna er sjálfsagt hægt að laga þetta með betri tækni en þar sem þetta truflar mig ekki mikið lengur hef ég ekki kynnt mér hana. Kannski læt ég laga þetta einhvern tímann. Maður yrði samt örugglega skringilegur með stór augu,“ segir hann hlæjandi en játar svo að hann honum hafi ver- ið strítt út af þessu í æsku. „Þegar ég fæddist hélt fólk að ég væri blindur enda kann ungbarn ekki að lyfta enninu. Sem barni var mér strítt út af þessu og það ligg- ur við að mér sé enn strítt sem mér finnst ótrúlegt. Aldrei dytti mér í hug að gera grín að útliti fólks. En svo virðist sem fólki finnist þetta mjög fyndið og það böggar mig ekkert í dag. Ég hef fyrir löngu brynjað mig. Núna svara ég fyrir mig og segi gjarn- an „mér finnst þú nú ekki hafa efni á að gera grín að útliti annarra“,“ segir hann og brosir. Ekki ríkur á Hámarki Líklega hefur vinskapur og sam- starf Ívars og Arnars Grant ekki farið fram hjá neinum en saman standa þeir að Hámarki og öðrum heilsu- vörum. Ívar þvertekur fyrir að þeir félagarnir séu orðnir ríkir á því. „Ef við byggjum í stærra landi yrðum við örugglega ríkir. Þetta er frábær bú- bót en við búum aðeins í 320 þús- und manna samfélagi og verðum því seint auðugir á þessu. Það er bara gaman að skapa eitt- hvað og búa til; að sjá hugmynd- ir verða að veruleika. Það er það skemmtilegasta. Að varan seljist vel er bara bónus. Ég þarf alltaf að vera að og prófa eitthvað nýtt og get verið mjög hvat- vís. Þá er gott að bera hugmyndirnar undir fólk eins og Hermann bróður sem sér betur stóru myndina.“ Ekki afi strax Ívar var aðeins 22 ára þegar hann fór að vera með barnsmóður sinni en þau skildu í lok árs 2012. Börnin eru þrjú, þau Anna Líney, 22 ára, Andri Kristján, 20 ára, og Sara Lind, 9 ára. Tvö elstu búa hjá honum en sú yngsta er viku hjá honum og viku hjá móður sinni. Hann segist njóta föðurhlutverks- ins. „Ég setti þau ung í íþróttir. Eldri dóttir mín var í unglingalandsliðinu í fimleikum og er núna á fullu í rækt- inni, strákurinn var í fótbolta og fim- leikum en er núna að lyfta og í mót- orkrossi og sú yngsta æfir skauta og handbolta. Það mætti segja að það sé einhver hreyfiþörf hjá þessari fjöl- skyldu og vonandi er maður sæmileg fyrirmynd að því leytinu. Ég er í mjög góðu sambandi við börnin og þau elstu eru miklir vin- ir mínir enda er þetta orðið fullorðið fólk,“ segir hann en þvertekur fyrir að þau séu að fara gera hann að afa á næstunni. „Mín fyrrverandi er búin að banna dóttur okkar að gera hana að ömmu strax. Kannski heldur það eitthvað,“ segir hann brosandi. Fráskilinn á fimmtugsaldri Hann viðurkennir að skilnaðurinn hafi verið erfiður og að það hafi ver- ið visst áfall að standa uppi fráskil- inn á fimmtugsaldri. „Við vorum búin að vera saman í 23 ár. Hún var mín fyrsta alvöru kærasta eða sú eina sem ég hafði verið með lengur en í tíu mánuði. Ég upplifði að vissu leyti að mér hefði mistekist, að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Við eyddum bara ekki nægum tíma í að hlúa að hjóna- bandinu á meðan við vorum að koma okkur upp þaki yfir höfuðið og ala upp börnin,“ segir hann og bætir við að þeim hafi tekist að halda skilnaðin- um fyrir sig í heilt ár áður en fréttirn- ar komu í slúðurblaði. „Við reyndum að halda þessu bara fyrir okkur af til- liti við fjölskylduna og krakkana enda fannst okkur þetta okkar einkamál sem við vildum ekki láta blása út. Að skilja er eitt af því erfiðasta sem ég hef reynt á ævinni. Svo verð- ur þetta spurning um það hvern- ig maður vinnur úr málunum og hvernig samskipti milli fólks verða. Sambandið á milli okkar hefur ver- ið frábært og samskiptin nánast dag- leg. Við erum bæði þannig karakt- erar að við erum ekki mikið fyrir að vera með vesen. Við höfum aldrei rifist mikið, nánast aldrei. Skilnað- urinn var í eins miklum vinskap og möguleiki er á og við ætlum okkur að halda þessari vináttu. Það er ekki hægt að breyta fortíðinni.“ Sjálfsöruggar konur heilla Í dag er Ívar að læra að lifa lífinu sem einhleypur maður. „Auðvitað langar mann að geta deilt lífinu með góð- um maka en ég er ekki leitandi log- andi ljósi þótt það sé kannski alltaf í undirmeðvitundinni. Ég er bara í ró- legheitum að skoða málin. Ég heillast af metnaðarfullu fólki og konum sem eru að gera eitthvað með líf sitt og framkvæma hlutina. Kannski svipaðri týpu og mér; konu sem hefur gaman af því að vera til og nýtur lífsins. Annars held ég að mað- ur stjórni því ekki nákvæmlega hvern- ig manneskju maður finnur. Það ger- ist bara eitthvað þegar hún kemur. Draumakonan þarf ekkert endi- lega að vera í súpergóðu formi en það væri gott að hún hefði áhuga á hreyf- ingu og hefði gaman af því að fara á skíði. Það hjálpar alltaf að áhuga- málin séu svipuð,“ segir Ívar sem er hófsemin uppmáluð þegar hann er inntur eftir því hvort hann fái ein- hvern frið þegar hann skellir sér út á lífið. „Ég er svo heppinn að þekkja margt fólk og þarf að tala við marga þegar ég fer út á lífið, það er ábyggi- lega ekki auðvelt að fara með mér eitthvað út af þessu. Jú, jú, konur reyna við mig al- veg eins og ég reyni við konur. Það er jafnt á báða bóga. Konur eru mun óheftari í dag en þegar ég var yngri. Sem er gott. Þær eru sjálfstæðar og sjálfsöruggar og það er mjög heill- andi kostur. Sjálfstraust er heillandi.“ Of góður pabbi Þrátt fyrir miklar breytingar síðustu misserin horfir Ívar björtum augum fram á við. „Fram undan er skemmti- legt ár. Í fyrsta lagi er ég að stíga mín fyrstu skref sem einhleypur maður og svo ætla ég mér að einbeita mér að samstarfi okkar Arnars, að koma því lengra. Annars er ég voðalega vana- fastur oft og tíðum. Hlutirnir þurfa að vera í lagi, heimilið þarf að vera í lagi og samskiptin við fjölskylduna þurfa að vera í lagi,“ segir hann og bætir hlæjandi við að eflaust sé hann of góður pabbi á stundum. „Hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín? Við ætl- um bara að njóta ársins saman, fara í ræktina, bíó, skíði og á línuskauta. Og á tónleika. Við höfum það fjölbreytt og skemmtilegt án þess að það sé of skipulagt. Ætli börnin mín hafi mig ekki nokkurn veginn í vasanum.“ n „Að missa hann kenndi mér samt margt, eins og að njóta dagsins. Með börnunum Elstu börn Ívars búa hjá honum en yngsta dóttirin er viku hjá honum og viku hjá móður sinni.„Þegar ég var ungur var ekkert annað í boði en að víra upp augnlokin sem þýddi að ég yrði að sofa með opin augun Draumurinn rættist Ívar þráði alltaf að verð a útvarpsmaður og fékk félaga sinn til að kaupa FM957 svo dra umurinn gæti ræst. Hættur að keppa Ívar er hættur að keppa í vaxtarækt en hann hefur æft stíft frá 22 ára aldri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.