Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Blaðsíða 41
Helgarblað 7.–10. febrúar 2014 Fólk Viðtal 33 „Ég brosti ekki í mánuð“ en allt. Við höfum átt magnaðar sýn- ingar saman enda miklir gleðigjaf- ar, fallegar og góðar,“ segir hann og játar því að dúfurnar hafi allar sinn karakterinn. „Það er alveg magnað hvað þær eru ólíkar. Þetta eru bráð- gáfuð dýr, með þroska á við þriggja, fjögurra ára barn og geta lært hell- ing og hlegið líka,“ segir hann en af 35 dúfum eru þau Snúlli og Sól- ey í mestu uppáhaldi. „Þetta snýst alltaf um traust. Ég trúi því að ef þú ert góður við dýrin og veitir þeim óeigingjarna ást þá geri þau allt fyr- ir mann. Þetta er ótrúlegt samband.“ Fólk misskilur frægð Eftir viðburðaríkt síðasta ár ætlar Einar Mikael að reyna að hvílast eitt- hvað í ár. „Ég held að ég hafi ekki átt eina fríhelgi síðan í janúar 2013 og enn rignir yfir mig fyrirspurnum. Ég reyni að sinna öllu sem ég get því ég vil ekki segja nei. Svo er ég að vinna að risa verkefni sem ég get ekki sagt meira um að sinni. Árið 2014 verður besta árið hingað til.“ Hann segist vel finna fyrir að vera orðinn þekkt andlit í samfélaginu. „Ég hef verið sýnilegur frá árinu 2011 og núna eftir jólin fer ég ekki út án þess að fólk þekki mig. Ég var búinn að undirbúa mig fyrir þetta og lesa mig til um fólk sem hefur náð langt. Fólk misskilur oft frægð. Það getur verið erfitt að höndla hana og maður þarf að eiga fyrirmyndir í þeim efn- um. Ég þarf að vera umburðarlynd- ur gagnvart fólki sem biður mig um myndir með mér. Ég er ekkert alltaf stemmdur til þess en ég brosi og er glaður. Fólk heldur að ég sé alltaf til í að tala um töfrabrögð, sýningar og dúfur en ég vil bara að fólk komi fram við mig eins og alla aðra.“ Hann segist stundum verða fyr- ir ónæði og þá aðallega í gegnum netmiðla. „Ég hef alveg fengið skít- kast. Einhvers staðar líður einhverj- um illa og sendir á mig skilaboð. Svo hef ég oftar en einu sinni fengið að heyra, þegar ég er að panta mér mat á veitingastöðum, af hverju ég töfri hann ekki bara fram sjálfur. Ég er mis- vel stemmdur en þarf að brosa. Það er mikilvægt að hafa stjórn á tilfinning- um sínum og ég held að það sé nánast vonlaust að koma mér úr jafnvægi.“ Nýtur mikillar kvenhylli Hann segir töframenn eftirsótta hjá kvenþjóðinni. „Ég kvarta ekki og held að ég njóti bara mjög mikillar kvenhylli fyrir að vera öðruvísi. Ég finn fyrir áhuga, fæ oft skilaboð á samfélagsmiðlunum, hvað ég ætli að gera um helgina og hvort ég geti komið og sagað þær í sundur,“ segir hann hlæjandi og bætir við að stelp- ur þurfi að þora að vera þær sjálfar til að heilla hann. „Ég vil að þær séu hressar og skemmtilegar því ég er það sjálfur. Sumir eru alltaf að reyna að vera eitthvað annað. En ég gef öllum séns. Ég gæti þó ekki haft einhverja neikvæða í kringum mig allan daginn né einhverja sem þarf endalaust að elta næsta trend. Í dag hef ég ekki tíma til að vera í sam- bandi því ég geri ekkert nema geta gert það vel.“ Erfið æska Varðandi æskuna segir hann lífið ekki alltaf hafa verið dans á rósum. „Ég flutti gífurlega mikið og á því vini héðan og þaðan um heim- inn. Ég hef alltaf átt auðvelt með að kynnast fólki og er aldrei hræddur við neitt, fer bara af stað og prófa. Ég var settur í nýtt og nýtt umhverfi og varð að tækla nýjar aðstæður. Sum- ir hefðu eflaust brotnað niður en ég hef alltaf verið jákvæður og glaður og það bjargaði mér. Ég átti samt oft erfitt með að skilja hlutina. Ég fékk enga skýringu; ekki fyrr en ég varð eldri, og var oft ósanngjarn og reið- ur. En mér þykir ofboðslega vænt um foreldra mína og trúi því að sama hvort æskan sé góð eða erfið þá sé alltaf verið að undirbúa mann fyrir lífið. Fólk á ekki að halda aftur af sér og segja; mamma og pabbi voru svona og svona og þess vegna er ég svona í dag. Það er bara af- sökun. Foreldrar mínir, eins og allir aðrir foreldrar, gerðu sitt allra besta sem þau gátu og höfðu þekkingu til. Lífið er ekkert alltaf auðvelt. Það eru ekki allir fæddir til að verða foreldr- ar en það gera allir sitt besta. Ég hef öðlast reynslu í lífinu enda hef ég reynt ýmislegt. Ætli það megi ekki segja að ég sé gömul sál. Báðir for- eldrar mínir voru þroskaðir þegar þau áttu mig og ég er þakklátur fyrir margt enda elska ég foreldra mína meira en allt.“ Of praktískur til að drekka Hann segist alltaf hafa aðhyllst heilbrigðan lífsstíl. „Báðir foreldr- ar mínir hafa átt erfitt með áfengi í gegnum tíðina og ég ákvað að drekka ekki. Ég hef ekki þurft þess. Fólk notar áfengi til að losa um taumana en ég er það opinn að ég get gengið upp að hvaða mann- eskju sem er og byrjað að spjalla. Ég er líka of praktískur í hugsun til að drekka en það lærði ég þegar ég bjó í Þýskalandi. Svo reyni ég að hreyfa mig mikið enda erum við fædd til að hreyfa okkur og þegar ég mæti í World Class er ég ákveðinn og grimmur. Fólki finnst samt alltaf jafn skrítið að sjá mig boxa en ég hef aldrei slegist utan hringsins og aldrei haft neina þörf til að slást nema við púða.“ Horfðist í augu við dauðann Hann viðurkennir að velgengnin hafi á stundum verið við það að stíga honum til höfuðs. „Ég blind- aðist einu sinni en það er hluti af því að læra. Þá þurfti ég að bremsa mig af. Athyglin var mikil og ég hafði framkvæmt ótrúlegustu hluti eins og að láta bíl hverfa og látið hengja mig upp í loftið í spennitreyju. Þar horfðist ég í augu við dauðann og þá breyttist lífið. Í dag er ekki til neitt sem heitir ótti í mér. Ég kann betur að meta lífið og upplifði þetta „flashback“, lífið þaut fram hjá. Ég var í hættu og sá allt sem mér þótti vænt um, fjölskylduna, dúfurnar svifu fram hjá. Mér leið eins og þessar fjórar sekúndur hefðu verið klukkutími,“ segir hann en segir að þótt hann sé ánægður með árangur sinn hafi hann aldrei verið hroka- fullur. „Ég vona allavega að enginn hafi upplifað mig þannig. Stærsti lykillinn í lífinu er að hafa æðri til- gang. Þú kemst ekki langt ef þú hugsar bara um sjálfan þig. Ég var fæddur til að verða töframaður og mitt markmið er að gleðja fólk og að öll börn geti notið töfrabragða og sjónhverfinga.“ n „Drukkið fólk man ekkert eftir þér daginn eftir svo þú getur sýnt sömu brögðin aftur og aftur og það verður alltaf jafn hissa Horfðist í augu við dauðann „Ég blindaðist einu sinni en það er hluti af því að læra. Þá þurfti ég að bremsa mig af. Athyglin var mikil og ég hafði framkvæmt ótrúleg- ustu hluti eins og að láta bíl hverfa og látið hengja mig upp í loftið í spennitreyju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.