Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Side 54
Helgarblað 7.–10. febrúar 201446 Menning
Vegabréf
Sigmundar
Grænland hallar sér upp að
Íslandi eins og bústin móð-
ir. Það er líkast því að þessi
mikilúðlega eyja vilji vernda
litla skerið í austri; taka það
í fang sér, umvefja og hugga.
Svo alvarlega tekur hún þetta
hlutverk að hún hringar sig
vægðarsamlega um Ísland;
landið græna liggur nefnilega
sunnan, vestan, norð-
an – og austan við
Ísland, sem er nátt-
úrlega landfræði-
legt afrek.
Sú þversögn
blasir við á Grænlandi
að þar finnst Íslendingi hann
vera staddur einna lengst frá
heimahögum sínum. Sundið
milli Íslands og Grænlands er
aðeins tæplega 300 kílómetra
spölur þar sem einn öflugasti
hafstraumur heims fer belj-
andi um á milli Íshafsins og
Atlants hafs.
Og eiginlega er ekkert vold-
ugra og vöxtulegra en Græn-
land; ekki einasta er það meira
en tuttugu sinnum stærra en
Ísland, heldur er það allt svo
stórt í sniðum hvað náttúru,
veður og mannlíf varðar.
Karlarnir í Qagortoq
lifa glaðast í minningunni.
Andlitið tálgað af óvægnum
veðrum. Allur skrokkurinn
markaður erfiði og byrði. Aug-
un kvik og næm – og tann-
laust brosið eins og áminning
þess að eitthvað tekur tíminn
af öllum.
Við fylgdum þeim af kajanum
upp á Ellevsvej. Tveir þeirra
óku hjólbörum með blóðug-
um sel um borð í ryðguðum
belgnum. Ekkert virt-
ist gleðja þá meira
í lífinu en að hafa
drepið sér þennan
drjúga kost til mat-
ar. Og nú var hleg-
ið svo að segja alla
leiðina upp að hæðinni þar
sem blokkin þeirra stóð.
Þeir höfðu á orði að dönsku
nýlenduherrarnir hefðu redd-
að forláta flosteppi á stiga-
ganginn í eina tíð. En klikkuðu
vitaskuld á menningunni, tístu
þeir innfæddu og hlógu; það
er að sjálfsögðu svo að þegar
menn draga rotaðan sel upp
á fjórðu hæð fer innflutt teppi
fljótt í graut. Og nú drógu þeir
flykkin upp á hæð, yfir berar
tröppurnar – og þaðan gegn-
um íbúðina, en því næst út á
pall.
Við vorum tveir íslenskir
sjónvarpsmenn sem mynduð-
um þessar aðfarir með neðri
hökuna lafandi. Og svo gáfu
þeir okkur bita, nánast heit-
an enn af nýdauðri skepn-
unni. Fer hér engum sögum af
bragðinu, en þeir klipu okkur
báða í punginn að skilnaði,
því svona matur yki mönnum
þrótt og þrek í neðra; það vissu
allir á Grænlandi, jafnt konur
og menn.
Sigmundur Ernir Rúnarson
hefur ferðast víða á ferli sínum
sem sjónvarpsmaður,
alþingismaður, rithöfundur
og skáld – og deilir hér reynslu
sinni með lesendum.
Þeir klipu okkur
báða í punginn
Fínt partý en engir flugeldar
Þ
að kom loksins að því.
Langri bið er lokið og
Playstation 4-leikjatölv-
an er komin á markað
á Íslandi. Á sama tíma
kom nýjasti Killzone-leikurinn út,
Killzone: Shadow Fall, en útgáfa
leiksins var beintengd útgáfu tölv-
unnar og eflaust margir sem hafa
fengið leikinn með leikjatölvunni.
Eins og mörgum er kunnugt ger-
ast Killzone-leikirnir í framtíðinni
og fjalla þeir um baráttu hinnar illu
Helghast-þjóðar og Vektan-þjóðar-
innar, en báðar deila þær sömu
plánetunni. Óhætt er að segja að
grunnt sé á því góða á milli þeirra
og vofir stríðsástand yfir. Leikurinn
gerist nokkrum áratugum eft-
ir Killzone 3, forvera Shadow Fall,
nánar tiltekið árið 2367.
Eins og gefur að skilja er allt út-
lit leiksins framúrskarandi, enda
ekki við öðru að búast af splunku-
nýrri leikjatölvu frá Sony. Þar sem
lítil reynsla er komin á vélina er
erfitt að leggja mat á útlitið og bera
það saman við útlit annarra leikja
sem komnir eru út.
Það sem er öllu auðveldara
að leggja mat á eru gæði leiksins;
söguþráð og spilun. Shadow Fall
er ágætis skemmtun en mun lík-
lega ekki lifa lengi í minningunni.
Framúrskarandi leikir bjóða upp
á eitthvað óvænt í spiluninni, eitt-
hvað sem maður hefur ekki séð
áður. Dæmi um þannig leiki í PS3
má nefna Uncharted og God of
War-seríurnar sem slógu rækilega
í gegn. Shadow Fall býr ekki yfir
þessu óvænta þó leikurinn bjóði
upp á útlit og grafík sem ekki hef-
ur sést áður. Söguþráðurinn er
margslunginn og það er auðvelt að
missa þráðinn og þá eiga samtöl
milli persóna það til að vera stirð.
Netspilunin gefur leiknum auk-
ið vægi þó að hún komist að mati
undirritaðs ekki með tærnar þar
sem Call of Duty- og Battlefield-
leikirnir hafa hælana.
Sem fyrr segir er Killzone:
Shadow Fall ofboðslega flottur
tölvuleikur þó spilunin sem slík sé
ekki framúrskarandi. Góðu frétt-
irnar eru þær að PS4 er nýkomin
út og þess verður ekki lengi að bíða
að einhver epískur leikur líti dags-
ins ljós. Killzone: Shadow Fall fell-
ur ekki alveg í þá kategóríu. n
Flott grafík Killzone: Shadow Fall er
flottur eins og við var að búast. Leikurinn
stendur þó ekki alveg undir væntingum
enda vankantar á spiluninni.
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Tölvuleikir
Killzone Shadow Fall
Fyrstu persónu skotleikur
Spilast á: PS4
Metacritic: 73
B
irgir Örn Steinarsson tónlistar-
maður, sem gerði garðinn
frægan með hljómsveitinni
Maus á tíunda áratugnum
og byrjun þess síðasta, fagn-
aði tuttugu ára afmæli sveitarinnar á
síðasta ári. Það er óhætt að segja að
Birgir Örn sé með fjölmörg járn í eldin-
um þegar blaðamaður heyrir í honum
hljóðið og fregnar að hann hefur með-
al annars gefið út nýtt lag á Youtube;
Það vex með þér leyndarmál.
Handritsgerð, útskrift og
sólóplata
„Í tónlistinni er það helst að frétta að
Maus er byrjuð að spila aftur og stefn-
ir á nokkrar „framkomur“ í ár (þegar
búið að tilkynna um Eistnaflug) og ég
er að stefna á að hljóðrita sólóplötu í
maí,“ segir Birgir. „Eða um leið og ég
er búinn að klára BS-gráðuna mína
í sálfræði úr HÍ. Um svipað leyti – í
maí – verður fyrsta kvikmyndin sem
ég skrifaði handritið að frumsýnd –
hún heitir Vonarstræti og leikstýrt af
Badda Z, sem skrifaði með mér hand-
ritið. Þessa dagana erum við svo að
vinna að nýju handriti, í samstarfi við
Jóhannes Kr. – leikna bíómynd í fullri
lengd um íslenska sprautufíkla.“
Hjólaði nakinn í Árbænum
Birgir Örn er sannkallaður Reykja-
víkurdrengur fyrir utan nokkur ár
sem hann eyddi í London. Fyrstu
sterku minningarnar á hann úr Ár-
bænum þar sem hann hjólaði nakinn
um götur hverfisins.
„Ég er fæddur á Landspítalan-
um í Reykjavík, þann 17. maí kl.
05.17 árið 1976. Ótrúlegt en satt.
Ég á einhverjar óljósar minningar
af mér fjögurra ára þegar ég bjó í
Breiðholtinu, en ég get ekki verið
viss um að þær séu ekta. Ég man eft-
ir mér greinilega eftir að ég flutti í
Hraunbæ 110, þá fimm ára. Ég man
eftir að hafa hjólað nakinn í lóðinni
heima, að hafa misst mótorhjól ofan
á mig og eftir ótal götum á hausinn
sem ég fékk á einn eða annan hátt.“
Flutti 10 sinnum í uppvextinum
Birgir Örn hefur komið víða við í
borginni. „Ég hef búið hér og þar og
alls staðar. Ég held að ég hafi flutt um
10 sinnum fyrir 18 ára aldurinn og
eflaust oftar eftir það. Bjó stærstan
hluta æsku minnar víðs vegar í Ár-
bæjarhverfinu. Bjó í nokkur ár í
London en hef að mestu haldið mig
við miðbæinn seinni ár.“
Sterkustu minningarnar seg-
ir hann ekki bundnar við staði. Að-
spurður svarar hann: „Í höfðinu á
mér, líklegast.“
Erfitt að skilja við piparsveins-
íbúðina í London
En skyldi hann hafa verið feginn að
flytja frá einhverjum þeirra staða sem
hann fluttist á? Og hvaða staði var
erfitt að skilja við?
„Ég var mjög feginn að flytja úr
Suðurbæ Hafnarfjarðar, þar sem ég
bjó í eitt ár í kringum 17 ára aldurinn.“
Einhverjir staðir sem var erfitt að
skilja við?
Það var mjög erfitt að skilja við
„bachelor-padið“ sem ég bjó í Black-
heath-hverfi London við Greenwich
Park. Það var algjört ævin týri að búa
þar.“
Evrópskt yfirbragð á
Vesturvallagötu
Í dag er löngu liðinn piparsveinstími
hans í London. Birgir Örn er ham-
ingjusamlega kvæntur faðir og býr við
náungakærleik í vesturbænum.
„Ég bý í lítilli en yndislegri íbúð við
Vesturvallagötu í Vesturbænum. Ég
hef búið lengst af öllum stöðum þar
sem ég bý núna, eða í tæp 7 ár. Helst
vil ég nú hvergi festa rætur, þó að ég
geti vel hugsað mér að eiga þessa
íbúð til frambúðar. Ég á vonandi eft-
ir að flytja aftur á einhvern spennandi
stað, í spennandi nýju landi, og leigja
út mína íbúð.“
Hvernig myndir þú lýsa götunni
sem þú býrð við í dag?
„Hún er yndisleg. Mikill ná-
grannakærleikur og svo erum við
með prívatgarð sem gefur þessu öllu
mjög evrópskt yfirbragð, sérstaklega
á sumrin. Hér er líka skilningur á list-
rænum þörfum náungans – og maður
heyrir oft í hljóðfæraleikurum vera að
æfa sig. Sem veitir mér innri ró þegar
ég þarf að tjá mig sjálfur með söng
inni í stofu. Það hefur aldrei verið
kvartað.“ n
Göturnar
í lífi mínu
Birgir Örn Steinarsson
tónlistarmaður
Náungakærleikur
í Vesturbænum
Birgir Örn Steinarsson Mausverji um líflegt flakk um Reykjavík og árin í London„Það var mjög
erfitt að
skilja við bachelor-
padið sem ég bjó
í Blackheath-
hverfi London við
Greenwich Park.