Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 12
Helgarblað 23.–28. apríl 201412 Fréttir n Engin úrræði vegna vændis á Íslandi í dag n Þurfa mikla þjónustu til að losna úr vændi M ér fannst ég ekki hafa neinn stað til að leita á. Kvennaathvarfið var ekki rétti staðurinn og þó svo að ráðgjöfin hjá Stígamótum hafi reynst mér vel þegar ég var yngri fannst mér ég ekki geta leitað þangað út af þessu. Ekki gat ég farið til lögreglunnar og ég var hrædd um að ef ég segði fé- lagsþjónustunni frá þessu yrði ég undir stífu eftirliti hennar og myndi jafnvel missa barnið mitt frá mér,“ segir kona sem á árunum 2005 til 2008 stundaði vændi á Íslandi. Hún hætti þegar hún varð barnshafandi eftir þáverandi kærasta sinn. „Þá fannst mér þetta vera réttur tími,“ segir konan sem hér eftir verður kölluð Erla. Sjálfsblekking „Ég var 27 ára þegar ég byrjaði. Ég var mjög ung, vissulega. Ég vann láglaunavinnu í umönnunarstarfi og var á leigumarkaði. Mér fannst dagvinnan mín skemmtileg og gefandi en ég þurfti meiri pening. Ég vann mikið en átti samt aldrei pening og djammaði mikið svo peningurinn bara hvarf og ég gat ekki hugsað mér að vinna myrkr- anna á milli,“ segir hún. „Svo sann- færði ég mig á tímabili um að þetta væri mjög svona sjarmerandi dæmi. Var að reyna að klæða mig upp og svona fyrir þetta og keypti mér sérstök nærföt. Þetta var ekki mjög sjarmerandi til lengdar.“ Lá á Google „Mér tókst að vera í þessu án þess að vera með dólg og ég fékk al- veg frið frá þeim sem voru um- svifamiklir í þessum heimi,“ segir hún og segist telja að það hafi ver- ið vegna þess að hún átti vini sem tengdust undirheimunum. „Þeir voru ekki að vernda mig beint en ég fékk allavega að vera í friði,“ segir hún. „Kúnnahópurinn var ekki það stór, ég passaði mig á því. Ég hélt líka að ég væri að vernda sjálfa mig, lá á netinu að skoða hvaða menn þetta væru og svona, en það var bara sjálfsblekking,“ segir hún. Nágranninn vissi „Jú, nágranni minn, sem var öryrki og þess vegna mikið heima hjá sér, komst að þessu. Hann fylgdist með ferðum inn og út úr íbúðinni minni. Hann gekk á mig og sagðist fyrst hafa haldið að ég væri að díla með dóp og vildi losna við mig. Svo áttaði hann sig á því að mennirnir voru of lengi í heimsókn til þess að það gæti verið dópsala,“ segir hún um það hvort enginn hafi orðið þess var hvað hún var að gera. „Ég neitaði fyrst öllu, enda varð ég skít- hrædd. Ég spurði hann hvað hann vildi eiginlega, en þá kom í ljós að honum leiddist eignlega og vildi bara spjalla. Hann ætlaði ekkert að kúga mig eða hóta mér,“ segir hún. „Við urðum vinir en hann er dáinn í dag. Ég væri það líka reyndar – ef ég hefði ekki hætt.“ Ofbeldissamband „Afleiðingarnar voru þær að ég fór að drekka mjög stíft. Þetta var erfitt í fyrstu skiptin, mér fannst ég vera að brjóta af mér og á mér. Vera óheiðarleg. Þegar ég byrjaði var ég einhleyp en var mjög náin systkini mínu og foreldrum. Ég fjar- lægðist þau rosalega hratt eftir að þetta byrjaði. Þetta varð svo stór hluti af lífinu skyndilega og ég gat ekki talað um þetta við neinn. Ég var bara alein,“ segir hún. „Ég ein- angraðist líka vegna þess að ég varð hrædd við að hitta mennina í bæn- um. Ég sem missti aldrei af djammi hætti að fara út í svona tvö ár og þar með fjarlægðist ég vinkonurn- ar líka. En ég gat bara ekki talað um þetta,“ segir hún. Annað líf Lífið er öðruvísi í dag. „Ég reif mig á lappir í hruninu. Ég ákvað að flytja út nokkru áður en ég varð ólétt. Ég var alveg ákveðin í því að drullast af stað og fara og lifa lífinu. Svo varð ég ólétt og það varð smá drama, enda var ég ekkert alveg viss um faðernið. Þá loksins fékk ég spark- ið sem ég þurfti, enda er frekar öm- urlegt að vera í þessari stöðu. Vera ólétt að fyrsta barninu sínu og vera eiginlega viss um það hver faðirinn er, en samt með nagandi samvisku- bit yfir því „hvað ef“,“ segir hún. Naut skilnings í Danmörku Í dag eru börnin þrjú, hún er í fastri vinnu og er hætt að drekka. „Ég fór fyrst til Danmerkur. Þar fékk ég aðstoð, skilning og fann hrein- lega lífsbjörgina til þess að komast út úr þessu,“ segir hún en í dag er hún búsett annars staðar á Norður- löndunum. „Skyndilega blasti bara við mér öll aðstoðin sem ekki var í boði heima. Það sem mér fannst líka var að það var meiri skilning- ur á vændi í Danmörku og líka þar sem ég er núna. Vændi var eðli- legra, þótt það sé alls ekki eðlilegt ástand. En það var ekki eins rosa- lega mikið tabú og það er heima. Ég skil núna svo miklu betur hversu hættulegt þetta var, en mér fannst ég bara ekki geta farið neitt lengra með þetta. Ég hringdi í Reykja- víkurborg einu sinni og ætlaði að spyrja hvort þeir hefðu lausnir fyrir mig, en ég guggnaði áður en ég gat spurt,“ segir hún, en vert er að taka það fram að Kristínarhús, sem var athvarf fyrir vændis konur, var ekki starfrækt þegar hún fluttist til Dan- merkur. n Um áramótin var Kristínarhúsi, sem var athvarf fyrir konur á leið út úr vændi eða mansali, lokað. Athvarfið hafði þá verið starfrækt í nokkur ár og árið 2013 dvöldu þar ellefu konur og fimm börn. Kristínar­ hús var starfrækt í tvö ár. Gistinæturnar í húsinu voru 1.000. Sjö konur voru erlendar, en fjórar íslenskar. Börnin koma með Árið 2012 voru þær tuttugu; ellefu þeirra voru íslenskar, en hinar konurnar komu frá Austur­Evrópu og Afríku. Eftir að Kristínar­ húsi var lokað er lítil sem engin þjónusta við vændiskonur sem vilja komast úr vændi á Íslandi. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, greindi frá þessu á ársfundi Stígamóta fyrir skemmstu. Hún benti á að Stígamót hefðu ítrekað reynt að fá stjórnvöld til þess að stofna teymi sem gæti komið að þessari aðstoð, en konurnar þurfa víðtæka hjálp: Félagslega, heilbrigðis lega og jafnvel lögfræðilega. Stígamót gætu svo aðstoðað konurnar við að takast á við sjálft vændið og afleiðingar þess. Oft tengist vændið bágum félagslegum og fjárhalds­ legum aðstæðum kvennanna. Tveggja ára tilraun „Við lokuðum húsinu um áramót eftir tveggja ára tilraunastarf,“ segir Guðrún og segir að Stígamót hafi reynt að finna grundvöll fyrir áframhaldandi starfsemi þess. „Við komumst að því að í fyrsta lagi höfðum við opnað þetta hús meira af vilja en ekki mætti. Við fengum ekki fjármagn nema fyrir einu stöðugildi, annars vorum við háðar sjálfboðaliðum. Starfshópurinn var á stöðugum bakvöktum, sem var í raun sjálfboðavinna því það fengust aðeins fimm þúsund krónur á sólarhring fyrir það. Það var frekar regla en hitt að þær væru kallaðar út,“ segir hún. Illa staddar „Hin stóra ástæðan var sú að hópurinn sem við fengum í húsið var miklu verr settur en við höfðum átt von á. Það sem við vorum að glíma stanslaust við var fíkniefnaneysla og geðræn vandamál. Konurnar voru þar að auki margar enn á valdi „pimpanna“ sem voru enn að gera þær út. Í húsinu varð oft svona spennuástand. Íslensku konurnar voru undir hælnum á íslenskum glæpa­ gengjum og hinar íslenskum og erlendum. Við vorum komnar í þá stöðu að veita bæði hjálp og hafa stjórn á þessu,“ sagði Guðrún. Hún segir Stígamót hafa þurft hundrað milljónir til þess að hafa fagmenntað starfsfólk á vakt allan sólarhringinn eða þá að finna nýja leið. „En við vissum að við fengjum ekki þessar hundrað milljónir,“ segir hún. Vildu teymi „Við vildum búa til miðlægt teymi sem allir vissu um, sem koma að mansalsmálum. Síðan sé búið til þverfaglegt teymi í kring um hverja konu. Þær þurfa allar lögfræðiað­ stoð, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu. Við erum tilbúnar að díla við sjálft vændið. Upp á þessu stungum við, við bæði félags­ málaráðherra og heilbrigðisráðherra, við hittum báða ráðherra tvisvar og embætt­ ismenn,“ segir Guðrún. Mikið var lagt upp úr því að koma á slíkum breytingum áður en húsinu var lokað. „Við lögðum mikla áherslu á það í hálft ár, áður en við lokuðum Krist­ ínarhúsi að það yrði búið að skipuleggja og skilgreina hvað tæki við þegar við lokuðum. Það sem hefur gerst í rauninni er að hætta er á að mansalsmál verði ósýnileg. Það er enginn sem skráir þau eða heldur utan um þau miðlægt eða til dæmis hvaða þjónustu hver kona á rétt á. Við höfum heilmiklar áhyggjur af þessu,“ segir Guðrún og segist vilja vinna með stjórnvöldum. „Það er bara hipsum­haps hvað gerist ef konur leita sér aðstoðar núna,“ segir hún og bendir á að samkvæmt aðgerðaráætlun sem var til staðar á vegum stjórnvalda hafi átt að vera búið að skipuleggja verkferla, en þeir séu ekki til staðar. Eina vændisathvarfinu lokað „Við vissum að við fengjum ekki þessar hundrað milljónir“ Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Ég neitaði fyrst öllu, enda varð ég skíthrædd. „Ég var bara alein“ Sjarmerandi fyrst Konan segir að í fyrstu hafi þetta virst vera sjarmerandi heimur. Það breyttist þó hratt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.