Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 6
6 Fréttir Helgarblað 23.–28. apríl 2014 H ætta skapaðist þegar sprengi- efni sem nota átti við ganga- gerð í Vaðlaheiðargöngum rataði í þvottahús Grand þvottar fyrir skemmstu. Sprengiefnið sem um ræðir var í vös- unum á vinnugöllum starfsmanna og fannst ekki fyrr en búið var að þvo flíkurnar. Því er ljóst að illa hefði get- að farið þegar það veltist um í þvotta- vélinni. „Það voru þrjár rauðar stangir í vösunum á göllunum,“ segir eigandi Grand þvottar, þvottahússins sem sér um að þrífa vinnugalla ganga- gerðarmanna í Vaðlaheiðargöngum, í samtali við DV. Hann segist hafa sett sprengiefnið í fötu eftir að það fannst og beðið eftir að yfirmaður frá verk- takanum kæmi og sækti það. „Hann sagðist ætla að fara með það til vinnu- mannanna og sýna þeim hvað gæti leynst í vösunum á vinnugöllunum,“ segir hann. Samkvæmt heimildum DV er meðferð sprengiefna mjög ábótavant á svæðinu og er atvikið úr þvottahús- inu aðeins eitt af því sem nefnt er til sögunnar. „Sá sem sótti efnið sagði við mig að láta efnið vera og vera ekki að lemja í það. Það væri hættulegt og við vorum í raun heppin að ekkert kom fyrir,“ segir eigandi þvottahússins. Keyra með efni á þjóðvegi eitt Sérstakur jeppi er notaður til að fara með sprengiefni á milli staða innan vinnusvæðisins, en samkvæmt heim- ildum DV er þó stundum farið á hon- um í vinnubúðirnar sem eru í um hálfs kílómetra fjarlægð frá vinnu- svæðinu. Til þess að komast þangað þarf að fara niður á þjóðveg eitt og á palli jeppans hafa verið hvellhettur og annar sprengibúnaður þegar far- ið er niður í vinnubúðir. Miðað við orð yfirmannsins sem sótti sprengi- efnið í þvottahúsið getur slíkt ver- ið stórhættulegt, því þótt notast þurfi við rafmagn til að sprengja hvell- hettur þá getur högg einnig orsakað sprengingu. Ekki þyrfti því að spyrja að leikslokum, færi svo að jeppinn myndi lenda í árekstri á þeim stutta kafla sem fara þarf á þjóðvegi eitt. Tekið á öryggismálum Vinnureglum var breytt í kjölfarið á fundi Vinnueftirlitsins, verkkaupa og verktaka. Meira virðist þó þurfa til, því samkvæmt heimildum DV lenti vanur sprengjumaður í því að vera að undirbúa sprengingu þegar ann- ar setti hana af stað. Maðurinn var staddur nokkra tugi metra frá stafnin- um og var að tengja rafmagnsleiðslur þegar sprengingin varð, en hann gaf merki um að leiðslan væri tengd en gafst þó ekki tími til að koma sér í al- mennilegt skjól. Verkalýðsfélagið Eining-Iðja og Vinnueftirlitið hafa þurft að taka á ör- yggismálum í göngunum. „Auðvitað geta alltaf orðið einhver frávik og þá er unnið í því strax. Við höfum ekki feng- ið kvartanir áður vegna þess að menn hafi verið óundirbúnir í göngunum þegar sprengt er,“ segir Björn Snæ- björnsson, formaður Einingar-Iðju. „Samvinnan hefur verið ljómandi góð. Búið er að breyta viðvörunar- kerfinu og menn eiga að fá viðvörun þegar sprengt er,“ segir Björn. Sprengdu á Hilmar Í síðustu viku fjallaði DV um Hilmar Brynjólfsson, sem starfaði sem úti- maður við gangagerðina. Hann hætti eftir að hafa lent í því í þriðja sinn að vera inni í göngunum þegar sprengt er. „Eftir að þetta gerðist í annað sinn þá lét ég yfirmann minn vita að ef þetta gerðist í þriðja sinn þá liti ég á það sem uppsögn,“ segir Hilmar, sem tilkynnti sjálfur um atvikið til Vinnu- eftirlitsins. Samstarfsmaður Hilmars staðfestir frásögn hans og segist sjálf- ur hafa lent tvisvar sinnum í því sama, en hann var einnig í göngunum á sama tíma og Hilmar þegar síðasta at- vik af þessu tagi kom upp á. n Sprengiefni „Við vorum í raun heppin að ekkert kom fyrir n Kom frá Vaðlaheiðargöngum n Hefði getað sprungið Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is í þvottahúSi Borað fyrir sprengiefni Sprengiefni fór með vinnugöllum á þvottahús sem þjónustar verk- takana í Vaðlaheiðargöngum. H éraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurjón Jónsson og Arn- dísi Arnardóttur í mánaðarfang- elsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir fjársvik í IKEA. Nánar tiltekið fyrir þær sakir að hafa hinn 7. október blekkt starfsmann við afgreiðslukassa í IKEA til að afgreiða borðgrind að verð- mæti 89.950 gegn greiðslu 3.650. Það eru þau sökuð um að hafa gert með því að koma fyrir eða nýta sér strikamerki hliðareiningu, að verðmæti 3.650 kr. Bæði neituðu þau sök þrátt fyrir að greidd hafi verið sátt í einkamáli sem IKEA höfðaði. Auk fangelsisdómsins þurfa þau að greiða málskostnað sinn, hvort um sig 313 þúsund krónur, en einnig þurfa þau að greiða óskipt 125 þúsund krónur í málskostnað sem kom til á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Sigurjón sagði í aðalmeðferð máls- ins að hann hefði ekki viljað greiða sættir, en faðir hans hefði á endanum greitt upphæðina til þess að koma í veg fyrir dýrt dómsmál. Sigurjón og Arndís segjast hafa keypt borðgrindina í afmælisgjöf handa vini sínum. Þeim fannst ekki skjóta skökku við að svo stórt húsgagn kostaði 3.650 krónur. Vininum fannst þó gjöfin helst til of rausnarleg. En fram kom að hann vildi skila henni og aðeins viljað þiggja átta þúsund króna gjafabréf. Þótt verðmunurinn sé mikill segist Arndís ekki hafa áttað sig á honum og bar við minnisleysi og því að á þessum tíma hafi hún verið ólétt. Áður hafði hálfbróðir Sigurjóns, héraðsdómslögmaðurinn Snorri Vidal, og kærasta hans, Sigurbjörg Þorvaldsdóttir, játað greiðlega á sig sök í IKEA-málinu. Þau voru dæmd til tveggja mánaða skilorðsbundinn- ar fangelsisrefsingar fyrir þjófnaðinn en þau stálu vörum kerfisbundið úr IKEA með því að færa á milli strika- merki á vörum og skila þeim. Brot- in sem dæmt var fyrir áttu sér stað á tímabilinu 1.–30. september 2012, og eru alls fimm talsins. n simon@dv.is Skilorð í Ikea-máli Bar fyrir sig minnisleysi og óléttu Sumarveður næstu daga Ef veðurspár ganga eftir fá lands- menn smjörþefinn af því sem koma skal í sumar. Í dag, mið- vikudag, gæti hitinn farið upp í 14 gráður á höfuðborgarsvæðinu en gert er ráð fyrir að léttskýjað verði víðast hvar á landinu. Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður hitinn á bilinu 10 til 15 stig víða annars staðar á landinu. Þrátt fyrir sólríkju og sæmi- legan veðurhita má gera ráð fyr- ir því að vindur verði þónokkur, einna helst suðvestanlands. Þá má gera ráð fyrir því að hiti verði lægstur á Suðausturlandi og yst á Norðausturlandi. Segja má að um eiginlega hitabylgju sé að ræða, þar sem meðalhiti í Reykjavík í apríl er að- eins tæpar þrjú stig. Tvær íkveikjur „Þetta er tilviljun, geri ég fast- lega ráð fyrir,“ segir Viðar Þor- leifsson, aðalvarðstjóri Slökkvi- liðs Akureyrar, en gerð var tilraun til að kveikja í húsnæði Verk- menntaskólans á Akureyri að kvöldi annars í páskum. Þetta er önnur íkveikjan á Akureyri með skömmu millibili, en reynt var að kveikja í Akureyrarkirkju fyr- ir páska. Íkveikjan í kirkjunni er enn óupplýst en brennuvargurinn sem ætlaði sér að kveikja í skólan- um hefur verið handsamaður. Lögreglu og slökkviliði barst tilkynning seint um kvöld að eld- ur logaði við skólann. Rusli hafði verið hrúgað við eitt húshornið og eldur borinn að. Lögreglan á Ak- ureyri handtók stúlku á átjánda ári sem játaði á sig verknaðinn án þess að gefa skýringu á hegðun sinni. En skyldu fregnir af íkveikj- um leiða af sér fleiri íkveikjur? „Það hefur oft áhrif. Það er ekkert algilt þó í þeim efnum og ég veit það ekki hvað vakir fyrir fólki sem gerir svona. Ég ætla hreinlega að vona að þetta endurtaki sig ekki.“ Sættir í einkamáli Einkamál IKEA gegn sakborningum var leyst með sátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.