Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 33
Helgarblað 23.–28. apríl 2014 Fólk Viðtal 33 Mig hafði aldrei langað neitt sér- staklega til að eignast barn. Kannski út af því að ég upplifði mikil veikindi systkina minna og var það ofarlega í huga að það er svo margt sem getur farið úrskeiðis. Sérstaklega þar sem önnur systir mín hefur átt við erfið andleg veikindi að stríða. Slík veikindi er sérstaklega erfitt að eiga við. Þú getur ekki endi- lega gefið lyf við slíkum veikindum, getur ekki mælt batann nákvæmlega eða framgang sjúkdómsins. En svo var kominn tími til að hætta að vera hrædd. Kalli var sjálfur á því að við þyrftum ekkert endilega að eignast barn. „Ég er alveg til í það en við verðum ekkert að gera það. Við getum líka verið fjölskylda, ég og þú,“ sagði hann við mig. Alvarleg andleg veikindi og einelti Systkini mín hafa öll þurft að glíma við veikindi á einhverjum tímapunkti í uppvextinum. Ég er stolt af þeim, þau eru mjög sterk. Ég var sú eina sem ekkert var að sem var hægt að segja að væri að. Ég er bara svona skrýtin,“ segir hún og slær á létta strengi. „Yngri systir mín Regína veiktist snögglega tólf ára gömul og glímdi í kjölfarið við andleg veikindi. Hún lenti í grófu einelti sem lítið barn í skóla sem því miður fylgdi svo hennar skólagöngu og þurfti hún oft að dvelj- ast á sjúkrahúsi vegna veikinda sinna. Það er ekki víst hvað er orsök og hvað er afleiðing, en líðan hennar hefur samt sýnt fram á að einelti getur verið lífshættulegt. Eineltið var mjög gróft og byrjaði strax í sex ára bekk til dæmis með því að stígvélin hennar voru fyllt af vatni, nestinu hennar fleygt í klósettið og skólataskan hennar falin í hverfinu. Hún var komin með gleraugu tveggja ára gömul og oft voru þau rifin af henni og síðar reyndar brotin og það oftar en einu sinni. Á tímabili vaktaði mamma mín systur mína allar frímínútur. Einu sinni missti ég stjórn á mér og elti uppi einn strákanna sem var að stríða henni og sló hann utan undir þótt hann væri mun yngri en ég. Mig lang- aði að berja hann til óbóta en vafa- laust hafa þessir krakkar ekki gert sér grein fyrir hvernig hrottaskapurinn í þeim fór með Regínu. Systir mín var afskaplega blítt og gott barn og hafði það ekki í sér að berja frá sér heldur fór hún bara lengra og lengra inn í sína skel. Hún er enn þá þessi blíða, góða stelpa og kemur aldrei illa fram við neinn nema þá kannski helst sjálfa sig.“ Umhyggjusöm systir Það er engu ofaukið um blíðu systur hennar. Fyrir ekki svo löngu síðan vakti Regína athygli á stöðu þeirra sem þurfa að dveljast langdvölum á sjúkrahúsi og eiga nánast ekki sokka til skiptanna og nutu þeir góðs af framtakinu. Tobba fær einnig ríku- legan skerf af gæsku systur sinnar á meðgöngunni. „Hún var í heimsókn hjá mér um daginn og spurði mig, jæja Tobba, og hvenær á svo að hætta að keyra? Ég spurði til baka; keyra? Á ég að hætta að keyra á einhverjum tíma- punkti? Regína mín hafði fundið grein um akstur og meðgöngu, hvorki meira né minna en á heilsugæslan.is. Svo lagði hún mér línurnar og sagði að reyndar mætti ég keyra en ég yrði að passa mig, vera ekki í of þykk- um fatnaði og leggja bílbeltið á réttan stað undir bumbuna. Svo sýndi hún mér þetta allt saman. Þetta eru ráð sem ég fæ frá minni ágætu systur auk fjölda áminninga um rétt fæðuval.“ Litla systir í ótal aðgerðir Yngsta systir Tobbu fæddist með skarð í vör og góm og hefur þurft að fara í margar aðgerðir frá fæðingu. „Ég þurfti einmitt að láta skima fyrir því á meðgöngunni að allt væri í lagi í þessum efnum. Það var vel gengið úr skugga um það, ekki að það hefði breytt neinu varðandi með- gönguna nema að því leyti að ef sést hefði að barnið væri með skarð að þá hefðum við Kalli haft tíma til að afla okkur upplýsinga og undirbúa okkur að því leyti sem hægt er. Yngsta systir mín fór í mjög margar aðgerðir frá því hún var ungbarn. Meðan þetta ferli stóð sem hæst hefur móðir mín sagt að Ólafur Einarsson lýtalæknir hafi bjargað sinni geðheilsu en hann var læknir systur minnar. Mér þótti eig- inlega verst að þegar hún var lítil og í öllum þessum aðgerðum þurfti hún að vera í spelkum því hún mátti ekki klóra sér í framan. Mér fannst agalega sárt að horfa upp á litlu systur svona varnarlausa. Þetta er meira mál en margir halda. Svo þurfti hún að fara í talþjálfun og þvíumlíkt eins og þörf er á. Þetta gerði hún allt eins og hetja. Hún er gullfalleg og sjúklega fyndin. Eyðir oft mörgum klukkutímum í að framkvæma hrekki eins og að þekja bíl vinkvenna sinna með marglitum póst it-miðum.“ Nefbraut afa og rófubraut mömmu Bróðir Tobbu, sá elsti í systkinahópn- um, er greindur með ofvirkni og athyglisbrest. Þriggja ára gamall nef- braut hann afa sinn og sex ára gam- all rófubraut hann móður þeirra óvart með því að kippa undan henni stóln- um. „Það er óhætt að segja að hann sé með einn þann mesta athyglisbrest og ofvirkni sem ég hef á ævinni séð. Hann heyrir jafnmikið í mér, tón- listinni hér inni og umferðinni fyrir utan. Þegar hann var lítill var ekkert til sem hét að vera ofvirkur. Þá var hann bara óþekkur. Mamma var alltaf með hann hjá læknum og sagðist viss um að það væri eitthvað að en fékk alltaf sömu svör, nei, hann er bara óþekkur og duglegur strákur! Hann kippti stólnum undan mömmu þegar hann var sex ára og rófubeinsbraut hana. Hann nefbraut afa sem ungbarn með því að skalla hann. Hann setti höndina ofan á eldhúshellu og brenndi sig, fór upp á spítala og fékk umbúðir, kom svo heim, stakk hendinni ofan í klósettið og sturtaði niður svo mamma þurfti að fara með hann rakleiðis aftur að fá nýjar umbúðir.“ Hægt að lifa þetta af Tobba segir Kalla líta til fjölskyldu- sögunnar af einstöku jafnaðargeði. „Kalla finnst ég ofvirk. Og hann er svo rólyndur að hann gerir sér ekki grein fyrir því hvernig þetta getur orðið. Hann segist horfa til pabba, hann sé rólegur og jákvæður. Það sé vel hægt að lifa þetta af,“ segir Tobba og hlær. „Þetta viðhorf hans gerði útslag- ið. Ég hef líka lært mikið og þrosk- ast. Ég hef hingað til viljað skrifa léttar bækur, ekki bók sem breytir lífi neins heldur sem léttir lund, fær þig til að hlæja og gleyma stað og stund. Það er rík ástæða fyrir því. Öðrum hættir til að vanmeta eiginleikann að gleðja. Í svona þjóðfélagi þar sem kröfurnar eru oft miklar og ómanneskjulegar, lífið stundum erfitt og þá má bara, andskotinn hafi það, stundum hlæja og hafa gaman. Að sjá það jákvæða og skemmti- lega er mikilvægt, ég hef lært það í lífinu og af því að eiga svona frábær systkini og foreldra. Það er hægt að ganga í gegnum erfiðleika og hafa það skítt. Það er líka hægt að takast á við þá af jákvæðni og muna að það að hlæja svo mikið að maður fær illt í magann er eitt það besta í heimi.“ Tók faglegri ábendingu um náin kynni Það vakti mikla athygli á sínum tíma þegar Tobba og Kalli byrjuðu að draga sig saman fyrir fjórum árum síðan. Þau þóttu ólík og þá er á þeim ellefu ára aldursmunur. Fólk átti til að láta ótrúlegustu athugasemdir falla um þau. „Við kynntumst á Ölstofunni, þeim góða stað. Ég var að reyna að kynna hann fyrir annarri konu sem hann vildi ekkert með hafa. Ég vildi heldur ekkert með hann hafa akkúrat á þeim tímapunkti. Hann sannfærði mig hins vegar. Hann sagði að það væru algjör mis- tök ef ég myndi ekki byrja með hon- um. Þetta væri bara fagleg ábending af hans hálfu. Mér fannst þetta eitt- hvað töff. Ég var nú ekki sammála en ég tók þessari ábendingu,“ segir hún og segist hafa hrifist af sannfæringar- kraftinum. „Þegar við vorum að byrja saman þá sagði fólk oft við mig: Hann er svo vel gefinn, það er gott fyrir þig að eiga svona vel gefinn og gáfaðan mann. Eins og ég væri algjör vitleysingur og að mér væri nú hollt að vera með manni sem gæfi þá mynd af mér að ég væri ekki algjört bimbó. Ótrúleg- asta fólk sagði þetta við mig og meinti þetta ekki illa,“ segir hún og hlær. Eldmóður og rólyndi mætast Hún segir þau vega hvort annað upp og þótt fólk gefi sér að Kalli sé eld- klár og hún ljóska, þá séu það nú aðr- ir eiginleikar sem þau meti í fari hvort annars. Tobba kann að meta rólyndi Kalla á meðan hann kann vel að meta eldmóð hennar. „Hann er mjög rólegur og jarð- bundinn á meðan ég vel oftar að gera eitthvað einn, tveir og bingó. Ef við viljum fara til útlanda þá er hann með öll praktísku málin á hreinu. Veit nákvæmlega hvar allt er staðsett og er fljótur að ná áttum. Ég hins vegar villist mjög auðveldlega og veð áfram tryllt af spenningi. Ég held að við séum góð saman hvað þetta varðar. Hann passar að spenningurinn gefi skynseminni smá pláss. Harður heimur fyrir stelpur Tobba er sett 24. júní og þau Kalli eiga von á stúlkubarni. „Eftir að ég hafði unnið á óttanum þá ákváðum við að láta þetta ráðast. Ég hætti á pill- unni og varð ólétt tveimur dögum seinna. Þetta átti greinilega að ger- ast. Ég hlakka mikið til en að sama skapi finn ég fyrir mikilli ábyrgð. Mig langaði ekkert meira í stelpu en strák, en samt, þegar ég vissi að þetta væri stelpa þá varð ég hrædd. Það er svo miklu erfiðara að vernda stelpur. Ég á svo mikið af vinkonum sem hafa lent í erfiðleikum og hættum. Andlegu og líkamlegu ofbeldi, þetta er svo harð- ur heimur fyrir stelpur. Hvernig get ég tryggt að enginn komi nokkurn tím- ann illa fram við hana? Vitneskjan um að ég geti það ekki er svo yfirþyrm- andi. Svo óyfirstíganlega erfið. Ég finn enn fyrir sterkri verndar- tilfinningu gagnvart yngri systrum mínum. Litla systir mín er í heims- reisu. Ef ég sé mynd af henni með kokkteil fæ ég hræðslukast – hvað ef henni verður nú rænt? hugsa ég þá, alveg að ærast yfir myndaflóðinu af henni á netinu.“ Órökréttir draumar Hún áttar sig á því að óttinn sem hún finnur fyrir er auðmýkt og dreymir reglulega að hún gleymi allri ábyrgð. Algengur draumur hjá verðandi mæðrum, þykist blaðamaður vita. Að gleyma nýfæddu barni sínu einhvers staðar á víðavangi. „Mig dreymir stundum órökrétta drauma. Að ég sé komin út í búð og hafi gleymt því að ég á barn og skilið það eftir heima. Kalli huggar mig þá og segir við mig: Ég skal muna eftir þessu barni ef þú gleymir því að þú átt barn. Þetta er mjög fyndinn draum- ur. Sem kemur mjög reglulega. Þær eru stundum órökréttar hugsanirn- ar sem sækja á mann en þetta bjarg- ast víst allt og ekkert víst að ég gleymi barninu.“ Bleikur tryllingur í New York Tobba og Kalli eru nýkomin úr ferð til New York þar sem þau keyptu ótæpi- lega mikið af bleikum varningi fyr- ir stúlkubarnið enda liturinn í miklu uppáhaldi hjá henni. „Ég tapaði mér alveg. Keypti allt bleikt og bleika kerru og svona. Ég er búin að leggja bleika fatnaðinn í skúff- ur merktar 0–3 mánaða, 3–6 mánaða og 6–12 mánaða. Það eru örugg- lega flestir svona skipulagðir með sitt fyrsta barn, svo fer þetta bara í rugl. Þetta er líka fyrsta barnabarn móður minnar og hún er líka að tapa sér. Ég hélt að Kalli myndi stoppa mig af, en það var langt í frá. Hann var frekar að hvetja mig áfram og sagði, já tökum bara tvennt af þessu. Svo skilst mér að það geti stund- um verið strákur þótt að sónarmynd hafi gefið annað til kynna. Hvað ef þetta er strákur? Það verður stuð – ég keypti því bleikan bol á Kalla í stíl við kerruna – þeir verða þá bara voðalega hipp og kúl, feðgarnir.“ Mömmuhryllingssögur Tobba fær reglulega að heyra alls kyns mömmuhryllingssögur á með- göngunni og reyndari mæður eru duglegar að úthúða henni fyrir hitt og þetta þótt það sé oft vel meint. „Fyrir að drekka kaffi á kaffihúsi til dæmis. Ein benti mér á að það væri galið að drekka kaffi ólétt. Þig langar svo að standa þig vel svo það er afskaplega leiðinlegt að verða fyr- ir stöðugum aðfinnslum. Ekki drekka kaffi, ekki nota þetta krem, guð, ertu enn að lita á þér hárið? Þetta er reynd- ar gjörsamlega óþolandi, þótt það sé vel meint. Að segja manni til um það fyrirfram að það eigi að hafa börn á brjósti og það sé bull að það séu til konur sem geti ekki haft börn á brjósti. Maður fær á tilfinninguna að maður sé að svíkjast um áður en líf barnsins er einu sinni hafið.“ Vill standa sig vel Ef að hún bugast og missir kjarkinn þá er það einmitt vegna þess að hún hræðist að standa sig ekki nógu vel. „Ef ég sest á gólfið og grenja, þá er það vegna þess að ég er einmitt hrædd um að standa mig ekki nægi- lega vel. Ég held að þegar ég hef tekist á við móðurhlutverkið verði margt annað minna mál.“ Þú verður örugglega góð móðir, segir blaðamaður, fullviss um að kona sem kann listina að gleðja eigi ekki í vandræðum með að finna jafnvægið. „Já, heldur þú það? Ég hringi í þig og læt þig taka krakkann ef þú hefur rangt fyrir þér! Maður má bara alveg vera hrædd og óörugg. Það þýðir samt ekki að ég viti ekki ýmislegt. Ótrúlegustu konur hafa átt börn og alið upp magnaðar mannverur,“ segir hún og hlær. Af hverju á maður að njóta þess að vera óglatt og þreyttur? Hún hefur fengið sig fullsadda af þeim kröfum sem gerðar eru til kvenna og gefur lítið fyrir þær. „Þótt meðganga sé ljúf þá er þetta líka bara ansi töff. Sérstaklega fyrstu mánuðina, þá einangrast maður. Þótt vinkonurnar væru duglegar að bjóða mér með allt sem þær fóru þá var ég oft of buguð af ógleði og þreytt. Það fannst mér andlega erfitt, það er að segja að vera aðeins skugginn af sjálfri mér. Ég hugsaði með mér, þetta er ekki hægt. Ég verð hérna ein að faðma Gustavs- bergið í níu mánuði. En svo fór ég nú fljótt að hressast og lífið varð betra. Þá fóru hormónarnir á mikið flug. Ég brenndi einhverjar smákökur og þá settist ég bara á gólfið og grenj- aði. Hvers konar móðir verð ég ef ég get ekki einu sinni bakað smákök- ur? gólaði ég. Kalli greyið alveg skít- hræddur og vissi ekkert hvað kom fyr- ir. Ég grét alveg með ekka og var alveg miður mín. Ég á nú líklega eftir að gráta oftar. En það er líka bara allt í lagi. Ég nenni ekki að standa undir þeim gervikröf- um sem fólk gerir. Maður á að vera svo kvenlegur og fallegur og fólk seg- ir oft: Njóttu þess bara meðan það er. Af hverju á maður svona mikið að njóta þess að vera stanslaust óglatt og þreyttur? Ég mun njóta þess að fá barnið í hendur. En hættið þessari þvælu með að njóta þess alla daga að vera ólétt. Stundum er það gaman, stundum bara alls ekki!“ Sveskjusafi og inniskór Hún telur til fleiri spaugileg atvik frá meðgöngunni. „Maður reynir að raka á sér lappirnar og þarf að gera alls kyns kúnstir til þess, eða bikínilínuna. Svo fer maður í sund og sér að maður gleymdi bletti því útsýnið er mjög takmark- að. Það er svo margt vandræðalegt við þetta. Eins og að kaupa sveskjusafa í Bónus og reyna að fela undir spínatinu, það kaupir náttúrlega enginn sveskju- safa nema í ákveðnum tilgangi. Eða klæða sig í skó, maður ætti náttúrlega að fá sér sérstaka inniskó – auðvitað mjög smart týpu – og vera fyllilega fyrir- gefið fyrir það. Þetta er eðlilegt en samt er þetta allt svo kómískt.“ Sannfærð miðbæjarrotta Þótt Kalli hafi snúið Tobbu í reglulega miðbæjarrottu þá er hún alin upp í Kópavogi. „Þar hef ég alltaf búið, þangað til ég kynntist Kalla. Hann mátti náttúr- lega ekki flytja í Kópavoginn, þá hefði hann misst vinnuna. Hann þurfti að búa í borginni sem hann vann fyrir. Ég vildi ekki eiga atvinnulausan kærasta þannig að ég fluttist í 101 og tók ást- fóstri við þennan borgarhluta. Nú er hann til í að flytja aðeins út fyrir 101 því við þurfum að stækka aðeins við okkur en ég er ekkert endilega á sama máli. Ég vil helst búa í sömu götu og við búum við í dag ef rétta húsnæðið væri þar að finna.“ Fékk að vera hún sjálf Í Kópavogi var hún svo heppin að fá að ganga í Smáraskóla þar sem „Það er hægt að ganga í gegnum erfiðleika og hafa það skítt. Það er líka hægt að takast á við þá af já- kvæðni og muna að það að hlæja svo mikið að maður fær illt í magann er eitt það besta í heimi“ Ást „„Við getum líka verið fjölskylda, ég og þú,“ sagði hann við mig,“ segir Tobba þegar Kalli ræddi við hana um óttann sem hún var haldin gagnvart barneignum. MYNdir SigTrYggUr Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.