Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 44
Helgarblað 23.–28. apríl 201444 Lífsstíll Skápur Þessi skápur er kannski gam- all en það er allt eins líklegt að hann sé nýmálaður. Kaffipokar á rúðurnar Það getur verið leiðindaverk að þrífa glugga, sérstaklega ef fólk á ekki réttu græjurnar. Tuskur og pappír vilja skilja eftir för á rúðunni og þá er ekkert unnið með pússningunni. Lengi hefur verið mælt með notkun dagblaða til að pússa glugga en deilt er um hvort með þeim eigi eingöngu að nota vatn eða líka sérstök gluggahreinsiefni. Ókosturinn við dagblöðin er hins vegar sá að hendurnar verða oft kámugar af prentsvertu sem er heldur hvimleitt, sérstaklega ef fólk á til að gleyma sér og snerta veggi og innanstokksmuni. Þá eru kaffipokar þjóðráð, þeir skilja ekki eftir rákir á rúðunum heldur skila þeim glansandi fín- um, án þess að káma fingurna. Matarolía í stað terpentínu Það getur verið erfitt að ná máln- ingu af höndunum á sér, sérstak- lega þegar notuð er olíumáln- ing því þá dugir ekki vatn og sápa eins og með vatnsleysanlega málningu. Terpentína getur dugað vel til að ná málningunni burt en hún er algjört eitur fyrir umhverfið og þurrkar auk þess húðina. Gott ráð er þess vegna að nudda hendurnar með matarolíu en hún leysir upp málninguna án nokkurra vandræða. Sumir hafa einnig notað smjör, smjörlíki eða barnaolíu í þessum tilgangi en ef blettirnir eru mjög fastir getur verið sniðugt að bæta teskeið af salti í lófann líka og nudda vel. Til að ná olíunni af höndunum er svo gott að nota uppþvottalög. Þreyta málningu með vaselíni S litin málning á húsgögn- um hefur verið mjög í tísku undanfarið og ekki einung- is hefur fólk leitað að göml- um og illa förnum húsgögnum á mörkuðum heldur hafa nýleg hús- gögn beinlínis verið gerð göm- ul með því að rispa málningu af brúnum og hornum. Þetta útlit hefur verið kallað „shabby chic“ á ensku en fellur líklega helst undir það sem kall- að hefur verið rómantískur sveita- stíll. Yfirleitt eru það húsgögn úr tré sem eru endurunnin á þennan hátt en það er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín. Ef húsgagnið er úr ljósum við eru brúnir og horn og þeir staðir þar sem málningin á að mást mál- aðir í dekkri lit áður en málað er með aðallitnum. Aðalliturinn er oft hvítur eða einhver útgáfa af honum en það er ekki síður fallegt að mála húsgögnin í einhverjum rómantískum eða jafnvel skærum lit. Margir kjósa að nota matta málningu eða kalkmálningu til að mála með því það er auðvelt að búa til máða áferð með henni. Horn og brúnir eru svo pússuð með miðlungsgrófum sandpappír eða stálull þangað til dökki litur- inn kemur í gegn. Eftir að ákjósan- legri áferð er náð er svo borið vax á skápinn. Önnur aðferð er að bera va- selín á brúnir og horn áður en skápurinn er málaður en þá renn- ur málningin auðveldlega af þeim stöðum þegar þeir eru stroknir með tusku. n fifa@dv.is Sjúskað útlit á húsgögnum hefur verið í tísku Snagar úr hrífuhaus n Endurnýting alltaf vinsælli n Nýr tilgangur með gömlum hlutum E ndurvinnsla og endurnýting eru alltaf að verða vinsælli enda umhverfissóðaskapur undanfar- inna áratuga að koma harkalega í hausinn á okk- ur. Þannig flæðir allt í húsgögnum og húsbúnaði sem enginn vill nota, á meðan eru fjöldafram- leidd fleiri og fleiri. Sniðug hönnun byggist oft á endurvinnslu gamalla hugmynda eða því að sjá ný not fyrir það sem fyrir er. Margar leiðir eru til að finna hlutum nýjan tilgang og hér á síðunni má sjá nokkur dæmi um útsjónarsemi í þess- um tilgangi. Oft þarf nefnilega fátt annað en hugmyndaflugið og mögulega málningu til að lífga upp á gamla og leiðinlega hluti. n fifa@dv.is Blómaker Bíldekk sem blómaker voru nokkuð vinsæl fyrir nokkrum áratugum en eru að koma hvellsterk inn aftur í hippagarðana. Hér hefur nokkrum gerðum verið safnað saman og dekkin máluð í glaðlegum litum. Einn kostur við svörtu dekkin er þó að þau hitna í sólinni sem getur verið gott fyrir sumarblómin. Fyrir skartið Það hefur verið vinsælt undanfarið að hengja skart upp á vegg og ýmsar gerðir snaga vinsælar. Hér hefur gamall hrífuhaus verið hengdur upp á vegg og er notaður sem snagar fyrir skartið. Föt á gólfinu Flestir eiga miklu meira af fötum en þeir kom- ast nokkru sinni yfir að nota. Til er sniðug leið til að klippa stutterma- boli niður í band sem hægt er að prjóna úr me ð stórum prjónum eða hekla með stórri nál. Gólfmottur úr stutterma bolabandi eru tilvalin leið til að eignast fallega mottu eftir eigin hö fði án þess að eyða krónu. Hilla Hér hefur litlum stiga verið breytt í hillu með því að leggja hillur yfir þrepin. Önnur leið væri að setja tvo sams konar stiga hlið við hlið og leggja hillurnar á milli þeirra til að búa til stærri bókahillu. Út fyrir boxið Hér hefur tímaritaboxi verið snúið á hlið og það fest á vegg til að nota sem hornborð. Þetta er sniðug leið til að nýta það sem til er og hvetur til að hugsa út fyrir boxið. Kefli Rafmagnskefli hafa verið notuð sem borð frá því fyrstu kommúnurnar voru og hétu og eins og með svo margt annað geta þau verið jafn ljót og þau geta verið falleg. Hér er ljómandi fallegt kefli sem hefur alveg fengið að halda sér. Bollapar úr mávastellinu nyti sín vel á því. Kommóður Hér eru kommóður notaðar sem rúmbotn í litlu rými. Þetta er mjög sniðugt ráð til að nýta pláss sem annars væri ekki notað til neins og spara gólfpláss sem annars færi undir kommóðurnar. Evonia er hlaðin bæti- efnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Myndirnar hér til hliðar sýna hversu góðum árangri er hægt að ná með Evonia. Evonia www.birkiaska.isFyrir Eftir Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.