Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 32
Helgarblað 23.–28. apríl 201432 Fólk Viðtal Tobba Marinós er landsþekkt fyrir það eitt að vera hún sjálf. Hún virðist gjörsamlega óhrædd við að viðra skoðanir sínar og sér alltaf skemmtilegu hliðar lífsins. Hún hefur gefið út þrjár bækur, stýrt sjónvarpsþáttum og á nú von á sínu fyrsta barni og fjórðu bók. Kristjana Guð- brandsdóttir settist niður með Tobbu og ræddi við hana um óttann sem hún var haldin, missi sem háir henni enn í dag og erfið veikindi systkina hennar sem kenndu henni listina að gleðja. É g er ekki svona rugluð,“ seg- ir Tobba blaðskellandi í sím- ann og gengur inn með látum á Hótel Marina við höfnina. Henni tekst hið ómögulega að eiga í samskiptum við blaðamann sem situr við borð og við vinkonu sína í símanum um matarboð sem stend- ur til um helgina. Í lok viðtalsins veit blaðamaður að einmitt þetta látbragð er einkennandi fyrir Tobbu. Hún hugsar hratt, talar hratt, gengur hratt, framkvæmir hratt og svarar hratt fyrir sig. Já, og hún er skemmtileg svo hún kemst upp með ýmislegt án þess að stuða aðra. Meira að segja að kalla virðulega og reyndari vinnufélaga sína vatnshausa. Meira um það síðar. Það eru ákveðin völd falin í hispursleysi eins og hennar. Hraðskreið og hávær jarðýta. Þannig verður henni lýst, hvort sem henni líkar betur eða verr. Svolítið óheppi- legt orðalag þar sem hún er komin nærri sjö mánuði á leið með sitt fyrsta barn, en hvað um það. Erfiðara að skrifa Nýjasta bók hennar er væntanleg í byrjun maímánaðar og hefur fengið hið smellna heiti: 20 ástæður til dag- drykkju. Fyrri bækur hennar hafa ver- ið á léttum og gamansömum nótum. Svokallaðar skutlubókmenntir. Þessi er líka gamansöm eins og titillinn gefur til kynna en með þungri undir- öldu enda fjallar hún um Tobbu sjálfa og lífið er ekki einhliða gamanleikur. Bókin er í prentun þegar blaðamaður ræðir við hana og það örlar á spennu. „Ég hef alltaf verið mjög ákveðin með það sem ég vil, en nú er bókin um mig sem barn og fram til 24 ára aldurs og þá hefur mér fundist allt ferlið vandasamara. Miklu erfiðara að finna titilinn og erfiðara að finna rétt útlit á bókina. En fyrst og fremst erfiðara að skrifa. Sér í lagi þá kafla sem snúa að fjölskyldu og vinum, því í bókinni segi ég ekki bara frá því skemmtilega og fyndna sem á daga mína hefur drifið, heldur líka ýmsu mótlæti sem ég hef orðið fyrir og hvernig ég hef unnið með það. Maður vill ekki stuða ættingja sína, foreldra og vini. En samt hlýtur maður að verða að segja satt. Það er svo margt sem maður þarf að passa.“ „Það er ekkert við þessu að gera“ Tobba heitir fullu nafni Þorbjörg Alda Birkis Marinósdóttir og er fædd 1984 í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi. Hún er dóttir Marinós Björnssonar, sem starfaði áratugum saman í bíla- umboðinu Heklu en rekur í dag eigin bílasölu, og Guðbjargar Birkis Jóns- dóttur. Hún er næstelst í systkinaröð- inni, yngst er Rebekka Rut, þá Regína Sif og elstur er bróðir hennar, Jón Ragnar. Framan á bókakápu nýjustu bókarinnar er haft eftir föður hennar: „Það er lítið við þessu að gera.“ Hvað meinar hann pabbi þinn? Tobba hlær. „Pabbi er svona rólega týpan og ekkert mikið fyrir æðibunugang myndi ég segja. Hann er ótrúlega fyndinn og stríðinn og algjör snilling- ur. Kvótið er lýsandi fyrir æðruleysið sem hann hefur tileinkað sér í návist minni og fleiri í fjölskyldunni.“ Sendur út á bensínstöð Hann hlýtur að vera búinn að venjast svolitlum æðibunugangi, er það ekki? „Jú, hann er vanur öllum þessum viljasterku konum, ég á tvær systur og svo er það mamma. Fjórar konur í lífi hans sem allar vilja sitt,“ segir hún. „Hann hefur verið sendur út á bensínstöð að kaupa dömubindi í 20 ár núna. Svo geng ég með stúlkubarn, svo fimmta viljasterka stúlkan er á leiðinni í heiminn. En hann kann á stelpur svo það er gott. Við erum allar mjög orkumiklar en á mismunandi hátt og mamma er náttúrlega ofvirk. Hún er búin að baka tvær sortir fyrir hádegi og slá garðinn og gera hitt og þetta. Svo segir hún mér að slaka á, það er svolítið fyndið. Við erum öll svona klikkuð. Pabbi er reyndar ekkert laus við að vera orkumikill eins og við hin, búinn að fara í sund klukkan sjö á morgnana og gera fullt annað.“ Hræddist barneignir Fjölskylda Tobbu er samrýnd. Það er ekki að ástæðulausu. Systkini hennar hafa glímt við veikindi í uppvextinum og þurft að takast á við þau af þolgæði. Tobba hefur því upplifað vanmáttinn sem kemur upp við alvarleg veikindi barna og þess vegna var hún lengi vel hrædd við að eignast börn. Hún ótt- aðist það helst að geta ekki veitt börn- um sínum sama atlæti og foreldrar hennar gerðu en það viðhorf breyttist þegar hún kynntist kærasta sínum og barnsföður, Karli Sigurðssyni, borgar- fulltrúa Besta flokksins. „Ég var mjög lengi langt frá því að vera tilbúin til að takast á við for- eldrahlutverkið áður en ég kynntist Kalla. Ég vissi að ég gæti ekki boð- ið ófæddu barni upp á þær góðu að- stæður sem ég ólst sjálf upp við. Að eiga foreldra sem stóðu saman í gegn- um þetta allt saman. Kominn tími til að hætta að vera hrædd Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is „Hún lenti í grófu einelti sem lítið barn í skóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.