Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 14
Helgarblað 23.–28. apríl 201414 Fréttir Sárt að senda strákinn á götuna n Gerðu heimildarmynd um meðferðarúrræði n Hefur fylgst með baráttu litlu systur U ngmenni sem þurfa að fara í meðferð upplifa sig raddlaus gagnvart kerfinu. Þetta segja þær Sædís Sif Harðardóttir og Laufey Sif Ingólfsdóttir. Þær útskrifast úr tóm- stunda- og félagsmálafræði í vor en samhliða lokaritgerðinni réðust þær í gerð heimildarmyndar um upplifun einstaklinga af meðferðar- úrræðum á Íslandi. Í myndinni ræddu þær við fíkla og fyrrver- andi fíkla sem hafa farið í með- ferð, foreldra fíkla, starfsfólk með- ferðarheimila og annað fagfólk sem kemur að starfi meðferðarheimila með einum eða öðrum hætti, alls þrettán aðila. Systir í vanda „Við ákváðum að gera þessa mynd af því að unglingar í okkar lífi hafa þurft að nýta sér þessi úrræði,“ út- skýrir Sædís. Yngri systir hennar þurfti á aðstoð að halda á unglings- árunum. Þá bjuggu þær austur á fjörðum þar sem fá úrræði voru í boði. „Hún þurfti brýna hjálp þegar hún var fimmtán ára. Við tók löng bið svo við urðum að lokum að leita annarra leiða. Á þessum tíma átti systir mín vin sem var mikið hjá okkur og ég leit á sem litla bróður minn. Hann hef- ur verið í neyslu og síðustu ár hef ég fylgst með hans meðferðarsögu. Systir mín hefur reynt að hjálpa honum á sama tíma og hún hefur sjálf glímt við kvíða og þunglyndi. Hún gæti gefist upp fyrir því en hún neitar að gefast upp á vinum sínum þegar þeir eru svo illa stadd- ir að hún óttast að þeir gætu skað- að sig eða aðra. Ég hef fylgst með henni berjast við kerfið og fara með vini sína upp á spítala þar sem hún hefur komið að lokuðum dyrum. Að fylgjast með baráttu þessara ung- menna fyrir aðstoð kveikti í mér,“ útskýrir Sædís Sif. Hjálpin lengi að berast Gerð heimildarmyndarinnar breytti sýn hennar á þau úrræði sem eru í boði. „Okkur varð ljóst að með- ferðarúrræðin virka, en aðeins ef viljinn er til staðar hjá einstakling- um. Ef viljinn er ekki til staðar virkar meðferðin ekki og því miður virðist það oft eiga við um börn sem eru skikkuð í meðferð.“ Laufey grípur orðið og segir að þótt þeim sé ljóst að ekki sé hægt að hjálpa þeim sem vilja ekki hjálpa sér sjálfir sé ekki útilokað að hægt sé að reyna meira til þess að ná til þeirra. „Ef þau mættu rétta viðmótinu mætti kannski leiða þau á betri veg svo þau vilji frekar þiggja hjálpina sem þeim stendur til boða. Þeir sem við ræddum við sam- mæltust um að gripið hafi verið of seint inn í, að ekki hafi verið hlust- að á þá og þeir hefðu fengið nei- kvæða svörun þegar þeir fóru í með- ferð. Þegar þeir urðu síðan tilbúnir til að þiggja hjálpina þá þurftu þeir að bíða.“ Sædís segir að fyrir ungt fólk geti nokkurra vikna bið verið óbærileg. „Einstaklingur sem var tilbúinn til þess að snúa við blaðinu á einhverj- um tímapunkti getur verið kom- inn á allt annan stað fjórum vikum seinna. Þess vegna er svo mikilvægt að ná honum þegar hugarfarið er rétt og veita hjálpina strax. Það get- ur skipt sköpum.“ Flest í áhættuhegðunarhóp Einn sem þær töluðu við sagði að mynstrið hefði byrjað þegar hann var tíu ára. Tólf ára byrjaði hann að drekka. Fjórtán ára í fíkniefnum. „Þá var orðið erfiðara að hjálpa honum. En það hefði kannski verið hægt að ná til hans fyrr í þessu ferli,“ segir Laufey. Hún bendir á að krakkar sem leiðast út í vímuefnaneyslu séu flestallir í áhættuhegðunarhóp. „Innan þessara hópa eru flestir að glíma við annars konar vandamál. Þetta eru meðal annars börn sem eru með greindarskerðingu, of- virkni eða aðra undirliggjandi sjúk- dóma. Fyrir utan neysluna eru þau að glíma við þessi vandamál, sem geta jafnvel verið orsök neyslunnar. Í ljósi þessa er skrýtið að það sé ekki fylgst betur með þessum hópi barna, því það er vitað að þau eiga það á hættu að leiðast út í vímuefnaneyslu eða villast af braut.“ Hún þekkir það, þar sem hún var sjálf hluti af þessum hópi. „Flest- ir vina minna fóru í neyslu. Ég gerði það ekki og ég hef oft velt því fyrir mér af hverju ekki. Hvað greindi þar á? Ég var reyndar mjög virk í félags- störfum en ég veit ekki hversu mikil áhrif það hefur í raun. Ég myndi vilja skoða það betur.“ Kynntist harðari efnum í meðferð Annar fór í fyrstu meðferðina sína fyrir tíu árum síðan, þá sautján ára og vonandi þá síðustu fyrir tveimur árum. „Hann sagði að það hefði lítið breyst á þessum tíma. Hann sagð- ist hafa farið inn í sína fyrstu með- ferð, þvílíkt tilbúinn til að taka á sín- um málum þar til hann kynntist þar krökkum sem voru að koma úr mikið harðari neyslu. Honum fannst geðveikt að heyra sögurnar af harðari efnum og fannst hann eiga nóg eftir. Hann fór út með það markmið að prófa öll efnin sem hafði verið talað um í meðferðinni og gerði það. Núna var það hans hjartans mál að meðferðarúrræðin væru skilgreind eftir þörfum barna.“ Fleiri tóku í sama streng. Einn sagðist hafa komið inn sem sprautufíkill og endað í meðferð með tölvufíkli. Ung stúlka sagðist hafa komið í sína fyrstu meðferð og fengið þau skilaboð frá sér eldri konu að hún ætti að koma sér út og halda áfram að djamma því lífið væri rétt að byrja. „Það þarf að skilgreina bet- ur vandamál þessara barna og finna úrræðin sem hentar þeim,“ segir Sæ- dís. Neikvæð upplifun af neyðarvistun Meðferðarúrræðin sem þessi börn hafa nýtt sér eru á vegum SÁÁ og Barnaverndarstofu auk þess sem ein- hverjir höfðu farið á Hlaðgerðarkot. Ekki var spurt sérstaklega út í eins- taka stofnanir heldur almennt út í upplifun einstaklinga af meðferðum. Það kom því þeim verulega á óvart að allir viðmælendur þeirra tjáðu sig sérstaklega um eitt úrræðið, neyðar- vistun á Stuðlum. „Við fengum mjög margar neikvæðar athugasemdir um neyðarvistunina. Það var sérstak- lega sláandi þegar einn sagðist hafa komið þarna inn sem brotið barn en fengið dólg frá starfsfólki. Auðvitað á að koma fram við þessi börn af sömu virðingu og alla aðra. Þessir krakkar taka á móti nógu miklum skít í þessum heimi sem þau hafa sökkt sér í,“ segir Sædís og bætir því við að enginn eigi skilið að talað sé niður til hans. „Þetta orð, neyðarvistun, stakk okkur líka,“ segir Sædís. „Af því að það gefur til kynna að þú getir kom- ið þangað með barn í neyð. Það er ekki þannig. Þú getur ekki hringt inn sem foreldri fíkils og fengið að koma með barnið þitt því þú óttast um af- drif þess. Þú þarft að fara í gegnum allt kerfið og fá grænt ljós frá barna- verndarnefnd. Og það tekur tíma.“ Sendi barnið á götuna Sædís hefur upplifað það. Góðvinur litlu systur hennar hefur verið í mik- illi neyslu undanfarin ár og hefur far- ið inn og út úr meðferðum. „Núna í vor náði hann lágpunkti í sínu lífi. Á þriðjudagsmorgni sótti ég hann í undirheimana og lét hann sofa úr sér heima hjá mér. Á meðan aflaði ég mér upplýsinga um hvað í ósköpun- um ég gæti gert. Ég hringdi í umboðsmann barna, á meðferðarheimili og talaði við ráð- gjafa. Ég hringdi á Barnaverndar- stofu sem sagði ekkert hægt að gera fyrr en þau fengu grænt ljós frá barnaverndarfulltrúanum hans. Um leið og hann vaknaði næsta morgun sagði ég honum að ef ég ætti að geta hjálpað honum yrði hann að hringja í barnaverndarfulltrúann sinn. Við reyndum að hringja tvisvar þennan morgun en fengum þau svör að hann væri ekki við. Dagurinn leið með tilfallandi alls konar veseni. Næsta dag var barnaverndarfulltrú- inn enn ekki við. Hann bað um að fá að tala við einhvern annan í stað- inn þar sem hann þyrfti á aðstoð að halda. Foreldrar hans voru búnir að gef- ast upp á honum og systir mín gat ekki tekið við honum því hann var orðinn svo langt leiddur og illa far- inn. Hann var gjörsamlega að missa vitið. Ég talaði við lögregluna og spít- alann en þar var ekkert hægt að gera fyrir hann. Það endaði því miður með því að ég varð að senda hann á götuna, þá sautján ára, sem var bæði sárt og erfitt. Það var ekki fyrr en á þriðja degi sem hann náði sambandi við barnaverndarfulltrúann sinn sem gat þá aðstoðað hann.“ Sat ein uppi með ábyrgðina Hún segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem þau hafa þurft að bíða í nokkra daga eftir því að ná sam- bandi. „Ég hefði bara þurft að fá að tala við einhvern. Til þess að vita hvað ég ætti að gera. Ég er ekki mamma hans. Þegar ég leitaði til hennar sagði hún að ég ætti að henda honum út, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is „Hann fór út með það markmið að prófa öll efnin sem hafði verið talað um í meðferðinni Metnaðarfullt lokaverkefni Þær Sædís og Laufey hafa fylgst með bar- áttu ungmenna fyrir aðstoð og ákváðu að gera heimildarmynd um upplifun einstak- linga af meðferðarúr- ræðum. Niðurstaðan er sú að hjálpin verður að berast fyrr og eftir- fylgnin að vera meiri. MyND SIgtryggur ArI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.