Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 45
Helgarblað 23.–28. apríl 2014 Lífsstíll 45 fuj i b ik es .com Fuji Traverse er hentugt alhliða reiðhjól jafnt í stuttar sem langar ferðir. Hayes vökva diskabremsur. Shimano DEORE gírbúnaður. Suntour frammdempari með vökvalæsingu. Any Terrain Any Commute A n y D i s t a n c e TRAVERSE Hvellur.Com – G.Tómasson ehf, Smiðjuvegi 30 - 200 Kópavogur – Iceland, http://www.hvellur.com, hvellur@hvellur.com Tel: +354-5776400 Fax: +354-5776401 Traverse_CS6.indd 1 25.03.2013 12:12:10 Koparbyltingin Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að koparlitur er sá allra heit- asti um þessar mundir og fyllir allar lífsstílssíður og -blogg. Það þarf ekki að kosta nein ósköp að stökkva á koparvagninn því rétt staðsettur hlutur á heimilinu getur alveg gert kraftaverk. Ódýrasta leiðin er líklega að fjár- festa í úðabrúsa með koparlit og úða einhverja fallega hluti. Það má til dæmis úða kertastjaka, vasa eða styttur en koparlituð herðatré setja líka svip á fatahengið. Eins er lítið mál að úða niður- suðudósir en það getur komið mjög skemmtilega út. Sniðugar lausnir Hér má sjá nokkur ansi auð- veld en skemmtileg ráð sem geta komið að góðum notum. Heimagerðar Gerðu þínar eigin taco- kökur með því að baka pönnukökurnar. Þá verða þær stökkar og fínar. Betri ending Settu plast yfir endana á bönunum og þeir endast í 4–5 daga lengur. Viðheldur rakanum Ef þú vilt koma í veg fyrir að kökubotninn þorni yfir nótt er sniðugt að setja brauðsneið í miðjuna á honum. Brauðið hjálpar til við að halda rakanum í botninum. Enginn subbuskapur Litlir fingur geta oft orðið ansi klístraðir við frostp- innaát. Gott ráð er að setja möffinsform undir ísinn, þá lekur af honum í formið, ekki á hendurnar eða fötin. F yrir þá sem vilja nýta sam- félagsmiðla til að fá inn- blástur og hafa fengið nóg af því að sjá bara myndir af matardiskum og börnum er til- valið að fylgjast með hönnuðum, arkitektum og ljósmyndurum sem taka myndir af fallegum eða sér- stökum augnablikum og hlutum á myndamiðlinum Instagram. Það hristir heldur betur upp í frétta- veitum og má einnig nota til þess að fá innblástur og hugmyndir til þess að nýta heima við. Ekki þarf að leita langt til þess að finna slíkar síður á Instagram og má til dæmis nefna Svart á hvítu, síðu Svönu Lovísu Kristjánsdóttur, sem einnig bloggar á samnefndri heimasíðu. Þar birtir hún oft hug- myndir, fallega hönnun og jafnvel myndir heiman frá sér. Á síðunni Inspohome má finna fallegar heimilismyndir sem veita svo sannarlega innblástur. Hvítir og mjúkir litir eru sérstaklega ráð- andi og gleðja augað. Hjá Pureinterior má svo einnig finna klassískan, oft skandinavísk- an stíl. Það er hin norska Elisabeth Tangen Johansen sem heldur úti síðunni, þar sem iðulega má sjá hluti sem gleðja augað og andann. I wish this was my house sýnir falleg og glæsileg heimili víðs vegar um heiminn. Segja má að þar megi ferðast um heimili heimsins á ör- skotsstundu. Síðueigandi sækir innblásturinn frá mismunandi og ólíkum áttum. Instagram-síða Interior4all sækir fanga einnig víða þar sem sjá má klassískar heimilisuppstill- ingar en einnig framsækinn stíl. n astasigrun@dv.is Ertu að leita að innblæstri? Kíktu á þessar síður á Instagram Fallegar myndir Inni á milli barna- myndanna og matarmyndanna er gaman að sjá myndir af fallegri hönnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.