Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 34
Helgarblað 23.–28. apríl 201434 Fólk Viðtal ríkti einstakur andi. Í skólastarfinu var nokkur áhersla á samhygð og úti­ vist og fóru nemendur í langar göngu­ ferðir þar sem reyndi á samskipti og úthald. Nokkuð sem hentaði Tobbu vel. „Mér var tekið eins og ég var í skól­ anum. Kristín Einarsdóttir kennari lagði mikið upp úr útivist og var mik­ il fjallageit. Þetta var á þessum tíma mjög óvenjulegt og þykir jafnvel enn í dag en við krakkarnir gengum mik­ ið. Gengum til dæmis eina langa fjallaferð á ári til að þjappa saman hópnum. Fórum Laugaveginn í sjö­ unda bekk og þá fórum við eitt sinn í þriggja daga hjólaferð. Þetta hent­ aði mér vel. Krakkar sem gátu ekki talað saman og rifust í skólastofunni fún­ keruðu saman í þessum ferðum. Þarna áttum við öll það sameiginlegt að glíma við að komast á leiðarenda, mikil ganga, kuldi og allir svangir og þreyttir. Einhvern veginn varð fólk betra við hvað annað, til í að deila nesti sínu og hugsunum.“ Tileinkar bókina móður sinni Í nýrri bók segir Tobba frá uppvexti sínum og lífi til 24 ára aldurs. Hver kafli þykir henni gefa ástæðu til dag­ drykkju og því kallar hún bók sína 20 ástæður til dagdrykkju. Hún seg­ ir bókina tileinkaða móður sinni sem þrátt fyrir allt sé ekki dagdrykkju­ kona. „Ég myndi skilja ef hún væri það, segir hún og skellir upp úr. „Þetta eru 20 kaflar sem allir gefa ástæðu til þess að opna flösku við lok lesturs. Í bókinni segi ég frá lífi mínu frá því ég er 5 ára gömul til 24 ára aldurs, bæði því erfiða og því fyndna og skemmtilega sem ég hef lifað. Svolítið útskýringar á því af hverju má kannski bara fá sér hvítvínsglas á þriðjudegi og af hverju maður verður að leyfa sér að vera svolítið bara eins og maður er. Ég hefði alveg skilið hana móður mína að vera bara með vasapelann á sér. Það sem hún þurfti að líða,“ byrjar Tobba að segja frá og víst er að von er á líflegri frásögn. „Þegi þú, fituklessan þín!“ „Ég var alltof feitur krakki og það tók fjóra tíma að finna buxur á mig í Kringlunni. Þær þurfti síðan að stytta um svona hálfan metra þegar heim var komið og ég orðin sveitt og þreytt og örg eftir stanslausar mátanir í leit að mittisstreng sem næði utan um mig. Ég hugsa að hún hafi nú keypt mest af fatnaði á mig í karladeildinni þótt hún hafi aldrei viðurkennt það. Hún gekk í gegnum margt, blessun­ in, en lét mig aldrei finna fyrir neinu. Ég vissi aldrei að ég væri feit. Ég gerði merkilega uppgötvun þegar ég var sex ára að koma með íspinna úr búð. Fyrir utan búðina standa nokkr­ ir strákar að reykja. Einn þeirra blæs sígarettureyknum framan í mig og ég segi: Oj, þú átt ekki að vera reykja, eins og mér var einni lagið. Þá svarar hann: Æ, þegi þú, fituklessan þín! og mér bregður í brún. Ég feit? Það hafði aldrei hvarflað að mér. Ég hafði ekki fengið memoið! Svo lít ég niður á fingur mína og sé að þeir eru helst til of þykkir. Mamma hafði aldrei sagt mér það. Hún sagði mér oft að maður ætti að borða hollt og hreyfa sig en að það væri mikil­ vægt fyrir alla. Örugglega orðinn út­ lærður næringarfræðingur. En hún sagði mér aldrei að ég væri feit og ég upplifði mig aldrei sem feita fyrr en þarna.“ „Vita þá allir að ég er feit?“ Þetta litla en leiðinlega atvik gerði Tobbu ljóst hversu gott atlæti hún bjó við. Foreldrar hennar efldu með henni sterka sjálfsvirðingu svo hún leiddi aldrei hugann að því fyrr að eitthvað væri athugavert við vaxtar­ lagið. „Eftir þetta fór ég að hugsa: Bíddu, vita þá allir að ég er feit? Vita krakk­ arnir í skólanum að ég er feit? Er þetta eitthvað sem allir vita eða er þetta leyndarmál sem ég á bara? Þetta var togstreita fyrir lítinn kropp sem var samt of stór,“ segir hún og brosir. „Mér hafði alltaf fundist bumban mín svo krúttleg og fannst bara vænt um hvað hún stóð pínulítið út í loft­ ið. En þarna hugsaði ég, kannski er bumban mín bara ekkert krúttleg. Ég hélt ég væri svona þykk af því ég væri svo sterk. Pabbi sagði alltaf við mig að ég væri sterkbyggð og með stór bein. Það hafði mér fundist vænt um. Það segir svolítið mikið um foreldra mína hversu sterka sjálfsvirðingu ég hafði þrátt fyrir að vera örugglega helmingi of þung. Mér fannst ég alltaf bara vera tóm snilld.“ Móðurást Hún nefnir dæmi um það hvernig móðir hennar leiddi athyglina frá vaxtarlagi hennar. „Ein jólin var hún að taka jólamynd af okkur fyrir jóla­ kortin það árið. Hún stillir mér og bróður mínum upp og sér þá að hlið við hlið erum við eins og fyrir og eft­ ir­mynd í fræðslubæklingi frá Lýð­ heilsustöð. Það fannst henni ekki ganga upp. Þannig að hún greip til þess ráðs að sauma á mig kjól og gerði vesti úr sama efni á bróður minn. Svo lét hún hann sitja með mig upp í sófa, svo að á myndinni var ekki hægt að sjá hvar ég byrjaði og hann endaði. Við vorum bara ein krúttleg klessa. Þetta er ást. Svona reddaði hún öllu.“ Niðurlæging Við bókaskrifin þurfti Tobba að rýna í æskuárin og sumt fannst henni erfitt að skrifa um. „Þegar ég hugsa til baka þá sé ég að ég var ekki bara fyndin og glöð. Það var líka erfitt að vera of feit og stundum upplifði ég niðurlægingu, kannski án þess að gera mér grein fyr­ ir því,“ segir hún og rifjar upp ákveðið atvik. „Bróðir minn var algjör íþrótta­ hetja og svo kom ég, naggurinn, með í eitt skiptið og við systkinin tókum þátt í 17. júní­hlaupi. Auðvitað var hann fyrstur í mark að vanda. Mér var hins vegar orðið óglatt af stressi áður en hlaupið hófst, svo datt ég í miðju hlaupi og sat og grenjaði. Það þurfti að koma og sækja mig á völlinn og halda á mér til baka. Það versta var að ég lét mig detta viljandi og meiddi mig tölu­ vert minna í hnénu en hjartanu.“ Annað sem henni fannst erfitt að skrifa um var reynsla hennar af skiptinámi sem hún fór í til Brasilíu fimmtán ára gömul. Brasilísku bræð­ ur hennar voru tveir. Eldri bróðir­ inn, Raul, var 15 ára og Ricardo, sá yngri, tólf ára. Nokkrum vikum áður en Tobba átti að snúa heim til Íslands heimsóttu þau Ricardo sundlaugar­ garð rétt fyrir utan borgina. Þau fóru hvort í sínu lagi og Ricardo varð eft­ ir með vinum sínum þegar Tobba fór heim. Hún kvaddi hann og það varð síðasta skipti sem hún sá hann á lífi. Ricardo lést á leið sinni heim eft­ ir bílslys þar sem ökumaðurinn var undir áhrifum. „Þetta var stuttu áður en dvöl minni lauk og engin leið var að fá skiptinemasamtökin til að leyfa mér að framlengja dvölina. Ég gat því ekki syrgt með fjölskyldu minni úti og hafði engan til að ræða við sem þekkti Ricardo hér heima. Mér fannst líka erfitt að deila þeirri reynslu í bókinni vegna þess að í öllu öðru gat ég leyft mér að vera gamansöm. Þessi upplif­ un varð hins vegar að fylgja með í bók­ inni, því hún er svo stór hluti af mér.“ Ritstjórinn rekinn Í bókinni segir Tobba einnig á líflegan hátt frá vonbrigðum sínum á vinnu­ markaði. Eftir útskrift tók hún sér hlé frá námi og fór að vinna í Heklu áður en hún hélt til Englands þar sem hún nam fjölmiðlafræði við háskólann í Derby. Hún mætti nýútskrifuð á skrif­ stofu Mikaels Torfasonar á Séð og heyrt til að sækja um vinnu. „Allir verða fyrir vonbrigð­ um á vinnumarkaðnum. Gera sér væntingar sem standast ekki. Þegar á reynir kemur svo í ljós hvernig samfé­ lagið virkar. Það var áfall fyrir mig að uppgötva hversu sterk tengsl eigenda fyrirtækisins voru við blaðið. Að því komst ég þegar ritstjórinn minn, Mik­ ael Torfason, var rekinn skyndilega eftir að hafa skrifað frétt um dóttur eins eigandans. Enginn hefur sagt frá þessum atburði þannig að orsaka­ samhengið sé viðurkennt en þannig horfði þetta við mér. Þarna var yfir­ maður minn rekinn eftir að hafa skrif­ að frétt upp úr útvarpsþætti og þurfti síðan bara ekkert að mæta í vinnuna eftir það. Ég efaðist um kerfið. Ég þurfti ekki að glíma við þetta sjálf en heyrði út undan mér að það var ýmis­ legt sem mátti ekki. Það voru ótrúleg vonbrigði að glíma við það að menn úti í bæ gætu ráðið því hvað færi á for­ síðu blaðsins.“ Menn með vatnshausa leiðinlegir Hún segist þó hafa átt góða tíma á Séð og heyrt. Hún fékk vinnuna eft­ ir hálf vonleysislegt atvinnuviðtal og reif strax kjaft við þá sem stugguðu við henni. „Mikael Torfason sat innpakk­ aður í dúnúlpu á bak við skrifborð inni á skrifstofu sem var lítið annað en klefi með rennihurð. Enginn stóll var fyrir gesti og því stóð ég kramin upp við hurðina í pilsi sem var jafn stórt hárbandi og í engum sokkabux­ um því það var sól. Eftir á að hyggja var það ekki góð hugmynd með hár­ bandinu. Hann spurði mig með grett andlitið hvort ég ætti nokkuð börn? Ég svaraði því neitandi og þá spurði hann mig hvort ég þekkti einhverja og hvort ég drykki? Ég svaraði því að ég væri ekki illa félagslega stödd né ætti ég við drykkjuvandamál að stríða. Þá benti hann út á opið vinnusvæðið og sagði mér að byrja að vinna. Ég fittaði bara mjög vel inn í það skrýtna sam­ félag sem vinnustaðurinn var. Eiríkur Jónsson sagði við mig fyrsta daginn minn: ég þoli ekki fjölmiðlafræðinga, ég sagði bara: Fínt, mér finnst menn með vatnshausa leiðinlegir. Hann er náttúrlega með extra stórt höfuð,“ segir Tobba og rekur upp hlátur. Hún segir hann hafa tekið þessu góðlát­ lega og vísi enn í grínið þegar þau hittist í dag. „Það var fljótt að nást valdajafn­ vægi. Ég var svo ung, ég vissi því ekki sem betur fer að þessir reyndu blaða­ menn ættu að vera mér eitthvað æðri. Ég reif bara stólpakjaft.“ Bloggið sló í gegn Tobba byrjaði að skrifa bækur eftir að hafa haldið úti vinsælu bloggi á DV.is. Hún segir það hafa verið sér mikil­ vægur æfingavöllur. „Þegar DV.is var opnaður sagði ég við Reyni Traustason að hann yrði að fá til sín stelpu að blogga. Þá var ég að vinna á Séð og heyrt en bæði fyrir­ tækin voru í eigu Birtings. „Þú verð­ ur að finna einhverja unga, sniðuga stelpu til að skrifa fyrir þig, ráðlagði ég honum og áður en ég veit hefur ver­ ið opnað bloggsvæði fyrir mig á vefn­ um og mér bara sagt að byrja að skrifa þótt það hafi ekki verið ætlun mín, enda nóg að díla við Eirík þó að Reyn­ ir bættist ekki við. Ég sló til og byrjaði að skrifa og viti menn, bloggið varð mikið lesið. Mest lesna færslan var lesin 50 þús­ und sinnum á sólarhring. Mér fannst þetta rosalega gaman. Þegar ég held fyrirlestra í fjöl­ miðlafræði þá hef ég gjarnan minnst þessa tíma. Það er svo mikilvægt að æfa sig í að orða hugsanir sínar. Ef það er blogg þá fær maður að auki við­ brögð við því sem maður er að skrifa og því tilvalinn vettvangur til að prufa sig áfram í skrifum.“ Seldi hugmyndina með kostum Hún leiddi hugann að því að það væri skortur á bókum fyrir ungar konur. Bókum eins og þeim sem hún féll fyr­ ir þegar hún var við nám í Bretlandi og voru sérstaklega stílaðar á ungar konur, svokallaðar skutlubókmenntir. „Það er svo gaman að geta labb­ að í sömu verslunum og sögupersón­ urnar, fengið sér sama kaffibollann og svolítið mátað sig í hlutverkið. Hér heima var ekkert slíkt í boði. Engar bækur í þessa átt höfðu verið skrifað­ ar og mér fannst það leiðinlegt. Ég tók mig til og rýndi í færslurnar sem ég hafði skrifað. Skoðaði hverjar þeirra voru mest lesnar og komst að því að þær sneru allar að samskiptum kynjanna. Ég prentaði út listann með lestrartölunum og bað þrjú forlög um viðtöl. Ég var síðan með nokkrar blaðsíður úr Makalaus, sem ég kallaði þá Dagbók Lilju. Ég hafði aðeins skrif­ að þessar fáeinu síður og hafði ekki einu sinni leitt hugann að því hvern­ ig sögunni átti að vinda fram eða hver sögulokin áttu að verða. Ég er svolítið framkvæmdaglöð og er bráð og ekki búin að hugsa allt til enda.“ Laug að forleggjaranum Ég þáði á endanum viðtal hjá For­ laginu. Ég hitti Egil Jóhannsson, sýndi honum hvað var mest lesið á blogginu, sem ég komst að að hann var dyggur lesandi að, og kynnti fyr­ ir honum hvernig bók ég vildi skrifa. Hann sagði mér þá að þeir hefðu lengi leitað að kvenhöfundi til að skrifa svona skutluskáldskap. Ég rétti honum svo síðurnar sem ég hafði skrifað og hann spurði hvernig bók­ in ætti að enda. Ég laug því auðvitað að ég væri með þetta allt planað og romsaði út úr mér einhverjum endi – þegar sannleikurinn var að ég hafði ekki hugsað söguna til enda en pass­ aði mig þó á því að selja ímyndina vel. Ég mætti uppáklædd í kjól og hælum með bleikan varalit. Nokkrum fund­ um seinna skrifaði ég undir samning og sat lengi úti í bíl og starði á hann á bílastæði Forlagsins. Mér fannst all­ ir mínir draumar vera að rætast. Egill sagði mér svo löngu seinna að hann reiknaði ekkert endilega með að fá bók, honum hefði bara fundist þetta skemmtileg tilraun.“ Fyrsta bók Tobbu, Makalaus, seld­ ist mjög vel. Var reyndar mest seld allt sumarið sem hún kom út og strax var kallað á framhald. „Eftir á að hyggja hefði ég átt að bíða aðeins og leyfa mér að anda á milli. Ég var þá líka að skrifa döm­ usiði, bók í ætt við þá sem hafði kom­ ið út áður með Mannasiðum Gillz. Þeir plötuðu mig til þess að koma með eitthvað í svipuðum dúr, sem ég og gerði. Dömusiðir kom út sama ár og Makalaus og Lýtalaus strax árið eftir, þetta var aðeins of mikið álag þótt þetta hafi auðvitað verið mjög skemmtilegt líka.“ Krossar fingur Nú eru komin þrjú ár síðan Tobba gaf út bók og hún segist berskjölduð í þetta sinn. „Nú á maður að heita fullorðinn. Ég á að vita betur. Hafa lært af reynsl­ unni. Það er ekki hægt að skýla sér á bak við skáldskapinn. Ég er varnar­ laus í þetta sinn og hálfhrædd við að bókin floppi. Bókin byggist á mér sjálfri og það er allt annað að láta svo persónulegar frásagnir frá sér. Það þýðir lítið annað en að krossa fingur og vona það besta. Það er bara ekkert víst að þetta klikki!“ n „Það var líka erfitt að vera of feit og stundum upplifði ég niðurlægingu Harður heimur fyrir litlar stelpur „Þegar ég vissi að þetta væri stelpa þá varð ég hrædd,“ segir Tobba sem segir erfiðara að vernda stelpur fyrir ofbeldi og erfiðleikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.