Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 28
28 Umræða Helgarblað 23.–28. apríl 2014 Þrjú ráð fyrir Sith-ráðstefnuna í Háskólabíói Þ að vita þetta fáir en Svarthöfði var einu sinni í sértrúarsöfn- uði. Sem ungur maður gekk hann í söfnuðinn og lærði þar sínar mikilvægustu lífslexíur. Þess vegna fagnar Svarthöfði því að Sith- reglan sé loksins, árið 2014, að ryðja sér til rúms á Íslandi. Það sem Svarthöfði lærði í reglunni var að vera ætíð á tánum. Lærimeistari Svarthöfða hataði hann og hatrið var gagnkvæmt, en þó var ákveðin óttablandin ást og virðing fólgin í sambandinu. Svarthöfði á erfitt með að útskýra þetta enda var umrætt skeið í lífi hans sveipað mik- illi óreiðu. Meginstólpinn í heimspeki Sith-reglunnar er að verða hvað sterkastur, svo þú lifir af, en leiðin til þess er stöðugt mótlæti. Þannig var það alsiða að lærisveinar reyndu að drepa lærimeistara sína ef færi gafst, og lærimeistarinn sendi lærisvein- inn í þungar þrautir. Það var eins konar samlífi, þar sem kennari og nemandi voru sífellt upp á sitt besta. Eða dauðir. Svarthöfði minnist þessara tíma með hlýjum hug, úr blokkaríbúð- inni í Breiðholti yfir eðalkaffi frá Kól- umbíu. Það fór því notalegur ylur um hann þegar hann sá auglýsingu frá manni sem hyggst kenna fólki lög- mál Sith-reglunnar. Sá maður var hluti af þeim jarðneska söfnuði sem mest svipar til Sith-reglunnar; Wall Street. Auglýsingin var þó, líkt og alltof margt á jörðinni, uppfull af hræsni. Það er ekki sagt einfaldlega: „Sith- ráðstefna Jordan Belfort“, heldur þarf að tala undir rós og kalla hana „sölu- ráðstefnu“. En Svarthöfði veit vel að ráðstefnuboðið er prófsteinn og boð frá einum farsælasta Sith-meistara jarðarinnar. Svarthöfða er annt um lesendur sína þannig að hann ætlar að gefa hér nokkur góð ráð í þessu samhengi. Í fyrsta lagi, farðu á Sith-ráðstefn- una. Þú sérð ekki eftir því, ekki frekar en Svarthöfði. Í öðru lagi, ekki borga þig inn á hana. Svarthöfði telur augljóst að þar sé Darth Belfort að prófa væntanlega lærisveina. Hvaða fífl myndi borga 50 þúsund krónur inn á ráðstefnu? Veit fólk hversu mörg kíló af arabica-kaffi það eru? Darth Belfort vill augljós- lega að þú svindlir þér inn, eða beitir annars konar kænsku og blekkingum à la Wall Street. Í þriðja lagi, lærðu og sigraðu. Til- einkaðu þér það sem Darth Belfort segir. Hræsni jarðarbúa er takmarka- laus þannig að hann verður ekki eins skýrmæltur og meistari Svarthöfða á sínum tíma, sem hvatti hann til þess að reyna að drepa sig. Hann mun ekki hvetja þig til að nýta „sölutækn- ina“ (Lesist: myrku hlið máttarins) gegn sér, en það er það sem hann vill. Fáðu sjálfan Darth Belfort til þess að kaupa verðlaus bréf í íslenskum banka – eða einhverju öðru viðlíka drasli – og fara á hausinn í kjölfarið, og þú munt sjálf/ur verða Sith-meist- ari sem vert er að taka mark á! n „Krónan er einkunnarspjald“ Umsjón: Henry Þór Baldursson Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni U ndanfarna daga hefur „stóra knattspyrnustjóra- málið“ einokað alla um- ræðu hér heima og erlendis og örlög David Moyes ver- ið á allra vörum. Umræða um slaka frammistöðu Moyes í stóli knattspyrn- ustjóra Manchester United hefur þó ekki einungis snúist um knattspyrnu og æfingatækni. Undir yfirborðinu leynast gríðarlegir hagsmunir fjár- málaafla og peningamanna sem hafa fjárfest í fyrirtækinu Manchester United og fyrir þau öfl snýst málið ekki síður um tap og hagnað af viðskiptum. Þess vegna er biðlundin líklega jafn lítil og raun ber vitni. Enska knattspyrnan er löngu komin undir markaðslögmálin al- ræmdu eins og svo margt fleira sem engum hefði komið til hugar fyrir nokkrum áratugum að ætti heima á markaði. Á síðasta ársfundi Samtaka atvinnulífsins var eitt aðalstef fundar- ins aukin áhersla á einkarekstur í vel- ferðarkerfinu og menntakerfinu og rætt fjálglega um að hleypa einkaað- ilum að kökunni – sem sagt sameign- inni sem íslenskir skattborgarar hafa byggt upp áratugum saman og eru skólarnir, spítalarnir, heilsugæslan og fleira. Af hverju vilja einkaaðilarn- ir komast þarna að? Jú væntanlega af því að það er góður bissness. Einkenni nýfrjálshyggjunnar er að æ fleiri svið mannlífs færast und- ir markaðslögmál og þau eru heim- færð upp á hluti þar sem þau eiga ekki endilega við. Þannig sýna ný- legar rannsóknir frá Bandaríkjunum að einkareknir skólar skila ekki betri árangri en opinberir, sé tekið tillit til lýðfræðilegra þátta. Þar hefur al- menna skólakerfið hins vegar ver- ið talað niður áratugum saman með þeim afleiðingum að þegar foreldrar eru spurðir um afstöðu sína eru al- gengustu svörin þau að skólakerfið sé ómögulegt jafnvel þó að sá opin- beri skóli sem þeirra börn ganga í sé hinn ágætasti! Ástæðan fyrir þessu tali – sem líka er beitt gegn heilbrigðiskerfinu og ýmsum öðrum opinberum geirum – er að plægja jarðveginn fyrir einka- aðila; tala niður það sem er fyrir og auðvelda markaðnum innreið sína þannig að einkaaðilar geti í róleg- heitunum tekið yfir samfélagslegar eignir. Mantra Sjálfstæðisflokksins um að „leysa þurfi krafta einkafram- taksins úr læðingi“ er raunar gam- alkunnug en sá flokkur stóð ásamt Framsóknarflokknum fyrir umfangs- mikilli einkavæðingu á árunum fyrir hrun og seldi þá ríkiseignir með þeim ömurlega árangri að almenning- ur í landinu stóð eftir mun blankari en áður. Nokkrir útvaldir náðu hins vegar að hagnast vel á viðskiptunum. Ýmsir ráðherrar núverandi rík- isstjórnar eru nú búnir að rifja upp möntruna og boða aukinn einka- rekstur, til dæmis í heilbrigðiskerf- inu. Þá hefur ríkisstjórnin boðað umtalsverða einföldun á regluverki og hefur forsætisráðherra lagt til að öll lagasetning sem tengist atvinnu- lífi þurfi að fá gæðastimpil hags- munaaðila á borð við Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins. Hér er um dæmigerða orðræðu nýfrjálshyggj- unnar að ræða þar sem fer saman að draga úr eftirliti og regluverki og auka þátt einkaaðila í opinberri þjónustu. Hér virðast menn því engu hafa gleymt og ekkert hafa lært. Niðurstaðan af slíkri stefnu er nefnilega sáraeinföld. Eftir því sem fleiri svið samfélagsins eru færð und- ir lögmál markaðarins fer stærri hluti samfélagsins úr sameign yfir í einka- eign. Meiri auður þjappast á færri hendur og ójöfnuður eykst. Brauð- molakenning nýfrjálshyggjunnar – um að molar af auð hinna ríku sáldrist niður eftir samfélaginu til þeirra sem minna hafa – hefur ekki reynst halda vatni. Ójöfnuður í heim- inum fer nú vaxandi, meðal annars vegna þeirrar virku pólitísku stefnu sem aftur vex nú fiskur um hrygg á Íslandi þrátt fyrir að hafa beðið skip- brot fyrir örfáum árum. Ójöfnuður er hins vegar, ásamt loftslagsbreyting- um, metinn sem mesta samfélagsógn 21. aldar. Gegn honum ættum við öll að vinna. Það gerum við ekki með því að færa öll svið mannlífsins undir markaðsöflin. n Engu gleymt og ekkert lært Katrín Jakobsdóttir formaður VG Kjallari „Enska knattspyrn- an er löngu kom- in undir markaðslögmál- in alræmdu eins og svo margt fleira sem engum hefði komið til hugar fyr- ir nokkrum áratugum að ætti heima á markaði. Mynd ReUteRs Svarthöfði darth Belfort Svarthöfði hvetur fólk til að fjölmenna á Sith-ráðstefnuna hans Belfort, en svindla sér inn à la Wall Street. Mynd ReUteRs „Ég held að Gabríel sé alvöru hetja - svona hetja sem er send á jörðina til þess að kenna fáfróðu fólki reglur lífsins. Persónulega finnst mér Gabríel sigurvegari - ótrúlega sætur strákur og mikið í hann varið - kannski eru börnin bara afbrýðisöm vegna þess hve góða þú átt að - mundu Gabríel að þetta tekur enda og þá stendur þú ofar öllum - þessir krakkar munu þurfa að lifa við að hafa hagað sér svona. Ég fékk sömu meðferð og þú þegar ég var lítil - en ég er orðin 30 ára í dag og ótrúlega hamingjusöm. Bíddu bara - ég er viss um að þinn tími komi fljótt. Þú ert svo mikilvægur i lífinu - því þú kennir öðrum bara með því að vera til. Það eru sko ekki allir sem fá slíkt hlutverk - þín einhverfa vinkona Lára.“ Athugasemd Láru Kristínar Brynjólfsdóttur við frétt um Gabríel Víði Kárason, 12 ára, sem ítrekað hefur orðið fyrir grófu einelti og ofbeldi af hendi annarra barna. 23 „Dettur þessu fólki virkilega í hug að stofnun klofningsflokks út úr sjálfstæðisflokknum breyti einhverju um hag almennings hér á landi. Úlfurinn verður alltaf úlfur, það er sama í hvaða lit sauðargærunnar hann klæðir sig. Ef þeir eru svona fullir af umhyggju fyrir almenningi hverjar eru þá áherslur þeirra í skuldaleiðréttingunni fyrir almenning eða er þetta bara enn ein leiðin til að troða okkur inn í ESB....“ Athugasemd Pálmeyjar Gísla- dóttur um frétt þess efnis að nýr Sjálfstæðisflokkur yrði til eftir páska. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.