Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 22
Helgarblað 23.–28. apríl 201422 Fréttir Erlent Dæmdur Butler segist skammast sín. Veiddi upp eigið þvag með gosflösku James Carroll Butler hafði fengið nóg af samstarfsfélaga sínum J ames Carroll Butler, borgar­ verkamaður í Culpeper County í Virginíu í Bandaríkj­ unum, var að eigin sögn illa fyrir kallaður og ósáttur við sam­ starfsfélaga sinn þegar hann greip til þess ráðs að blanda eigin hlandi út í kaffi kollegans. Verknaðurinn hefur nú, fimm árum síðar, kostað hann meira en hálfa milljón króna. Butler, 53 ára, var fyrir dómi hinn 7. apríl dæmdur til að greiða Michael Utz, fyrrverandi sam­ starfsfélaga sínum, fimm þúsund dollara í bætur fyrir athæfi sitt. Báðir unnu þeir hjá borginni, reyndar ekki í sömu deild. Af óljós­ um ástæðum var Butler mjög í nöp við vélvirkjann Utz. Í mars árið 2009 hafði gremjan náð nýjum hæðum, að því er Daily Progress greinir frá. Butler hafði brugðið sér á salernið og ákvað þar að ná sér niðri á Utz. Hann veiddi hland sitt upp úr klósettinu með gosflösku og hellti því í kaffiílát Utz. Svo beið hann og vonaðist til þess að Utz drykki hlandið. Butler varð ekki að ósk sinni. Utz sá að í drykkjarílátinu var ekki kaffi, heldur gulleitur vökvi. Hann tilkynnti atvikið til yfirmanna sinna, sem sendu sýni í rannsókn. Sú rannsókn leiddi að sjálfsögðu til þess að okkar maður varð einn grunaður. Fljótlega eftir að það kom í ljós fór Utz í mál svo Butler var kominn með réttarstöðu sak­ bornings. „Ég gerði vinnufélaga mínum svolítið sem ég skammast mín mikið fyrir,“ skrifaði Butler í bréfi til dómsins – en hann hafði ekki kjark til að mæta þangað í eigin persónu. Í bréfinu bar hann fyrir sig álagi, bæði heima fyrir og í vinnunni. „Ég dauðskammast mín fyrir þessa heimskulegu og barna­ legu framkomu.“ Utz krafðist ígildi liðlega 80 milljóna króna í bætur, en varð ekki kápan úr því klæðinu. Butler var þó dæmdur til fangelsisvistar í einn mánuð og til að greiða sem svarar til 560 þúsunda króna. Hann hugsar sig líklega tvisvar um næst. n baldur@dv.is Kapphlaup við tímann Þ að styttist með hverjum deginum í að heimsmeist­ aramótið í knattspyrnu hefjist en flautað verður til leiks í Brasilíu hinn 12. júní. Þrátt fyrir að tæpir tveir mánuðir séu í fyrsta leik eiga mótshaldarar eftir að leggja lokahönd á fjölmarga keppnisleikvanga. Seinagangur heimamanna hefur komið þeim í heimsfréttirnar og hvísla áhrifa­ menn innan knattspyrnuheimsins því sín á milli að mistök hafi verið gerð með því að gera Brasilíumenn að mótshöldurum. Stuðningur minnkar „Álfukeppnin [sem haldin var í Bras­ ilíu í fyrra] hefur sýnt fram á hvað er í vændum,“ segir Mario Zagallo, fyrrverandi landsliðsþjálfari Bras­ ilíu, fullur eftirvæntingar. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að við munum hýsa glæsilegasta heimsmeistaramót fyrr og síðar.“ Óhætt er að segja að ummæli Zagallo séu á skjön við álit almenn­ ings. Í könnun dagblaðsins Folha de Sao Paulo kemur fram að aðeins 48 prósent heimamanna styðji við bakið á mótshöldurum og þeim mýmörg­ um framkvæmdum sem eftir eru. Árið 2008, þegar Brasilía var valið til þess að halda keppnina, fögnuðu 79 prósent heimamanna niðurstöð­ unni. Stuðningurinn hefur því hríð­ fallið. Kostnaðurinn þrefalt hærri Undanfarna mánuði hafa þúsund­ ir Brasilíumanna mótmælt miklum kostnaði vegna keppninnar. Á sama tíma og sjúkrahús og skólar eru með lítið fé á milli handanna er pening­ um kastað til vegna framkvæmdanna fyrir HM – í byggingar sem munu ef til vill ekki nýtast eftir keppnina. For­ seti FIFA, Sepp Blatter, hefur sagst áhyggjufullur vegna ástandsins í Brasilíu en vonar að öldurnar lægi þegar keppnin hefst. Rétt rúmir 400 milljarðar króna hafa farið í framkvæmdir á tólf keppnisleikvöngum og greiða skatt­ greiðendur stærstan hluta upp­ hæðarinnar. Áætlaður kostnaður vegna framkvæmdanna var þrefalt lægri þegar þær hófust og auk þess lofuðu yfirvöld því að féð myndi koma frá einkaaðilum. Endurbætur á eftir áætlun Vinnu fyrir mótið var hætt tímabund­ ið í marsmánuði þegar áttundi verka­ maðurinn lét lífið frá því að fram­ kvæmdirnar hófust. Sjö hafa látist í slysum og einn þeirra út af hjartaá­ falli. Það er þó ekki einungis í Brasilíu þar sem verkamenn hafa týnt lífi sínu í undirbúningi fyrir heimsmeistara­ mótið. Níu hundruð verkamenn hafa dáið við byggingarvinnu fyrir mótið sem fer fram í Katar árið 2022. Yfirvöld í Brasilíu eru ekki að­ eins á eftir áætlun þegar kemur að byggingu leikvanganna. Endurbæt­ ur á samgöngumannvirkjum, eins og flugvöllum og lestarstöðvum, eru á eftir áætlun. Búist er við tæplega milljón gestum á meðan keppninni stendur og er ljóst að klárist endur­ bæturnar ekki muni það valda mik­ illi örtröð og óþægindum fyrir ferða­ menn. Gleðin aldrei langt undan Brasilíumenn eru þekktir fyrir óþrjót­ andi áhuga sinn á knattspyrnu. Þrátt fyrir mótmælin og seinagang yfir­ valda er gleðin aldrei langt undan og er spennan fyrir mótinu í algleym­ ingi. „Brasilíubúar munu gleyma öll­ um heimsins vandamálum þegar mótið hefst,“ segir Caio Lopes, 23 ára gamall heimamaður, í samtali við BBC. Það breytir því þó ekki að peningunum hefði getað verið betur varið, með meira skipulagi og agaðri vinnubrögðum. n n undirbúningur fyrir hm í Brasilíu á eftir áætlun n almenningur ósáttur Ingólfur Sigurðsson ingolfur@dv.is „Brasilíubúar munu gleyma öllum heimsins vandamálum þegar mótið hefst. Engar áhyggjur Zagallo, fyrrum landsliðs- þjálfari Brasilíu, er einn fárra heimamanna sem er bjartsýnn fyrir HM sem er í vændum. Allt á eftir áætlun Tólf leikvangar voru byggðir fyrir Heimsmeistara- mótið. Fæstir þeirra eru fulltilbúnir. Leiklistartímar rógburður Þeir sem segja Oscar Pistorius hafa farið í leiklistartíma, áður en hann bar vitni í réttarhöldum yfir honum, eru að ljúga, segir fjölskylda spretthlauparans. Það sé illgjarnt og ósanngjarnt að segja slíkt. Pistorius hefur verið ákærður fyrir að myrða kærustu sína, Reevu Steenkamp, í febrú­ ar í fyrra. Fjölmiðlar greindu frá því fyrir páska að Pistorius hefði farið í leiklistarkennslu til þess að undirbúa sig fyrir réttarhöldin. Hann heldur fram sakleysi sínu og segist ekki hafa myrt Steen­ kamp. Hann var sagður hafa undirbúið sig andlega með leik­ listartímum til þess að vera meira sannfærandi í vitnastúkunni. Þetta er rangt, segir fjölskylda hans, sem segir þetta vera „upp­ spuna“. Pistorius hafi komið til dyranna eins og hann er klæddur. Harmur hans hafi verið ósvikinn. Laun hækkuð um 20 prósent Evo Morales, forseti Bólivíu, hef­ ur tilkynnt að lágmarkslaun verði hækkuð um tuttugu prósent í landinu. Verkalýðsfélög hafa keppst við að lofa þessa ákvörðun forsetans á meðan aðilar vinnu­ markaðarins eru ósáttir. „Hér hefur orðið hagvöxtur og þess vegna hækkum við lágmarks­ launin um tuttugu prósent,“ sagði Morales. Verðbólga í Bólivíu er 6,5 prósent og því eru launa­ hækkanirnar vel umfram hana. Frá árinu 2006, þegar Morales tók við embætti forseta, hefur verg þjóðarframleiðsla Bólivíu þrefaldast og var 27 milljarðar Bandaríkjadala árið 2012. hefur búið í helli í ár Nítján ára norsk stúlka frá Vest­ ur­Noregi hefur hafist við í helli síðastliðið ár með lítið annað en svefnpoka. Stúlkan sem um ræð­ ir heitir Ida Beate Loken en hún ákvað í maí á síðasta ári að gera þessa tilraun til að minnka „áhrif sín á náttúruna“ eins og hún orð­ ar það. „Það er miklu skemmtilegra að hafast við hérna,“ segir hún en eins og gefur að skilja þarf hún að hafa býsna góðan svefnpoka til að komast í gegnum vetrarhörk­ una sem oft ríkir í Noregi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.