Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 8
Helgarblað 23.–28. apríl 20148 Fréttir E ggjum var kastað í hús fjöl- skyldu barns sem varð að sögn fyrir einelti kennara í Grindavík. DV hefur greint frá máli manns- ins en hann er sakaður um að beita mörg börn einelti í starfi sínu sem kennari við grunnskólann. Stefán Karl Stefánsson leikari hef- ur látið málið sig varða en hann er fyrrverandi formaður Regnboga- barna, samtaka sem stofnuð voru gegn einelti. „Það hefur fólk haft sam- band við mig frá Grindavík, bæði fólk sem á börn í skólanum núna og fólk sem var í skólanum fyrir þrjátíu árum síðan. Og allt þar á milli.“ Stefán Karl var í viðtali við Harmageddon á X-inu 97,7 í morgun þar sem hann greindi frá því að fólk skiptist í fylkingar vegna málefna kennarans í Grindavík. „Það varð önnur fjölskyldan fyrir því í nótt að húsið þeirra var eggjað. Fjölskylda fórnarlambs þessa manns. En það er ekkert á vegum þessa manns. Þetta eru eflaust einhverjir vitleysingar í Grindavík sem hafa tekið sig til og grýtt eggjum í húsið.“ Stefán Karl segir málið ekki snúast um einn kennara í skólanum. „Þetta snýst bara ekkert um einhvern einn kennara – þetta er miklu flóknara mál en það. En umræðan hefur snúist um einn stakan kennara sem hefur verið að leggja í einelti. Það hafa verið gerð- ar rannsóknir, rannsóknir óháðra sál- fræðinga, sem taka af allan vafa að um einelti er að ræða.“ Segir Stefán að börn hafi ver- ið með „líkamleg einkenni“ vegna vanlíðanar. „Þetta hefur gengið svo langt að foreldrar eru að taka börnin úr skólanum vegna líkamlegra ein- kenna sem hafa komið í ljós vegna andlegrar vanlíðanar barnanna. Samt heldur maðurinn áfram að kenna.“ „Það má segja að það sé ekkert gert. Þetta er bara því miður mjög al- gengt og þetta einskorðast ekkert við Grindavík. Tillögurnar sem koma frá skólastjórnendum er að kennarinn sé bara færður innar í ganginn,“ segir Stefán Karl enn fremur. n simon@dv.is Eggjum kastað í húsið Barn sem varð fyrir einelti kennara tekið fyrir af „vitleysingum“ Fengu tíu milljarða króna fyrir Stálskip n Eiga um 13 milljarða eignir n Kvótinn seldur á 8 milljarða H jónin Guðrún Lárusdóttir og Ágúst Sigurðsson standa eft- ir með um þrettán milljarða króna eftir að hafa selt eignir útgerðarfélagsins Stálskipa í byrjun ársins. Söluverðið á aflaheim- ildum félagsins var um átta milljarðar króna og söluverðið á togara félags- ins, Þór, var um 1.900 milljónir. Þetta herma heimildir DV. Fyrir söluna áttu Stálskip um þrjá milljarða króna inni á bankabók og þar sem eignir félagsins voru seldar út úr félaginu þá bætist söluhagnaður- inn við þær eignir sem fyrir voru inni í félaginu. Eftir standa umræddir millj- arðar inni á bankareikningi félagsins auk söluhagnaðar upp á um tíu millj- arða. Skuldir Stálskipa voru takmark- aðar enda höfðu þau hjónin rekið Stálskip af þekktri ráðdeildarsemi frá árinu 1970. Í samtali við DV vill Ágúst ekki staðfesta þær tölur um söluverðið á Stálskipum sem birtar eru hér. Ágúst segir: „Þú ert frá Dagblaðinu já. Við tölum ekki við DV af því þið farið alltaf með rangar fréttir og reynið að skíta okkur út.“ DV hefur hins vegar tvær heimildir fyrir þessum tölum. Félög Samherja keyptu Félögin sem keyptu aflaheimildir Stálskipa eru tengd útgerðarrisanum Samherja. Um var að ræða Síldar- vinnsluna, Gjögur og Útgerðarfélag Akureyringa. Samherji á Útgerðarfé- lag Akureyringa og er stærsti hluthafi Síldarvinnslunnar. Samherji ræður orðið, beint eða óbeint, yfir mestum aflaheimildum íslenskra útgerðarfé- laga þótt beint eignarhald félagsins á aflaheimildum sé ekki það mesta — HB Grandi er stærsti einstaki kvóta- eigandi á Íslandi. Um miðbik árs í fyrra sagði Ágúst í samtali við DV að þau hjónin væru orðin þreytt á því ati sem fylgdi rekstri Stálskipa. Þá höfðu ýmsir aðilar haft samband við þau með það fyrir aug- um að kaupa útgerðina. Sagði Ágúst að þau Guðrún væru orðin öldruð og að þau gætu ekki rekið útgerðina mik- ið lengur. „Maður veit ekki hvenær kallið kemur. Það getur komið á morgun eða hinn. Maður bara veit það ekki.“ Stálskip ætlar í kjölfarið að ein- beita sér að fjárfestingarstarfsemi enda er félagið heldur betur fjársterkt: Á um 13 milljarða króna eignir. Kvótinn seldur á átta milljarða Salan á Stálskipum sýnir mjög vel stöðuna í íslenskum sjávarútvegi. Stálskip átti ekki þann kvóta sem fé- lagið seldi fyrir um átta milljarða króna heldur hafði félagið aðeins ráð- stöfunarrétt yfir honum vegna veiði- reynslu félagsins. Eigendur Stálskipa voru sannarlega búnir að eiga og reka fyrirtækið lengi og reka það vel. Þau höfðu hins vegar tekið sér ríflegan arð út úr fyrirtækinu í gegnum árin, líkt og margir aðrir eigendur sjávarút- vegsfyrirtækja. Til að mynda tóku þau 158 milljónir króna út úr fyrirtækinu í fyrra vegna rekstrarársins. Eigendurnir hafa því fengið arð út úr félaginu á meðan þeir ráku það; drjúgan arð sem nemur margföldum árslaunum venjulegra launamanna. Til viðbótar við þetta byggði félagið upp sterka eiginfjárstöðu vegna hagn- aðar af fiskveiðum sem ekki var tekinn út úr félaginu. Svo seldu eigendurnir aflaheimildir félagsins ofan á þessa fjármuni, arðinn og það eigið fé sem var inni í fyrirtækinu. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Tíu milljarða sala Guðrún Lárusdóttir og eiginmaður hennar seldu eignir Stálskipa á tíu millj- arða króna. Mynd VIðSKIpTablaðIð „Maður veit ekki hvenær kallið kemur Flogaveikilyf á Litla-Hrauni Fangaverðir á Litla-Hrauni fundu um 100 Rivotril-töflur á heim- sóknargesti á föstudaginn langa. Gesturinn var handtekinn og mun mál hans fá venjubundna afgreiðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi um verkefni páskahelg- arinnar. Lyfið sem um ræðir er skráð flogaveikilyf, en er þó að mestu notað gegn kvíða. Í of- skömmtum veldur lyfið mikilli vímu. Féll af hestbaki og brotnaði Ungur maður beinbrotnaði er hann féll af hestbaki í Ölfusi skömmu eftir hádegi föstudags- ins langa. Þetta kemur fram í til- kynningu frá lögreglunni á Sel- fossi. Maðurinn var í hóp með öðrum er slysið varð. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á heilsugæsluna á Selfossi þar sem gert var að meiðslum hans. Aðfaranótt mánudags, annars í páskum, voru unnin skemmdar- verk á BMW-fólksbifreið sem stóð við Gagnheiði á Selfossi. Einhver lagði á sig að sparka í vinstri afturhurð bifreiðarinn- ar, brjóta vinstra afturljós, brjóta af hliðarspegli vinstra megin og rispa skottlok. Ef einhver veit hver þarna var að verki er sá beðinn að koma upplýsingum til lögreglu í síma 480 1010. Greiddi 100 þúsund á staðnum Erlendur ferðamaður var staðinn að ofsaakstri á Suðurlandsvegi um páskahelgina en bifreið mannsins mældist á 154 kíló- metra hraða. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að maður- inn hafi greitt sekt sína, tæpar hundrað þúsund krónur, á staðn- um. Í heild voru nítján ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Tveir voru kærðir fyrir fíkniefnaakstur og einn fyrir að aka sviptur öku- réttindum. Var þetta í þriðja sinn sem sá er kærður fyrir slíkt brot. Eggjakast „Það varð önn- ur fjölskyldan fyrir því í nótt að húsið þeirra var eggjað,“ sagði Stefán Karl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.