Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 21
Helgarblað 23.–28. apríl 2014 Fréttir 21 Dekkverk WWW.DEKKVERK.IS578 7474 OPIÐ ALLA DAGA frá 10–19 // ÓDýr ný Dekk // LYnGáS 20, GArÐABÆ Stefnir í tveggja milljarða afskriftir n Björn samdi við kröfuhafa Þreks n Útrásarfélagið situr eftir E itt af eignarhaldsfélögun­ um sem var í óbeinni eigu Björns Leifssonar í World Class skuldar rúma 2,2 millj­ arða króna umfram eignir. Um er að ræða félagið Þrek Holding ehf. sem var í eigu Þreks ehf., móðurfélags World Class, sem varð gjaldþrota nú í febrúar. Félagið á nánast engar eign­ ir, á annað hundrað þúsund, á móti nærri rúmlega 2,2 milljarða skuldum, samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir 2012. Ljóst er því að það stefnir í af­ skriftir á kröfum hjá Þrek Holding ehf. Félagið Þrek ehf., sem Björn átti og sem í dag heitir ÞS69 ehf., eftir að hafa verið tekið til gjaldþrota­ skipta árið 2010, hélt utan um 50 prósenta hlut í Þrek Holding ehf. á móti jafn stórum eignarhluta fjár­ festingarbankans Straums. Meðfjár­ festir Björns var félag í eigu Guð­ mundar Ágústs Péturssonar. Þrek Holding ehf. hélt svo aftur utan um eignarhluti í líkamsræktarstöðvum í Danmörku sem Björn og Straumur keyptu saman. Útrásin sligaði Björn Björn hefur aldrei farið í grafgötur með að útrás hans til Danmerkur hafi verið mistök. Hann segist hafa fengið slæma fjárfestingarráðgjöf frá Straumi í viðskiptunum en hluti af viðskiptunum við bankann sner­ ist meðal annars um að hann gekkst í sjálfskuldarábyrgð upp á 10,2 millj­ ónir danskra króna vegna lánsins frá Straumi. Um tíma leit út fyrir að Björn færi í persónulegt gjaldþrot út af sjálfskuldarábyrgðinni og lýsti hann því yfir í viðtali við Viðskiptablað­ ið í október 2009. „Ég er á leiðinni í gjaldþrot,“ sagði Björn í viðtalinu. Í viðtalinu kenndi Björn Straumi um vandræði sín: „Vandann sem ég er að glíma við má rekja til ævin týralega vitlausra ráðlegginga frá Straumi þegar ég og viðskiptafélagi minn, Guðmundur Ágúst Pétursson, keypt­ um helmingshlut í dönsku líkams­ ræktarfyrirtæki.“ Björn náði hins vegar að forðast persónulegt gjaldþrot — ástæðan fyrir því liggur ekki fyrir — og er hann eigandi World Class í dag ásamt konu sinni, Hafdísi Jónsdóttur. Rót vanda Björns Segja má að Danmerkurviðskiptin í gegnum Straum séu rót vandamála Björns Leifssonar í World Class en auk þess að vera sjálfur í persónuleg­ um ábyrgðum vegna lána sem tek­ in voru til að fjármagna verkefnið í Danmörku þá var móðurfélag World Class á Íslandi einnig í ábyrgðum fyrir lánum félagsins. Erfiðleikarnir snúast því ekki um rekstur World Class sem líkamsræktarstöðvar held­ ur frekar um fjárfestingu og skuld­ setningu sem stóð ekki undir sér. Þessar ábyrgðir áttu stóran þátt í að leiða til gjaldþrots móðurfé­ lags World Class á Íslandi en í að­ draganda þess seldi Björn rekstur líkamsræktarstöðvanna út úr fé­ laginu og til annars félags í sinni eigu fyrir 25 milljónir króna árið 2009. Það félag, móðurfélag World Class og rekstraraðili þess, heitir í Þrek ehf. Skiptastjóri Þreks ehf. höfðaði síðar mál til að reyna að fá sölunni á lík­ amsræktarstöðvunum rift en dóm­ kvaddur matsmaður taldi verðmæti World Class vera um 800 milljónir og því nam kaupverðið um 3 prósent­ um af ætluðu verðmæti félagsins. Í viðtali við DV.is í febrúar sagði Björn að í umfjölluninni um skulda­ stöðu félaga sem tengdust World Class væri alltaf verið að ræða um sama lánið: Lán Þrek Holding ehf. hjá Straumi og þær ábyrgðir sem fylgdu því láni. „Einu skuldirnar sem eru inni í þessu félagi í dag eru skuldirn­ ar við Straum sem Þrek var í ábyrgð fyrir […] Það er alltaf sama lánið sem verið er að skrifa um; þetta lán sem Þrek var í ábyrgð fyrir. Straumur lán­ aði í raun og veru þessu félagi á sín­ um tíma og svo voru Þrek og Sport fitness [annar hluthafi í dönsku lík­ amsræktarstöðvunum] í ábyrgð fyr­ ir því.“ Björn sagðist ekki hafa komið að rekstri þessa félags, Þreks Holdings ehf., síðan Straumur leysti það til sín árið 2009: „Þetta er bara félagið sem hélt utan um hlut okkar í fyrirtæki í Danmörku. Straumur leysti þetta félag til sín á sínum tíma. Síðan var bara ákveðið að loka þessu.“ Sagðist ekkert hafa fengið afskrifað Björn skrifaði grein í Kópavogsblaðið nú í apríl þar sem hann bar til baka fréttir þess efnis að hann hefði feng­ ið afskrifað. „Hvorki ég né fyrirtæki á mínum vegum hafa fengið afskriftir. Ég hef verið hjá sama viðskiptabanka í tæp þrjátíu ár. Ekkert fyrirtækja minna og engin kennitala hjá mér er gjaldþrota. Ég er hvorki kennitölu­ flakkari né afskriftarkóngur.“ Ljóst er hins vegar að uppgjör á Þrek Holding ehf. mun ekki fara fram án þess að einhverjar niðurfærslur krafna eigi sér stað en þetta má áætla út frá ársreikningi félagsins fyrir árið 2012 þar sem skuldir umfram eignir námu meira en tveimur milljörðum króna. Búið gert upp í sátt Sigubjörn Þorbergsson, skiptastjóri Þreks ehf., segir að Björn Leifsson hafi gert upp við kröfuhafa Þreks og að málefni félagsins sé ekki leng­ ur á hans höndum. Hann vill ekki gefa upp hvort, eða þá hversu mik­ ið, Björn greiddi upp í útistandandi kröfur á hendur félaginu. „Þau fengu búið sitt bara til baka. Þeir [kröfuhaf­ arnir] voru bara sáttir, held ég.“ Sigubjörn höfðaði fjögur riftun­ armál gegn Birni og félögum hans vegna meðferðarinnar á eignum Þreks ehf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins en þeim málaferlum lauk með áðurnefndum hætti: Björn komst að samkomulagi við kröfu­ hafa Þreks ehf. um uppgjör á skuld­ um félagsins. Sigurbjörn segir að hann geti ekki greint frá því hversu háar kröfurn­ ar voru í bú félagsins. „Björn náði bara samkomulagi við þá. Það voru allir mjög sáttir. Þeir afturkölluðu svo bara kröfur sínar,“ segir Sigurbjörn. „Málinu er lokið hvað mig varðar og það gengu allir sáttir frá þessu borði.“ Skiptastjórinn fyrrverandi seg­ Stefna DV Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir hafa stefnt DV fyrir brot á friðhelgi einkalífs þeirra vegna umfjöllunar blaðsins um fjárhagsmálefni þeirra og World Class síðastliðin ár. Umfjöll- unin snerist um gjaldþrot Þreks ehf. og afleidd málefni sem rekja má til útrásarinnar til Danmerkur. Í stefnu þeirra Hafdísar og Björns segir meðal annars: „Atlaga stefnda var óvægin og langvinn, stóð allt frá október 2009 til febrúar 2014. Engu breytti fyrir stefnda, þótt Björn Kr. Leifsson legði spilin á borðið fyrir starfsmann stefnda í viðtali sem stefndi birti 30. nóvember 2009. Stefndi lét ekki nægja að birta viðtalið, heldur endurnýtti það sem fram kom í því trekk í trekk með það að markmiði að koma inn hjá þjóðinni að stefnendur, Björn og Hafdís, væru óreiðufólk; fólk sem flutt hefði verðmæti úr gjaldþrota félagi í annað félag, hlypu frá skuldum og skildu kröfuhafa eftir í sárum; fólk sem stundaði kennitöluflakk; fólk sem nyti náðar í bankakerfinu; fólk sem setti blett á bæjarhátíð vegna þess að stefnandinn Laugar ehf. gæfi sigurvegara í fjallgöngu- keppni bæjarhátíðarinnar verðlaun; fólk sem lifði hátt og gæti leyft sér að fara til útlanda í frí. Til að prýða frétt af meintu lúxuslífi birti stefndi í heimildarleysi myndir úr fjölskylduferð til að sýna þjóðinni hvernig þeir gætu lifað sem hlypu frá skuldum sínum og fyrirtækja sinna. Með þessari atlögu fór stefndi á svig við 26. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2001 og kynnti með markvissum hætti undir hatri á stefn- endum, en bann er lagt við slíku í 27. gr. fjölmiðlalaga. Stefnendur og fyrirtæki þeirra voru eins og meginþorri íslenskra fyrirtækja eftir efnahags- og bankahrunið hér á landi í október 2008 í fjárhagsvanda. Fjármál einstaklinga og fyrirtækja, eignir þeirra og skuldir eru einkamál sem allan almenning varðar ekkert um. Varði samfélagið um þessi mál eiga þau ekki að vera síendurtekið umfjöllunarefni fjölmiðla með þeim hætti sem stefndi viðhafði. Hvorki stefnendur né nokkurt félag sem stefnendur hafa átt og rekið hafa stundað kennitöluflakk með það að markmiði að skilja kröfuhafa þeirra eftir með sárt enni og glatað fé. Við fjárhagslega endurskipulagningu rekstrar stefnenda og félaga þeirra var í einu og öllu farið að lögum og óvilhallir og sjálfstæðir dómstólar látnir skera úr um ágreiningsefni. Þessi vinnubrögð skiluðu sér í því að ÞS69 ehf., sem knúið var í gjaldþrot með mjög sérstökum aðgerðum eins kröfuhafa, gekk frá öllum skuldum sín- um og fengu eigendur þess það afhent á ný. Ekkert milljarða gjaldþrot varð og hvorki Björn Kr. Leifsson, Hafdís Jóns- dóttir né nokkurt félag á þeirra vegum hljópst frá skuldbindingum sínum.“ ist ekki vita hvort uppgjörið á Þrek Holding hafi verið hluti af uppgjöri Björns við kröfuhafa Þreks Holding ehf., samt var Þrek eigandi Þreks Holdings. „Ég veit ekkert um það.“ Miðað við skuldastöðu Þreks Holding þá liggur hins vegar fyrir að afskrifa þarf stóran hluta af skuld­ um félagsins. Engar eignir eru á bak við skuldirnar og í raun takmarkað­ ir hagsmunir inni í félaginu. Þetta er félagið sem stofnað var utan um útrás World Class og sem gerði það að verkum að eigendur World Class seldu líkamsræktarstöðvarnar til annars fyrirtækis í kjölfar hrunsins. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Ég er á leiðinni í gjaldþrot Tveggja milljarða skuldir Félagið sem stóð fyrir útrás Björns Leifssonar til Danmerkur er gjaldþrota og skuldar tvo millj- arða umfram eignir. Mynd Rakel ÓSk erfiðleikar vegna útrásar World Class lenti í erfiðleikum vegna útrásarinnar til Danmerkur á árunum fyrir hrun en svo virðist sem búið sé að vinda ofan af fyrirtækinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.