Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 26
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 26 Umræða Helgarblað 23.–28. apríl 2014 Undir fölsku flaggi Þ að er fagnaðarefni ef til verður nýr hægriflokkur við hlið Sjálf­ stæðisflokksins. Þar með yrði til valkostur fyrir þá sem vilja annað á hægri vængnum en öfl sem aðhyllast frændhygli, ríkishyggju og einangrun. Gamli Sjálfstæðisflokk­ urinn hóf undarlega vegferð með til­ komu Davíðs Oddssonar á sínum tíma. Í stað þess að vera frjálslyndur flokkur allra stétta varð hann þröng­ ur sérhagsmunaflokkur þar sem við völd sátu menn sem aldrei höfðu gert út á annað en ríkisrekstur sem lifi­ brauð. Flokkurinn sem kenndi sig við öflugt einstaklingsframtak og frelsi var leiddur að kjötkötlum ríkisins af mönnum sem aldrei höfðu að neinu marki komið nálægt einkarekstri. Sjálfstæðisflokkur Davíðs sigldi undir fölsku flaggi. Opinber stefna var að auka frelsi einstaklinga til athafna og snúa frá ríkisrekstri þar sem slíkt væri mögulegt. Frelsi einstakling­ anna átti að vera í öndvegi og efna­ hagur landsins átti að blómgast und­ ir þeim gunnfána. Rauði þráðurinn var sá að ríkið ætti sem minnst að vasast í rekstri. Þetta var hin yfirlýsta stefna þegar Sjálfstæðisflokkurinn lét þjóðarbankann, Landsbanka Íslands, í hendur lukkuriddurum sem að sögn höfðu grætt himinháar upphæðir á bjórverksmiðju ytra. Og hinn stjórn­ arflokkurinn, Framsókn, fékk líka sitt því vildarvinir þess flokks fengu Búnaðarbankann á silfurfati en sá banki varð síðar Kaupþing. Báð­ ir þessir bankar tóku áhættuflug­ ið við einkavæðinguna og urðu helstu hvatarnir að því stór­ slysi sem hrunið varð Íslending­ um árið 2008. Flokkur frelsis og einkaframtaks brást kjósendum sínum herfilega með því að láta fjöregg þjóðarinnar í hendur vit­ leysinga. Frelsi og heiðarleiki varð aukaatriði. Einkaframtakið fólst í því að fara ránshendi um eigur rík­ isins. Það er athyglisvert að skoða for­ ystumenn Sjálfstæðisflokksins síð­ ustu áratugi. Sá sem er mest áberandi er Davíð Oddsson. Hann hefur aldrei komið nálægt einkarekstri í neinni mynd en alla tíð verið á spena ríkis­ ins eða annarra. Ferillinn hófst þar sem hann stjórnaði sjúkrasamlagi. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkurborgar og áfram inn á Alþingi og á stól for­ sætisráðherra. Þegar pólitískur ferill hékk á bláþræði skipaði hann sjálf­ an sig sem seðlabankastjóra. Eftir nöturleg starfslok þar tóku eigend­ ur Morgunblaðsins hann upp á sína arma og gerðu að ritstjóra Morgun­ blaðsins. Svipaða sögu er að segja af Geir Haarde, arftaka Davíðs. Engum sögum fer af því að hann hafi náð að fóta sig á grundvelli einstaklingsfram­ taks í sjálfstæðum rekstri. Þvert á móti hefur hann verið mestan sinn starfs­ aldur á jötu ríkisins. Hann­ es Hólmsteinn Giss­ urarson er einn helsti hugmynda­ fræðingur Sjálf­ stæðisflokksins á síðari tím­ um. Hann hef­ ur boðað tæra frjálshyggju og hefur undantekn­ ingarlaust haf­ ið einkafram­ takið til skýjanna. Sjálfur er hann því marki brenndur að hafa lifað sína starfsævi að mestu leyti á launum sem tek­ in eru af skattfé. Ekkert dæmi er um að hann hafi reynt sig við atvinnu­ rekstur af neinu tagi. Hann trúir á einkaframtakið en lifir á ríkinu. Sá forystumanna Sjálfstæðisflokksins sem hefur komist næst atvinnurekstri er Bjarni Benediktsson, núverandi formaður, sem gegndi stjórnarfor­ mennsku í eignarhaldsfélagi N1 og fleiri félögum. Menn geta deilt um ár­ angurinn þar en ljóst má vera að hann fékk smjörþefinn af einkarekstri og þekkir til sem slíkur. Sú reynsla hefur þó ekki orðið til þess að hann nái að stýra flokknum samkvæmt yfirlýstri stefnu hans. Það er á vakt Bjarna sem flokkurinn stendur nú á barmi klofn­ ings. Helsti hvatamaður að stofnun Nýja Sjálfstæðisflokksins er Benedikt Jó­ hannesson. Benedikt er þaulreyndur úr viðskiptalífinu og margt bendir til þess að hann hafi til þess siðferði og vilja að ganga um eigur rík­ isins með almannahag að leiðarljósi. Þá hef­ ur ekki reynt á annað en að hann muni virða lýðræðisreglur og stuðla að heilbrigðu einstak­ lingsframtaki innan þess ramma frelsis sem tryggir að menn steli ekki eða sölsi undir sig eigur almennings. Það er íslensku samfélagi hollt að hafa tvo átakapóla til hægri og vinstri. Heiðarlegir vinstrimenn vilja að ríkis­ reksturinn sé sem fyrirferðarmestur og trúa því að þannig farnist þjóðfé­ laginu best. Hægrimenn sem fylgja hugsjónum sínum eru á þeirri skoðun að einstaklingar eigi að stjórna og bera sem mesta ábyrgð í atvinnulíf­ inu. Og sumir eru reyndar á því að nær algjört frelsi og sem minnst eft­ irlit eigi að vera til staðar. Hvorug stefnan gengur upp ein og sér. Far­ sælast er að þessir kraftar takist á og þannig myndist sú blanda sem inni­ heldur sjónarmið beggja. Vandinn er aftur á móti sá að hægra megin hafa verið menn á spena ríkisins sem haldið hafa uppi fagurgala um frelsi og einstaklings­ framtak. Þessu verður að breyta. Það er því fagnað­ arefni að fá fram afl til hægri sem gerir út á þau gildi sem boðuð eru. n Stjörnur Friðriks Friðrik Pálsson, hótelstjóri á Hót­ el Rangá, er á meðal framtaks­ sömustu ferðafrömuða á Íslandi. Mikið vatn hefur runnið til sjáv­ ar síðan hann var hvað þekkt­ astur fyrir að reka einkahluta­ félagið Góðráð ehf. sem rukkaði Landssímann heitinn um ráð­ gjafarlaun stjórnarformanns­ ins. Í seinni tíð hefur Friðrik rekið Hótel Rangá á Suðurlandi með glæsibrag. Það nýjasta í rekstri hans er sérstakt stjörnu­ skoðunarhús þar sem hægt er að renna af þakinu og horfa til himins. Endurkoma Hjartar Fréttamaðurinn öflugi, Hjörtur Hjartarson á Stöð 2, hefur átt erf­ iða tíma á köflum eftir útistöður við vinnufélaga. Fyrst stóð hann í ströngu eftir að hafa tekist á við Eddu Sif Páls- dóttur íþrótta­ fréttamann þar sem þau störfuðu saman á Ríkisútvarpinu. Hann var í framhaldinu rekinn en fékk vinnu á Stöð 2. Þar varð uppá­ koma á dögunum þegar honum mislíkaði við samstarfsmann og tók í hann. Hjörtur fékk áminn­ ingu og ákvað að taka á sínum málum sem hann gerði. Um liðna helgi sneri hann aftur sem nýr og betri maður á Stöð 2, áhorfendum til ánægju. Gildruklettar Benedikts Eitt af fyrirtækjunum sem fékk há lán í Sparisjóði Keflavíkur heitir Gildruklettar ehf. og var meðal annars í eigu Einars Sveinssonar fjárfestis og Bene- dikts Jóhannessonar, eiganda útgáfufélagsins Heims. Félagið varð gjaldþrota og þurfti Lands­ bankinn að af­ skrifa um 650 milljónir króna hjá fyrirtækinu í fyrra. Í ljósi þessara tengsla Benedikts við Sparisjóðinn í Keflavík vakti nokkra athygli í fyrra þegar sonur sparisjóðs­ stjórans í Keflavík, Sverrir Geir- mundsson, var ráðinn í stjórn­ arstöðu hjá Heimi þrátt fyrir takmarkaða reynslu af útgáfu­ starfsemi. Vinur Þórólfs Ekki er einhugur meðal fram­ sóknarmanna í Reykjavík um að Guðni Ágústsson verði oddviti flokksins í komandi sveitastjórn­ arkosningum. Eitt af því sem sumir fram­ sóknarmenn fetta fingur út í eru tengsl Guðna við Þórólf Gíslason, kaupfélagsstjóra á Sauðárkróki. Ráðherrann fyrr­ verandi fékk framkvæmdastjóra­ starf hjá Samtökum afurða­ stöðva í mjólkuriðnaði þegar hann hætti þingmennsku. Kaupfélag Þórólfs er einn valda­ mesti aðilinn í samtökunum í gegnum eignarhald sitt í Mjólk­ ursamsölunni. Góð vinátta er milli Guðna og Þórólfs. Stuðn­ ingsmenn Guðna telja þó fráleitt að það hafi áhrif á getu Guðna til að starfa að borgarmálum í Reykjavík. Reynir Traustason rt@dv.is Leiðari „Hann trúir á einkaframtakið en lifir á ríkinu Börnunum líður vel saman og þá gengur þetta vel Ég óttast lítið Magnús Scheving stendur á tímamótum. - DV Það yrði hræðilegt Nanna Elísa Jakobsdóttir nemi segir verkfall setja allt úr skorðum. - DVÁrni Svanur Daníelsson og Kristín Tómasdóttir eiga sex börn samtals. - DV Barnaborgin Reykjavík F átt skiptir okkur foreldra meira máli en að geta veitt börnum okkar hamingjuríka æsku og sjá þau vaxa og dafna. Reykjavíkurborg er á margan hátt fyrirmyndarstaður fyr­ ir barnafjölskyldur, enda búum við að góðum skólum, fjölbreyttu frí­ stundastarfi, heilbrigðu borgarum­ hverfi og þéttu öryggis­ og stuðn­ ingsneti ef eitthvað bjátar á. Við erum því að mörgu leyti afar lánsöm. Getum gert betur En við getum gert enn betur og í mínum huga skiptir fátt meira máli í stjórnmálum dagsins, en einmitt það að gera borgina okkar að enn betri stað fyrir börn og barnafjölskyldur. Þannig borg viljum við sem bjóðum okkur fram fyrir XS í Reykjavík og þess vegna ætlum við að forgangs­ raða málefnum barnafjölskyldna á næsta kjörtímabili. Við ætlum að efla stuðning við barnafjölskyldur og tryggja að for­ eldrum standi til boða ráðgjöf og fræðsla sem taki mið af ólíkum þörfum og aldursskeiðum barna. Öll börn eiga að njóta sín í skólun­ um, þeim á að líða vel og ganga vel í námi. Það er borgarkerfisins að laga sig að börnunum en ekki að laga börnin að kerfinu. Fjölga rýmum Við ætlum að fjölga leikskólarým­ um fyrir fjölskyldur með ung börn. Við ætlum að hækka frístundastyrk með hverju barni í 50 þúsund krón­ ur á kjörtímabilinu og taka upp sam­ ræmdan systkinaafslátt á milli leik­ skóla og frístundaheimila. Við ætlum að stytta „vinnudag“ barna með samþættingu frístunda­ og skólastarfs og stuðla um leið að fleiri samverustundum fjölskyldna. Við ætlum að tryggja að hollar og ódýrar skólamáltíðir standi leik­ og grunnskólabörnum til boða óháð efnahag. Minna skutl Við ætlum líka að minnka skutlið og efla enn frekar hinn svokallaða frí­ stundastrætó. Við viljum einnig eyða þeirri óvissu sem bíður margra ungra fjölskyldna þegar fæðingarorlofi for­ eldra lýkur og á næsta kjörtímabili ætlum við að taka markviss skref við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og þar til börn komast inn á leikskóla. Undir forystu Dags B. Eggertsson­ ar ætlar XS að tryggja að í Reykjavík verði áfram komið ríkulega til móts við barnafjölskyldur þannig að þær geti treyst því að þar sé hagstæðast að búa fyrir barnafjölskyldur. n Heiða Björg Hilmisdóttir skipar 6. sæti á lista XS í Reykjavík. Kjallari MyND SiGTRyGGuR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.